Þjóðviljinn - 21.11.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. nóvember 1957 -— ÞJÓÐVILJINN — (7
Einars saga Asmundssonar
Ófáir íslendmgar . hafa skrif-
að mikilsyerðar. sjálfsævisögur;
erí þeim, sem tekizt hafa á
hendur að . rila ævisögur ann-
ar'ra manna, hefur löngum reitt
miður af. Svo fáar hafa lán-
azt vel, að við hljótum að kalla
íslenzka ævisagnagerð á lágu
stigi. En raunar eru góðu ævi-
sögurnar ekki aðeins sjald-
gæfar, heldur er meiriháttar
ævisagnaritun yfirleitt jlla
.rækt.. Oft hefur verið býsnazt
yfir því, og með réttu, að við
eigum ekki þann dag í dag
neina heildarsögu okkar e.igin
bókmennta. En sagan er ekki
öll sögð með því: þegar -við
erum búin að telja á fingrum
annarrar handar frambærlíeg-
ar ævisögur einstakra skálda,
þá er upptalið. Eins er þessu
farið um stjómmálamennina.
Maður nokkur þurfti í haust að
•athuga fáein atriðí varðandi
Hannes Hafstein, fyrsta ís-
lenzka ráðherrann. Það kom á
daginn, að um hann hefur sama
og ekkert verið skrifað á ís-
landi — ævjsagnariturum er
ókunnugt um tilvist hans.
Sömu raunasöguna er að segja
af hérumbil öllum stjórnmála-
mönnum okkar í 150 ár. Við
eigum nær allt ógert í þessu
efríi. Stefán frá Hvítadal orti
máttugt kvæði um'Bjarna frá
Vogi og Jóhannes úr Kötlum
annað um Skúla Thoroddsen,
en íslenzkir sagnfræðingar
hafá ekki virt þá viðlits. Ó-
þrotleg verkefni bíða ungra
fræðimanna.
Hér voru aðeins nefndir þeir
tveir flokkar manna, sem hæst
ber í þjóðlífjnu á hverri sturíd;
en það ev sjálfsagt að rita
sögu af fleirum en þjóðmála-
görpum og höfuðskáldum. En
sagnfræðingar, sem annars
kunna fullgild vinnubrögð,
* hafa ekki heldur sýnt hinum
umtalsverðan sóma — þeim
sem stækkuðu landið, þótt þeir
stæðu forsælumegin í frægð-
inni. Hitt’ er rétt að fróðir
ieikmenn hafa um hríð ritað
margt um íslenzka menn og
málefni; en fæst af því hefur
verið þannig úr garði gert, að
talizt gæti viðhlítandi sagn-
fræði ellegar hlutgengar bók-
menntir. Alla slíka iðju ber
raunar vel að virða í þessu
bókmenntanna landi, en liún
getur ekki leyst af hólmi
sannverulega sagnfræði. f þeim
ókjörum af „þjóðlegum fróð-
leik", sem hér hefur verið
inokað út næstliðin ár, hefur
einatt skort mjög á undan-
bragðalausa staðreyndakönnun
og gagnrýnið heimildamat sem
er- lífsskilyrði sannkallaðra
sagnvísinda. En þau útheimta
eimiig sem hlutlausast viðhorf
við mönnum og málefnum sem
um er fjallað, ásamt þeim skil-
mérkileik í framsetningu sem
gefur lesandanum ekki færi á
að villast á fullvissu og lík-
um, staðreynd og getgátu. Dá-
læti útgefenda á skrítlum og
æsifregnumj. ríír liðinni sÖgu
okkar heÍUr tvímælalaust stað-
ið verðmeiri sagnfræði fyrir
þrífum hér á landi um sinn;
en þess mætti geta tjl, að hún
ætti blómaskeið í vændum. En
ekki eru prófessorar einir til
þess kjörnir að rita örugg
sagnfræðiverk. Það er einnig á
valdi gáfaðra manna úr al-
þýðustétt — þegar þeim hefur
á annað borð lærzt að skilja
Arnór Sigurjónsson
milli sögu og skritlu, sannfræði
og imyndunar, samúðár og
væmni.
Nú hefur Arnór Sigurjóns-
son skrifað sagnrit, er sakir
gerhygli, hlutlægni og ljósrar
framsetningar hlýtur að telj-
ast öndvegisverk. Það er Ein-
ars saga Ásmundssonar, fyrra
bindi: Bóndinn í Nesi. Þetta
bíndj er 352 blaðsíður, auk
formála, og skiptist í 14 höf-
uðkafla, prýtt 58 myndum.
Segir höfundur i formálanum,
að síðara bindið verði þó „að-
alhluti sögu þessarar"; og hvort
sem þau orð lúta að mikilvægi
efnjs eða lengd frásagnar, má
vænta þess að Nesbónda þyki
hlutur sinn æríð driúgur þar
í gröfinni. Ætli honum finnist
ekki hann gæti farið að kosta .
son s:nn í skóla.
í formála gerir höfundur
einnig grein fyrir sögu bókar-
innar og sjónarmiðum sínum
við ritun hennar. Hann segir
svo m.a.:
„Við þessa söguritun hef ég
haft þann hátt að' láta heirnild-
irnar sjálfar tala, svo sem því
varð við komið, en mitt verk
hefur helzt verið það að raða
þeim og telgja þær saman. Eg
hef reynt að gera slíkt af vand-
virkni og hlutlægn.i og viljað
gæta þess að gera hlut Einars
hvergi meiri eða betri en efni
standa til. Hér er ekki verið
að segja frá nejnni fyrirmynd,
heldur fulltrúa alþýðunnar á
• ofanverðri 19. öld, og saga
þessa fulltrúa á fyrst og fremst
að vera skrumlaus, og eigi á
aðra hallað. Líklegt má þykja,
að sagan verði ýmsum erfið í
lestri vegna þess, hve margir
eru til hennar kvaddir. En með
því hef ég viljað leiða samtím-
ann.og þjóðlífið sem glöggvast
: íram, einkum það, er næst var
Einari. Þetta er að visu per-
sónusaga hans að formi, en á
þó fyrst og fremst að vera hér-
aðssaga og þjóðarsaga að efni“.
Það kemur ekki til mála að
deila við höfundinn um þau
sjónarmið, er vöktu fyrir hon-
um við ritun bókarinnar.
Vissulega hefði mátt sníða
sögu Einars í Nesi miklu
þrengri stakk og gera af henni
heilsteyptara bókmenntaverk;
en hitt er mergurinn málsins,
að Arnór Sigurjónsson hefur
náð því markmiði sem hann
setti sér í upphafi: að rita
skrumlausa, yfirgripsmikla og
skilríka sögu þessa manns og
ýmsra þeirra mála sem varða
hann með einum hætti eða öðr-
ufri — studda margvíslegum
heimildum, óvefengjanlegum
frumgögnum. Efnið er býsna
' samslungíð og margþætt á
köflum, en höfundurinn hefur
það allt á valdi sínu og greið-
ir öruggur úr hverri flækju.
íslenzkir lesendur hafa auðg-
azt að sagnriti, sem virðist ó-
hætt að treysta í flestri grein
— sjaldan- þessu vaní. Menn-
ingarsjóður hlýtur sæmd af
útgáfu þess.
Vitaskuld má þó finna smá-
galla á verkinu. Það er til
dæmis svolítið torvelt að meta
fimmta kaflann: Týnda ferða-
Einar Asmundsson
sögu, þar sem höfundur kveðst
fylla „skörð . . . í heimildirn-
ar“ „með getgátum". Það er
þann.ig gert, að lesandinn veit
lítt hvað er ,,heimild“ og hvað
er „getgáta". í upphafi þessa
kafla segir einnig að dr. Jóni
Þorkelssyni hafi verið „í
barnsminn.i koma þeirra Ein-
ars og sr. Sjgurðar að Ásurn
í Skaftártungu“ sumarið 1851.
Á þessu „barnsminni“ er þó
sá hængur, að þetta sumar
vántaði dr. Jón hérumbil átta
ár upp á að fæðast. Nákvæmni
höfundar er líka ögn misgæf.
Hann í-ekur á mörgum blað-
siðum hve marga fiska Einari
í Nesi var gert að greiða í
útsvar það og það árið, en fæð-
ingarár síðari konu hans er
glö.tuð tala. Þá bregður einnig
fyrir skritnum vangaveltum,
e.ins og næstsiðasta setning-
in á 52. bls. er eirrna ljósast
dæmi um: „Verið getur. ,
Bjarni Sœmandsson
Bjarni’ Sæmundsson:
Fiskarnir. Önnur útgáfa
aukin. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Menningarsjóður hefur nú
gefið út hina stórmerku bók
dr. Bjarna Sæmundssonar um
íslenzka fiska er fyrst *om
út 1926. Dr. Bjarni skrjfaði
einnig bækur um íslenzk spen-
dýr og íslenzka fugla, en allar
þessar bækur hafa verið ófá-
anlegar um langa hríð. Þessi
ritstörf dr. Bjarna verða seint
of metin, og mun enginn is-
lenzkur vísindamaður hafa r.it-
að jafn mikið fyrir almenning
í landinu sem hann. Þessar
merku bækur hafa verið sann-
kallað leiðarljós fyrir alla þá,
sem hafa viijað kynnast dýra-
líf.i landsins.
Þó er augljóst að yfir 30
ára gömul bók um íslenzka
fiska getur aldrei fullnægt
kröfum nútímans, svo mjög
hefur fiskirannsóknum fleygt
fram og þarfirnar breytzt. Var
því gripið til þess ráðs, að
o. s. frv. En þessi dæmi og
önnur svipuð, sem kynni að
mega grafa upp, eru sem sagt
aðeins litlir blettir á stóru riti.
Eitt mikilvægt atriði er raun-
ar ónefnt enn, og það er þetta:
Einar í Nesi er ekki sérlega
geðþekkur persónuleiki. Hann
sýnjst hafa verið óglaður í
lund, húmorlaus og hjartakald-
ur; málarekstur hans bendir
til þess, að hann hafi kunnað
ófriði'vel. Manni verður alls
ekki hlýtt til hans, og veldur
því sitthvað fleira en hér er
talið. En kannski fer honum
fram í síðara bindinu.
Ejnar í Nesi hefur verið rök-
vís i hugsun og ljós í máli, en
enginn ljómi leikur um per-
sónu hans. Ævisögu hans er
svipað farið; hún er afburða-
skýr og rökleg, en ekki
skemmtileg í hversdagslegum
skilningi orðsins. Um hana má
segja hið sama og höfundur
mælir um fundargerð frá Þing-
vallafundi 1852: hún er „mjög
greinargóð, en eigi hrífandi".
B.B.
: I
bæta við þessa útgáfu ritgerð-
um um þorsk og síld.
Fx-á hendi útgefanda gætir
ýmissa mistaka. Útgefanda
þessarar útgáfu er að eins get-
ið aftast á kápu og útgáfuárs
er hvergi minnzt. Á kápu
stendur að rit Bjarna sé prýtt
226 myndum, en þær eru 266; :
formáljnn er sagður 26 síður
en er röskar 11, viðauki er
sagður 144 síður með 20 mynd-
um, en er reyndar 54 síður
(að meðtalinni heimildaskrá
og eftírmála) með 21 mynd.
Sömuleiðis er einkennilegt að
viðauka 2. útgáfu er skotið inn
á milli meginmáls og uppslátt-
arkafla fi'umútgáfu. Skrá yfir
hejmildarrit frumútgáfu er t.
d. að finna í viðauka 2. útgáfu.
í skrá yfir íslenzk fiskahöfn
hefur ekki verið bætt við þeim
nýju fiskum, sem getið er í
v'ðauka. Ljósprentun ýmissa
mynda hefur tekizt miður vel,
mega margar ekki daufarl
vera.
I viðauka þessarar útgáfu
ritar Jón Jónsson, fiskifi-æðing-
ur, greinargóða yfirlitsgrein
um íslenzka þorskstofninn.
Hann ritar einnig um nýjar
fiskategundir, sem fundjzt hafa
hér við land siðan 1926 og
kafla um útbreiðsluauknjngu
sjaldgæfra fiska. Láðst hefur
að geta þess hvaðan þær
fiskamyndir eru teknar, sem
prýða viðaukann.
Einnig ritar dr. Árni Fr:ð-
riksson yfirlitsgrein um Norð-
urlandssildina í viðauka bók-
arjnnar. Finnst mér höfund-
ur leggja um of áherzlu á
niátíleysi síldarinnar gagnvart
straumum, þótt náið samband
sé oft þar á milli, t.d. sem af-
leiðing mismunandi átumagns
ýmissa straumkerfa.
Þar sem ekkji er vitað, að’
ný bók um íslenzka fiska sé
á döfinni, er þessi útgáfa á
riti dr. Bjama mjög gagnleg,
og mun því í framtiðinni verða
mikil náma fróðleiks og þekk-
ingar fyrir alla þá, sem vilja
kynnast þeim dýrurn, sem til-
vera íslendinga byggist á. -
Ingvar Hallgriiussoxj
I