Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 7
• vr...3ÉÉ£®U.oiL. ------------------- Laugardagur 1. marz 1958 —-■ ÞJÓÐVILJINN — (7 r~ Island á ekki að láta innlima sig í arðráns svæði anðhringarisa Vestur-Evrópn Nýr heimur allsnægta mun rísa sem skapar hverri þjóð skilyrði til sjáífstæSis ^ ísland á ekki að láta innlima sig í þær heildir sem auðhringadrottn- ar Vestur-Evrópu eru að reyna að koma á. Þessar efnahagsleiðir, „tollabandalög", ,,fríverzlunarsvæði'',verða ekki varanleg fyrirbæri. Nýtt skipulag mun rísa, sem gefur hverri þjóð skilyrði til efnahagslegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis. Vísindamenn nútímans eru að beizla þá orku sem ótæmandi er — vetn- isorkuna. Að 20—30—40 árum iiðnum verður orkuvandamálið leyst, tækni- leg skilyrði sköpuð til allsnægta fyrir mannkynið allt. Það verður þá ein- ungis þjóðfélagslegt vandamál, hvort mannkynið ber gæfu til að nota hina nýfengnu orku til þess að öllum mönnum megi líða sem bezt. ^ Vandamál íslendinga er, að þjóðin veroi ekki trömpuð niður og hún rif- in upp með rótum í átökum auðhringanna þessa næstu áratugi, svo hun geti mætt framtíðinni með þjóðararf sinn og þjóðareinkenni óspillt, og flutt þau komandi kynslóðum íslendinga. Hér fer á efir útdráttur úr kafla af síðari þingræðu Einars Olgeirssonar um frí- verzlunarmálið. Ég veit að talað er um það í alvcru, meiri alvöru en fram kom í ræðu hv. þm. Gull- bringu- og Kjósarsýslu, Ólafs Thórs, að erfitt sé fyrir lítil ríki að vera efnahagslega sjálfstæð í heiminum. Þau geti því aðeins lifað, efnahagslega séð, að þau séu í stærri heild. Álit mitt hef ég áður sagt um þetta: Að við ættum þess kost að liafa sambönd við öll þau ríki veraldar sem við sjálfir vildum, öll „svæði“ sem myndast kynnu, og varð- veita þannig það sem sérstætt er við þjóð okkar, jafnt hvað snertir lífskjör hennar og menningu, pólitískt og efna- hagslegt sjálfstæði. Ég held að sú hugmynd að lítil ríki og litlar þjóðir geti ekki lengur lifað sjálfstætt eins og þær dreymdi um á 19. öld, heldur þurfi að innlim- ast í stóra ökonómiska heild, sé afleiðing af því að frjáls samkeppni nítjándu aldar er vikin fyrir auðhringasam- steypum tuttugustu aldarinn- ar. Þær samsteypur taka ekki tillit til þjóðatakmarka, en reyna með hugmyndinni um stórar pólitískar heildir að skapa spr vettvang er sam- svarar efnahagslegum hags- munum þeirra. Því getur svo farið, að kenningarnar um nauðsyn þessara stóru heilda séu ein- ungis fyrirbrigði sem standi meðan auðhringarnir eru drottnandi í atvinnulífi þess- ara landa, og hafi hagsmuni af því að brjóta niður tolla- takmarkanir milli ríkja til að fá frjálst spil fyrir sitt vold- uga auðmagn og yfirburði í tækni og skipulagi. Það ríki, sem ruddi stóriðjunni braut, England, hafði að sjálfsögðu áhuga fyrir því að öll lönd væru opin fyrir enskum vör- um. Hins vegar reyndi hvert það ríki, sem kom sér upp iðnaði að útiloka sig frá hin- um enska innflutningi. Slík vernd hefur þess vegna allt- af verið einkenni allra ungra ríkja er hugðust verjast þeim gömlu, voldugu og sterku. Tollastefnan hjá iðnaðarlönd- um eins og Þýzkalandi, sem komu síðar til sögunnar en England, var slík eðlileg vörn. Yið verðum að athuga þetta fyrirbæri, hvort auðhringa- drottnun sem reynir að sam- eina miörg lönd svo hægt sé að ryðja vörum hringanna til rúms á stóru svæði, sé varanlegt eða einungis tíma- bundið fyrribæri. Ég held, að það sé einungis takmarkað og tímabundið fyribrigði og upp muni vaxa nýtt skipulag, sem alveg ótvírætt gefur hverri þjóð möguleika á efnahags- legu sjálfstæði og þroska. Sú þróun er framundan að orkumál, orkuöflun, verður ekki neitt vandamál fyrir mannkynið. Vísindamenn nú- tímans eru byrjaðir að beizla þá orku, sem ótæmandi er, vetnisorkuna. Við þurfum ekki að hugsa nema 20—30 ár fram í tímann til að sjá að orkuvandamálið, um kraft til framleiðslunnar er ekkilengur tæknilegt vandamál. Það verð- ur þá einungis þjóðfélagslegt vandamál, hvort mannkynið beri gæfu til þess að kunna að hagnýta þá orku þannig, að öllum mönnum líði sem bezt .Etfir 20-30-40 ár ættu mennirnir ekki að verða í neinum vandræðum að skapa allsnægtir á þessari jörð, þannig að fátækt, neyð og hungur verði jafnóþekkt fyr- irbæri og t.d. mannát er orð- ið í hinum siðmenntaða heimi. Þegar allsnægtir eru skap- aðar hjá mönnunum, ættu þeir ekki að þurfa að vera að slást um þær inn- byrðis lengur og skiptast í stéttir, sem berjast hver við aðra um slíkt, heldur verði sameign manna á allsnægt- unum, og allir geti not- ið þeirra. Og þessi 20—30 ár þar til að þessu kemur, verða eins og ljótur draumur, eins og martröð. Ég býst við að menn hugsi þá allundarlega til okkar, til þessara ára, þegar menn meira, að segja hafa verið hræddir við að þessi uppfinning mannanna, sem ætti að geta gefið þeim allsnægtir, yrði til þess að eyða mannkyninu á jörðunni, vegna þess að mennimir kynnu ekki að nota hina ný- fengnu orku til góðs. Það er um leið alveg gef- ið, að strax og tæknin er kom in á þetta þróunarstig, þá er ekkert vandamál lengur fyrir neina þjóð, hve lítil sem hún er, að tryggja sér algert efna- hagslegt sjálfstæði. Vanda- mál, sem við nú síðustu ára- tugi höfum verið að brjóta heilann um, eins og t.d. mark- aði fyrir vörur, — öll slik vandamál eru upphafin með slíkri þróun. Og við skulum alveg gera okkur ljóst, að þeir menn, sem í dag láta sig dreyma um að komast til stjarnanna ættu sannarlega ekki að verða í vandræðum að finna þjóðfélagsleg ráð til þess að notfæra sér þá ótak- mörkuðu orku, sem þeir sjá nú þegar fram á, að þeir geti beizlað. Island, ekki hvað sízt, sem eyja mitt í einu úthafi heims- ins, einu af heimshiöfunum, með nægilegt af vetninu allt í kringum okkur, þegar við kunnum að hagnýta það, — við ættum sannarlega ekki að vera í neinum vandræðum. Vandamál okkar nú er hins vegar það, hvort við verðum — þessi 20, 30, 40 ár sem kunna að líða þar til þess- ar skýjaborgir rætast tramp- aðir niður sem þjóð og eyði- lögð og rifin upp með rótum, kastað út í hafrótið, þannig að þegar að þessum tíma kemur, þá verði ekki lengur eftir nein íslenzk þjóð eins og við skiljum hana í dag með þeim sögulegum tengsl- um við fortíð sína og við land sitt, sem þjóðin ennþá hefúr. Spurningin er um það, að við verðum ekki slitnir upp með rótum af aðgerðum þeirra auðjötna, sem takást á þar úti í Evrópu, þannig að þegar þeir tímar kæmu, sem gerðu okkur auðvelt að leysa þessi vandamál, þá lægjum við eins og rótarslitinn, ó- gæfusamur einstaklingur hér og gætum ekki aftur skapað tengslin við okkar fortíð. Ég held þess vegna, að við íslendingar ættum að fara mjög liægt í þessum málum, eins og ég lagði aðaláherzlu á. Við eigum að sjá fótum okkar forráð. Við eigum að ráða sjálfir, hver þróunin verður en ekki eiga neina hættu á, að einhverjar til- viljanir kunni að feykja okk- Einn af stórbönkum Parísar; ákvarðanir hans og annarra slíkra fjármálastofnana gætu ráðið úrslitum um afkomu Is- lendinga, ef þjóðin yrði inniimuð í auðhringasamsteypur Vestur-Evrópu. ) ur til, þannig að meira segja þeir menn, sem hefðu haft forgöngu um okkar þátttöku í svona fríverzlunarsvæði, segðu kannski eftir á, þegar þeir sæju, hvað út úr því kæmi: Þetta datt mér nú aldr- ei í hug! Þá er það bara of seint. Það kann að þykja í- haldsemi hjá mér, en ég held að það sé íhaldssemi, sem við höfum gott af. Það hefur einkennt auð- valdsskipulagið þessar 3—4 aldir, sem það hefur lifað, að umrót sögunnar hefur verið meira heldur en nokkru sinni fyrr í hinni löngu sögu mann- kynsins, og margar þjóðir, hafa ýmist dáið út í því um- róti, verði útrýmt eða hafa misst sín þjóðlegu einkenni, verið slitnar úr tengslum við sögu sína og þjóðarerfð. Og ég held, fyrst við liöfum ver- ið svo gæfusamir að lifa sem þjóð með okkar þjóðarein- kennum í eins ríkum mæli eins og raun ber vitni, þá ættum við að gæta okkar vel þann tíma, sem auðvaldsskipulagið á eftir að lifa ennþá, að láta ekki rykkja okkur upp og róta okkur burt. Og ég held, að það sé skylda okkar, sem þjóðin hefur kosið til þess að stjóma sér, að sjá um að hún lifi af í slíku umróti, að hún haldi tengslunum við sína þjóðarerfð og að hún spillist hvorki né eyðileggist og að þeim kostum, sem við stund- um nefnum íslenzka eðlis- kosti, verði ekki kastað á glæ í því gífurlega efnahágslega og þar með þjóðhags- og þjóð- lífslega umróti, sem einkennir þessa öld framar öllum öðr- um. Þetta vildi ég segja út af því, sem hv. þm. G-K (ÓTh) var að segja og því hve gá- leysislega mér fannst hann fara með hugtök eins og þau, hvort Island ætti jafnvel að innlimast í eitt ríki Vestur- Evrópu, — í eitt „Þriðja ríki“ eins og hann orðaði það. Hæstv. menntamálaráðherrá Gylfi Þ. Gíslason ræddi hins vegar málin af raunsæi og flutti sín rök fyrir þvi. Mér fannst hann fallast á, cbeint, margt af því sem ég hafði haldið fram, um möguleika okkar á að bæta okkur upp fiskmarkaði þó eitthvað þrengdi að í Vetstur-Evrópu. Hins vegar vildi hann leggja höfuðáherzlu á, að við værum háðir því að fá vörur Vestur-Evrópu. Lífsvenjur okkar liér væru svo mikið við það miðaðar, heimilisliættir okkar, klæðnaður okkar og annað slíkt væri við það mið- að, að við gætum fengið vör- ur þaðan. 1 því er margt rétt, en þó ýmislegt við það að athuga. Það er rétt, að við höfum yfirleitt flutt inn ákaflega mikið frá Vestur-Evrópu, og lífsvenjur okkar hafa markazt mikið af þeim vörum. En við skulum gá að einu. Ég held, að það verði ekkert ríki í veröldinni, sem hefur jafnmikla hagsmuni af að selja vörur sínar eins og þetta Vestur-Evrópuríki, ef það skyldi komast á. Það er það iðnaðarlega þroskað ríki, Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.