Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. marz 1958 --- ÐVILJINN Útprefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiöja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. V.---------------------------------------------------------------------------------------/ Kkki lengur neinn stjómmálaflokkur Skömmu eftir bæjarstjórnar- kosningarnar hélt Emil Jónsson, fonrnaður Alþýðu- flokksins, ræðu á flokkssam- komu og sagði að nú yrði Lokkurinn að draga réttar á- lyktanir af ósigri sínum. Rædcli hann síðan ýms vanda- mál flokksins en lagði megin- áherzlu á það að eftjrleiðis yrði að taka upp fastmótaða flokksstefnu, það ástand væri alger’ega óviðunanlegt að hver stofnun flokksins markaði sina eigin stefnu án tillits tjl ann- arra, verkalýðsmálanefndin fyrir sig o.s.frv. Með slíkum aðferðum yrði stefna flokks- ins ejnber glundroði, þar sem eitt ræki sig á annars horn og kjósendurnir flýðu í allar átt- ir. essi lýsing flokksformanns- ins hæfði algerlega í mark. Enda þótt Alþýðuflokkurinn samþykkti á sinum tíma að taka þátt í núverandi stjórn- arsamvinnu hefur sú samþykkt engan veginn bundið þá sem börðust gegn hennj. Þvert á móti hafa þeir haft aðstöðu til þess að vega opinberlega gegn stefnu flokksins og náð undir sig völdum í ýmsum stofnunum hans, þar sem á- kvarðanir eru teknar um hin ve gamestu atriði, svo sem í verklýðsmálanefndinni og full- trúaráðinu í Reykjavik.. Sér- staka áherzlu hafa þeir lagt á að brjóta niður það atriðið sem veigamest er í núverandi stjórnarsamvjnnu, samstarf ríkisstjórnarinnar og verklýðs- samtakanna, með því að hafna allri vinstri samvinnu en reyna að beina íhaldinu braut til sem mestra áhrifa í alþýðu- samtökunum. Réttilega álykta þeir sem svo að ef íhaldið fær nægilega mikil völd í verklýðshreyfingunni sé sam- vinnan vjð ríkisstjórnina far- in veg allrar veraldar og þar með séu dagar stjórnarinna- ar taldir. Þetta er kaldrifjuð ályktun sem allir sjá og skilja, og henni er ætlað að tryggja það að minnihlutinn í Alþýðu- flokknum vinni á meirihlutan- um. Það er sannarlega ekki að furða þótt formanni flokksins þætti þetta óviðunandj ástand, tlunin mun hafa verið sú að flokksstjómarfundur- inn sem haldinn var fyrir skemmstu leiðrétti þetta á- stand og tryggði heilsteypta flokksstefnu. Sumir héldu að það hefði einnig gerzt, þegar stjómmálaályktun fundarins var birt, en þar er komizt svo að orðj: “Flokksstjórn Alþýdu- fiokksins lýslr stuðningi sín- um við heildarstefnu ríkis- stjórnarinnar og fagnar þeirri samvinnu, sem tekizt liefur milli vinnandi fólks og ríkis- valdsins". Þessi ummæli voru iað sjálfsögðu fordæming á í- haldssamvinnunni i verklýðs- félögunum, því með henni er verið að reyna að kollvarpa þessari heildarstefnu. ¥?n það kom fljótlega í ljós að þessi ummæli voru harla marklítil, ekkert hafði verið gert til að tryggja flokknum heildarstefnu, heldur ríkti glundroðinn enn óheftur. Verklýðsmálanefnd flokksins hélt áfram að láta Áka Jak- obsson ríða húsum sínum og taka við fyrirmælum úr Val- höll. Seinast í gær fagnar Al- þýðublaðið því ákaflega að í- haldið skyldi verða ofan á í Hreyfli og birtir myndir af íhaldsmönnunum! Og sömu sögu er að segja um Iðju, fé- lag verksmiðjufólks. Þar voru Alþýðuflokknum boðnir þeir kostir að standa að vinstri samvinnu með Alþýðubanda- lagjnu og Framsóknarflokkn- um, þar sem Alþýðuflokkurinn fengi formennsku í félaginu og Alþýðuflokkur og Fram- sókn hefðu meirihluta í stjórn- inni. En verklýðsmálanefndm hafnaði þessu tilboði; hún vildi heldur afhenda íhaldinu meiri- hluta í stjórn Iðju og hafa einn hlálegasta íhaldsagent bæjar- ins í formannssæti. Eftir þetta getur Alþýðuflokkurinn ekki .afsakað sig með því að honum bjóðist ekki góðir kostir í vinstri samvinnu; framferði flokksleiðtoganna er ómenguð íhaldsþjónusta af lítilmótleg- asta tagi. Og íhaldsagentamir ráða yfir Alþýðublaðinu eins og áður. 17'lokksstjórnarfundurinn tók þannig ekki af skarið um e'tt eða neitt. Ástandið mun hafa verið orðjð þannig að flokksleiðtogarnir gáfust hrein- lega upp fyrir klíkunum og töldu ráðlegast að láta allt haldast óbreytt. Og afleiðing- in er sú að Alþýðuflokkurinn er í raun og veru enginn flokk- ur, heldur er hann aðeins sund- urlausar klíkur sem tengdar eru með sameiginlegu nafni. Heildarstefna flokksins er eng- in, hvorki í orði né á borði. Jörðin er að gliðna undan flokksleiðtogunum. Með slík- um vinnubrögðum er flokkur- inn að kveða upp endanlegan dauðadóm yfir sjálfum sér, enda þótt þjóðin þurfi enn um ske:ð að horfa upp á ósjálf- ráðar krampateygjur einstakra útlima. Forsetaefni winsfri manna sigurvegari í Argentínu Frondizi er kunnur fyrir baráftu gegn Peron og ítökum erlendra auBhringa Komið er á þriðja ár síðan Juan Peron hrökklaðist frá völdum í Argentínu. Um síðustu helgi efndu herfor- ingjarnir, sem síðan liafa stjórnað landinu, loforð sitt um að láta fara fram kosn- ingar. 1 fyrsta skipti í þrjá áratugi fengu Argentínumenn að greiða atkvæði á sæmilega frjálsan og lýðræðislegan hátt, sem marka má af því að helzti andstæðingur herfor- ingjastjórnarinnar, Arturo Prondizi, sigraði í forseta- kosningunum með miklum yf- irburðum. Hann fékk yfir fjórar milljónir atkvæða en Pdcardo Balbin, sem naut Arturo Frondizi stuðnings herforingjanna, fékk ekki nema tvær og hálfa milljón. við.sig, tryggði Frondizi sig- urinn í forsetakosningunum. Hinir íhaldsömu herforingjar hafa í hvívetna dregið taum atvinnurekenda og þrengt kosti verkamanna á ýmsan hátt. Frondizi hefur haldið --------------------*s Erleiid tfíHiidi V____________________/ uppi liarðri gagnrýni á þessa stefnu Aramburo aðmíráls og bráðabirgðaforseta. Einnig hefur hann barizt gegn fyrir- ætlunum herforingjanna um að reyna að leysa efnahags- vandamál Argent.inu með því að veita bandarískum auð- hringum sérleyfi til að hag- nýta auðlindir landsins. I kosningabaráttunni var eink- um deilt um það, hvort veita ætti bandaríska olíuhringnum Standard Oil einkaleyfi til ol- íuvinnsiu. Frondizi mótmælti ekki aðeins auknum itökum eriendra auðfélaga í atvinnu- lífi Argentinu, hann taldi einnig vel athugandi að þjóð- nýta ýmis fyrirtæki í eigu út- lendinga, en í Argentínu er þar einkum um Bandaríkja- menn að ræða. Frondizi kom í hvívetna fram í kosningabarátt- unni sem fulltrúi argentínsk- Brasilía sé stærri og fólks- fleiri, er Argentína talin öfl- ugasta rikið þar. Veldur þar mestu um að atvinnuvegir og alþýðumenntun eru á hærra stigi en í öðrum ríkjum Suð- ur-Ameríku. ÍMMu. — - Iinnanlandsmálum lagði Frondizi megináherzlu á ráðstafanir til að auka rétt- indi og bæta hag alþýðu manna. Hann hét því að veita verkalýðssamtökunum fullt frelsi og gera ráðstafanir til að skipta stórjarðeignum milli smábænda og landbúnaðar- verkamanna. Jafnframt iof- aði hann að veita fylgismönn- um Perons full borgararéttindi á ný, en herfóringjastjórnm hafði svipt þá kjörgengi. Eng- inn vafi er á að þessi afstaða hefur fært Frondizi atkvæði margra peronista, en 700.000 þeirra fylgdu boði foringja síns nm að skila auðu í kosn- ingunum. Andstæðingar Fron- dizi krlluðu hann fyrir þess- ar sakir dulbúinn peronista, en fortíð hans í stjórnmálum er slik að sá áróður hafði líiil áhrif. Svo virðist sem Fron- dizi hyggist uppræta samsær- isbrölt peronista með því að veita þeim réttindi til að reka opinbera stjórnmálastarfsemi, en eyða jafnframt með þjóð- félagsumbótum skilyrðunum sem gert hafa þeim fært að safna um sig fjöldafylgi. Nýi forsetinn ætti að geta komið stefnu sinni fram, því að fylgismenn hans hafa unnið 133 af 187 sætum í neðii deild þingsins, öll 46 sætin i öldungadeildinni og öll fylkis- stjóraembættin. Fyrst eftir að kosningaúrslitin urðu kunn voru uppi sögusagnir um að herforingjarnir kynnu að neita að láta völdin af hendi við Frondizi og taka upp al- gert hernaðareinræði. Ekki virðast þær þó hafa við neitt að styðjast. Aramburo aðmír- áll og Frondizi hafa komið fram í sjónvarpi saman og faðmazt og kysstst í augsýn alþjóðar. Aramburo lýsti yfir að herinn myndi láta völdin af hendi við kjörna fulltrúa þjóðarinnar 1. maí eins og á- kveðið hafði verið. „Það er skylda hersins að standa vörð um lýðræðið og réttindi fólks- ins“, sagði bráðabirgðaforset- inn. Þau orð eru talin aðvör- Juan Peron un til peronista og annarra sem kynnu að hyggja á valda- rán. M.T.Ó*. Ikosningunum í Argentínu áttust við þau öfl sem hæst bar í stjórnmálalífi landsins áður en Peron og fasistahreyfing hans komu til sögunnar. Herforingjarnir og Balbin eru fulltrúar íhalds- mannanna, sem styðjast við gömlu landeigendastéttina og kaþólsku kirkjuna. Frondizi hefur frá því á unga aldri starfað í Róttæka flokknum, flokki iðnrekenda og milli- stéttar í borgunum. Frondizi, sem verður fimmtugur í ár, er sonur ítalsks innflytjanda. Hann er lögfræðingur að menntun og hefur ritað mikið um argentínska þjóðhagfræði. Hann var foringi hins svo- kallaða afsláttarlausa arms Róttæka flokksins og var kos- inn á þing 1945, sama árið og Peron kom til valda. Á þingi var hann einn harðasti and- stæðingur Perons. I kosning- unum 1952 var hann varafor- setaefni Róttæka flokksins, en forsetaefni hans var þá Bal- bin, sem nú var aðal keppi- nautur Frondizi um forseta- embættið. Eftir að Peron var steypt af stóli kom til algers klofnings i Róttæka flokknum og hægri armurinn undir for- ustu Balbins gekk til sam- starfs við íhaldsmenn. Þegar stjórnlagaþing var kosið í hitteðfyrra urðu fylgismenn Frondizi stærsti flokkurinn, en náðu ekki hreinum meiri- liluta. Stuðningur verkalýðshreyf- ingarinnar, sem Peron hafði tekizt að laða til fylgis Petro Aramburo rar þjóðernisstefnu gegn bandarískum ítökum og áhrif- um. Hann hvatti til viðskipta við sem flest ríki, svo að Argentína yrði óháðari banda- riska markaðnum en verið hefur. Sérstaka áherzlu lagði hann á að Argentínumenn mættu ekki láta Bandaríkja- stjórn haldast uppi að hindra þá í að hagnýta möguleika til vjðskipta við sósíalistísku ríkin. Einnig hét hann því að berjast gegn fyrirætlunum Dullesar um að breyta sam- tökum Ameríkuríkjanna í hreinræktað hernaðarbanda- fag undir bandarískri forustu og í nánum tengslum við A- bandalagið. Kosningasigur Frondizi er því mikið áfall fyrir áform Bandaríkjastjórn- ar í Suður-Ameriku. Þótt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.