Þjóðviljinn - 25.03.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.03.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudag-ur 25. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum 71. dagur ók upp að vegarbrúninni, n*>m staðav og ljósin voru slökkt. Án bess að geta greint andlit beirra, vissi Brúnó að Carl og Connie sátu í framsætinu.' Harni beið óþolin- móður eftir því að Carl færi. bráði að sjá framan í Connie. Það var orðið langt síðan. Hamingjan sanna, hann var næstum búinn að gleyma hvernig kvenmaður ilmaði, hvernig manni var innanbrjósts. Hvernig’ væri að fara upn i bílinn og aka burt með Connie.... í austurátt, í áltina til fjalianna? Koma sér fyrir í ferðamannabúðum í nokkrar nætur og endurnýja gamlan kunningsskap? Connie hafði annað og meira til að bera en skilningsgóðan huga. Brúnó hló lágt. Connie — hún hafði ímynduriarafl. Það var rétt, Felkin. farðu bara að nugsa eins og hinir aularnir og strjúktu með kvenmann í bíl sem var eins glóandi og bíil sem hafði verið stolið á veniu- legan hátt. Þú gætir verið með henni — ef þú flýtjr_, þér. En það liðu mórg ár áður en þér gæfist tækifæri til að reyna aftur. Kannski aldrei. Þú yrðjr of gamall þegar þú losnaðir. Hafðu hugann 'við þáð ,s?m er að gerást, hugsaðu skýrt og hratt, pg' eftir sex mánuði gætuð þið Connie haft næði til a.Á vera saman. Þegar Carl var farinn, kom Bnínó út úr skugganum og flýtti sér yfír götuna. Hann smeygði sér inn í fram- sætíð við hliðina á Connie og tók hana í fang sér án þess að segja orð. Varir hennar voru heitar og rak- ar. Hún gaf frá sér dálítið nndrunarhlióð um leið og varir þeirra mættust. Hann hélt henni þétt, svo að hann fann ylinn streyma frá henni. Aridartak sökkti hann^ sér niður í návist bennar. Svo ýtti hann henni frá sér, hægt — miög blíðlega. „Hvernig þú ferð með mig!“ hvíslaöi hann Hendur hennar skulfu þegar hún leitaði að sigar- ettu í veskinu sínu. Þau hevrðu andardrátt hvors ann- ars, þegar Bnínó gaf henni eld. Svo gáfu þau sameigin- lega frá sér hljóð, sem líktist hlátri. en svo niðurbælt að hvorugt þeirra geröi sér ljóst að um neitt hlióð hefði verið að ræða. „Þú ert svo magur, Brúnó . . . og stæltur.“ „Eg hef unnið stritvinnu." „Þú lítur dásamlega út.“ „Þú ííka.“ „Þegar Carl sagði mér að ég ætti að hitta þig, fékk ég svimaköst. Eg er enn hálfringluð. Eg var víst dá- lítið hrædd.“ „Hvers vegna?“ „Eg veit það ekki, Brúnó. Eg er ekki viss um neitt upp á síðkastið.“ „Hefurðu hagað þér vel?“ „Siálfsagt of vel. Hvenær kemurðu aftur?“ „Aldrei.“ Hún rétti út höndina óg stra.uk henni hægt um vanga hans. „Hvers vegna, Brúnó. Einu sinni sagðirðu að við hefðum hörf hvort fvrir annað. En síðan þú fórst hef ég verið að velta því fýrír mér hvort þú hefðir í i*auninni börf fyrir nokkurn. Allur heimurinn ,er ekki á móti þér, Bmnó.“ „Ætli það látv ekki nærri.“ „Eg er bað ekki.“ „Eg hélt við ætluðum aldrei að ræða svoria lagað framar. Við töluðum út um þetta mál begar við hitt- umst fvrst.“ „Hefurðu ekki skipt um skoðun . . . ekki agnarögn?" 1 „Jú — það hef ég. Við ættum að vera saman til frambúðár oe" ég er að vinna að Wi, Én verð að kippa dálitlu í lag fyrst. Það verður ekki auðvelt fyrir hvorugt okkar.“ „Sam Addleheim?“ „Hver «pgði bér bað?“ „Löereglan. Þeir hafa verlð á e*tlr mér riðan þú fórst. Ó. Brúnó, ég sárbæni þig að bera ekki þessa byssu.“ „En ég gerði það — og kvikind’‘ð átti þetta skilið Fyrst það átti fyrir mér að liggja að gera svona skyssu, þá er ég feginn að það várð hann.“ „Geturðu ekki flúið?“ ,JEg? Einn?“ „Já“. „Hvaö á þetta að þýöa? Ertu að reyna að mig? Brúnó greip fast um handlegg hennar. Hún tók andann á lofti og stundi af sársauka. „Eg átti ekki við það, Brúnó. Eg héit bara að þú værir fljótari í förum einn.“ „Hugsaðu þig betur um. Eg kæmist 'aldrei' upp með það. Þaö eru ekki nema afglapar sem taka. á rás. Töl- urnar eru nefnilega ekki hagstæðar ... ekki begar þú ert einn en þeir hundrað þúsund. Það e>- aðeins ein örugg leið, og þvv vcrður að aðstoða. mig.“ „Eg vil gera næstum hvað sem er, Brúnó.“ „Slepptu þessu næstum. Það er ólíkt þér Jæja, á hvaða bíó fórstu þarna úm kvöldið?“ „ „Á . . . . Bella Union.“ „Hvað sýndvv þeir?“ „Eg . . . . ég man ekki hvað hún hét . . eirihver útlend mynd.“ „Hugsáðu þig um. Þú vetður að muna það.“ „Það heid ég ekki “ „Það sklptir engu raáli. Eg gæti kippt því í lag, ef með þyrfti. Fc>rstu svo beint heim? Þvi hefur hvergi fengið hér ís eða neitt þess háttar?“ „Eg gæti náð í gama.lt dagblað og fiett því upp.“ „Þáð dugar ekki. Eg verð að fá að vita það riúna. Það er mjög áríðandi.“ „Bíddu andartak . . . “ Connie lokaði augunum. „Hún var tekin á ítalíu . . . . Hvað.er vinur á ítölsku?“ ,-,Paisano — guð veit að ég hef umgengiyt nóg af slíkum upp á síðkastið.“ „Þama kemur það. Padsgn. Það.hét hún “ „Hvað var sýnt fleira'’ Eg er að horfa fravn í tímann, finna svör við spumingum. senv .verða kannski lagðar fyrir mig eftir sex vikur, og ég vertj ,að. gefa rétt svör.“ „Það var teiknimynd og skíðaferðir í Alpafjö!lum.“ „Það er ágætt. Tók nokkur eftir þér þegnr þú fórst í bíóið?“ „Nei. Eg fór beint heim og beið' eftir þér.“ „Þegar vnð erum komin á fyrsta farrými á skipinu á leið til Evrópu og höfum hreint ekkert að gera, þá Framhald af 9. síðu ;Kanada 7 leikir 82:6 14 st Sovétríkin 7 leikir 44:15 11 st. Svíþjóð 7 leikir 46:22 10 st Tékkóslóvak. 7 Itikir 21:21 8 st. Bandaríkin 7 leikir 29:33 7 st. Finnland 7 leikir 9:51 3 st Noregrur 7 leikir 12:44 2 st. Pólland 7 leifcir 14:65 1 st. | ísknattleikur er harður leik- ur og oft er mönnum vísað úr jleik. Á þessu móti var mönn- ; um vísað útaf 167 sinnum og í 2 mínútur hverju sinni. Fjöldi mínútnanna á land var þessi: Noregur 32 mín, Pól- land 32, Tékkóslóvakía 34, Finnland 36, Sovéíríkin 36, Svíþjóð 46, Bandarikin 48, Kanada 70. Fyrir beztan leik voru veitt sérstök verðlaun. Tékkar fengú , bikar fyrir jafnbeztan og prúðastan leik. Bezti framhverji var talinn Charlie Bums frá Kanada, bezti vamarleikmaðúr 1 var talinn Rússinn Treguboff, og bezti markmaður var talinn varamarkmaður Tékka. Allir fengu þeir bikara. Alls horfðu á mctið 75.636 á- horfendur. Næsta H.M. mót í ísknátt- leik verður næsta ár í Prag v og snotur hárgreiSsIa Þótt hárgTeiðsluséi-fræoingctr mótmæli því að hárið sé að síkka, þá virðast ungu stúlk- urnar að minnsta kosti fara sínar leiðir í þeim efnum. Á- berandí margar unglingsstúlk- ur láta. hárið á sér vaxa, taka það saman í tagl dags daglega og gera svo eitthvað meira fyrir það við hátíðleg tækifæri. Hárgreiðslan á myndinni út- heimtir ekki dýrt permanent. Ekki þarf annað en bómullar - valk með bandi í gegn og nekkrar spennur. 1. Skiptið fyrst hárinu í miðju og klippið toppinn, þann- ig að hann sé svo sem 5 cm langur. 2. Setjið valkinn undir hárið og bindið bandið saman. 3. Stingið hárinu undir valk- inn og festið það með spennum. 4 Berið ögn af góðu lagn- ir.garvatni í hárið. 5. Setjið net um hárið og fest- ið það með spennum hér og þar, svo að það sitji á sínum stað. 6. Vefjið toppinn í þrjá stóra lokka og látið hann þorns. 7. Og hér er svo árangurinn — falleg og látlaus greiðsla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.