Þjóðviljinn - 04.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1958, Blaðsíða 6
K *:J11 .} 6) r/iLiivaö ÞJÓÐVILJINN Kr fl r ■ í II li. í Þriðjudagur 4. marz 1958 •ÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. — Hitstjórar Magnús Kjartansson <áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Rltstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1Æ0. Prentsmiðja ÞJóðviUans. ---------------------------------------------------------------------------------------✓ Til hamingju íjað hlýtur að hafa verið mik- ■* ill hátíðisdagur á ritstjórn Alþýðublaðsins í gær. Ritstjór- inn og húskariar hans hafa rætt ýtarlega um það hvernig hægt væri á stórfenglegastan hátt að lýsa síðustu sigur- vinn'ngum Alþýðuflokksins í verklýðshreyfingunni, og Áki Jakobsson, Þorsteinn Péturs- son, Jón Sigurðsson og annað stórmenni hafa verið kallaðir t’il ráðuneytis. Myndamót hafa verið tínd fram og fáguð, fyr- irsagnir orðaðar af stakri ná- kvæmni og valin letur við hæfi. Er þess að vænta að ár- angurinn b rtist á stórbrotinn hátt í Aipýð'>blaðinu í dag svo að engum ic?anda dyljist hversu ánægjulegt það er að íhaldið skuli halda völdum í tveimur mikilvægum verklýðs- félögum í Reykjavík. ¥7003 þótt sáralitlu munaði að samfylking ihalds og hægrj krata biði algeran ósigur í Trésmiðafélaginu, hljóta úr- slitin þar að hafa yljað Al- þýðublaðsmönnum sérstaklega. Munurinn var aðejns 8 at- kvæði, og það hljóta Þó að vera til 8 hægrisinnaðir Al- þýðuflokksmenn í hópi tré- smiða í Reykjavík. Þar er það sem sé Alþýðuflokkurjnn sem afhendir íhaldinu völdin, og það er óvéfengjanleg sönnun þess að Alþýðuflokkurinn er engan veginn dauður úr öll- um æðum, hann á sér enn sitt mikilvæga hlutverk í íslenzk- lim stjórnmálum og verkalýðs- jwálum. 170 það eru úrslitin í Iðju " sem e'nkum sýna Alþýðu- ílokknum hvert samstarfið við íhaldið leiðir. í fyrra ultu úr- ulitin á stuðningj Alþýðuflokks- i*s við Heimdallarfígúruna Guðjón Sigurðsson. En árið sem síðan er liðjð hefur verið notað vel. Sópað hefur verið nýj- um meðlimum inn í félagið og ekkert skeytt um almennar fé- íagsreglur í því sambandi. Stjórn félagsins hefur starfað í nánasta samráði við samtök atvinnurekenda, sem hafa haft hagsmuni Guðjóns í huga er þeir réðu sér nýtt starfsfólk eða sögðu upp. Öll ráð voru notuð til þess að hafa áhrif á ófélagsvant fólk, ekki sízt þau sem óheiðarlegust mega teljast. Og kosningadagana glumdu endalausar auglýsingar i útvarpinu þar sem skorað var á alla meðlimi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, heildsalana, iðnrekenduma, braskarana, okrarana og h;n- ar pelsklæddu frúr þejrra að taka þátt í Iðjukosningunum, ;óna bíla, smala, lofa, hóta. Vinnuveitendasamband íslands lagði fram rekstrarfé úr vinnu- deilusjóði sínum, ein« pg í Dagsbrúnarkosnjngunum, og það er fé sem á að fást endur- greitt á sínum tíma með rent- um og renturentum. Og árang- urinn var mikill. Heimdallar- fígúran getur gefið Alþýðu- flokknum langt nef og sannað að hann sé ekki upp á neina aðstoð komjnn; hann hefur sýnt svart á hvítu hvernig nazista- deild Sjálfstæðisflokksins fer að þegar hún fær innangengt í félag eins og Iðju, þar sem starfsmannahópurinn er ákaf- lega hvjkull og hægt að beita áróðurs- og skipulagskerfi Sjálfstæðisflokksins til hins ýtrasta. ¥jað er ekki að undra þó'tt Al- *■ þýðuflokkurinn sé hreyk- inn. Hafj starfsmenn Alþýðu- blaðsins haft nokkurn tíma til umhugsunar í gser, hafa þeir eflaust hugsað til brautryðj- endanna sem ruddu veginn, mannanna sem stofnuðu Al- þýðusamband íslands og Al- þýðuflokkinn fyrir rúmum 40 árum til þess að efla sósíalism- ann á íslandi. Þeir hafa hugs- að til þeirra leiðtoga sinna sem lengst börðust 1 verklýðshreyf- ingunni, Jóns Baldvjnssonar, Héðins Valdimarssonar, Sigur- jóns Á. Ólafssonar o.fl. o.fl. Nú er lesendum Alþýðublaðsins tjáð að arftakar þessara manna séu Guðjón Sigurðsson og Guðni Árnason, sendlar Birgis Kjarans. En skyldi þá ekki hafa hvarflað að þeim, að kunnustu leiðtogar Alþýðu- flokksins hafi barizt af furðu- mikillj skammsýni í 40 ár. Ef þeim hefðu þegar í upphafi vitrazt þau sannindi sem nú eru leiðarljós Alþýðuflokksins, þá hefði Alþýðusamband ís- lands strax verið skipulagt sem deild í Vinnuveitendasambandi íslands, þá hefði íhaldsflokkn- um þegar í upphafi verið af- hent forusta í verkalýðshreyf- jngunni, þá hefði Bjarni Bene- diktsson verið gerður forseti Alþýðusamband íslands og Birgir Kjaran framkvæmda- stjóri þess. Ef slík sannindi hefðu verið í fyrjrrúmi í upp- hafi hefði verið hægt að spara rnikla baráttu og miklar fómir, þá hefðu menn ekki verið sv'ptir atvinnu og ofsóttir fyr- ir að standa uppi í hárinu á atvinnurekendum, þá hefðu menn ekki verið fluttir nauð- ungarflutningi fyrjr að stofna verklýðsfélög; þá hefði stefn- an verið sú að leggjast sem fastast ofan í svaðið fyrir fót- ura þeirra atvinnurekenda- þjóna, sem sigri er fagnað fyrir í Alþýðublaðinu x dag. ¥ eiðin til sannleikans er " stundum krókótt, en Al- þýðublaðið er loksins komið í höfn. Aðstandendur þess hljóta að vera hreyknir. Skáldapáttur ____Riisljóri: Sveiribjöm Beinteinsson._ 16 árafugir liðnir síðan Sigurður Breiðfförð fœddist Móðurjörð, hvar maður fæðist mun hún eigi flestum kær; þar sem ljósið lífi glæðist og lítil slcöpun þroska nær. 1 fleiri lönd þó fengi drengir forlaganna vaðið sjó, hugurinn þangað þrengist lengi sem þeirra fögur æskan bjó. Mundi ég eigi minnast þinna móðurjarðar tinda há, og kærra heim til kynna minna komast hugarflugi á. Svo kvað Sigurður Breið- fjörð vestur í Grænlandi. Þar orti hann Númarímur og í þeim eru þessar vísur sem íslendingum eru svo kærar. Sigurður Breiðfjörð fæddist 4. marz 1798 í Rifgirðingum á Breiðafirði. Hér verður ekki rakinn æviþráður skáldsins, enda eru öllum tiltækar heim- ildir um þau efni. Sigurður var mikill gleðimaður, en samt hinn . mesti raunsæis- maður; heilsuveill löngum, enda óreglusamur og vann erfiða vinnu meðan kraftar entust. Sigurður var síyrkjandi allt frá bamæsku, orti nær þrjá- tíu rímnaflokka lengri eða skemmri, mikið af Ijóðum og ógrynni lausavísna, auk alls- konar tækifæriskveðskapar. Rímur Sigurðar munu lengst halda uppi minningu hans, og þær eru mestar að vöxtum og gildi. Þar er að finna bæði góðan skáldskap og vondan; en það bezta í rímum Sigurð- ar er hlutgengt meðal þess bezta í ljóðlist nítjándu aldar. Helzta einkenni á rímum Sig- urðar er léttur stíll og brag- leikni, þar er fátt sem heitið getur hnoð og ekkert klúður. Rímnalist Sigurðar hefur haft mikil og góð áhrif á alþýðleg- an kveðskap síðan. Að sönnu var fátt ort af rímum á seinni helmingi nítjándu aldar sem til stórvirkja teljist, en auð- séð eru áhrifin frá Sigurði Breiðfjörð á því bezta í þess- ari grein. List Sigurðar end- umýjast og fágast í marg- háttuðum kveðskap með rímnaháttum t.a.m. hjá Þor- steini Erlingssyni og þó kannski hvergi betur en hjá Páli Ólafssyni. Sigurður Breið- fjörð dó úr hungri og vesöld í Reykjavík árið 1846, þreytt- ur og vonsvikinn. Skáldskapur þessa breiðfirzka snillings er enn í gildi og lifir með þjóð- inni, enda þótt nú vilji ýmsir smávitrir menn svelta list þessa í hel. Það er til marks um vin- sældir Sigurðar og ítök hans með þjóðinni að um hann hefur verið meira ort en önn- ur skáld á íslandi, og mundi sú Ijóðagerð fylla stóra bók. Nú fyrir fáum dögum leit ég á próförk af ljóðabók tvítugs | skálds og sá að þar var Sig- urðar Breiðfjörð fagurlega minnzt í ljóði. Af eldri kveð- skap um Sigurð vil ég minna á kvæði Steingríms: Á ferð hjá Grímsstöðum og kvæði Sigurður Breiðfjörð Þorsteins Erlingssonar, þar sem hann minnist skáldsins m. a. á þessa leið: Mörg sú neyð sem örgust er og oft ég kveið í hljóði síðast leið við söng hjá þér Sigurður Breiðf jörð góði. En ég mun samt ganga hér framhjá Ijóðum hinna þekkt- ari skálda ett setja í þéss stað vísur sem Guðrún Gísladóttir ljósmóðir á Akranesi orti við leiði Sigurðar. Guðrún varfrá Stóra-Botni í Hvalfirði; hún er fyrir stuttu látin í hárri elli. Vísur hennar eru þannig: 'Nú þótt rímna fækki fundir finn ég glöggt hvað var og er. Þakka allar yndisstundir er þú Breiðfjörð veittir mér. Því að hvílu þinni vendi þegar færi gefast má; klökk í anda konu hendi kaldan steininn legg ég á. Þegar Breiðfjörð þér að víkur þetta smáa ljóðið mitt hjartanlega höndin strýkur hörpuna og nafnið þitt. Þessar einföldu, látlausu vísur lýsa vel þeim hug sem fólk bar til skálds síns. Slíkur kveðskapur segir einatt meiri sannindi en þau ljóð sem skáldin yrkja til að sýna list- ir sínar. Sigurði Breiðfjörð auðnaðist ekki að fága ljóð- list sina sem skyldi, en hann náði þeim tónum sem . hrifu þjóðina. Það var raunalegt að þeir skyldu eiga í illdeilum S’gurður Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson. Þeir voru ólíkir menn að skaplyndi og skoðun- um og fóru sína leiðina hvor í skáldskap. List þeirra verð- ur ekki tekin til dóms í þess- um þætti, en margt er nú ljós- ara en áður var um ágreining þeirra. Núna, meira en öld eftir dauða þessara óljku af- burðamanna, eru þeir okkur hugstæðari en önnur skáld þeirrar aldar sem leið. Eg vildi aðeins minna ;á að nú eru liðnir sextán áratugir síðan Sigurður Breiðfjörð fæddist. Söngur MeFerrins Baritónsöngvarinn Robert McFerrin hefur haldið hér tvenna tónle. ka á vegum Tónl'starfélagsins, og fóru þeir fram í Austurbæjarbíói á fjmmtudag og föstudag í sl. viku. McFerrin hefur um skeið starfað við Metropolitanóper- una í New York, og er það eitt út af fyrir sig vísbending um, að hér muni vera á ferð- jnni merkur songvari, enda mun hann nú taiinn með helztu baritónsöngvurum vest- an hafs. Efnisskráin var mjög fjöl- breytileg: Fyrst lög eftir fyrri tíma tónskáldin Hiindel, Purcell og Stradella, þá fjögur Schubertslög, þar næst óperuaría eftir Verdi, síðan 7 lög éftir Schumann, og loks fjörir negrasálmar og fjórir aðrir söngvar í svipuðum stíl, en veraidlegs efnis. í öiiu þessu sýndi McFeran á föstudagstónleikunum að hann er mikill söngvari, nokkurn veg'.'nn jafnvígur á ljóðsöng og flutning óperuvið- fangsefna. Og ekki lætur honum sízt að fara með negrasálmana, þannig að þeir verði áheyrilegir, en þar ræð- ur flutningurinn jafnan miklu, því að mörg þessara laga erU í sjálfum sér ekki mikil tónlist. McFerrin til aðstoðar var landi hans, Norman Johnson, auðheyrilega vel menntaður tónlistarmaður, og var sam- vinna þeirr.a hin bezta. i j : Robert McFerrin Áheyrendur fögnuðu söngv- aranum með dynjandi lófa- taki og létu sér ekki lynda annað en að hann syngi fyrir þá þrjú aukalög. B. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.