Þjóðviljinn - 09.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.04.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. april 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Dani féll 117 slapp við öll teljandi meiðsli Gekk niður í skála þegar h mn hafði verið dreginn upp Reykvíkingar flykktust úr bænum um páskana, mörg. Kviskerjum og að Fjaiisá á hundruð á HellisheiSi, á annað hundrað suður í lönd. j Breiðamerkursandi. Nokkrir Dani einn sem gekk á Langjökul steyptist niður í jök- §en§u á Kviárjökui, en engmn ulsprungu, 17 metra fall, en varð ekki meint af og fór til vinnu sinnar í gær sem ekkert hefði í skorizt. Ferðafélagið gekkst fyrir tveim ferðum um páskana. í Haga- vatnsskálann fóru 10, og var Jóhannes Kolbeinsson farar- stjóri. Lagt var af stað kl. 7 á skirdagsmorgun og komið um hádegi austur að Helludal og gengið það sem eftir var leiðar- innar og tók það nær 8V2 klst. Bezta vorveður var þar innfrá, blæjalogn en þoka og regnsuddi en á föstudag og laugardag var glampandi sólskim og einnig.mjJs- inn hluta páskadagsins. Á laugardaginn var gengið á Langjökul. Á svokölluðum jökul- borgum, þar sem jökullinn geng- ur fram af brúnum, vildi það ó- liapp til að einn í förinni datt niður í sprungu. Vildi honum það til að mikill snjór fór niður með honum er snjólagið yfir sprungunni brast undan honum og að sprungan var ekki nema um 1 m á breidd. Rann hann því meir en féll þar til hann stöðvaðist á sillu, hafði hann þá runnið um 17 metra. Svaraði hann strax þegar kall- •að var til hans og kvaðst vera ómeiddur. Var þegar farið heim að skála eftir meiri köðlum til þess. að hægt væri að draga hann upp. Liðu um 2 stundir frá því hann féll niður og þar til honum hafði verið náð upp. Hann hafði skrámast nokkuð á enni og hnakka, en var ómeidd- ur að öðru leyti. Gekk hann heimsótti sinn. Oræfajökul þetta Nýtt hefti af Flugmálum Flugmál, 1. hefti 1958 er ný- komið út, myndarlegt hefti. Heftið, hefst ,á ýtarlegri grein eftir Sigurð Magnússon fulltrúa Loftleiða um fargjaldalækkun- ina nýju og starfsemi Loftleiða, en starfsemi þessa litla félags í samkeppni við hin fjársterku félög stórþjóðanna er þess virði að henni sé gaumur gefinn. Jó- hannes Snorrason skrifar: í kúlnahríð inn Eyjafjörð, endur- minningar frá stríðsárunum. Annað efni í heftinu: Þotan sem fyrirfram var dauðadæmd. Landbúnaðarflugvél til íslands, Vetnissprengjur á íslenzkum ör- æfum, Skoðanir Viscountflug- véla Flugfélags íslands, Síðasta ferðin, Eiginkona flugstjóra, fi-amhaldssaga, Flugskeyti, geym- far. Ennfremur innlendar og er- lendar fréttir um flugmál. mestalla leiðina niður að skálan- um. Maður þessi er danskur bókbindari, Djurup að nafni og vinnur í Bókfelli, Gekk hann að vinnu sinni í gær. 34 í Þórsmörk Hin ferð Ferðafélagsins var í Þórsmörk. Þangað fóru 34. Var farið þar í Hamraskóga, Úti- gönguhöfða o. fl. nálæg fjöll og einhverjir fóru upp á jökul. 65 austur í Öræfi Austur í Öræfi fóru 65 með Páli Arasyni. Var lagt af stað í hellirigningu austur yfir Hell- isheiði, en daginn eftir, þegar farið var yfir Skeiðarársand var glaðasólskin. Farið var austur að Vinningar í liapp- drætti DAS A laugardag var dregið í 12. flokki happdrættis DAS og lauk þar með happdrættisárinu 1957 —1958. Að venju var dregið um 10 vinninga. Einbýlishús að Ásgarði 6 kom á nr. 47028, umboð sjóbúðin við Grandagarð, eigandi Sigurður Guðbjartsson, Miðtúni 64, bryti á m.s. Heklu. Buich fólksbifreið 1958 kom á nr. 52769, umb. Vesturver, eig. Jóakim Arason Sólvallag. 14. Fiat 1100 fólksbifreið kom á nr. 9265, umb. Vesturver, eig. Ingólfur Möller skipstjóri, Æg- issíðu 90. Hvíldarferð fyrir tvo til Sikil- eyjar kom á nr. 36562, umb. Hreyfiil, óendurnýjaður miði, Húsgögn eftir eigin vali fyrir 25 þús. kr. komu á nr. 49434, umb. Vesturver, eig', Jens Ög- mundsson verkamaður, Sogav. 98. Píanó kom á nr. 32575, umb. Kaupfélag Kjalarnesþings, eig. Halldór Lárusson Tröllagili við Brúarland. Píanó kom á nr. 36269, óend- urnýjaðan miða. Útvarpsfónn og segulbands- tæki kom á nr. 54866, umb. Vesturver, eig. Ragnar Birgir, 3ja ára, sjómannssonur, Njáls- götu 22. Bifhjól kom á nr. <54593, umb. Vestúrver, eig, Guðrún Einars- dóttir, Tómasarhaga 29. Heimilistæki eftir eigin vali fyrir kr. 15 þús. komu á nr. 17644, umb. Vesturver, eig. Hrafn Gunnlaugsson Dunhaga 19. íslendingar þurfa að koma á fót vopnuðu heimavarnarliði ■■■' • •;•’■'■ • 'I 1'T'í'Tí ,tj t;;..: '\\? -- n: — segir danskur þingmaður sem hingað er kominn á vegum „Frjálsrar menningar"! Kominn er hingaö til lands á vegum félagsins Frjálsr- ar menningar danski þingmaöurinn Frode Jakobsen. Annaö kvöld flytur hann erindi í Gamla bíói og nefnir það: „Austur—vestur, baráttan um mannssálina“. Áður en fyrirlesturinn hefst doktorsritgerð sína, þegar Dan- 47 til Kaprí — 61 til Parísar Suður til Ítalíu fóru samtals 47, til Kaprí, Rómar o. fl. staða og nutu kaþólsks helgihalds og á fund páfa. Ferðin var á »< *um Ferðaskrifstofu ríkisins og flugráðs og var Baldur Ing- ólfsson fararstjóri. Þeir komu heim í fyrradag. Þá fóru 61 ,af starfsmönnum bankanna og„,SÍS >til Parísar. Munu þeir hafa fengið snjó- komu í Frakklandi, en líklega engan skíðasnjó. Þeir eru vænt- anlegir heim í dag. Fararstjóri var Guðni Þórðarson blaðamað- ur hjá Tímanum. — Nokkur laðanna hneyksluðust mjög á Rómarförinni — en virtust ekki finna neitt athugavert við París- arförina. Loks var svo skíðamótið á Hellisheiði um páskana, en frá því er ýtarlega sagt á íþrótta- síðunni í dag. mun Gunnar Gunnarsson rithöf- undur kynna ræðumann, en lokaávarp flytur Áki Jakobsson. Fi-ode Jakobsen er víða kunn- ur. Hann tók meistarapróf í heimspeki og bókmenntum árið 1939 og var langt kominn með Sjómaðnr hand- leggsbrotnar Á laugai'daginni fyrir páska varð það slys á Akureyrarbátn- uni Súlunni að einn skipverja, Hörður Magnússon, handleggs- brotnaði, þegar skipið var á út- leið til veiða. Súlan kom að á laugardaginn með 34 lesta afla og hélt á veið- ar á páskadag. Á leið út Eyjac fjörð vildi það til að vír hrökk af vindu og slóst í handlegg Harðar með þeim afleiðingum að handleggurinn brotnaði, Sjó- maðurinn var fluttur í sjúkra- húsið á Akureyri. mörk var hernumin 1940. Upp frá því gaf hann sig allan að skipulagningu andspyrnuhreyf- ingarinnar gegn nazistum og var höfuðleiðtogi frelsishreyfingar- innar til stríðsloka. Hafði Frode Jakobsen yfirstjórn með öllum vopnuðum sveitum hreyfingar- innar. Hann varð ráðherra í rík- isstjórninni sem mynduð var í stríðslok, en er nú foringi danska heimavarnaliðsins. Frode Jakobsen hefur setið á þingi um alllangt skeið og þykir einn af áhrifamestu þingmönnum sósíal- demókrata. Á fundi með re^'kvískum blaðamönnum í gær lét Frode Jakobsen orð falla um ýms mál, m. a. drap hann á skipulag og .tilgang danska heimavarnaliðs- ins. Lét hann þá það álit sitt í ljós — og lagði á það sérstaka áherzlu með tvítekningu -— að íslendingar þyrftu líka að koma sér upp vopnuðu heimavarnar- liði! Beinamjölsverksmið) a brann á Hellissandi á páskadaginn Hellissandi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Beinamjölsverksmiöja Hraðfrystihúss Hellissands brann á páskadagsmorgun. í henni voru 160 lestir af fiskimjöli og eru þaö um þaö um 50 lestir sem ekki eru taldar ónýtar. Eldsins varð vart um kl. 10 voru steyptir, en þakið var f.h. og var byggingin alelda fallið um hádegi. Slökkviliðið þegar að var komið. Veggirnir | varnaði þvi að eldurinn breidd- Deildarstgórnir Vísindasjóðs Menntamálaráðhen’a hefur skipaö eftirtalda menn í deildarstjórnir Vísindasjóös: Raunvísindadeild. | Formaður: dr. Sigurður Þór- arinsSon, náttúrufræðingur, og varaformaður Sigurkarl Stef- ánsson, menntaskólakennari. — Skipaðir af ráðherra án tilnefn- ingar. Dr. Björn Sigurðsson, forstöðumaður, og til vara dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor. Skipaðir samkvæmt tilnefningu læknadeildar háskólans. — Dr. Leifur Ásgeirsson, prófessor, og til vara dr. Trausti Einars- son, prófessor. Skipaðir samkv. tilnefningu verkfræðideildar há- skólans. — Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, og til vara dr. Þórður Þorbjamarson, fiski- fræðingur. Skipaðir samkvæmt tilnefningu Rannsóknarráðs rik- isins. — Dr. Finnur Guðmunds- son, náttúrufræðingur, og til vara dr. Hermann Einarsson, fiskifræðingur. Skipaðir samkv. tilnefningn fulltrúafundar ým- issa vísindastofnana. Hugvísindadeild. Fonnaður: dr. Jóhannes Nordal, hagfræðingur og vara- formaður dr. Þórður Eyjólfs- son, hæstaréttardómari. Skipað- ir af ráðherra án tilnefningar. Dr. Halldór Halldórsson, próf- essor, og til vara dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor. Skip- aðir samkvæmt tilnefningu Framhald á 4. síðu ist út til söltunarhúss, og í- búðarbragga, sem er i sam- byggingu við beinamjölsverk- smiðjuna. Eldur var í mjölinu fram undir kvöld. Beinamjölsverksmiðjan var nýjasta. bygging Hraðfrysti- húss Hellissands. Mikil vinna var daginn og nóttina áður og var unnið í hraðfrystihúsinu framundir morgun á páskadag. Ókunnugt er um eldsupptök. Trillubátur týnd- ist — og fannst Á laugarðaginn fyrir páska var hafin leit að litlum vélbáti er lagði af stað frá Stykkishólmi á föstudag áleiðis til Flateyrar í Önundarfirði. Báturinn fannst á páskadaginn. Sæbjörg leitaði bátsins. Frá Látrum fékk Slysavamafélagið þær upplýsingar að bátur væri skammt frá ’Látrabjargi og hefði uppi segl. Þar fann Sæbjörg bát- inn urn kL 5 á páskadag. Hafði vél hans bilað. Veður var kyrrt og mennirnir því ekki i bráðri hættu. Sæbjörg dró bátinn til Flat- eyrar. ! dai er síðasfi söludagur Happdrceiti Háskóla Islands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.