Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÖVÖJINN — Finuatudagur 1. maí 1958 ; Þióðviuinn ÚtKcfandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sóslallstaflokkurlnn. — Rltstlórar Maenús KJartansson, Slgurður Guðmundsson (fiD.j. — Préttarltstjórl: Jón Bjarnason. — Blaðamcnn: Ásmundur Slgurjónsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannssor- — Auelýs- lngastjórl: Guðgeir Magnússon. — Rltstjórn, afgrelðsla. auelýsingar, prcnt- amlðja: Skólavörðustig 19. — Simi: 17-500 (5 lfnur). - Áskriftarverð kr. 25 A m&n. i Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50 P-entsmlðja ÞJóðviUans. ^---------- ----------------/ Kröfur í dag, veruleiki á morgun Markaðir þrengjast. atvinna þverrar víða um lönd Versf er komið hag þeirra ríkja sem háSusf eru viSskipfum v/3 Bandarikin T dag fylkir alþýðan liði um allan. heim, sú volduga verklýðshreyfing sem á örfáum áratugum hefur gerbreytt mannkynssögunni. Sú öld sem nú er hálfnuð hefur verið öld hins vinnandi manns, hin ómót- stæðilega sókn hans hefur mót- að þróunina alla. Þegar litið er um öxl vekur það mesta at- hygli hversu' ör þróunin hefur orðið, hvemig verkalýðsríkin eru orðin ósigrandi afl, hvemig auðvaldsstefnan er á stöðugu undanhaldi. Þeirri þróun verð- ur ekki snúið við, en allir verk- lýðssinnar verða að leggja fram alla getu sína til að greiða götu hennar og koma í veg fyr- ir að hrynjandi auðvald grípi til þess örþrifaráðs að lokum að kalla tortímingu yfir mann- kynið. Þess vegna ber barátt- una fyrir friði hæst um heim allan á þessum degi. Úinnig hér á íslandi hefur þróunin orðið mjög ör, það hefur orðið gerbreyting á lifn- aðarháttum íslendinga þá rúma fjóra áratugi sem liðnir eru síðan Alþýðusamband íslands var stofnað. Og þróunin hefur aevinlega verið boðuð fyrst í ávörpum og á kröfuspjöldum verkalýðsins 1. maí. Oft voru þessar kröfur hæddar í upphafi af skilningssljóum afturhalds- mönnum, oft var hamazt gegn þeim af valdamönnum og mest- um blaðakosti þjóðarinnar, — en áður en varði voru þær orðnar að veruleika og höfðu breytt íslenzku þjóðlífi, vegna þess að verkalýðurinn stóð saman um hagsmunamál sín og þjóðarinnar og lagði á sig bar- áttu til að tryggja framgang þeirra. Það er fróðlegt að fylgj- ast með því hvernig kröfumar sem bornar hafa verið á spjöld- um 1. maí hafa á þennan hátt breytzt i veruleika; hér nægir að minna á að fyrir örfáum ár- um voru kröfur um atvinnu- leysistryggingar og þriggja vikna orlof bomar í fyrirrúmi 1. maí — nú hefur þeim á- föngum báðum verið náð. Og það sem letrað verður á spjöld verkalýðsins í dag, verður orð- inn veruleiki á spjöldum sög- unnar á morgun. TT’ina kröfu bert hæst í dag, kröfuna um að fiskveiði- landhelgin verði tafarlaust stækkuð upp í 12 mílur. Það mál er nú komið á úrslitastig; við vitum að sterk öfl erlend beita öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til þess að sveigja okkur til undanhalds; við vit- um einnig að til eru íslend- ingar sem ekki hafa hagsmuni þjóðar sinnar í fyrirrúmi í því máli frekar en öðrum. íslenzk verklýðshreyfing hefur alltaf tekið einarða og djarfa afstöðu i iandhelgismálunum, hún hef- ur samþykkt ályktanir um stækkun landhelginnar á hverju einasta alþýðusam- bandsþingi, hún hefur borið fram kröfur sínar um sókn 1. mah Og nú eru allar líkur á að þetta baráttumál verði að veruleika á næstunni, að kröf- ur verklýðshreyfingarinnar í dag verði íslenzk staðreynd á morgun, ef fslendingar eru menn til þess að standa saman og hvika í engu frá rétti sínum og lífsnauðsyn. Einhugur fs- lendinga um stækkun landhelg- innar þarf að birtast í þrótt- meiri kröfugöngu í dag en nokkru sinni fyrr. T7erklýðshreyfingin hefur " einnig frá upphafi haft for- ustu um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á öðrum sviðum og tekið ríkan þátt í baráttunni gegn erlendri hersetu. Á síð- asta Alþýðusambandsþingi var einróma samþykkt ályktun þar sem þess var krafizt að hinn erlendi her hyrfi tafarlaust af landinu. Sú afstaða stendur ó- högguð enn, þótt nokkrir mis- vitrir hægri sinnaðir forsprakk- ar reyni að búa til ágreining um það mál. í kröfugöngunni í dag ber reykvísk alþýða fram afdráttarlausar kröfur um það að ríkisstjórnin standi við heit sín um brottför hersins, og eng- inn getur komið í veg fyrir þá óhjákvæmilegu þróun að þær kröfur verði að veruleika. 17fnahagsmálin hafa alltaf verið meginverkefni alr þýðusamtakanna, og á því sviði eru verklýðssamtökin það afl, að landinu verður ekki stjóm- að af neinu Viti gegn vilja þeirra. Það hefur verið reynt að stjóma landinu í baráttu við verkalýðssamtökin og það kann að verða reynt aftur, en slík stefna leiðir aðeins til ófamað- ar fyrir íslenzkt þjóðfélag. Sú meginregla að hafa verði fulla samvinnu við verklýðshreyfing- una var forsenda að myndun núverandi stjómar, en sam- starfsflokkar Álþýðubandalags- ins reynast eiga ákaflega erfitt með að fylgj.a þeirri megin- reglu í verki. Með kröfugöngu sinni í dag mun verkalýðurinn því enn búa sig undir að gera þessa staðreynö að óníótstæði- legum veruleika, sem ekki verður undan komizt. að em margar blikur á lofti í íslenzku þjóðlífi um þess- ar mundir og í dag býr verka- lýðshreyfingin sig undir þau á- tök sem bíða framundan. Reynslan sýnir að sigur er vís ef yerkalýðshreyfingin þ.roskar með sér þá eiginleika, sem úr- slitum ráða: samheldni, stefnu- festu og baráttugleði í þágu góðs málstaðar. TTm síðustu mánaðamót gengu Kanadamenn að kjörborði í annað skipti á níu mánuð- um. John Diefenbaker, forsæt- isráðh. og foringi Framsóknar-í- haldsflokksins, hafði rofið þing í því skyni að styrkja aðstöðu stjórnar sinnar. f kosningunum í fyrra var endi bundinn á 22 ára stjómarferil Frjálslynda flokksins, en stjórnin sem Diefenbaker myndaði þá var minnihlutastjóm, flokkur hans hafði ekki nema 113 þingsæti af 265 í neðri deild þingsins í Ottawa. f kosningunum í apríl- byrjun varð Diefenbaker að von sinni og ríflega það. Fram- sóknar-íhaldsmenn unnu ein- hvern glæsilegasta kosningasig- ur sem um getur í stjórnmála- sögu Kanada. Þingfylgi þeirra jókst úr 113 sætum í 208 en þingmönnum írjálslyndra fækk- aði úr 104 í 49. Jafnframt þurrkaðist annar af tveim smá- flokkum út af þinginu og hinn, sósíaldemókratar, hélt aðeins átta þingsætum af 25. ingkosningarnar fóru fram á erfiðum tímum fyrir Kan- adamenn. Skrásettir atvinnu- leysingjar í landinu em 590 þúsund talsins, en það þýðir að tíundi hver vinnufær og vinnu- fús maður er atvinnulaus. Þetta er mesta atvinnuleysi, sem nú er í nokkru iðnþróuðu landi. Aukning atvinnuleysis- ins í Kanada og samdráttur í bandarísku atvinnulífi hafa haldizt í hendur, enda eru Bandaríkin helzta viðskipta- land Kanada. Atvinnuleysis- bölið er þó enn umfangsmeira í Kanada en í Bandaríkjunum. Ástæðan er að mestallur út- flutningur Kanadamanna til Bandaríkjanna er hráefni, málmgrýti, timbur, olía og því um líkt. Það er alkunna, að allar kreppur bitaa harðast á þeim þjóðum, sem eiga af- komu sína aðallega undir framleiðslu hráefna, sem full- unnin eru.í öðrum löndum, Þetta hafa Kanadamenn nú fengið að reyna. Námugröftur og skógarhögg eru ekki einu atvinnuvegir Kanadamanna, sem orðið hafa fyrir barðinu á hagsveiflunum í Bandaríkj- unum, landbúnaðurinn, aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar, hef- ur ekki farið varhluta af þeim. Óseldar kornbirgðir hafa hlað- izt upp í Kanada undanfarin ár, en samtímis hafa Kanada- menn orðið að horfa uppá að bandarískum landbúnaðarvör- um er troðið inn á gamla markaði þeirra með undirboð- um. og vægum greiðsluskilmál- um. 17" osningasigur Diefenbakers stafar að allra dómi eink- um af því að honuhi tókst öðr- um betur að slá á strengi þjóð- emiskenndar landa sinna og gremju þeirra í garð Banda- ríkjamanna. Hann lofaði í kosrtingabaráttunni opinberum framkvæmdum til að araga úr atvinnuleysinu, en meginá- herzlu lagði hann á framtíðar- stefnuskrá, sem miðar að því að gera atvinnulíf Kanada og utanríkisverzlun óháðari Banda. rikjunum og kreppum þeirra en verið hefur um langt skeið. „Velfarnaður og atvinnulif Kanada eru alltof háð duttl- ungum og afturkippum í Bandaríkjunum“, sagði Dief- enbaker í einni kosningaræð- unni. Forsætisráðherrann og flokkur hans telja brýnasta vejrkefnið að draga verulega úr ----------—---—----------"N íuii I' iH-.JBr.odinoant Erlend tí&indi w._______________________/ viðskiptum við Bandaríkin, en á síðasta ári var viðskipta- jöfnuður landanna Kanada ó- hagstæður um 1309 milljónir dollara. Framsóknar-íhalds- mertn segjast stefna að því að færa að minnsta kosti 15% af John Diefenbaker utanríkisverzlun Kanada frá Bandaríkjunum til Bretlands. Jafnframt er ætlun þeirra að stemma stigu við yfirdrotta- un bandarísks fjármagns yfir kanadiskum atvinnuvegum, en bandarískir auðmenn hafa und- anfarið gerzt æ umsvifameiri í olíuvinnslu, jarðgasvinnslu og námugrefti í Kanada. Mörg- um Kanadamönnum stendur stuggur af þesari innrás banda- rísks fjármagns, sem er á góðri leið með að leggja undir sig arðsömustu auðlindir þeirra. Talið er víst að ríkisstjórn Diefenbakers vindi bráðan bug að því að lögfesta fulla lög- sögu Kanadamanna yfir dóttur- félögum bandarískra fyrirtækja sem í landinu starfa og skylda þau til að gefa Kanadamönn- um forgangsrétt tii hlutabréfa- kaupa. Nýlega hafa tvö mál aukið verulega ýfingamar. með Kanada og Bandaríkjunum. Annað varðar viðskipti við Kína. Kinverjar buðust fyrir skömmu til að kaupa 1000 bíla af útibúi Fordverksmiðjanna í Kanada. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið grejp í taumana og lét hina bandarísku eigendur Fordfyrirtækisins hafna við- skiptunum. Þessa framkomu telja Kanadamenn óviðunandi afskipti Bandaríkjastjómar af viðskiptamálum Kanada. Einn- ig eru Kanadamenn sárgramir tilskipun . Bandaríkjastjómar, sem skyldar bandaríska olíu- innflytjendur til að draga 15% úr olíuinnflutningi frá Kanada, Þykir Kanadamönnum að von- um að illa sitji á ríkisstjórn sem þannig hagar sér, að ’préd- ika hömlulaus viðskipti og frjálsa samkeppni fyrir öðrum þjóðum. 17" anada hefur nánari við-. **■ skiptatengsl við Bandaríkin en nokkurt annað land, og eng- in þjóð hefur fengið að kenna eins óþyrmilega á afleiðingum bandarísku kreppunnar og Kanadamenn, en fleiri hafa fengið að kynnast olnbogaskot- um dollaravaldsins á síðustu mánuðum. Segja má að það sé algild regla, að því nánari við- skiptatengsl sem þjóðir hafa við Bandaríkin, því verr sé hag þeirra nú komið. Þyki reynsla nágrannaríkis Banda- ríkjanna í Norður-Ameríku ekki næg sönnun, taka dæmin frá Suður-Ameríku af allan vafa. Þar eru þrjú ríki þegar í kröggum, vegna þess að mark- aður í Bandaríkjunum fyrir framleiðsluvörur þeirra hefur brugðizt. Þau eru Brasilía, Chile og Kólumbia. Helzta út- flutningsvara Chile er kopar og mestöll framleiðslan hefur verið seld til Bandaríkjanna. Verðsveiflur á kopar eru mikl- ar og tíðar á heimsmarkaðin- um og hefur Chile oft fengið að kenna á þeim en sjaldan ó- þægilegar en nú. Óseldar kop- arbirgðir hrúgast upp í land- inu, gjaldeyrisskortur sverfur að og ríkisstjórnin veit engin ráð til bjargar. í Brasilíu og Kólumbíu er kaffi aðalútfluta- ingsvaran og Bandaríkin lang- stærsti kaupandinn. Framleiðsl- an er orðin mun meiri en eftir- spurnin, ríkisstjórnirnar hafa gripið til þess ráðs að kaupa kaffibirgðir af framleiðendum til að forða þeim frá gjald- þroti, en nú er kaffisalan orð- in svo dræm að til stórra vand- ræða horfir. 17’yrstu mánuðina sem sam- drátturinn í bandarísku at- vinnulífi stóð hafði hann ekki veruleg áhrif á innfiutning neyzluvarnings frá Evrópu. Ríki Vestur-Evrópu hafa því fram til þessa orðið tiltölulega lítið vör við afleiðingar krepp- unnár, en nú óttast margir stjómmálamenn (og kaupsýslu- menn að breyting sé að verða. Síðustu tvo mánuðina sem skýrslur ná til hefur innfluta- ingur Bandaríkjanna dregizt verulega saman og þess- sjást engin merki að bandarískt at- vinnulíf, sé að rétta við. At- vinnuleysið heldur áfram að Framhald á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.