Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21> janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum e P6e o e ® o o o o e c-.3 c » c e e o e e o • 26. dagwr. Þegar Connie kom aö eldhúsdyrunum, snéri hún sér við og leit á Kelsey. Hann sat eins og gróinn við stólinn — þaö var eins og hann hefði setið þar heila eilífð. „Eg er ekki lengur syfjuö. í mínum heimahögum vor- um við vön að borða undirstöðugóðan morgunverð, Kelsey. Eg ætla aö fá mér egg og hænsnalifur. Langar yður í?“ „Ætlarðu að halda því fram að þú kunnir að búa til mat?“ „Heima í Lessing fannst verkamönnunum það. Það' er eitt af því fáa sem ég kann, ef til vill vegna þess að ég hef garnan af því.“ „Tvö egg þá. SólskinshliÖin upp.“ „Mér lízt svo á yður að þér viljið þau linsteikt.“ „Rétt, Connie. Linsteikt.“ 4 Brúnó skalf. Nú var hann vaknaöur, en hann var að velta því fyrir sér, hvort hann væri orðinn blindur eða hann væri kannski enn sofandi. Þetta var reyndar merkilegt. Þetta sýndi að Brúnó Felkin væri enginn auli eftir allt saman — að hann skyldi sofna eins og ungbarn eftir eltingleik út í yztu myrkur. . . Hæ, þaö var kominn morgunn. Eini ljósdepillinn í þessu svartholi var arm- bandsúriö hans. Úrið sem haföi verið sett eftir kaup- mannsklukku á SímahæÖ. Það sýndi tuttugu mínútur yfir fjögur og ýmislegt var farið að gerast nú þegar. Vaknaöu, drengstauli, fáðu heilann til að starfa á ný, vegna þess að þessi bátur var á hreyfingu. Það var ekki nóg’ með þaö aö myrkrið væri á hreyfingu, sem var reyndar fráleit hugmynd, heldur var það þrungiö hljóö- um og titringi. Þung vél var í gangi í myrkrinu skammt frá. Brúnó leitaði 1 kringum sig, en mundi svo eftir stig- anum sem hann hafði klifrað niður. Þegar hann fann hann, fór hann að klifra. Hann rak höfuöið upp í eitthvað og bölvaði í hljóði. Það var svo sem ekki að undra þótt það' væri dimmt. Einhver hafði lokað hler- anum. Hann ýtti meö varúð á hlerann. Hann lét undan. Loksins sá hann ljós, aö minnsta kosti bjartara myrk- ur, vélahljóð og gjálfur í vatni. Hann opnaði lilerann upp á gát.t og steig út á þilfarið. Hvernig leizt þér á? Þetta var eins og skapaö fyrir Brúnó Felkin og ógleymanleg sjón. Báturinn virtist þjóta gegnum þokuna eins og hann vildi ólmur hraða sér búrt meö Brúnó Felkin. Og þaö þurfti engan hug- vitsmann til að vita að þetta var Gullnahliðs brúin sem gnæfði þarna fyrjr ofan., Fjórða útgönguleiðin úr San. E’rancisco var að opnast upp á gátt. Brúin þok- aöist afturábak af sjálfu sér og leit út eins og hlið him- insins, prýdcl rafmagnsljósum. Einhver ætti að selja aðgang að þessari sýningu, en hún ætti þó ekki aö fara fram á þessum óguölegá tíma. Og þeir ættu að hita leikhúsið upp. Hamingjan sanna, hvað vindurinn var napur! Taage valt og Brúnó gat með riaumindum varizt þvi aö detta. Hæ, þetta var sjómannslífið. Það var nú sjó- maðúr 1 lagi — hann Brúnó Felkin. ðlda gusaöist gegn- um lerisportin og vætti skó Brúnós. Það yrði ekki auö- velt á þessu heimskulega þilfari aö finna stað til að standa á og gera það, sem géra þúrfti nú á stundinni. Það leit út fyrir að maður ætti auövelt með að falla fyrir borð. Og hvað urri það? Felkin var bezti sundmað- úrinp sem nokkurn tíma synti í Mississippi í St. Paul. Þar var vatnið líka kalt. Brúnó slagaöi að mastur- staginu, krækti handleggnum utanum það og skorðaði hnén við lunriinguna. Þetta var ekki beinlínis, sú tegund sjóferöar sem hann hafði ráðgert um langan aldur. Engin hljómsveit, eða bar, eða legustólar — engin stúlka eins ö’g Connie. Hið eina rétta var stefna bátsins — hiú“ frá" SÉiir Fmieisco. Og annað var alyeg augljóöt nú þegar. Brúnó Felkin var fæddur sjóliðsforingi, á því var enginn vafi. Náungi sem var fæddur og uppalinn á gangstéttum stórborgarinnar, og varð ekki vitund sjó- veikur, hann haföi hlotiö dálitið í vöggugjöf. Þjóöin fengi aldrei aö vita hvað hún heföi fariö á mis við fyrir að halda Felkin í tukthúsinu heila styrjöld. Heföi Felkin aömíráll veriö við stjórn, heföu Japanirnir gefizt upp löngu fyrr en þeir geröu. Brúnó sneri sér við og íhugaði vandamál stýrishússins fyrir framan sig. Til aö snúa sér aftur aö staöreynd- unum, þá væri raunverulegur sjóliðsforingi þarna inni, og fyrr eöa síðar yrðu hann og Brúnó Felkin aö halda ráðstefnu, þar sem það yröi aö sjálfsögöu dálítið óvænt að rekast á ókunnugan náunga um borö, jafnvel þótt hann væri snillingur. Það þyrfti að viðhafa tungulipurö; sjóliösforingjanum og Felkin yrði að semja. Þessi bátur yröi aö halda áfram út á haf. Brúnó nálgaöist stýrishúsið með varúð. Hann hrökk til baka inn í skuggann, þegar hann varð þess var að grænt ljós féll á harm.Þegar hann sá að þaö var aöeins lukt utaná stýrishúsinu læddist hann nær þar til hann kom að glugga. Brúnó virti manninn vandlega fyrir sér. Tungulipurð var ekki orðiö! Þarna var sami maöur- inn aftur. Sá sem ekki þýddi aö rökræöa viö. Hann virtist stærri en nokkru sinni fyrr og Brúnó fannst andlit hans eins og framhliö á dómshúsi. Ó, Brúnó, vertu alúölegur við bennan náunga. Og treystu því að hann sé ekkert annaö en vöðvar, enginn heili. Svona stórvaxinn maður gœti ekki haft heila. Þaö væri ekkert réttlæti. Talaöu varlega viö þennan náunga, Brúnó. Mundu það að heppnin er eins og teygjuband. Þaö er ekki hægt að teygja hana takmarkalaust. Brúnó vai' að því kominn að fara 1 stýrishúsiö, þegar hann sá annan mann birtast hjá manninum viö stýriö. Hann kom einhvers staðar neðanað og stóð og neri á sér augnn og klóraði sér í höfðinu. Hann geispaöi og hristi höfuöið. Hann var næstum eins stór og hinn maö- urinn en miklu yngri. Fullorðni maöurinn brosti og þeii' töluðu saman dálitla stund. Brúnó var enn að setja saman hæfilega sögu, þegar yngri maðurinn gekk allt í einu að dyrunum og fór út á dekkið. Brúnó haföi aðeins tíma til að ýfa á sér háriö og aflaga hálsbindið sitt. I Alþýðubandalagsíólk! Leggjum öll eitthvað aí mörk- um í kosningasjóðinn Ír Tekið er á móti framlögum í kosningasjóð Alþýðubanda- lagsins í skrifstofunni Tjarnargötu 20, kl. 10—10 daglega. ir Alþýðubandalagið heitir á allt stuðningsfólk sitt að leggja eitthvað af mörkum í kosningasjóðinn, hver eftir sinni getu. ÍT Öll framlög, smá sem stór, eni ómetanlegur stuðningur. ir Herðum sóknina fyrir sigri Alþýðubandalagsins. ■ Fjáröflunarnefnd. eimiligþáttnr l .J i "ý - sr ÁrMfekter Nú virðist velflest vera orð- ið teiknað af arkitektum. Glös- in líka. Gíösin á myndimn eru dönslt, gerð í Kastrup glerverk- smiðjun-’m og þau eru teiknuð ai' Bonf Séveúa arldtckr. 'Tuk ið eftir loftbólunni í keilumynd- uðum fætinum. Vasinn er gerð- ur í Holmegards glei’verksmiðj- unni, teiknaður af Per Lytken arkitekt. 11 i I 3 cs JS e 3 (aæ!$ ’OD m K SHKSE *** f«*<H :© m Jð m m ■^f M 1 ! l M 1 Í i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.