Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 4. mai 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Mátti heita að slétt væri yfir allt1 - En nú er lika komiS vor fyrir norSan Reykjadal, skírdag 1958. Heill- og sæll Jón. Þú ert að biðja mig að sikrifa þér fréttir um þennan yfirstandandi vetur. Hvernig 3iann hafi að okkur búið, og stríð okkar við hann. Víst gæti það verið fróðlegt fyrir ykkur, sem á mölinni bú- ið og hafið lítið af vetri og snjó að segja, að frétta af stríði okkar sveitamannanna við hríð og snjó. Verið gæti að þeim, sem fá mjólk sína og mjólkur- vörur sent heim að dyrum, yrði af því 1 jóst að . mörg handtök og ekki öll létt, hefur orðið að taka frá því að bóndinn hefur injólkað í brúsana, og þar til borgarbúinn fær hana á borð- ið. ¥eturinn byrjaði 20. okt. Veturinn byrjaði hér um 20. okt., setti þá niður talsverðan snjó svo sauðfé var tékið á hús og færð varð þung á veg- urm. Þennan snjó tók þó aftur upp d nóvember og allir vegir urðu færir sem á sumri, og hélzt svo nær jólum, þá fór aftur að hríða, og setti þegar niður allmikinn snjó um jól- in, og þessar hriðar héldust hvíldarlítið þar til um miðjan marz, þá kom hæg austan- og euðaustanátt með bjartviðri og meira c*j minna frosti þar til nú, tvo síðustu dagana hefur verið frostlaust og þíðviðri, og enjór sigið nokkuð svo farið er að sjá á hæstu hnjóta, ekki þó svo að nokkur jörð sé kom- in fyrir sauðfé, sem heita má að staðið hafi inni frá jólum. I dag er kyrrt, þoka og regn og 'hríð. nu síðast um kvöldið. Yarla nein hvöss stórhríð Elftir þessa hríðarlotu var ikominn hér mjög mikill snjór, mátti heita að slétt væri orð- ið yfir allt, en snjórinn var ffremur Iaus, því varla gat heit- ið að .hvöss stórhríð kæmi all- sm þennan tíma og aldrei 'kippti svo.úr frosti að snjór sigi neitt. Færi var orðið erfitt, á veg- mm, strax um nýár, og versn- aði stöðugt svo heiðarvegir tepptust, og eru ófærir enn. Hér úr sveit er látin mikil mjólk í mjólkursamlagið á Húsavík, svo nauðsyn er að halda uppi flutningum. Það má ekjóta því hér inn í, að það er missögn hjá Páli Zophanías- syni, í grein hans í Tímanum um búskau hér í sveit, að mjólk sé aðeins flutt úr úthluta sveit- arinnar. Það er látin mjólk frá öllum bæjum, að undanteknum tveim heiðarbæjum. Þegar færð var orðin svo vond, að venju- legir bílar komust ekki, fóru mjólkurflutningamenn ok'kar að brjótast á G.M.C. trukk. Er það hrein furða hvað hægt er að komast á þeim, með því að fara nógu hægt og láta þá troða undir sig, og getur orð- ið sæmilegt að fara, ef slóðirn- ar haldast, en það var nú ekki Vann 12 of 17 ísafirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Síðast liðinn. sunnudag var jiér fjöltefli og tefldi Björn Jóhannesson skólastjóri í Bol- ungavík við 17 menn úr Tafl- félagi Isafjarðar. Björn vann 12 skákir, tapaði 3 og gerði 2 jafntefli. oft, sem því var að heilsa í vetur, og erfiðar urðu margar ferðirnar, eins og ein, er þeir voru frá því kl. 10 að kvöldi og til kl. 10 að morgni að komast um 10 km spöl. Snjóbílar of dýrir í rekstri Og svo fór að lokum að al- gerlega varð ófært fyrir truk'k, þá var gripið til snjóbíla, sem drógu sleða. Þeir eru ágætir að því leyti að alltaf er hægt að komast á þeim, en þeir eru of dýrir í rekstri, og geta ekki flutt nógu mikið. Það virðist því tæplega vera um það að ræða að þeir leysi flutninga- vandamálið, nema hægt sé að fá heppilegri snjóbíla en hér eru til. Þegar hætti að hríða, um miðjan mánuðinn, var aftur farið að flytja á trukknum, og gekk það sæmilega í slóðir snjóbílanna og allgott að fara nokkrar ferðir; en gætilega varð að fara svo bíllinn færi ekki út úr slóðinni, Þá var allt á bólakafi, því víða var snjór- inn metersdjúpur á veginum, og sumstaðar meira. Bezt að troða slóðir Það hefur sannazt glögglega þennan vetur, að ekki kemur til mála að hægt sé að halda vegum færum hér með því ætla að ryðja þá. Hitt mun frekar koma til mála að troða slóðir, og má þá vera að dráttarvélar yrðu heppilegastar til að ann- ast flutninga. Nú er slóðin að verða illfær síðan kippti úr frosti, og er nú farið að ryðja veginn. Allt félagslíf í dái Heita má að allt félagslíf hafi legið niðri í vetur vegna ótíðar og ófærðar. Heilsufar manna hefur yfir- leitt verið gott, og engar far- sóttir gengið; inflúenzan, sem gekk á haust og framan af vetri, fór hér hjá garði. Fóðurbirgðaskoðun hefur ekki farið fram hér ennþá, en sennilega mun verða gott á- stand með fóður ef vorið verð- ur ekki því verra. Komið vor 12. 4. Góðviðri hefur verið hér síð- ustu daga; hiti allt að 8 stig, en frost sumar nætur. Minnk- ar snjór nú nokkuð svo snöp er að koma fyrir sauðfé, en færð er mjög ill á snjó, svo fé gengur illa að bera sig um. Bíúið er að ryðja aðalvegi. Nýlega er hér látin elzta kona sveitarinnar, Lilja Björns- dóttir á 91. ári. Hún var gift Jóni Kristjánssyni frá Úlfsbæ. Jón er dáinn fyrir allmörgum árum. Þau bjuggu lengstaf í Glaumbæ hér í sveit, og þar til Jón lézt, Þá tók Kristján, sonur þeirra, við jörðinni, og dvaldi Lilja að mestu hjá hon- um eftir lát manns síns. Auk ’Kristjáns áttu þau Jón og Lilja tvær dætur. Fanneyju húsfreyju að Hvarfi og Elínu húsfreyju Skógarseli. Kalt síðustu daga 20.4. Kalt hefur verið hér síðustu dagana, svo snjó tekur lítið sem ekkert. Mikill snjór er enn um miðbik sýslunnar, en minni í framanverðum Bárðar- dals og Mývatnssveit, eins er minni snjór í norðanverðum Aðaldal, um Húsavík og á Tjörnesi. Jarðarför Lilju Björnsdóttur frá Glaumbæ fór fram frá Ein- arsstaðakirkju 18. þ.m. Sá at- burður varð meðan athöfnin fór fram í 'kirkjunni, að Jón Framhald á 10. síðu. Járnið vantar á þakið og kaupend- urnir geta ekki hafið innréttingu íbúðanna En framkvæmdastjóri bygginganna, Gísli Halldórsson spókar sig á meðan út í Briissel! Fyrir allmörgum vikum tóku kaupendur að síðustu raðhúsaíbúðunum við Bústaðaveg við íbúðum sínum. Eftir var þó að ganga frá þaki síðustu samstæðunnar, þ. e. 9 ibúða. Var gefið í skyn að járnið myndi sett á þakið næstu daga og þyrfti þessi vöntun ekki að valda nema litlum eða engum töfum. Síðan hefur liðið hver vikan af annarri og engin hreyfing sést í þá átt að bærinn ætli að láta ganga frá þaki húsanna. Hefur þetta valdið kaupendunum verulegum óþægindum, því ekki er unnt að hefja vinnu við innréttingu húsanna fyrr en gengið hefur verið frá þökum þeirra. En íhaldið er hið rólegasta og virðist engar áhyggjur hafa af þessum seinagangi og raunverulegu svikum við kftpperidur raðhúVanna. Þannig lætur það nú framkvæmdastjóra byggingarframkvæmdanna, Gisla Halldórsson, arkitekt og bæjarfulltrúa vera að spóka sig vikum saman úti í BriiSsel og víðar í Evrópu meðan allt er í ólestri og aðgerðaleysi á því sviði sem honum er falið að annast. Það er ekki aðeins að þökin vanti á raðhúsaíbúðirnar. Engin hreyfing sést heldur á bæjar- byggingunum við Gnoðarvog sem skemmst eru komnar áleiðis og er þó búið að úthluta þeim til kaupenda. 'v v. '5 ^ ^ Myndin að ofan er tekin 1. maí er hin fjölmenna kröfuganga hófst í Vonarstræti. (Ljósm, Sig. Guðm. > 557 vélstjóraimdanþágur veittar á s.l. tveim árum Á undanförnum tveimur árum hefur samgöngumála- ráðuneytiö veitt samtals 557 undanþágur til vélstjóra. Framangreindar upplýsingar komu fram á fundi neðri deildar í fyrradag, er frumvarp Karls Guðjónssonar um breytingar á lagaákvæðum um réttindi vél- stjóra var til 2. umræðu. Sjávarútvegsnefnd deildarinn- ar hafði skilað áliti og lagt til að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breytingum. Hafði Karl Guðjónsson framsögu fyrir nefndinni. Greindi hann frá því að nefndin hefði rætt málið við fulltrúa Vélstjórafélags íslands og Mótorvélstjórafélags íslands' Afli Sólborgar Isafirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans, Togarinn. Sólborg landaði hér nýlega 217 lestum af ísfiski og 16 lestum af saltfiski eftir tæps hálfs mánaðar útivist. Is- borg landaði í gærmorgun 140 lestum af ísfiski og 30 af salt- fiski,eftir um hálfs mánaðar' 1 útivist því að þær eru að jafnaði veitt- ar til 6 mánaða í senn. Auk Karls Guðjónssonar tók Magnús Jónsson til máls og að beiðni hans var umræðunr.i frestað. og einnig fengið umsagnir ým- issa annarr.a aðilja: LÍÚ, Fiskifé- lags íslands, vélskólans, Vél- stjórafélags Vestmannaeyja o. fl. Færi fjarri ,að álit þessara aðila á málinu væri á einn veg og T mni kæmi víða fram að vélstjóra- stéttin óskar mjög eindregið eft- ir endurskoðun á vélfræðikennsl- unni almennt. Þá skýrði Karl frá upplýsing- um, sem samgöngumálaráðuneyt- ið hefði veitt um vélstjóraund- anþágur árin 1956 og 1957. Undanþágur við mótorvélar undir 250 hö. voru 117 árið 1956 en 149 á s.l. ári. Undanþágur til starfa við mótorvélar 250— 600 hö. voru 49 árið 1956 en 65 á s.l. ári og við mótorvélar yfir 600 hö. 49 árið 1956 og 30 á s.I. ári. Vélstjóraundanþágur við gufuvélar voru 48 árið 1956 og 50 á s.l. ári. í sambandi við þessgr upplýsingar skal tekið fram að undanþágurnar eru fleiri en þeir sem þær hljóta, íslandsglíman háð í dag Islandsglíman, hin 48. í röð- verður háð í dag kl. 17 að Hálofalandi. 1 glímunni taka þátt 11 glímu- menn frá 4 félögum. Þrír kepp- endur eru frá Glímufélaginu Ái- manni, þeirra á meðal Kristjár. Grétar Tryggvason og Kristján Andrésson. Tveir eru utan af landi, Ólafur Eyjólfsson frá UM F Eyfellingi og Ólafur Guðlaugs- son frá UMF Dagsbrún. Varð hann þriðji í skjaldarglímu Ár- manns í vetur. Loks eru 6 kepp- endur frá UMFR. Meðal þeirra eru Ármann J. Lárusson, Hilmai Bjarnason, Hannes Þorkelsson og Kristján Heimir Lárusson. Má af þessari upptalningu sjá, að þarna er margt vaskra glímu- manna, svo að búast má við skemmtilegri og spennancU keppni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.