Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 4
4) _ í>JÓÐVILJINN — Laugardagur 1. marz 1958 Húsnœðismál Framhald af 3. síðu atriði horgi sig ekki. Þess vegna er lagt til, að svohljóðandi málsgrein bætist í 12. grein laganna: Ákveða má í reglugerð sér- stakt gjald, er skattyfirvald á- kveður á hendur þeim sem van- rækir sparimerkjakaup, er nema má allt að þrefaldrj þeirri upphæð, sem vanrækt hefur verið að kaupa sparimerki fyr- ir. Sömuleiðis má með reglu- gerð ákveða, að hverjum þeim, sem háður er ákvæðum þess- ara la.ga, um skyldusparnað, skuli skylt að gera skattyfir- valdi grein fvrir sparimerkja- eign sinni með framvísun spari- merkjahókar sinnar, að við- lögðu 200 króna gjaldi. — Gjöid hess? sknlu renna til Byggingarsióðs ríkisins eða Veð!áned''i’d'»r Búnaðarbanka Islands ef+ir því sem við á. Með þessum ákvæðum er að- eins verið að stuðla að ör- uggari framkvæmd og auðvelda fullnægjandi eftirlit með fram- kvæmd skyldusparnaðarins. 1 þessari gr. er einnig fram tekið að kostnaður við spari- merki, sparimerkjabækur og framkvæmd skyldusparnaðar skuli greiðast úr rikissjóði. Er það hjiðstætt við framkvæmd orlofslaganna, enda verður framkvæmdin í höndum sama aðila, nfl. póstmálstjórnarinn- ar. í 5. gr. frv. er ákvæði um 10.000 króna viðurlög gegn brotum á lögunum á reglugerð- um settum skv. þeim, og að með brot skuli fara að hætti opinberra, mála. Hér er eins og menn sjá að- eins um smámál að ræða, minni háttar lagfæringar á nokkrum framkvæmdaatriðum þeirra nýmæla, sem fólust í húsnæðismálalöggjöf þeirri, er afgreidd var frá seinasta þingi. Framkvæmd skyldu- sparnaðarins Auk, framsögumanna tóku til máls Magnús JónsSon og Jón Sigurðsson. Hafði Magnús allt á homum sér um húsnæðislög- gjöfina og skyldusparnaðinn, sem er venja þeirra íhalds- manna, og Jón taldi réttlátt að undanþiggja skyldusparnaði þá sveitaunglinga sem tækju laun sín í öðru en peningum. Félagsmálaráðherra Hannibal Valdimarsson benti á, að þeg- ar fram hefðu komið skýrar upplýsingar um skyldusparnað- inn hefðu þagnað óánægjuradd- ir þær sem mikið hefði verið gert úr í fyrstu. Þess væru meira að segja allmörg dæmi að ungmenni sem ættu rétt á undanþágu kysu að taka fullan í þátt í sparnaðinum, vegna þess að þau teldu sér nauðsyn að | eiga blut. að sjóðsmynduninni og réttindum sem sparnaðinum fylgja. Varðandi auknar undanþágur til unglinga í sveitum sagði ráðherrann bað sína skoðun, að ekki væu síður verðmæt þau lann er ungmenni fengju í skepnum og skepnufóðrun, og ættu þau því einnig að taka bátt í sparnaðinum. Málinu var vísað til 2. um- ræðu og heilbrigðis- og félags- málanefndar með samhljóða at- kvæðum. í Þjóðviljanum Skrifin um fjárreiður verklýðsfélaganna — „Þér ferst, Flekkur, að gelta" — Hvers vegna kom Mánudagsblaðið ekki út? Morgunblaðinu og Alþýðublað- inu verður nú tíðrætt um ó- ráðvendni í umgengni við sjóði verkalýðsfélaga, og á slíkt að hafa skeð meðan fé- lögin lutu „kommúnista- stjórn.“ Eru það einkum Iðja og Trésmiðafélagið, sem nefnd eru í þessum skrifum, en Dagsbrún hefur einnig verið nefnd, og stjórn þess félags horin á brýn óreiða á fjár- reiðum félagsins. Hefði maður þó haldið, að kratarnir a.m. hefðu þá sómatilfinningu og sjálfsvirðingu tii að bera að gera ekki fjárreiður Dags- brúnar að umræðuefni. En máske eru þær dyggðir falar líka í þeim herbúðum þegar íhaldið kallar. Hér skal eng- inn dómur á það lagður, hvað hæft er í nefndum skrifum í- haldsblaðanna um fjárreiður verklýðsf élaganna; en hafa ekki a.m.k. mörg verklýðsfé- lögin tekið upp þann sjálf- sagða hátt að fela löggiltum endurskoðendum að endur- skoða og samþykkja reikn- inga sína ? Hitt vil ég fullyrða, að Morgunblaðið og ekki síður Alþýðublaðið standa eins illa að vígi og hægt er að standa til að efna til umræðna um fjárreiður verklýðsfélaga, og raunar fjárreiður yfirleitt. Al- þýðubalðinu hefur til þessa láðst að vanda um við suma af sínum heimamönnum, sem vitað er, að ekki hafa alltaf hreinar fjárreiður í poka- horninu; Morgunblaðið og Al- þýðublaðið hafa til þessa lítið gert af því að fræða verka- lýðinn hér um það, hvað varð af húseignum verklýðsfélag- anna á sínum tíma. ,,Þér ferst Flekkur, að gelta,“ stendur þar; — Um næst síðustu helgi (að mig minnir) kom Mánu- dagsblaðið ekki út, og er raunar bættur skaðinn. En það er altalað í bænum, að blaðið hafi verið keypt upp; þ.e. að einn eða fleiri aðilar hafi keypt upplagið, til þess að koma í veg fyrir að hneykslissaga kæmi fyrir al- menningssjónir. Ef marka má þann orðróm, sem um bæinn gengur um efni þessarar sögu, þá átti hún ^inmitt að koma fyrir almenningssjónir. Það er þarft verk að fletta ofan af spillingunni, opinberlega. En sé það gert éingöngu í því skyni að reyna að seljá upp- lag eins blaðs á einu bretti, þá virðist mér hlutur þess, sem að blaðinu stendur engu betri en hins eða hinna, sem hneykslunum valda. — Nokkr. ir botnar bíða næsta pósts, sumir langt að komnir. ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. 1. þáttur 1. marz' 1958 Þætti þessum er ætlað tvö- falt hlutverk: annars veg- ar að veita lesendum nokk- ura fræðslu og leiðbeiningar um íslenzkt mál, hins vegar að safna frá lesendum upp- lýsingum sem að gagni mættu koma íslenzkum málvísindum. En það er hvort tveggja að Islendingar hugsti um móður- mál sitt meira en margar aðr- ar þjóðir, og svo hitt að fjöldi fólks — ólærðir ekki síður en lærðir menn — býr yfir þekk- ingu og kunnleika sem getur orðið íslenzkum fræðimönnum að miklum notum, þó þessu fólki kunni að virðast'" sú þekking sín fánýt. Þáttur sem þessi er því fyr- irfram dauðadæmdur, ef ekki kemur til samvinnu við les- endur sem verða þá að senda honum línu um helztu áhuga- mál á þessu sviði, spyrja um ákveðin atriði og ekki sízt veita upplýsingar sjálfir um það sem spurt kann að verða um. Ætlunin er að einskorða sig ekki við neinn einn þátt ís- lenzkrar tungu, heldur taka til meðferðar hvaðeina þess kyns sem rúmið leyfir og®, ætla má að lesendur láti sig varða, gott og lélegt mál, ein- stök orð og orðatiltæki (t.d. sjaldgæf eða torkennileg), merkingu þeirra og mismun- andi notkun, framburð — eft- ir því sem unnt er í rituðu máli án sérstakra hljóðritun- artákna —, allt eftir þwí sem lesendur kunna sjálfir að gefa tilefni til. — Bréf til þáttarins má senda ritstjórn Þjóðviljans og merkja þau „Islenzk tunga“. eðan ek'ki býðst annað betra vérður tínt til í þáttinn ýmislegt sem flutt hefur ver- ið í útvarpsþáttunum um daglegt mál í vetur. Mannlegft mál er og hefur alltaf verið að breytast, þó að sú þróun sé að jafnaði svo hægfara að fólk veiti henni almennt ekki athygli. Og með tímanum verða þessar breyt- ingar svo gjörtækar að málið skiptir algerlega um svip. Þetta hefur m.a. gerzt í ná- grannalöndum okkar síðan á söguöld; norska tók að týna miklu af fallendingum forn- málsins á 13. öld og einkum er líða tók á þá 14., misjafnt þó eftir héruðum. Slíkar ger- breytingar hefur íslenzk tunga þó losnað að mestu við, en miklar breytingar hafa samt orðið á framburði sér- hljóða frá söguöld til okkar daga, og má segja að enginn sérhljóði ‘ tákni nú sama hljcð og þá nema í, ú, og a að sumu leyti. Framburður sam- hljóða hefur ekki breytzt eins mikið. En orðafar og beyg- ingar hafa haldizt betur en í mörgum öðrum málum, þó breyttir lifnaðarhættir hafi vitanlega breytt verulega dag- legu orðafari fólks. Samt er það svo að góður stíll ís- lenzkra fornrita heillar nú- tímamenn jafnt og eldri kyn- slóðir; íslenzkur klerkur á 20. löld getur með góðum árangri lagt út af vísunni sem Þórir jökull kvað áður en hann lagðist á höggstokkinn eftir Örlygsstaðabardaga árið 1238: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu hng hinn herða, hér muntu lífíð verða (=m,issa) Skafl beygjaítu (=farðu ekki að skæla), skalli, þó að skúr á þig falli, ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hver deyja. egar andleg verðmæti er að finna í fornum ritum, svo 'jrem er um íslenzkar forh- bókmenntir, yrði það þjóðinni meginháski, ef hún gæti ekki lengur hotið þeirra andlegu verðmæta. Þá væri orðið tjón, ef íslenzkir unglingar þyrftu orðabækur eoa isérstakan lær- dóm tiJ að skilja t.d. orð Bergþóru, er hún neitaði boði um að yfirgefa Njál bónda sinn í brennunni á Bergþórs- hvoli, og bjarga svo lífi sínu: „Eg var ung gefin Njáli, og hefi eg því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði“. Stíl Njáluhöfundar er ekki hverjum einum lient að ná og vafamál hversu árang- ursríkar tilraunir til þess yrðu nútímamanni. En þó ekki geti allir orðið miklir stíluðir, er hverri mannlegri veru í sam- félagi við aðra nauðsyn að kunna að tjá hug sinn í máli. Ekki er það siður manna að„ berá hátíðaklæði dag hvern, og ekki er heldur þörf að menn klæði hugsanir sínar í daglegu tali í sama búning og þeir hafa á hátíðaræðum og í "ðrum tilkomumiklum stíl; á því færi illa. Vanöað og eðlilegt mál er ekki sama. og tilkomumikill stilí. Yfir- bragð máls getur verið til- komulítið og sléttfelt, lýta- laust í einstökum atriðum, eins og vel hrært kekkjalaust skyr, en það er ekki svip- mikill né sterkur stíll. Aðrir skrifa þannig að finna má að ótal smáatriðum í máli þeirra; sumir mundu kalla það til- gerð, stíllinn getur verið eins og hraun eða skógarkjarr, þar sem maður á á hættu að reka sig á eða rífa sig í hverju spori—eða að minnsta kosti *tineykslaste Mér dettur í hug í þeásu sambandi til dsemis stíll Gunnars Gunnars- sonar. En það«er ckkí á allra færi að beita slíku; málfari, og þá er manni betra að vera hversdagslegur í máli sínu en ráðast í stórvirki sem hann er ekki fær um að leysa. Ann- ars eru bæði stílfræði . og ræðufræði sjálfstæðar grein- ar málvísinda, og hefur ekki verið ritað um þær að gagni á íslenzku. Verða því fremur teknar til meðferðar aðrar hliðar málsins í þessum þátt- um. „Gula békizi" „Gula bóldn“ komin út og kostar 20 kr„ Hannes Pálsson gerir sér skömm vinstri stjórnarinnar að féþúfu." Þannig hljóðar fyrirsögn í Morgunblaðmu' þ. 27. febr. sl. I fyrirsögn þessari speglast hugsúnarháttur Morgunblaðs- ins éins vel og helzt verður á Ikosið. Séréttindaklíka Sjálfstæðis- flokksins sér aldrei neitt nema það hvort hægf sé að hafa peninga upp úr hlutunum. Hugsjónir eða batnandi þjóð- félagshættir skipta klíkuna engu máli. Morgunblaðinu dettur ekki í hug að útgáfan á „meiri- hluta áliti Húsnæðismála- nefndar" geti verið gerð í neinum öðram tilgangi en til fjáröflunar. Að útgáfa „Gulu bókarinn- ar“ sé til þess að koma á framfæri raunhæfum tillögum til að gera húsnæðiskostnað almennings lægri en hann er nú, dettur Morgunblaðinu ekki í hug. Hitt er svo Skiljanlegt að skriffinnar Morgunblaðsins reki upp reiðiöskur þegar al- menningi er gefinn kostur á að sjá liversu miklu blekk- ingarmoldyiðri þeim tókst að þyrla upp fyrir síðustu bæj- arstjórnar-kosningar, varöandj tillögúr þær sem fram eru settar í „Gulu bókinni". Það er líka skiljanlegt að þjórtum . braskai'aklíkunnár bregði í brún, þegar almenn- ingi er með álcveðnum dæm- um sýnf fram á ófremdar- . ástandið . í húsnæðismálum Reykvíkinga. Morgunblaðsliðið óttast líka. að útgáfa „Gulu bókarinnar“ boði nýja sókn á hendur ökr- urum og fjárplógsmönnum og því reka þeir upp sitt reiði- öskur. Vonandi mega þeir vera hræddir, því enginn þarf að ímynda sér það, að ekki verði reynt. til þrautar að vernda almenning fyrir því arðráni, sem hann hefur orð- ið að sæta hin síðari ár, fyr- ir tilstilli forystu Sjálfstæðis- flokksins. Vonandi verður útgáfa. „Gulu- bókarinnar“ byrjun nýrrar sóknar á hendur þeim mönnum, sem gera sér ástand húsnæðismálanna að féþúfu. Hannes Pálsson. Tilboð óskast i að breyta húsunum nr 49 og 51 við Laufásveg í sendiráðsskrifstofur og íbúð. Teikningar ásamt útboðslýsingu verða afhentar á skrifstofu brezka sendiráðsins í Þórshamri við TempLarasund, frá mánudeginum 3. marz, gegn kr. 500.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað 15. marz kl. 11 f.h. Brezka sendiráðið. laugardaginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.