Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 1
-N Sunnudagur 2. febrúar 1958 — 23. árgangur----26. tölublað. Þriggja þrepa eldflaug fly't- ur gervihnött á loft. Fyrsta þrepið nær 6400 km hraða áður en það fellur til jarð- ar. Annað þrepið nær 16000 km hraða og það þriðja 29000 km, sem nægir til að koma g-ervihnettinium á braut umhverfis jörðina. Bandarískur gervihrtöttur komst á loft í fyrrmótt Tveggja metra langur og 15 sm gildur hólkur vegur 13,6 kg, nœr2720 km hœo Nú hafa Bandaríkjamenn eigriazt sinn spútnik. í fyrrinótt tókst að koma gervitungli á loft með eldflaug, sem skotið var frá tilraunastööinni á Canaveralhöfða í Flórída. ' Á þessum stað hefur vísinda- imönnum bandaríska flotans tvisvar mistekizt að koma gervihnetti á loft með Vangu- ard flugskeyti, 150 Þjóðverjar. Þegar fyrsta tilraun flotans fór út um þúf ur, var landhern- um leyft að reyna, og það var á hans vegum sem gervihnett- inum var skotið á loft í fyrri- nótt. Undirbúningi og fram- kvæmd stjórnaði þýzki eld- flaugafræðingurinn Wernher von Braun og fréttamenn segja að 150 aðrir Þjóðverjar hafi tekið þátt í starfinu. Notuð var fjögurra stiga eldflaug, sett saman úr þrem eldflaugagerðum. Fyrsta stigið var breytt Redstone eldflaug, þá tóku við tvö stig eldflaug- arinnar Júpíter C og loks var gervihnötturinn sjálfur fjórða stigið. von Braun sagði frétta- mönnum í gær, að í Redstone stigið hefði verið notað nýtt eldsneyti, og væri gerð þess enn hernaðarleyndarmál. Þess er getið til að það hafi verið bóronblanda. Fer yfír hitabeltið. Bandaríski spútnikinn er ekki hnattlaga heldur tveggja metra langur sívalningur, 15 sm í þvermál. Hahn vegur 13,6 kíló, þar af eru rannsóknar- tæki 4,5 kíló. Sóvézku spútnik- arnir vógu 83 og 506 kíló. Tvö senditæki senda til jarðar út- varpsbylgjur, sem veita upp- lýsingar um geimgeisla, á- rekstra við loftsteinaagnir, þéttleika loftsins og hitastig. Sendingarnar eru ekki stöðug- ar heldur yfir ákveðnum stöð- um. Geymar annars senditæk- insins munu endast í hálfan mán uð en hins í tvo máhuði. I gær hafði heyrzt til senditækjanna í mörgum athugunarstöðvum, þar á meðal í Tashkent i Sov- étríkjunum. Bandarískir vis- indamenn sögðu, að þeir fengju glöggar upplýsingar frá gervi- hnettinum. Atvimmlausir verkamenn þurfa að muna að láta skrá sig Einnig nauðsynlegt að láta stimpla viku- lega til þess að glata ekki bótaréttinum Bandariski spútnikinn fer yf-: ir mun minna svæði á hnett- inum en þeir sovézku, hann víkur mest 35 gráður frá mið- baug en þeir gengu milli heim- skautsbauga. Engar líkur eru taldar til að hann sjáist með berum augum en hægt á að vera að koma auga á hann í . , , .. , TT c „ Þess að lata tafarlaust skra sig sterkum sjonaukum. Hann fer r ° Samkvæmt lögnm um atvinnuleysistryggingar verður hver sá, er vill njóta atvinnuleysisbóta, að sanna atvinnuleysi sitt með vottorði vinnumiðlunar. Á þetta minnir Verkamanna- félagið Dagsbrún verkamenn m&ð öuglýsingu sem birtist á öðrum stað í blaðinu í dag. Er nauðsynlegt að verkamenn sem eru eða verða atvinnulausir gæti , ;**. Kvöldf agnaður G-listans að Hótel Borg Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, verður efnt til kvöldfagnaðar að Hótel Borg n.k. þriðju- dagskvöld fyrir starfsfólk G-listans og stuðnings- menn Alþýðubandalagsins. Fagnaðurinn hefst klukkan 9. Dagskrá verður sem hér segir: 1. Skemmtunin sett, Ingi R. Helgason lögfrœðingur. 2. Ræða, Hannibal Váldimarsson félags- málaráðherra. 3. Skemmtiatriði, Sigríður Hannesdóttir leikkona. Einsöngur, Jón Sigurbjörnsson leikari. Eftirhermur, Karl Guðmundsson leikari DANS. 4. 5. 6. Aðgöngumiða sé vitjað í Tjarnargötu 20 í dag, sunnudag, kl. 4—6 eða á morgun á venjulegum skrifstofutíma. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ eina umferð kringum jörðina á 113 til 114 mínútum. Brautin er spörbaugslaga, 2720 km fjærst jörðu en 320 km næst henni. Telja Bandaríkjamenn, að gervitungl þetta muni hald- ast á lofti tvö til tíu ár. Það gengur með 29.000 km hraða á klukkustund. Fimm árum á eftir von Braun sagði fréttamönn- um í gær, að öðrum gervihnetti yrði skotið á loft á vegum Bandaríkjahers ekki síðar en í apríl. Fréttamenn í Washing- ton sögðu í gær, að fullyrt væri þar að flotinn myndi gera enn eina tilraun í nótt til að koma spútnik á loft með Van- guard-skeyti. Væru flotafor- ingjarnir æfir yfir að landher- inn skyldi reynast flotanum fremri í þessu efni. von Braun sagði fréttamönn- um, að landherinn hefði haft eldflaugar þær, sem notaðar voru til að koma spútniknum á loft, tilbúnar fyrir tveim ár- um. Ekki vildi hánn segja, hvort þá þegar hefðu verið tök Framhald á 5. síðu atvinnulausa. Þurfa menn eftir fyrstu skráningu að mæta einu sinni í viku til að láta stimpla í innritunarskírteini. Vanræki menn að láta skrá sig reiknast þeir atvinnuleysisdagar ekki með í biðtíma og bótagreiðslur koma ekki fyrir þá. Skráning at- vinnulausra fer fram alla virka daga í Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar. Skrifstofa Kópa— Lík litlu telpunn- ar fannst í hefn- inni í Eyjum Um 400 manns leituðu að litlu dönsku telpunni, Önnu Grétu, sem Þjóðviljinn sagði frlá í gær að hefði týnzt í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Telpunnar var saknað um sexleytið um kvöldið og stóð leitin til kl. 2 um nóttina, en þá fannst lík hennar í höfn- inni. Anna Gréta var þriggja ára. Foreldrar hennar voru danskir, nýlega fluttir til Vest- mannaeyja. vogskaupstaðar annast skrán- ingu verkamanna, sem þar eru búsettir og skrifstofa Seltjarnar- neshrepps skráir þá, sem þar eru busettir. Verða þeir nú viðmælandi? Stjórnmálamenn í höfuðborg- um Vestur-Evrópu fögnuðu þVí imjög í gær, að Bandaríkjamönn- um skyldi loks hafa tekizt að koma gervitungli á loft. Fögn- uðurinn stafar af því, að þeir vona að Bandaríkjamenn nái sér nú af hugaræsingi þeim og sneypu, sem greip þá þegar sov- ézku spútnikarnir birtust á him- inhvolfinu. Fréttaritari sænska útvarpsins í Bonn hafði eftir stjórnmálamönnum þar, að nú væri sjálfstraust Bandaríkja- manna vonandi komið í það lag, að þeir fengjust til að setj- ast við samnjngaborð ásamt full- trúum Sovétríkjanna. íhaldsblaðið l'Aurore í París skýrir frá því í gær, að Frakk- ar séu langt Ikomnir að smíða kjarnorkusprengju, sem ákveðið haf i verið að reyna í eyðimörk- inni Sahara. Egyptaland og Syrland mynda Arabiska sambandslýdveldið Öllum öorum arabarik'ium boSin þátttaka Nasser Egyptalandsforseti og Kuwatli Sýrlandsforseti lýstu í gær yfir í Kairó samruna ríkja sinna í eitt ríki, sem nefnist Arabiska sambandslýðveldið. *H* -^- ^¦^-^¦^^¦^^^ >J Forsetarnir undirrituðu sam- einingarskjalið í' stjórnarráðinu í Kairö og ávörpuðu síðan mik- inn mannfjölda, sem safnazt hafði saman úti fyrir. Þeir lýstu yfir, að sameinihg Egypta lands og Sýrlands væri upphaf- ið að saraeiningu allra araba- ríkja, sérhverju ríki araba stæði til boða að gerast aðili að sambandslýðveldinu. Þing Egyptalands og Sýr- lands koma saman á sameigin- legan fund á miðvikudaginn til að fjalla um lagasetningu vegna sameiningarinnar. Ríkið mun hafa einn forseta, einn fána, eina ríkisstjórn og eitt þing. Þjóðaratkvæði beggja þjóða gengur um sameininguna innan mánaðar og þá verður jafnfram kjörinn forseti sam- bandsríkisins. íbúar þess eru 26 milljónir. Fréttaritari Reuters í Amm- an telur að sameining lýðveld- anna Egyptalands og Sýrlands verði til þess að konungar Jór- dans, Iraks og Saudi Arabíu á- kveði að rugla saman sínum Framh. á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.