Þjóðviljinn - 09.04.1958, Síða 9
Miðvikudagur 9. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Skíðalandsmótið um hátíðarnar:
ísfirðíngar fengu 4 meistara, Reykvíkingar 3.
ftkureyringar, Siglfirðingar og Þingeyingar 2
Marta B. Guðmundsdóttir þreíaldur meistari, Eysteinn Þórðarson,
Jón Kristjánsson og Magnús Guðmundsson tvöíaldir meistarar
Það verður ekki sagt að veð-
urguðirnir hafi verið hliðholl-
ir skiðamönnum okkar fyrstu
daga þessa 21. Skíðamóts ís-
iands. Mikil rigning var og
leysing, sem gerði allt erfið-
ara og leiðinlegra. En skíða-
menn kalla ekki allt ömmu
sína og þetta „óveður“ létu
þeir ekki trufla sig', og það þótt
þoka bættist við. Allt fór fram
að kalla eftir áaetiun, þó til-
færs’ur væru um keppnisstaði
og smáfrestanir; má kalla það
smámuni þegar við er að etja
slíkt veðurfar.
Jósi Kristjánsson meistari
í 8. siiin í 15 km. göngu
Ganga þesssi var mikil sig-
urganga fyrir Þirigeyinga sem
áttu 4 fyrstu menn. Fyrirfram
var gert ráð fyrir því að Árni
Magnús GuðmuncLsson
Höskuldsson myndi erfiður
þeim Þingeyingum, og sam-
kvæmt fyrstu fréttum úr göng-
unni leit svo út sem sú spá
mundi standast, en Árni var
svo óheppinn að slíta bindingu
og varð að hætta. Eftir hálfn-
aða gönguna leit út fyrir að
Haraldur Pálsson og Matthías
Gestsson mundu ógna Þingey-
ingunum en þeir létu ekki að
sér hæða og eins og fyrr segir
voru í efstu sætunum fjórum,
og var sagt frá tíma sex fyrstu
manna á fimmtudaginn. Gang-
an fór fram við Skíðaskálann
og var gengið í áttina að
Meitli og til baka aftur og
síðustu 3 km gátu áhorfendur
fylgzt vel með keppninni. Færi
var biautt og snjór freriiur lit-
ill.
Jón Kristjánssori var fyrsti
sigurvegari mótsins og vann
það afrek að verða sigurveg-
ari í 15 km g'öngu í 8. sinn.
Sýnir það hve Jón er snjall
göngugarpur að halda þessari
forustu i öll þessi ár. Það er
bróðir Jóns sem var í öðru
sæti.
Hörft keppni í stórsvigi
— og þoku
Stórsvigið fór fram í Hamra-
gili við Kolviðarhól. Var veð-
ur mjög óhagstætt, regn og
þoka svo að fresta varð keppn-
inni riokkra stund frá auglýst-
um tíma. Brautin var um 1100
metra löng og fallið var um
260 m með 38 hliðum.
Upphaflega átti kvenna-
keppnin að fara fram ó eftir
en ákveðið var að táta kon-
urnar keppa fyrst og notuðu
þær neðri hluta brautar þeirr-
ar sem karlarnir notuðu. Það
kom á daginn að brautin var
of erfið OR komst engin kvenn-
anna klakklaust í gegn, og
jafn snjöll svigkona og Jakob-
ína er hætti alveg. Keppendur
voru 5 en 3 luku keppni. Úr-
slit urðu:
Marta^ Gúðmundsd. ísaf 67,4 s.
Karolína Guðmundsd. R. 70.8 s.
Hjördís Sigurðard. R. 106.6 s.
Keppnin í karlaflokknum var
þrátt fyrir slæmar aðstæður
mjög jöfn og spennandi, og
skyldu aðeins 0,2 sek. þá Ey-
stein og Magnús frá Akureyri
að, og Stefán var þar ekki langt
frá. Brautin var allerfið, blaut
og grófst mjög fyrir þá sem
síðast komu, en keppendur
voru 40,
Til þess að láta keppnina
ganga sem bezt voru tveir í
brautinni í einu.
Brautin var lögð af Asgeiri
Eyjólfssyni og þótti sérlega vel
lögð. Hann lagði einnig braut-
ina á miðvikudaginn, sem einn-
ig var ágætlega lögð. Ýmsir
sem horft hafa á mót þetta og
hafa fylgzt vel með skíðamönn-
um undanfarin 5—6 ár eru
undrandi á þeim framförum
sem orðið hafa hjá svigmönn-
um okkar. Geta þeirra nú er
ekki sambærileg við það sem
þá var, svo ekki sé lengra jafn-
að. Eru það sérstaklega þeir
menn sem tekið hafa þátt í
keppni og mótum erlendis, og
svo bera þeir heim með sér
Sveinn Sveinsson
kunnáttu sem aðrir nema.
Úrslit í stórsvigi karla:
Eysteinn Þórðars. R. 58.8 s.
Magnús Guðmundss. Ak. 59.0 s,
Stefán Kristjánss. R. 61.0 s.
Jóhann Vilbergss. Sigl. 63.2 s.
Guðm. Sigurðss. R. 64.0 s.
Svanberg Þórðars. R, 64.4 s.
Óvænt úrslit
boðgöngunnar
Eftir 15 km gönguna á mið-
vikudag munu flestir hafa gert
ráð fyrir því að Þingeyingar
mundu vinna boðgönguna auð-
veldlega. Það fór þó á annan
veg. ísfirðingar komu mjög á
óvart með því að taka þegar
forustuna á fyrsta spretti, og
auka forskotið jafnt og þétt
til leiksloka. Það kom líka á
óvænt að kunnur svigmaður ís-
firðinga, Jón Karl Sigurðsson
reyndist hinn snjallasti göngu-
maður á spretti þessum, og
jók bilið til muna og átti þó
í keppni við jafn ágætan
göngumann og Steingrím
Kristjánsson frá Héraðssam-
bándi Þingeyinga, en þeir
, gengu sarpan spjg1;tinn. Fyrsta
sprettinn fyrir ísfirðinga gekk
Hreinn Jónsson. Tveir síðari
keppendur ísfirðinga náðu
beztu tímum á sprettum sín-
um, Gunnar Pétursson á enda-
sprettinum þeim bezta eða
49.03 og Árni Höskuldsson með
49.24. Þriðja bezta tímanum
náði Jón Kristjánsson 49.46.
Þingeyingum tókst sem sagt
aldrei að ógna sigri ísfirðinga
að þessu sinni. Fimm sveitir
tóku þátt í keppninni og urðu
litlar breýtingar á röð sveit-
anna frá þvx lagt var af stað.
Þingeyingar sendu tvær sveitir
til keppni en aðrir sendu eina.
Færi var heldur þungt, en
veður mjög gott og áhorfend-
ur margir. Gengið var á svip-
uðum slóðum og í 15 km göng-
unni á miðvikudaginn.
Úrslit urðu þessi:
Sveit ísafjarðar 3.24.37
A-sveit Þingeyinga 3.30.18
Sveit Sti'andamanna 3.34,13
Sveit Fljótamanna 3.46.37
B-sveit Þingeyinga 3.49.37
Skemmtileg en erfið
bruiibraut í Skálafelli
Upphaflega var gert ráð fyr-
ir að brunið færi fram í Mar-
ardal við Hengil, en þegar til
kom var það flutt yfir að skiða-
skála KR í Skálafelli og braut-
in lögð þar. Létu sumir kepp-
endanna svo um mælt að þetta
væri einhver bezta og skemmti-
legasta brunbraut sem þeir
hefðu séð lagða hér á landi.
Landslagið var þannig að hún
bauð upp á breytileik og var
vissulega erfið og krafðist mik-
ils af þeim sem vildu fara hana
með „fullu“. Það kom líka á
daginn að svo ágætir svig-
menn eins og Eysteinn Þórðar-
son, Jóhann Vilbergsson og
Úlvar Skæringsson, renndu út
úr henni og liættu.
Magnús Guðmundsson fór
brautina með miklu öryggi og
liraða og náði langbeztum tíma.
Kornungur ísfirðingur, aðeins
17 ára vakti mikla athygli
með því að verða í þriðja sæti,
en hann hefur hingað til ekki
látið sérlega mikið til sín
heyra. Er þar vissulega á ferð-
inni gott svigmannsefni.
Það merkilega skeði í keppni
þessari, að enginn fékkst til
þess að opna brautina eða ger-
ast undanfari sem venja er þó
að gera, sé þess óskað. Stefán
Ki-istjánsson var svo óhepp-
inn að hafa rásnúmer 1 og
varð um leið að opna brautina,
og er ekki ósennilegt að það
hafi tafið hann nokkuð. Hann
varð þó í fjórða sæti og er það
vel af sér vikið, og sýnir að
Stefán er alltaf einn okkar
allra beztu brunmanna.
í keppninni voru skráðir um
40 keppendur, en 28 munu hafa
hafið keppni en margir luku
henni ekki.
Úrslit urðu þessi:
Magnús Guðmundss. Ak. 1.55.4
Svanb. Þórðars. R. 2,01,8
Árni Sigurðss. ísaf. 2.04.0
Stefán Kristjánss. R, 2.07.0
Hákon Ólafss. Sigluf. 2.08.2
Einar Kristjánss. Ólafsf. 2.10.0
Brun kvenna átti að fara
fram í braut þessari en konun-
um leist ekki meira en svo á
hana og var bruni kvenna
frestað.
Marta B. Guðmunds-
bóttir svigmeistari
Svigkeppni kvenna fór fram
á páskadagsmorgun í Þverfelli
við Kolviðarhól. Veður var gott
og færi einnig, en snjór orðinn
stórkornóttur.
Sex konur tóku þátt í keppn-
inni. Eftir fyrri umferðina var
Marta B. Guðmundsdóttir frú
ísafirði með bezta tímann eða
42.9. Næst henni var Karólína
Guðmundsdóttir frá Reykjavík
(innflutt frá ísafirði eins og
þulurinn sagði) og var tími
hennar 43.4. Aðalbai'áttan stóð
þvi milli þessara tveggja. Jak-
obína Jakobsdóttir náði ekki
góðum tíma i fyrri umferð en í
þeirri seinni fór hún leiðina
á 44 sek. í annarri umferðihni
var Marta á sama tíma og í
fyrra skiptið. Það var því beð-
ið með mikilli eftirvæntingu
hvernig Karólinu tækist. Hún
iór á betri tínia én í fyrra
skiptið, eða 43.0. Það var eng-
inn leikur að skáka hinni
snjöllu Mörtu sem rann braut-
ina með mcstu öryggi allra
lceppenda, Kornung , siglfirzk
stúlka, Kristín Þorgeirsdóttii',
sýndi á köflum góð tilþrif en
vantar sýnilega meiri keppnis-
reynslu, en þegar hún hefur
fengð hana má spá henni góðs
árangurs.
Úrslit urðu þessi:
Marta B . Guðm. ísaf. 85.8
Karólíná Guðmundsd. R 86.2
Ingibjörg Árnad. R. 96.8
Jakobína Jakobsd. R. 100.5
STÖKKIÐ:
Skarphéðinn Guðmundsson
í sérfiokki, og Sig’lfirðingar
Það er varla ofsögum sagt af
því að skíðastökk sé „þjóðai'-
íþrótt“ Siglfirðinga. Þeir áttu
í fyrsta lagi íslandsmeistarann,
Skarphéðinn Guðmundsson, er
var í sérflokki, og þeir áttu
fimm fyrstu menn í stökkinu
eða alla sem þeir sendu í
stökkið 20 ára og eldri. Það
er líka athyglisvert að það er
aðeins Skarphéðinn sem getur
skákað hinum öldnu „kóng-
um“, Jóni Þorsteinssyni sem
var eini keppandinn nú af þeim
sem tóku þátt í fyrsta Skíða-
móti íslands 1937, og Jónasi Ás-
geirssyni sem var með í mót-
inu 1938, og var fyrir þetta
mót með íslandsmeistaratitil-
inn á herðunum. Þessir tveir
skíða-sögu-frægu kappar röð-
uðu sér í annað og þriðja sæti
stökksins, og var það óneitan-
lega vel af sér vikið.
Skarphéðinn hefur tileinkað
sér töluvert hið nýja finnska
stökklag sem farið hefur sig-
urför um heiminn. Er það hinn
finnski stökkkennai'i sem kennt
hefur það á Siglufirði síðan um
áramót, Ale Laine heitir hann
og sýndi þetta stökklag í
stökki á undan keppninni og
stökk 36.5 m. Það mátti líka
sjá það á stökklagi hinna ungu
stökkvara 15—16 ára að þeir
eru þegar farnir að tileinka sér
þetta stökklag en Siglfii'ðingar
áttu 6 keppendur af 8. Vöktu
þeir allir athygli fyrir stökk
sín og þó sérstaklega Birgir
Guðlaugsson sem átti þriðja
lengsta stökk í allri keppninxxi.
Það var aðeins Skarphéðinn
sem stökk lengra, en Jón Þoi'-
steinsson og lxann stukku jafnt.
Ólafsfirðingurinn Björnþór Ól-
afsson átti gott stökk í fyrri
umferð 33.5 en datt i síðara
stökki sinu.
Piltarnir i aldurst'lokki 17—
19 ára sýndu ekki eins góð
tilþrif og piltarnir í yngri
flokknum, Virðist sem ný alda
og stökklag sé að festa rætur
fyrir áhrif hins finnska kenn-
ara, og er gott til þess að vita
því að skiða,stökk er ákaflef"''
Framhald á 7 'ðii