Þjóðviljinn - 21.11.1957, Qupperneq 5
Fimmtudagui’ 21. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Aðalgata í stórborg
j
Fimm sentimetrum meiri gildleiki um
kvið en br]óst stóreykur banalikur
Offita er einhver algengasta orsök dauðsfalla fyrir
aldur fram, og þegar menn safna holdum úr hófi fram
er nær undantekningarlaust ofáti um að kenna, segir
danski læknisfræöiprófessorinn N. B. Krarup.
Pi’ófessorinn hefur skrifað
bækling um offitu, sem danska
tryggingarfélagið Thule hefur
gefið út og dreifir ókeypis.
Eftir munu fylgja bæklingar
nm fleiri heiibrigðisvandamál.
Yfir fertugt
Rannsóknir hafa sýnt, segir
prófessor Krarup, að fólk sem
er 15—25% þyngra en eðlilegt
getur talizt miðað við líkams-
'byggingu, hefur 50% hærri
dánartölu en jafnaldrar þess
sem eru í eðlilegum holdum.
Munurinn á dánartölu feits
fólks og granns er ekki ýkja
mikill framan af aldri, en eftir
fertugt er hann mikill og stöð-
ugur.
Meðal kai'lmanna á aldrinum
45 til 50 ára hefur fimm kílóa
ofþungi í för með sér 8%
hækkun dánartölunnar. Nái of-
þunginn 10 kílóum aukast
banálíkurnar um 18%, við 15
kg er aukningin 28%, 20 kg
45% og við 45 ára aldur er
25 kg ofþungi jafn hættulegur
lífi manna og alvarleg hjarta-
bilun.
Eiga þrefalda
tölu kafbóta
Bandaríski aðmírállinn
Wríght, yfirflotaforingi A-banda-
lagslns, sagðj á fundi þingmanna
frá bandalagsrikjunum í París
um daginn, að Sovétríkin ættu
nú jdir 500 kafbáta, þrefalt
fle:ri en öll A-bandalagsríkin til
samans, og smíðuðu 70 nýja á
hverju ári. Kvað Wright aug-
Ijóst, að sovézka flotanum væri
ætlað það hlutvei'k að slíta all-
ar samgöngur á sjó milli Evrópu
og Ameríku, ef til styrjaldar
kæmi.
Bandaríski öldungadeildar-
maðurinn Jackson lagði til á
fundnum, að komið yrði upp
flota kjarnorkukafbáta, sem
yrðu sífellt á vakki úti fyrir
ir ströndum Vestur-Evrópu, bún-
ir flugskeytum sem drægju 2500
kílómetra.
Ekki sama hvar spikið
safnast
Heilsutjón af völdum offitu
fer nokuð eftir því, hvar á lík-
amann menn safna spiki. Sé
maður fimm sentimetrum gild-
ar um kviðinn en brjóstið við
útöndun, aukast banalíkurnar
enn um 50% yfir það sem of-
þunganum fylgir.
Nokkrir sjúkdómar eiga
mestan þátt í þvi að hækka
dánartölu feits fólks. Því er
hættara við kransæðastíflun
en grönnu lólki, læknar telja
sannað að samband sé milli of-
fitu og hás blóðþrýstings, feitu
fólki er hætt við sykursýki og
gallsteinum.
Þá eru banasiys á feitu fólki
algengari en á grönnu og feitt
fólk þolir illa uppskurði, meðal
annars vegna þess að því er
hætt við lungnabólgu, æðastífl-
um og kviðsliti.
Orsökin er ofát
Prófessor Krarup slær því
föstu að menn safni ofur ein-
faldlega fitu af því að þeir
borði of mikið, láti meira i
magann en líkaminn hefur þcrf
fyrir. „Svona einfalt er þetta,
hversu erfitt sem mönnum
reynist að skilja það og sætta
sig við það“, segir hann.
1 bæklingunum segir, að eng-
inn fótur sé fyrir þeirri skoðun,
að algengt sé að menn nýti
matinn mjög misjafnt, margir
séu þannig gerðir, að þeim
komi maturinn að meira gagni
en öðrum. Þetta mál hefur ver-
ið rannsakað vandlega, og kom-
ið hefur í Ijós að grannt fólk
og feitt nýtir matinn nákvæm-
lega eins, nema um sé að ræða
ákveðna sjúkdóma, sem eru
mjög fátíðir.
Sú afsökun feits fólks, að
það hljóti að þjást af efna-
skiptasjúkdómi, finnur ekki
heldur neina náð fyrir augum
Krarups prófessors. Hann segir
það fullsannað, að efnaskipta-
sjúkdómar eigi ekki sök á of-
fitu nema hjá hverfandi fáum.
Langflestir þeirra sem þjást
af offitu geta engu öðru um
kennt en sinui eigin mat-
græðgi, segir þessi danski pró-
fessor.
Geimbiskup myndi
hressa trúna víð
Kirkjan æti að senda spútnik
út í geiminn með biskup inn-
an boi-ðs, til þess að beina at-
hygli milljóna að guði, sagði
Alástair lávarður á þingi ensku
biskupakirkjunnar í siðustu
viku.
Hann sagði að uppvaxandi
kyrtslóð, sem alin væri upp á
íækni og vísindum, legði eyrun
'betur að tístinu í gervihnött-
unum en boðskapnum úr préd-
íkunárstólnum.
Skólum lokað á
Malakkaskaga
Lögreglan í borginni Ipoh á
Malakkaskaga hefur undanfarna
daga hvað eftir annað orðið að
beita kylfum til að dreifa hópum
ungs skólafólks sem farið hefur
fylktu liði um götur borgarinn-
ar til að mótmæla þeirri ákvörð-
un menntamálaráðuneytisins að
banna stúdentum sem komn'r
eru yfir visst aldurstakmark að
stunda nám. Fjórum kinverskum
skólum hefur verið lokað og öll-
um þeim sem tekið hafa þátt i
óeirðunum hefur verið hótað
brottrekstri úr skóla.
Dómur um list
Armstrongs
Tónlist Louis Armstrongs
hefur ekki „verulegt listgildi til
að bera“ og hann fær því enga
ívilnun um skemmtanaskatt af
tónleikum í Miinster í Vestur-
Þýzkalandi, segir í dómsúr-
skurði, sem þar var kveðinn
upp á mánudaginn.
Dómarinn bætti því við í
sárabætur, að það væri ekki
sjálf tónlistin, heldur aðferðin
við flutning hennar, sem hann
teldi ólistræna. Kvaðst hann
hafa heyrt að trombónleikarar
Armstrongs ættu það til að
halda hljóðfæri sínu milli fót-
anna og trumbuieikarinn henti
kjuðana á lofti.
Um daginn rigndi svo ákaft á Spáni, að flóð í ánni Guadala-
viar færði mikinn hluta stórborgarinnar og næsta nágrenni henn
ar í kaf. Myndin er teltín á aðalgötunni í Valencia, þegar flóð-
ið stóð sem hæst. Maður hefur vaðið í klyftir út að bíl sínum.
til að líta á viðurstyggð eyðile.ggingarinnar. Talið er að á
annað hundrað manns hafi drukknað í flóðinu, flest í fátækra-
hverfuin í útjöðrum Valencia, og þúsundir misstu heimili sín.
Mannæfa sláfrar 10 konum
Hroðalegt morðmál á döf inni gegn bandarísknm bönda
Nöguð mannabein í eldhúsi á bóndabæ urðu til þess
.aö böndin bárust að einhverjum stórvirkasta moröingja
sem lögregla Bandaríkjanna hefur komizt í tæri viö
á síöari árum.
Alger sameining
Egyptalands og
Sýrlands
Á fundi í sýrlenzka þinginu
sem 70 egypzkir þingmenn
sátu líka var samþykkt ein-
róma að beina því til ríkis-
stjóma Sýrlands og Egypta-
lands að undinn yrði bráður
bugur að því að koma á sam-
emingu ríkjanna í bandalagi.
Fimmtugur bóndi og einbúi,
Ed Gein að nafni, játaði þeg-
ar honum voru sýnd tannaför-
in á beinunum, að hafa myrt
tug kvenna.
Ekki neitaði hann að hafa
lagt sér nokkrar þeirra til
munns, og að lík hinna hefðu
átt að fara sömu leiðina.
Lögreglan í bænum Plainfield
Vægur dómur yfir
hermanni í Japan
Bandarískur hermaður, Willi-
am Girard að nafni, var í gær
dæmdur af dómstól í Japan í
Þriggja ára skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa orðið að
bana japanskri konu sem hann
skaut þeggr hún var að hirða
brotajárn á bandarískum skot-
æfingavelli.
Mál lians hefur valdið mikl-
um deilum í Japan og (Banda-
ríkjunum. Bandarískur dóm-
stóll kvað upp úrskurð um að
Girard skyldi dreginn fyrir
bandarískan herrétt, en Hæsti-
réttur Ba.ndaríkjanna féllst
ekki á það og úrskurðaði hann
í hendur Japana. Búizt er við
að dómnum verði áfrýjað.
í Wisconsinfylki gerði húsleit á
bæ Geins eftir hvarf frú Bern-
ice Worden, kaupkonu í sveita-
verzlun. Þegar lögregluþjónarn-
ir komu inn í hlöðuna hjá Gein
blasti við þeim höfuðlaust
konulik, liengt upp á hásinun-
um á kjötkróka. Líkið hafði
verið flegið og meðhöndlað á
annan hátt eins og slátrarar
fara með kroppa alidýra.
Við nánari leit í hlr'ðunni
fundu lögregluþjónarnir fimm !
honuhöfuð, vafin í plast og
geymd í ís. Þar fundust einn-
ig fjórir höfuðlausir konubúk-
ar í viðbót.
I bænum og öðrum útihús-
um fundust síðan fimm höfuð í
viðbót, mannabein^ og hlutar af
brytjuðum mannabúkum. Lög-
reglunni telst svo til að þarna
hafi alls fundizt leifar af lík-
um tíu kvenna.
Eftir 30 klukkutíma óslitna
yfirheyrslu játaði Gein að hafa
ráðið frú Worden bana og búið
líkama hennar til geymslu í
hlöðunni. Þegar hann var
spurður, hvort hann hefði ætl-
að: að leggja sér konuna til
munns, svaraði hann að sér
væri það ekki vel ljóst. Eftir
að honum höfðu verið sýnd
nöguð mannabein, sem fundust
í eldhúsi hans og svefnstofu,
játaði hann að hafa stundað
morð árum saman. Auk þesa
kvaðst hann hafa grafið haus-
kúpur og önnur maimabein upp
úr kirkjug"rðum.
Lögreglan i Plainville minnii'
á að þar hefur um skeið hver
konan af annarri horfið á dul-
irfullan hátt.
Suðurskautsstöð t
3169 metra hæð
Tassfréttastofan skýrir frá
því að sovézki vís'ndaleið-
angurinn á Suðurskautslancl-
inu hafi komið sér upp
nýrri bækistöð uppi á 3500
metra hárri jökulsléttu.
Kornust leiðangursmenn
þangað á beltabílum. 1 fjalla-
stöð þessari verðar gerðar
veðurathuganir. Rannsóknir
allar á . Suðurskauts'and nu
eru þáttur í alþjóðlega jarð-
eðlisfræðiárinu.
28 nienn fórufet og 19 hititfl
alvarleg meiðsl þegar farjx'ga-
lest rakst með miklum hraða
á vöruflutningalest nálægt bæn-
!um Chantenay í Frakklandi.
1