Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. mai 1958 — ÞJÓÐVXLJINN - -r* (3 1. maí hátíðahöld verkalýðs- samtakanna í Reykjavík Safnast verður saman við Iðnó kl. 1.30 e.h. K1 1.50 verður lagt af stað í kröfugöngu undir fánum samtakanna. Gengið verður: Vonarstræti, Suðurgötu, Aðalstræti, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, upp Frakkastíg og niður Skólavörðustíg, Bankastræti á Lækjartorg, þar hefst útifundur. Stuttar ræður flytja: Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar — Jón Sigurðsson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkur — Snorri Jónsson, formaður Félags járniðnaðarman na —- Bergsteinn Guðjónsson, for- maður Bifreiðastjórafélagsins Hrevfils. Formaður Fulltrúaráðs verkalýðsf élaganna Björn Bjarnason stjórnar fundinum. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göng- unni og á útifundinum. Dansleikir i kvöld verða í Iðnó (nýju dansamir) og í Þórskaffi Tgömlu Hansarnír)' Dansleikirnir hefjast kl. 9. — Aðgöngumiðar verða seldir fyrir dansleikinn í Iðnó kl. 4—6 ogeftir kl. 8. í Þórskaffi eftir kl. 8. * Merki dagsins verða afhent í skrifstofu Fulltrúa ráðsins að Þórsgötu 1 frá kl. 9 f:h. — Sölubörn komið og seljið merki dagsins. Sérstaklega er skorað á meðlimi verkalýðsfélaganna að taka merki til sölu. Kaupið merki dagsins — Sækið skemmtanir verkalýðssamtakanna í kvöld. Allir í kröfugöngu verkalýðssamtakanna í dag. 1. maí-nefndin. verkalýðshreyfingar, getið þér rutt úr vegi þeim tálmunum sem hindra einingu yðar, treyst hana og eflt, staðið saman sem einn maður um kröfur yðar, gegn hættunni á kjarnastyrjöld og fyrir kjarabótum! — EINING OG BARÁTTA verkamarma og ailra annarra þjóðfélagsafla sem viniia í þágu heunsfriðarins fyrir að haldinn verði fundur æðstu manna og deilumál Ieyst á frið- samiegan hátt! — EINING OG BARÁTTA fyrir stöðvun kja rna tii ra una, banni við múgdrápsvopnum, af- námi kjarnaherstöðva og stöðv- un flugs með kjarnasprengjur! — EINING OG BARÁTTA ÍJTir því að komið verði upp kjamvopnalausum svæðum sem fyrsta skref í átt til af- vopnunar! — EINING OG BARÁTTA fyrir auknum viðskiptum og menningartengslum og sam- vinnu allra ríkja! — EINING OG BARÁTTA fyrir að hætt verði hervæðing- unni, laun hækkuð og vinnu- timi styttur, full atvinna tryggð en atvinnuleysingjum greiddar bætur, réttindi verkalýðsfélaga og almenn lýðréttindi tryggð! — EINING OG BARÁTTA fyrir viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði þeirra þjóða sem reyna að hrista af sér nýlendu- okið og fyrir þvi að bundinn sé endir á nýlendustríðið í Al- sir! Lengi lifi friðurinn! Lengi lifi eining og samstaða verkalýðs allra landa! Lengi lifi 1. maí! 1. maí ávarp Alþjóðasambands verkalýðsf élaga Vcrkamenn og konur í ÖU- um Iöndum: Alþjóðasamband verkalýðs- félaga hvetur yður til að gera þennan 1. maí að öflug- 'um baráttudegi . fyrir friði i heiminum, fyrir einingu verka- lýðsins og kröfum hans. Einhuga barátta alls verka- lýðs og allra friðarafla í heim- inum er bæði möguleg og nauð- sýnleg til að bægja frá mann- kyni hinni ógurlegu hættu kjarnastyrjaldar sem nú vofir yfir því. Friðaröflin í heiminum hafa aldrei áður verið jafn öflug og atkvæðamikil og þau eru í dag. ■Þau verða að samræma aðgerð- ir verkalýðsins og allra góð- viijaðra manna í því skyni að •hindrá fyrirætlanir ■ stríðsafl- anna. Verkafólk um allan heim, hverjar sem skoðanir eða flokkstengsl þess eru, miiljónir manna og kvenna, bera nú fram einum rómi kröfur um ráðstefnu æðstu manna, stöðv- un kjamatilrauna, afnám kjamaherstöðva, bann við múg- .drápsvopnum, krefjast afvopn- unar og alþjóðiegrar samvinnu. Mótmælaalda sem ekki á sinn líka gengur yfir allan Jheim, mótmæli gegn hinni frá- Jeitu og glæpsamlegu valdstefnu pg vígbúnaðarkapphlaupinu, sem einungis er haldið áfram vegna hagsmuna einokunarhringanna. Skyndileg aukning atvinnu- leysis í auðvaldsríkjunum, einkum í Bandaríkjunum, sann- ar svo ekki verður um villzt, að hervæðingin getur ekki tryggt fulla atvinnu, en hlýtur að rýra kjör verkafólks og leiða til styrjaldar. Verkamenn og verkalýðsfé- lög auðvaldslandanna bera nú fram kröfur um viðunandi lífs- kjör og vinnuskilyrði og knýja á gegn andstöðu vinnuveitenda móti öllum slíkum kröfum. Ótaldar milljónir manna og kvenna um allan heim fagna tillögum og aðgerðum í af- vopnunarátt sem komið hafa frá Sovétríkjunum, sósíalistísku ríkjunum og öllum öðrum ríkjum sem af einlægni leggja málstað friðarins lið, Verkamönnum verður ljósara með hverjum degi að baráttan fyrir friði er jafnframt bar- átta fyrir sanngjörnum kröf- um þeirra um bætt lífskjör og félagslegar umbætur. Þeir bera því fram af vaxandi þunga kröfur sínar um að hervæð- ingu verði aflétt, að viðskipti og menningartengsl milli allra þjóða verði aukin og bætt, að kjarnorkan verði hagnýtt í þágu friðsamlegra starfa. JÞjóðir heims krefjast að við- urkenndur sé réttur alsírsku þjóðarinnar til sjálfstæðis og bundinn endir á nýlendustríðið. Verkamenn og konur, starfandi félagar í samtökum verkalýðsincs, bræður, 1. maí, á degi samvinnu og bræðralags hinnar alþjóðlegu KARLAKÓRINN FÚSTBRÆÐUl Söngstjóri: Ragnar Björnsson. SAMSÖNGUR í Austurbæjarbíói föstudaginn. 2. maí kl. 7,15 s.d. Karlakór og blandaður kór. Einsöngvarar: Árni Jónsson, Gunnar Kristinsson og Kristinn Hallsson, Undirleikari: Carl Billich. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Blöndal. Sundnámskeið hefjast í Sundhöll Eeykjavíkur mánudaginn 5. maí n. k. Upplýsingar í síma 1-40-59 Sundhöll Reyk javíkur. Snæfellingafélagið heldur skemmtifund í Breiðfirðingabúð annað kvöld, föstudaginn 2. maí kl. 8.30. Skemmtiatriði. Félagsvist (Góð verðlaun). Dans. Nefndin. Tilkynning um Lóðahreinsun Með vísun til auglýsinga í dagblöðum bæjarins 13. f. m. eru lóðaeigendur (umráðendur lóða), hér með r áminntir um að flytja nú þegar burt af lóðum sínum allt, er veldur óþrifum og óprýði. Hreinsunin verður að öðnim kosti framkvæmd á kostnað þeirra, án frekari fyrirvara. Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjarlægðir ;■ á vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert verðmæti hafa að dómi þeirra, sem framkvæma hreinsunina. # verða geymdir til l.'sept. n. k. á ábyrgð eigenda. Að þeim tíma liðnum má vænta þess að hhitir þessír verði seldir fyrir áföllnum kostnaði. Þeir sem kynnu að óska eftir fyrirgreiðslu eða nánari upplýsingum hringi í síma 13210. Reykjavík, 1. 5. 1958. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Miðnæturskemmtun. Hallbjörg Bjarnadóttir skemmtir í Austurbæjarbíói laugardaginn 3. maí, klukkan 11,30. Þar kemur fram hin sprenghlægilega efnisskrá, sem hafði metaðsókn í Helsingfors — þar sem þessi vinsæla söngkona söng tuttugu og fjór- um sinnum fyrir fullu húsi. Neótríóið aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói og Bóka- búð Líárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.