Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (S % ÍÞ’RÓTTIR HtTSTJÖRl; FRIMANN HELGASOH - i Hverfakeppnin í fyrrakvöld Kvennaflokkur: Vesturbær — Austurbær 13:4 Karlaflokkur: Kleppsholt — Vesturbær 19:17 og Hlíðar — Austurbær 20:16 Kosningafundur í Kópavogi — Lítilfjörleg „stjórn- arandstaða'* — Glerfjall eða freðmjólkursjoppa Fyrsti leikur hverfakeppninnar var á sunnudagskvöldið var í kvennafiokki miili Vesturbæjar og Austurbæjar, og varð leikur sá ójafn og því ekki eins skemmtilegur og æskilegt liefði verið. Hver einstaklingur var sterkari og í heild féll lið Vesturbæjar betur saman og sýnd; iiðið skemmtileg tilþrif. Sérstakiega góðan leik átti Gerða Jónsdóttir úr KR sem einnig skoraði flest mörkin. Helga Em- ils og Elín Guðmundsdóttir áttu einnig góðan leik. Stúlkur Austurbæjarliðsins voru seinni og ekki eins ákveðn- ar upp við markið og leikur {jeirra gekk of seint til þess að árangur næðist. Sem sagt, Vest- urbær iiafði öll ráð Austurbæjar í hendi sinni og skoraði 13 mörk gegn 4, í hálfleik stóðu ieikar 7:2. Kleppsholt—Vesturbær 19:17. Leikirnir í karlaflokkunum voru jafnari en maður hafði gert ráð fyrir, þegar þeir komu inn á gólfið og bar saman einstök nöfii, en það sannaðist að í flokkaleik getur ýmislegt annað xáðið en það hversu einstakling- arnir eru sterkir hver um sig. Kjarni Vesturbæjarliðsins var auðvitað úr KR, þó því megi skjóta hér inn, svona innan sviga, að það er allalvarlegt hvað KR-ingar eru orðnir dreifðir ef borið er saman við þá tíma að það var inntökuskilyrði í KR, að þeir væru búsettir í Vesturbæn- um, nema hér sé urn að ræða nýjasta herbragð Erlendar Ó.P.! Lið Kleppsholts var meira sitt úr hverrí áttinni, en það fór þó svo að Kleppshyltingar höfðu Dave Siííie aftur kominn í þjálfnn Bandaríski spretthlauparinn og grindahlauparinn Dave Sime kom ekki mikið við sögu á árinu sem leið og var ástæðan sú að hann meiddist seint á árinu 1956, en það ár setti hann heimsmet í 200 m og 220 jarda grindahlaupi. Vegna þessara meiðsla komst hann ekki til Melboume 1956. Nú hefur hann náð sér aftur og er sagður kominn í fulla þjálfun og bendir tími hans í 100 jarda hlaupi til þess að svo sé, því að á íþróttahátíð sem haldin var í New Orleans hljóp hann þá á 9,6. forystuna alian tímann nema hvað Vesturbæ tókst tvisvar að jafna 6:6 og 15:15. Leikurinn var annars mjög jafn og munaði aldrei meiru en 3 mörkum og oft aðeins einu marki. Yfjrleitt frá upphafi til enda var leikur- inn fjörlega leikinn og í honum meiri hraði en maður á að venjast. Oft sá maður skemmti- legar skiptingar hjá leikmönnum og örvggi með knöttinn er orðið furðu mikið. Féllu liðin undanæl saman og var gaman að sjá hve lítið va;- um misskilning á milli manna. Þetta bendir á það, að menn séu að fá stöðugt meiri skilning á því að hver og einn er sjálfsagður hlekkur í keðj- unni, sem verður að iæsast inn í þá næstu. í liði Kieppshyitinga voru það Þórir Þorsteinsson, Valur Bene- diktsson og Iíermann Samúelsson sem maður veitti mesta athyg'li. Geir Hjartar og Gunnar í mark- inu voru líka ágætir. Þeir sem skoruðu mörkin fyrir Kleppsholt voru: Þórir og Geir 4 hvor, Jóhann Gíslason, Valur og Hermann 3 hver og Pétur Sigurðsson 2. í liði Vesturbæjar voru það Hörður, Karl Benediktsson og Reynir Ólafsson sem mest mæddi á, og enda Þorbjörn. Þeir sem skoruðu mörkin fyrir Vesturbæ voru: Hörður 5, Karl 4, Reynir 3, Hannes Hall og Pétur Stefánsson 2 hvor og Þorbjörn 1. Austurbær—Hlíðar 20:16 í’egar lið þessi komu inn i sal- inn blandaðist fáum hugur urn það að lið Hlíðanna mundi fá slæma útreið, því að í liði Aust- urbæjar voru 5 þeirra sem þjáifa með landsliðinu af miklu kappi, en í liði Hlíðanna var aðeins einn, og auk þess voru mikil vanhöld í liði þeirra svo að grípa varð til manna sem sjaldan Hafa sézt í Hðum meistaraflokka hér. En það undarlega skeður að lið Hlíðanna nær leiknum alveg í sínar hendur og heldur for- ustunni meira en þrjá fjórðu hluta af leiknum, og iim skeið stóðu leikar 10:4 fyrir þá og fyrri hálfleik lauk með 10:7 fyrir HHðar. Það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem þeir gáfu eftir. Sennilegt er að Austurbær haíi ekki tekið þetta svo mjög alvarlega, og það sé ástæðan til þess, hve illa gekk fyrir þeim mestan hluta leiksins. Leikur I Hlíðanna var fyrst og fremst í ’ Nýsjálenzk kona varpar kálu 16.30 Fyrir nokkru náði 22 ára göm- ul kona frá Nýja Sjálandi mjög góðum árangrí í kúiuvarpi, varp- aði hún kúlunni 16,30. Heitir hún Valeria Sloper og kemst með árangri þessom í f jórða sæti á heimsafrekaskránni. Með betri árarigur eru þrjár konur frá Sovétríkjunum, en þær eru: Zybina 16,76, Dojnikova 16,60 og Tysjkevitsj 16,59, í fimmta sæti er svo Kuselsova frá Sovéíríkj- unum með 16,13. Hefur árangur þessarar nýsjá- lenzku stúlku vakið mikla at- hygli og margir telja að hún muni ef til vill áður langt um líður ógna hinum rússnesku kon- um. Ólafur V WS þingsetningu Ólafur V. Noregskonungur vann eiða að stjórnarskránni í gær, við fyrstu þingsetningu eft- ir lát föður sins, Hákonar VII. Við þlngsetninguna hélt Ólafur ræðu og kvaðst taka sér sama kjörorð og faðir hans hafði: Alt for Norge. Símar okkar eru 1 30 26 og 2 42 03 Hjörtur Pétursson & Bjarni Bjarnason viðskiptafræðingar löggiltir endurskoðendur Austurstræti 7 því fólginn að leita hvers annars og að koma á óvænt, sem þeir og gerðu með því að komast hvað eftir annað inná linu og skora gegn svo sterku iiði og á móti lék. Þessi leikur er eitt dæmið um það, að lið skyldi aldrei gera'of lítið úr mótherjanum fyrirfram, þó hann virðist veikur. Svo er hitt, að samvinna liðs sem er skipað veikum einstaklingum má sín oft meira en einleikur og al- vöruleysi sterkra einstaklinga. Leikurinn í heild var ekki eins sterkt leikinn og sá fyrri, og má vera að því hafi valdið, að lið Illíðanna var ekki sterkt og svo hitt að Austurbær virtist ekki leggja sig fram fyrr en í lok leiksins. Beztu menn Austurbæjar voru: Gunnlaugur, Guðjón Jónsson og Karl eftir að líða tók á leikinn. Mörkin skoruðu: Gunnlaugur og Karl 7 hvor, Ingvar 3, Guðjón 2 og Stefán 1. í liði Hlíðanna voru það Helgi Jónsson, Þorgeir og Hilmar sem voru beztu menn liðsins, að ó- gleymdum Guðjóni í markinu, sem er stöðugt vaxandi. Rúnar Guðmannsson féll líka vel inn i liðið. Mörkin skoruðu: Hilmar 7, Heigi og Rúnar 4 hvor og Jón 1. Á sunnudagsmorguninn var Pósturinn á kosningafundi í Kópavogi, en kosningar í því byggðarlagi hafa verið tíðar á undanförnum árum. Fjórir listar hafa verið lagðir fram við bæjarstjórnarkosn- arnar í Kópavogi; Alþýðu- flokkurinn, Framsókn og Sjálfstæðisfloltkurinn leggja fram sinn listann hver, og Öháðir kjósendur, sem hafa meirihluta í núverandi bæjarstjóm leggja fram lista sem heitir nú H-listi. Fyrst voru fluttar framsöguræður og töluðu fulltrúar Fram- sóknar fyrst. Fyrri ræðumað- ur þeirra sagði, að þeir væru ekkert sérstaklega að slægj- ast eftir samvinnu við ihaldið eftir kosningarnar, (heldur hvað?), en seinni ræðumaður- inn sagði að auðvitað ynnu þeir með íhaldinu ef svo biði við að horfa, þeir væm sem sé reiðubúnir til hvers sem vera skyldi. Að Framsóknar- listanum standa leyfarnar af Hannesarfélagsskapnum, og er hlutverk hans eingöngu að reyna að spilla vinstri sam- vinnu og létta undir með í- haldinu. Þetta vita þeir, sem að listanum standa vel, og þeir vita líka að kjósendur í Kópavogi fyrirlíta slíkt hlut- verk; Þess vegna reyndi Jón Skaptason, efsti maður list- ans, að gera sem minnst úr þessu hlutverki, en Óli frá Hvammi var heiðarlegri og lét í það skína að þeir Framsókn- arstrákarnir hyggðu gott eitt til þess að taka höndum sam- an við íhaldið að afstöðnum kosningum. Sveinn Einarsson talaði fyrst fyrir íhaldið. Honum var það einkum þyrnir í augum að kona Finnboga Rúts er bæjarstjóri í Kópa- vogi, og verður það máske áfram, ef H-listinn sigrar nógu glæsiiega. Var auðheyrt, að Svein munaði í bæjar- stjórastöðuna, enda er maður- inn þrautreyndur framkv,- stjóri, og bera Faxaverk- smiðjan og Glerfjallið hæfi- leikum hans og trúmennsku á því sviði gleggst vitni. Þá ympraði Sveinn á því, að nú- verandi bæjai’stjórnarmeiri- hluti hefði farið óráðvandlega með fé almennings; og ei' ekki einleikið, hve Sjálfstæðis- mönnum verður tíðrætt um ó- ráðvendni í sambandi við al- mannafé. Gæti það e. t. v. staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd, að bæjar- stjórnarmeirihluti Reykjavík- ur, íhaldið, hreinlega rændi milljónum króna af reykvisk- um almenningi á siðastliðnu ári? Jón Þó’rarinsson tón- skáld, talaði næstur fyrir í- haldið. Eina áhugamál hans var að fá gralreit fyrir Kópa- vogsbúa, og þá væntanlega með það fyrir augum, að út- farirnar yrðu á einhvern hátt tekjulind til handa Jóni sem söngstjóra og tónskáldi. A- listamaðurinn ræddi eingöngu um sameiningu Kópavogs og Reykjavíkur og var mikill vonleysistónn i ræðu hans, sem annars var hin þokkaleg- asta, enda kvað þetta vera góður og gegn maður. Rein- hart klæðskeri talaði og nokk- ur orð í tíma A-listans. Hann minntist á, að menn hefðu til að gerast flokkssvikarar, og mun þar liafa átt við fjórða manninn á lista íhaldsins í R- vík. Finnbogi Rútur flutti framsögu fyrir H-listann, og er það fullkomlega ýkjulaust mál, að ræða hans bar óra- langt af málflutningi fulltrúa hinna listanna; enda tal- aði þar maður, sem hefur til að bera meiri kunnugleika á málefnum Kópavogs en flestir aðrir. í sambandi við fjárhagsáætlun Kópavogs- kaupstaðar upplýstist það á fundinum, að fulltrúar minni- hlutaflokkanna í bæjarstjórn höfðu bókstaflega engar breyt- ingartillögur borið fram við afgreiðslu hennar, og mun það áhugaleysi einsdæmi um bæjarstjórnai’minnihluta á öllu landinu. Framkvæmdastjóri Glerfjallsins og freðmjólkur- framleiðandinn höfðu ekkert til málanna að leggja við af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæj- arins, og sýnir það bezt áhuga þeirra fyrir stjórn bæjarfé- lagsins. Áberandi var, hve fylgi H-listans var margfalt meira en fylgi hinna listanna samanlagt. Frammi á gangin- p^mh. á 10. síðu Til stuðningsmanna H-listans í Kópavogi Það eru eindregin tilmæli til allra ••tuðningsmanna H-listans að þeir hafi samband við skrifstofur listans á Digranesvegi 43, sími 10112, opiö kl. 10—10, og á Borgarholtsbraut 30, sími 10 0 27, opið kl. 4—10 e. h. Eflið kosningasjóðinn, takið söfnunai'- gögn. — Tilkynnið um þá sem geta lánað bíla á kjördag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.