Þjóðviljinn - 04.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.03.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. marz 1958 ÞJÓÐVILJINN (7 Tillaga Pólverja um svæði án kjarnorku- og vetnisvopna í Mið-Evrópu hefur vakið hina mestu athygli og umræður, og er talið að hún muni verða eitt helzta umræðuefnið á fundi æðstu manna. Tékkar og Aust- urþjóðverjar hafa þegar fyrir sitt leyti lýst stuðningi við hug- myndina, og 19. febrúar s.l. birti stjóm Sovétríkjanna yfir- lýsingu sína um málið. Gerðist það á fundi sem L. F. Iljitséff forstjóri blaðadeildar utanríkis- ráðuneytisins, átti með innlend- um og erlendum fréttamönnum. Fer yfirlýsingin hér á eftir: „Ekkert myndi nú á dögum vera líklegra til að glæða vonir mannkynsins um friðsamlega framtíð en það, ef takast mætti að koma á banni við kjamorku- og vetnisvopnum og tryggja, að kjarnorkan yrði notuð einungis í friðsamlegum tilgangi, einung- is þjóðum til nytsemdar. Af þessum sökum hafa Ráðstjórn- arríkin barizt statt og stöðugt í meira en áratug fyrir því, að þessum óskum og vonum mann- kynsins mætti verða fullnægt. Því miður hafa Bandaríkin og Bretland, tvö stórveldi, sem hafa kjarnorkuvopn í vígbúnaði sípum, ekki viljað fallast á slík- ar róttækar ráðstafanir um bann á kjarnorku- og vetnis- vopnum og útrýmingu þeirra úr vopnabúnaði þjóðanna. Þau vilja getað notað sér þessi múg- morðstæki sem nokkurs konar „grýlu“ í því skyni að koma fram pólitískum tilgangi sínum. í þessari háskalegu sjálfsblekk- ingu sinni hafna vesturveldin meira að segja tillögum til sam- komulags um að hætta tilraun- um með kjarnorkuvopn. Það er þó engum vafa bundið, að þjóðir heimsins eru fjarri því að vilja gjalda jákvæði við kj arnorkuvígbúnaðarkeppninni, sem grundvallast á þeirri stjóm- málastefnu að hóta ofbeldi, sem sé að ógna gagnaðilanum með kjarnorku- og vetnissprengjum. Þær gerast einmitt æ ein- Yfirlýsiztg RáðstJ ónttirÍMar um sérstakt svæði í Mið-Evrópu, þar sem bönnuð yrði framleiðsla og staðsetning kjarnorkusprengna og vetnisvopna strengnari í kröfum sínum um það, að endir sé bundinn á víg- búnaðarkeppnina, ekki sízt keppnina um framleiðslu kjarn- orkuvopna, og að af sé létt hættunni á kjamorkustyrjöld, sem yfir heiminum vofir. Þessi þróun kemur greinilega fram í almennum stuðningi manna við hugmyndina um svæði án kjarnorku- og vetnisvopna í Mið-Evrópu, en tillaga um þetta var borin fram af stjóm pólska alþýðulýðveldisins á 12. alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Tillagan er þess efnis, að vilji báðar þýzku ríkisstjórnirn- ar fallast á að banna fram- leiðslu og staðsetningu kjam- orku- og vetnisvopna á yfirráða- svæði sínu, þá sé pólska stjómin fús til að fallast á sams konar fyrirkomulag, að því er Pólland varðar. Stjóm Tékkóslóvakíu lýsti nú yfir því, að hún væri reiðubúin að leggja sitt af mörkum til að draga úr viðsjám á alþjóða- vettvangi með því að fallast á tillögu pólsku stjórnarinnar og skuldbinda sig til að leyfa hvorki framleiðslu né staðsetn-’? ingu kjamorku- og vetnisvopna á yfirráðasvæði sínu, að því til- skyldu að rískisstjómir beggja hluta Þýzkalands skuldbyndu sig til hins sama, að því er þeirra yfirráðasvæði varðar. j Stjórn austurþýzka lýðveldis- ins lýsti yfir því, að henni væru þessar tiUögur Póllands og | Tékkóslóvakíu hið mesta fagn- aðarefni. Hún Tét það álit sitt í Ijósi við forseta 12. allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, að þéssar tillögur pólska lýðveldis- ins og hins tékkneska væru tvímælalaust fram bornar í þeim tilgangi að firra Evrópu- þjóðir hættunni af kjarnorku- styrjöld, með því að þær gerðu ráð fyrir samkomulagi um breitt belti lands í álfunni, þar sem engin kjarnorku- eða vetn- isvopn yrðu leyfð. Ráðstjórnin hefur hvað eftir annað lýst yfir fullum stuðningi sínum við þessa tillögu um belti í Mið-Evrópu, þar sem bönnuð yrði framleiðsla og staðsetning kjarnorku- og vetnisvopna. Framkvæmd þessarar hug- myndar myndi auðvelda frekari ráðstafanir í þá átt að afstýra kjarnorkustríðshættunni, og bæri að skoða þetta sem mikils- vert framlag til þess að tryggja frið í miðhluta Norðurálfu, sem eitt þeirra landsvæða, þar sem hættan er einna mest, þar sem hersveitir Atlantshafsblakkar- innar og Varsjársáttmálans standa öndverðar og þar sem er meiri samdráttur liðssveita og hvers kyns hergagna en venjulegt er á friðartímum. Samkomulag um slíkt svæði án kjarnorkuvopna í Evrópu kæmi heim við grundvallar- hagsmuni allra Evrópuþjóða. Það er vitað, að þjóðir þessar hafa miklar áhyggjur af hætt- unni á styrjöld, þar sem beitt yrði kjarnorku- og vetnisvopn- um, og gera sér ljósar afleiðing- ar þess, að slíkum vopnum yrði beitt, ekki sízt fyrir hinar þétt- þýlu byggðir Evrópu. Frarpkvæmd þessarar. tillögw myndi stuðla að bættu sam- komulagi á alþjóðavettvangi og auðvelda aðrar róttækari ráð- stafanir bæði í afvopnunarmál- um ög að því er varðar lausn annarra alþjóðavandamála. Ráðstjórnin fagnar og veitir fyllsta stuðning þessum tillög- um um bann við framleiðslu og staðsetningu kjarnorku- og vetnisvopna í fyrrgreindum löndum, er ganga myndi í gildi, ef stjórn þýzka sambandslýð- veldisins vildi: fallast á slíka skuldbindingii fyrir sitt leyti og gera þar mgð £ært að stofna Athyglisverð sýning — Vísubotnar. SVIPALL skrifar: — „Ég skoðaði sýningu Sigurðar Guðmundssonar málara í gær- kvöldi. — Mér þótti hún svo athyglisverð að mér datt í huga að skrifa um hana nokkur orð, sérstaklega í þeim tilgangi að hvotja fólk til þess að sjá sýninguna. Margt má sjá þarna vel gert eftir Sig- urð málara, þótt teikningar hans af ýmsum þjóðkunnum mönnum beri þar af, ásamt nokkrum olíumálverkum, sem skara fram úr að snilld. Eink- anlega myndirnar af séra Arnljóti ölafssyni, Jóni Aðal- steini og Steingrími Thor- steinssyni. Það er sama hvort heldur maður lítur á hárið, vangann eða hendurnar. Það er eins og maður sjái þar lif- andi menn, en ekki myndir. Ég minnist þess ekki að hafa séð svo vel málaðar manns- hendur, æðamar sjást greini- lega á handarbakinu og fing- urnir eru eins og á lifandi mannshendi —. Litaspil og líf í myndum Sigurðar minnir á málverk eftir hollenzka málarann Rembrandt, og Spánverjann Goya, sem var. frægur málari f. 1746 — d. 1828. Sigurður málari var einn af þeim listamönnum, sem varð að berjast við skilningsleysi samtíðar sinnar og hafði því aldrei skilyrði til þess að sýna það sem í honum bjó, en verk hans sýna þrátt fyrir það hver snilling- ur hann var og hvílíkan á- huga hann hafði á öllum þjóðlegum menningarverð- mætum þjóðar sinnar. Svipall". ★ SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, málari, var tvímælalaust hinn merkasti maður og brautryðj- andi á ýmsum sviðum. Þótt mig bresti þekkingu til að dæma málverk hans og teikn- ingar, þá virðist mér sýning- in, sem Svipall segir frá, vera falleg ræktarsemi við minn- ingu hans. Þótt Sigurður væri misskilinn af samtíð sinni, þá hefúr þó sumum samferða- mönnum hans fundizt ærinn mannskaði, er hann féll frá. Fyrsta erindið í eftirmæl- um Steingrims Thorsteinsson- Framhald á 10. síðu. Núverandi stjórn Málarafélags Reykjavíkur. Aftari röð talið frá vinstri: Halldór Gíslason ritari stjórnar, Grímur Guðmunds- son gjaldkeri, Matthías Ólafsson ritari félagsins. Fremri röð: Hjálmar Jónsson varaform., og Lárus Bjarnfreðsson form til samkomulags «um,, ákvcðið svæði í miðbiki álfunnar, þar sem ekki yrði leyfð staðsetning kjarnorkuvopna og tundur- flauga. Þetta væri ekki sízt hagsmunamál þýzku þjóðarinn- ar sjálfrar, því að ekki getur hjá því farið, að henni sé á- hugamál að stuðla að þvi að nf- stýra hættunni á þeirri tortím- ingu, er kjarnorkustyrjöld myndi hafa í för með sér. Ráðstjórnin telur, að um leið og komið yrði á slíku svæði í Mið-Evrópu, þar sem bannað yrði að framleiða og staðsetja kjarnorku- og vetnisvopn svo og tundurflaugar, og jafnframt þ°im ráðstöfum’m, er þjóðirnar á þessu svæði hiytu að gera í því eini, yrffu ríki þau, er hafa kjarncrku- og tundurflauga- vopn. í herbúnaði sínum, að gangast undir hátíðlega skuhl- bindingu þess eifnis, að þau myndu virða þessa skipan fyrr- nefnds landsvæðis og líta á það sem friðheilagt svæði að því er varðar kjamorku- og vetnis- vopn svo og tundurflaugavopn. Samkvæmt því yrði ríkjum þessum óheimilt að búa her- sveitir sínar eða annarra á land- svæðum þessum kjarnorku- eða tundurflaugavopnum eða af- henda slík vopn stjórnum land- anna á þessu svæði eða liðs- sveitum undir stjórn hernaðar- hópa, er þar kynnu að hafa að setur, og eins yrði ó.heimilt að koma upp hverskyns stöðvum eða birgðum, er kjarnorkuvopn- um þjóna, svo og útbúnaði til að skjóta á loft tundurflaugum. Ráðstjómin Iýsir hér með yfir því, að þangað til náðst hefði samkomulag um fullkom- ið bann við kjarnorku- og vetn- isvopnum og brottnám þeirra úr vopnabúnaði allra þjóða, myndu Ráðsljómarríkin vera fús til að gangast undir fyrr- nefndar skuldbindingar, að því tilskildu, að stjórnir Bandarikj- anna, Bretlands og Frakklands gerðu slíkt hið sama. Ríkisstjórn Ráðstjórnarríkj- anna lætur í ljós þá von sína, að stjórnir allra þeirra ríkja, er eiga kjarnorku og tundurflauga- vopn, svo og stjórn þýzka sambandslýðveldisins, muni meta þetta mannúðarmál að verðleikum, taka þátt i að framkvæma það og stuðla þar með að því, að endir megi verða bundinn á það vitfirrta athæfi, sem stefnir að því að steypa heiminum út í gereyðingu kjarnorkustyrjaldar." Málarcziélag Reykjavíkur 30 ára Málarafélag Reykjavíkur var stofnað 4. marz 1928 í Iðn- skólahúsinu í Reykjavík. Stofn- endur félagsins voru 16 að tölu. Fyrsta stjóm félagsins var skipuð eftirtöldum mönnum: Albert Erlingsson formaður, Ágúst Hákonsen féhirðir, Hörð- ur Jóhannesson ritari. Vara- menn: Óskar Jóhannsson, Ge- org Vilhjálmsson og Þorbjörn Þórðarson. Bráðlega tókust samningar við Málarameistarafélagið, sem stofnað var um líkt leyti og var kaup málarasve'na þá á- kveðið kr. 1.60 á klukkustund. 1935 fékk félagið i fyrsta sinn mann í prófnefnd og er Kristján Guðlaugsson fulltrúi félagsins í nefndinni. Félagið á e.'nn mann í Iðn- ráði, það sæti skipar Þorsteinn B. Jónsson. 1937 stóð félagið að stofnun Sveinasambands bygginga- manna ásamt öðrum iðnsve.na- félögum í byggingaiðnaði. Til- gangurinn með þeirri sam- bandsstofnun var að treysta samtökin og vernda vjnnurétt- indi félaganna, 1947 gekk félagið í Alþýðu- samband íslands og stóð við hlið annarra verkalýðsfélaga í verkfallsátökunum' miklu 1952 og 1955. Félagið hefur háð þrjú önnur verkföll. Félagið hefur komið sér upp nokkrum sjóðum. Eru það Vinnudeilusjóður, Ekkna- og minningasjóður, Fræðslu- og menningarsjóður og Sjúkra- styrktarsjóður. 1954 samdi Málarafélagið við , málarameistara um að tekin skyldi uþp ákvséðisvjnna fyrir málarastéttjna. í verðskrár- nefnd Málarafélagsins eiga sæti: Kristján Guðlaugsson, sem hefur unnið þar geysimik- ið starf fyrir félag ð og stétt- ina í heild, í nefndinni eru einnig Halldór Gísláson og Karl Filbert Jóhannsson. Eftirtaldir menn hafa verið formenn félagsins á síðastliðn- um 30 árum: Albert Erlingsson, Kjartan Stefánsson, Jón Ág- ústsson, Björn Björnsson, Jón B. Jónsson, Ásbjörn Ó. Jóns- son, Sæmundur Sigurðsson, Magnús B. Hannesson, Gunnar Leó Þorsteinsson, Guðjón Kristinsson, Hannes Kr. Hann- esson, Þorsteinn B. Jónsson, Kristján Guðlaugsson og Lárus Bjamfreðsson. Félagið minnist afmælisins með hófi í Silfurtunglinu föstu- daginn 7. þ. m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.