Þjóðviljinn - 25.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐYILJINN — Þriðjudagur 25. marz 1958 Dtgefandl: Sameiningarflokkut aipyöu - Sósialistaflokkurlnn. — Rlfcstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). - Fréfctaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. ~ Rifcstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Síml: 17-500 (5 iínur). - Áskriftarverð kr. 25 & mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans Ujh að láta dansinn duna — og um að brjóta gólfið fT'íminn þvaðrar i síðasta sunnudagsblaði um verð- bólgudans og vonda menn, „kommúnista", er séu að eyði- leggja þjóðfélagið með kaup- hækkunum. Ýmsum mönnum sem ættu þó að skoða sig sem ábyrga fýrir gerðum þjóðfé- lagsins, virðist ganga allerfið- lega að skilja undirstöðu þess. t>að, sem ræður gengi íslenzku krónunnar er framboð og eft- irspurn eftir gjaldeyrinum, ef hann , er hafður á frjálsum markaði. En ef þjóðin kýs sjálf að ráða gengi hans, — eins og hún hefur viijað gera með lög- um síðasta aldarfjórðung, — þá þarf hún að hugsa fyrir því, sem styrkir gengi krónunnar: og það er fyrst og fremst að framieiða sem mest af útflutn- ingsvörum, er mestan gefa gjaldeyrinn. ¥¥ægri menn Framsóknar hafa löngum sýnt algert skilningsleysi á þessum grund- vallaratriðum þjóðarbúskaps- ins. Á kreppuárunum voru þeir á móti innflutningi fiskiskipa. Á nýsköpunaráninum börðust þeir á móti togarakaupunum og töldu nýsköpunartogarana „gums“, er þeir voru komnir. Og skilningurinn virðist af skorrium skammti enn, þrátt íyrir í)au ákvæði stjórnarsamn- ingsins að kaupa 15 togara, er erfiðíega gengur að fá að fram- kvæma. Tíminn virðist enn ekki skilja að höfuðatriðið fyr- ir þjóðfélag vort, ef það vill vera í franiföri og bæta lífskjör þjóðarimiar og draga úr íátæktinni, er að auka fram- boðið á erlendum gjaldeyri, aaeð þvi að efla sjávarútveg- iam, en ofhlaða ekki þjóðarbú- ið með óhagrænum ráðstöfun- um. 17’n aðferðin, sem Tíminn virð- ist sjá eina til úrlausnar er: að draga úr eftirspuminni á erlendum gjaldeyri með því að lækka kaupið á einn eða annan hátt. — Þetta er hið ó- skeikula ráð afturhaldsins til afturfara á hverjum tíma. Og það að minnast á kjarabætur hjá þeim lægst Xaunuðu í þjóð- félaginu, finnst Tímanum jafn- gilda verðbólgudansi. Öll bar- átta vinnandi stétta er fyrir því að bæta sín kjör. Og sú barátta heldur áfram í ýmsilm myndum, hvað sern hún er kölluð. Það má gjarnan kalla hana dans, það er -þá lífsins dans, sem engum nátttröllum leyfíst að banna. Sá dans mun duna meðan blóð rennur í æð- um. — Enginn gerðardómur, enginn auglýsingabönn munu stöðva þann dans lífsins. rn þegar dansað er á gólfi, þarf gólfið að vera sterkt. Það þarf að hafa styrkar stoð- ir undir því og það dugar ekki að hlaða slíkum björgum ofan á það, að gólfið beri ekki hið lifandi fólk, sem á því dansar. Framsókn og íhald hafa í 8 ár vanrækt að styrkja stoð- irnar undir gólfinu; vanrækt að stórefla útflutningsatvinnu- vegi íslendinga. En þau hafa íþyngt þeim með óbærilegum byrðum. Verkalýðurinn krafð- ist þess 1956 að gólfið væri styrkt, — eins og hann líka krafðist þess 1944. — Aukn- ing fiskiskipastólsins, ekki sízt togarana, var og er enn höfuðatriðið. — Framsókn virð- ist enn eiga bágt með að skilja hina óhjákvæmilegu nauðsyn þessara aðgerða, sem er aðal- atriði í allri varanlegri lausn vandamálanna. 17'n hver er þá lausn Tímans? Jú, Tíminn segir að gólf- ið sé veikt, — talar ekki um af hverju. Gólfið þoli því ekki dansinn. — Og hvað vill Tim- inn þá gera? Bara brjóta gólf- ið. — Eyðileggja með gengis- lækkun allt traust þjóðarinnar á gjaldeyri hennar, á sparifé, á öruggri afkomu, — og van- rækja um leið áfram að efla sjávarútveginn, — halda áfram sömu vanrækslunni eins og eftir gengislækkunina 1950. Er ekki bezt fyrir þessa menn að hætta að tala um sina „lausnli? á llt gengislækkunartalið er ögrun við verkalýðshreyf- ingu landsins, sem búin er að neita þeirri árás á lífskjör sín og þjóðfélagið í heild fyrir löngu. En það mega þeir aftur- haldsmenn í Framsókn vita, sem nú reka þennan áróður, að alþýða manna um allt land jafnt í Framsókn sem i öðrum flokkum, er andvíg slíkri stefnu og mun araga þá menn til ábyrgðar, sem með star- blindu og skilningsleysi eyði- leggja vinstra samstarf vinn- andi stétta til að þjóna hags- munum skuldakónga og fjár- festingarbraskara. Maðer og kona sýncl í Olafsvík Ólafsvík. Frá fréttaritara Leikfélag Ólafsvikur hefur sýnt leikritið Maður og kona- eftir Jón Thoroddsen 5 sinnum, undir leikstjórn Einars K. Frej,,s og hafa um 600 manns hér í Ólafsvík séð leikinn. Síðar mun leikurinn verða sýndur í nágrenninu, þegar um hægist, því leikendurnir eru bundnir við störf á sjó og landi um vertiðina. 1Leikfélag Hveragerðis: Draugalestin eftir A. Ridley Leikfélag Hveragerðis varð að þessu sinni í síðbúnara lagi með sýningu. En á fimmtudaginn var frumsýndi það leik þessa leikárs og var það Draugalestinn eftir Arn- old Ridlev. Leikfélag Revkia- víkur sýndi þennan leik leik- árið 1931—1932, skömmu síð- ar var hann sýndur á Akur- evri og nú fvrir stuttu í Hafnarfirði. Leikurinn er efn- islega í stíl Conan Dovle-sagn- anna, uppljóstrun glæpastarf- semi fyrir snilld levnilösreglu- manna, magnaðar flækiur. sem greiðast á síðustu stundu mátulega óvænt, eins og í glæparóman eftir Agötu Kristí. Leikurinn er af þeirri gerð, að ekki virðist hann sem á- kjósanlegastur til flutnings fyrir þá leikkrafta, sem til væri að dreifa í litlu þorpi. Það þarf mikinn kraft til að halda leiknum uppi, svo að spenna hans mjóti sín. En Hvergerð- ingum tókst það á prýðilegan hátt. Það sést skýrar með ári hverju og hverjum nýjum leik, að Leikfélag Hveragerðis tek- ur hlutverk sitt af mikilli al- vöru. Það hefur látið sér annt um að verða sér úti um góða leikstjóra og leiðbeinendur, og nú í vetur hefur það notið forustu Klemenzar Jónssonar. Nákvæm og örugg leikstjóm leynir sér ekki. Hitt leynir sér heldur ekki, að leikstjór- inn hefur haft með að sýsla miklu betri efnivið en gera Frá vinstri: Aðalbjörg, Guðrún, Guðjón, Ragnar, Rögnvaldur, Geirrún og Gestur. og leýsir það svo af hendi, að hann vekur hrifningu áhorf- enda. En það leyfði Gestur Eyjólfsson sér að gera í hlut- verki leynil"greglumannsins Teddies Deakins. Ragnar Guðjónsson, Aðal- björg Jóhannsdóttir, Geirrún Ivarsdóttir, Guðjón Bjöms- son og Gunnar Magnússon hafa komið við sögu í leik- starfi hér undanfarin ár. Að- albjörg er þeirra yngst á sviði og í örastri þróun. 1 fyrra sagði maður að þetta hefði hún leikið bezt, og maður segir það enn með enn meiri Framhald á ‘ 10. síðu. Um drauga og svipi — „Draugur" í merkingunni voía orðið urelt — Draumur um staíavíxl. Ungu hjónin: Guðrún Magn- úsdóttir og Rögnvaldur Guð- jónsson. mætti ráð fyrir að um væri að ræða í 600 manna þorpi. Það kemur engum á óvart, þótt frú Magnea Jóhannes- dóttir geri hin fullkomnustu skil aðalkvenhlutverki leiks- ins, hinu stórbrotna glæpa- kvendi Juliu Price. Hún er þekkt leikkona um tugi ára, og með þessum leik sýndi hún það, að enn væri það á valdi liennar að fara með leik sinn allt niður á æskuskeið. Hitt kemur meir á óvart, þegar hinn hversdagslegasti garðyrkjubóndi hér í Hvera- gerði fer í hlutverk, sem mað- ur kannast fyrat og fremst við í höndum Bjarna Bjöms- sonar og Alfreðs Andréssonar, SVTPALL skrifar: „Það var gaman að heyra til þeirra miklu meistara Þórbergs og Sverris í útvarpinu um dag- inn. En einhvemveginn fannst mér að Sverri Kristjánssyni léti ekki eins vel sú list að fást við draugatrúna, sem sumir svo kalla, eins og sagn- fræðina. Og ekki kunni ég við það, að Þórbergur skyldi 'kalla svipina drauga. — Mér finnst orðið draugur, (fl. draugar), í þeirri merkingu vera orðið úrelt og heyra að- allega fortíðinni til, drauga- öldinni, þegar hjátrú og hind- ui'vitni mótuðu hvað mest hugsunarhátt manna. — Aft- ur á móti virðist orðið: Svip- ur (fl. svipir) vera orð nú- tímans, sem fellur betur við breytt viðhorf manna, til þessara mála, frá því sem áður var. Er ekki viðkunnan- legra að segja: Eg sá svipinn eftir þennan dána mann held- ur en að segja: Eg sá draug- inn eftir manninn sem var jarðaður í gær. Orðið draugur í þessari merkingu, virðist vei"a orðið nokkurs konar — draugur — í mælt.u máli. Hinsvegar lifir orðið góðu lífi í daglegu tali, í annarri merkingu, það er að segja sá sem er hægfara. — Þeir draugast aldrei áfram. — er oft sagt ura þá sem hægt fara Og — þetta er mesti draugur. „Hvern skrattann ertu að draugast héma, Tuddi?“ (Jón Th.: Maður og kona). Draugsháttur (seinlæti). Og svo mætti lengi telja.“ Svipall. Það hefur löngum verið góð dægrastytting á Islandi að glíma við að ráða ýmsar þrautir og gátur, og til eru þykkar bækur, sem hafa að geyma íslenzkar gátur, þraut- ir, orðaleiki ýmiskonar o. fl. Þá má nefna öll draumaráðn- ingakverin, mörgum þykir gaman að glugga í þau, og sagt er, að sumir séu ber- dreymnir, en aðra dreymir helzt aldrei neitt. Þedrra á meðal er Pósturinn; liann er lítill draumamaður og að sama skani ófróður um ráðn- ingar drauma. En aldrei þessu vant drevmdi Póstinn um daginn, að hann var að skrifa bréf. Ekki man ég efni bréfs- ins, en þegar ég fór að lesa það yfir, tók ég eftir því, að stafavíxl höfðu orðið á p og k allsstaðar þar sem hægt, var að koma þeim við. Sem sé: Þar sem á að skrifa k hafði ég skrifað p og þar sem á að skrifa p hafði ég skrifað k. Þótti mér þetta allillt og hafði í svefninum miklar á- hyggjur af því, að þetta kýnni að bénda til einhverjar meiriháttar „klikkunar", eink- mn þar sem k og p eru bæði óskyld og ólík hljóð. Og nú þætti mér gaman að vita, hvort einhver getur frætt mig um,' hvað það muni þýða, ef mann dreymir að maður skrifi k fyrír p og öfugt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.