Þjóðviljinn - 16.10.1957, Side 10

Þjóðviljinn - 16.10.1957, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. október 1957 - Nýja tunglið Framhald af 6. síðu. Að tveimur árum liðnum er sagt að send munu verða skeyti til tunglsins, í fyrir- sjáanlegri framtíð verður reist þar stjörnuathugunar- stöð, því þar er ekkert í loft- inu sem skyggir á hina daufu gömlu geisla frá fjarlægum vetrarbrautum, né frá nálæg- ari stjörnum, stjörnufræðin, sem orðin er að voldugri vís- ingagrein, verður enn vold- ugri, það verður skorið úr um það hversu hófst og hvað var áður, og hvað við taki. Vel getur verið að sá piltur sé þegar fæddur eða sú stúlka sem skoða mun í stjörnukíki uppi á tungli, þér sem trúið stjörnuspádómum, látið nú stilla hóróskóp þegar barn fæðist, — strange things are happening, mellonta tauta. Hvernig tekur fólkið þessavi nýjung, gervitunglinu ? Finnst því gaman, hlakkar það til að fá nýjar fréttir? Ekki hef ég orðið vör við það, nema hjá ungum mönnum fáeinum, vel viti bornum og vel að sér. Þeir tala fallega um þessa hluti, og það er gaman að hlusta á þá. Hlustið á þá! Hlustið ekki á gamalt fólk og miðaldra, sem veltir vöngum af drýldni, eða fyllist ólund og segist óska að hnötturinn hrapi sem fyrst, eða skáld sem afsegja að yrkja um þetta nýja tungl og kjósa heldur að yrkja upp í þúsund- asta sinn kvæðið um hið gamla. Ekki veit ég hvort er skáldlegra. Sumir vilja hvorki sjá né heyra þennan hnött af því að hann se rússneskur, öðrurn finnst það kjánaleg hótfyndni. Já, einhver gat þess til, að hann mundi vera samansettur úr ryðguðu úr- gangsjárni, og til einskis nýt- ur úr því að hann er gerður fyrir austan tjald. Hnötturinn er fagur og fínn, og hann haggast ekki á braut sinni. Við sátum hér þrír menn í stofu í gær og sögðum hvert öðru að okkur stæði á sama hvorum megin við tjaldið hann hefði verið smíðaður og sendur upp. Það sem máli skipti væri það að unnizt hefði frægur vísinda-®* sigur, að afrek sem til hefði þurft óhemjulega þekkingu, þrautseigju og átak, hefði verið til lykta leitt, að ný öld væri að hefjast, öld geim- flugs, og mjög bættra skil- yrða til að afla þekkingar á stjörnugeiminum, væri hafin. Auk þess fylgdi þessu ekki sá óhugnaður og voði sem beizl- un kjarnorkunnar. En eftir á að hyggja, Bandaríkjamenn hefðu vel getað orðið á und- an, ef þeir hefðu ekki látið McCarthy hafa sig til að reka Oppenheimer: Nú hefnir þetta sín, segir New York Herald Tribune. Þeir koma nú bráðum með gervitunglin sín, Bandaríkja- menn. Og þá þykja þetta falleg tungl í Reykjavík, gull- tungl og demantstungl, og allir vilja vaka og horfa á. Politiken spurði hitt og þetta fólk hvað það hefði að segja um tunglið. Jakob Palu- dan, rithöfundur og mikill vinur fljúgandi diska, sagðist óska að það dytti sem fyrst. Einhver frú, lögfræðingur og þingmaður, virtist uppfull af ólund, og sagði að sér geðj- aðist ekki að þessu tungli, hún sagðist ekki geta að því gert. Forsætisráðherrann sagð ist ekki hafa mikið vit á þessu, en hann sagðist samt vera hissa. Einhver málsmet- andi maður, sem ég man ekki að greina, sagði að sér þætti gaman að þessu, og hann sagðist 'hrósa happi að lifa á þessari öld, en ekki þeirri átjándu, hinn mjög dásömuðu. Og svo framvegis. 8. október, Málfríður Einarsdóttir. Þjóðleikhusið Framhald af 7. síðu. verið sóttar og valdið leik- húsinu tapi og óþægindum. Á frumsýningar hefur frá upphafi verið tekið á móti pöntunum fyrirfram og trygg- ing fyrir greiðslu fyrir minnst 2 sýningar tekin, og auk þess er hærra verð á þær. Hafa að mestu verið sömu frumsýningargestir frá upp- hafi. Auk hinna fyrirfram seldu miða eru um 150 mið- ar að jafnaði til sölu á hverja frumsýningu. Leikhúsið getur þó ákveðið, að hinar föstu fyrirframpantanir á frumsýn- ingar gildi ekki þegar sérstak- lega stendur á, og er þá aug- lýst. Þjóðleikhúsið ákveður hve- nær skólanemendum er gefinn kostur á að sjá leiksýningar fyrir hálfvirði og tilkynnir skólunum það. 12 vinmngai Happdrœtti Þióðviðjcsns 1957 Fíai—1400 B er ein eftirsóttasta bifreiðin í dag — Verð kr. 85.000.00 Aðalvinningur í Happdrætti Þjóðviljans. Miðinn kostar 10.00 krónur. Dregið 23. deseiaber n.k.— Verölaunakrossgáta íylgir hverri blokk. Verðlaun samtals kr. 2000.00. Afgreiðsla happdrættisins er á Skó lavörðustíg 19 — Dragið ekki að kaupa miða í von um góðan vinn ing. Fagnar vinstra samstarfi Framhald af 3. síðu, mest, svo að sýslan fái sem fyrst samband við akvegakerfi landsins.“ Vitar og skipbrots- mannaskýli „57. þing- og héraðsmálfund- ur Vestur-ísafjarðarsýslu beinir þeirri eindregnu ósk tii vita- málastjómarinnar, að hún láti áuka að mun Ijósmagn Selvogs- vitans og hraða stækkun Galta- vita og ramnsókn á vitastæðj á Sauðanesi, með það fyrir aug- um að þar geti einnig verið fikipbrotsmannaskýli“. tJndirbúi móttöku liandrltaiuia „Þing- og héraðsmálafundur Vestur-ísafjarðarsýslu fagnar því að handritamálið er nú aft- ur á dagskrá, og vonar hið bezta um lausn þess í náinni framtíð. Um leið og fundurinn þakkar öllum þeim er unnið hafa þessu máli fylgl heima og heiman, beinir hann þeim ejndregnu til- mælum til ríkisstjómarinnar, að eigi verði vanrækt að undirbúa móttöku handritanna og varð- veizlu þeirra hér heima". Móti réttindaskerðingu „Fundurinn telur að ýmsar breytingar, sem gerðar voru á aimannatryggingarlögunum 1956, séu vafasamar og bendir þar sérstaklega á þá réttindaskerð- ingu, að sjúkrasamlögum er ekki heimilað að greiða nema % hluta rannsóknar sérfræðinga samkvæmt tillögum samlags- læknis“. "i Orkuveri fagnað „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því sem vinnst við byggingu orkuvers Vestfjarða og væntir þess að stöðin geti tekið til starfa á komandi vori og að- alleiðslum verðj lokið næsta sumar og unnið verði mark- visst að því að fullnægja raf- orkuþörf héraðsins. Jafnframt treystir fundurinn því, iað unn:ð verði sleitulaust að því að auðvelda þeim heimil- um sem ekki fá rafmagn frá rafveitu að koma sér upp heim- ilisstöðvum. Ennfremur skorar fundurinn á Alþingi og ríkisstjóm að vinna að því að rafmagn sé selt með sem jöfnustum kjörum hvar á landinu sem er“. I Vélritunarstúlka óskast. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Alþiagis fyrir 20. þessa mánaðar1. 1 Fíat-biíreið, 5 manna kr. 85.000.00 Útvarpsíónn, Philips kr. 25.200.00 3—8 Segulbandstæki kr. 30.000.00 9—12 Ferðaútvarpstæki kr. 10.000.00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.