Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.05.1958, Blaðsíða 7
-*r^- Sunnudagur 4. maí 1958 — ÞJÓÐVILJINN .— ••(•7 Að ríta vonda bók aí góBnm ksg Stefán Júlíusson: Kaup- angur. Skáldsaga. — 325 blaðsíður. — Menningar- og fræðslusaniband alþýðu, Víkingsprent, 1957. Möndull sögunnar er ung- ur maður, Áki Geirsson að nafni, fæddur í Hellisvík á Islandi, staddur í New York imi þessar mundir. Hann er alinn upp á hörðuan árum, þroskast með verklýðsfélagi þoi-psins — hugsjónir alþýðu- stéttanna um hærra menn- ingarlíf og betri hag hafa markað viðhorf hans. En það er komið stríð í veröldinni og herlið 1 landið, andi kaup- mennsku og gróðahyggju heldur innreið sína, menning- arbarátta fólksins hverfur í skuggann af auðhyggju kaupahéðnanna. Ákl Geirs- son finnur lífsgrundvöllinn skríða undir fótum sér — hann hverfur til Ameríku, ætlar að dveljast þar um stund og skrifa um það líf sem hann ólst til: hið tor- velda líf alþýðunnar, það ísland sem var. Meginsjónarmið höfundar eiga alla samúð skilið. Her- gróðinn og sú spilling í hug- arfari og viðskiptaháttum, sem fylgir þétt í spor hans, er sífellt átumein í íslenzku þjóðlífi. En það er eins og fyrri daginn: góð meining ein gerir litla stoð í skáldskapn- um. Kaupangur Stefáns Júl- íussonar er misheppnað verk. Tökum til dæmis niðurlag sögunnar. Áki Geirsson hætt- ir við heimförina, en leitar aftur til stúlkunnar sinnar góðu — og þá fyrst rofar ögn til. Þetta er afbragðs stúlka, og íslendingurinn get- ur vist orðið lukkulegur á borgaralega vísu . við hlið hennar. En hann vinnur hvorki rithöfundarsigur í Am.^ eríku né verður fólki sínu að liði með öðrum hætti. Hann guggnar hreinlega að leikslokum. Hann kom ekki til Bandaríkjanna til að krækja í notalegan kvenmann, heldur vill hann vinna sér frið til að lyfta fomum sjónarmiðum til nýrrar veg- semdar í skáldskap. Hann hlýtur að bíða höfuðósigur í örmum Helenar Mosslands; hið nýja „upphaf" sögulok- anna er i mótsögn við allan anda verksins. En lesandinn hefur misst áhuga á Áka Geirssyni, löngu áður en hér er komið sögu. Persónan er, í stuttu máli, þrautleiðinleg. Og meginá- stæðan líggur í augum uppi: þetta er rígmontinn skratti. Hann er uppfullur öf yfir- burðatilfinningu gagnvart um- hverfi sínu og öðru , fólki.; hann má varla opna munninn svo áheyrendur fari ekki að vegsama gáfur lmns. Hann er - „bráðgáfaður maður“; „stálkjafturíf, silkikjaftur“ og „snilldarkjaftur“ jafnt á dslenzku og ensku;, „meástari orðsins“; frábær smekkmað- ur á mat, námshestur og sundgarpur; kvenhollur með afbrigðum og „góður elsk- hugi“; „svo skémmtilegur", Stefán Júlíusson þegar hann vill það við hafa; „alltaf með nefið niðri í bók- um“; „þú hefur aldrei auli verið“. Og þetta er sjálf persónan, sem söguna segir: ég, ég. Áki Geirsson er mál- pípa höfundar, og það fer ekki hjá þvi að lesandinn spyrji: er skáldið að lýrsa skoðun sinni á sjálfum sér? Það er aðeins spuming, en hún er býsna áleitin. En hvað sem því líður, þá fellur Áki Geirsson snemma í augum lesandans og á sér ekki upp- reisnar von. Heildsalar eru þarflausasta stétt á Islandi; hinir nýríku gróðamenn eru langflestir af lágum andlegum stigum. Stefáni Júlíussyni er mjög í mun að hlaða þeim. Það er virðingarvert, en aðferð hans er of einföld, of gróf. Tveir fulltrúar þessa fólks koma mjög við sögu: heildsali og strákur einn, sem hefur auga-«> stað á amerískri gróðatækni. I Höfundur saumar talsvert að þessum náungum, en nær ekki tilætluðum árangri. Hann ger- ir þær sjálfar auðvirðilegar, en sjónarmiðum þeirra er ekki hnekkt — þeim kump- ánum vegnar vel í sögunni, þrátt fyrir grunnhyggni sína, siðblindu og kvennafar. Það er enginn vandi að gera per- sónur að fíflum, en takmark skálds er annað. Er það ekki einmitt trúverðugri skáld- skapur að láta sæmilega. menn bera uppi fánýt sjónar- mið ? Þetta er alvarleg saga og þolir ekki aðra eins skrum- skælingu og mynd Þorláks Hákonarsonar. Stíllinn á sögunni er harla brokkgengur — snauður að skáldlegri fegurð, tilgerðar- legur; samtölin eru ómarfk- vís, lýsingar of margorðar. Heimspeki höfundar er ákaf- lega ófrumleg, smekkvísi hans brigðul. Þessi setning lýsir þeim báðum: ,,Þá aðeins er Iífið samræmt, lífsnautnin frjó, þegar ferð og farandi eru ein heild, hvort sem skarni er ekið á hól, fiskur dreginn úr sjó, párað á blöð“. Þess verður þá helzt vart í eintölum Áka Geirssonar, að höfundurinn lrafi fengið, skáldlega aðkenningu; honum er ekki varnað þess að . skyggnast undir skelina á manninum. Eftirfarandi dæmi gefa hugmynd um orðsnilld höf- undar, þegar hann vill mikið við hafa: hin snöggu kynni höfðu „orsakað sérstakan umgengnismáta"; mynda- spjöldin „höfðu í sér fólgna seiðfulla togandi"; „Fyrir lá að heyja okkur andrúmsloft“; „Þú ert sem áður, utan við orðlýsingu mina“; „uppruna- flúið hálfmenni“; „þrátt fynr ivinnandi framkomu“; „Eg sá hann fyrir mér . . . mennt- úðgan“; „vonarbrot“. Merki- leg er einnig andúð skáldsins á ákveðnum greini: „eins og ég hefði hitt nagla á höfuð“; „fljótt losnar um málbein"; „máttur sveik mig“ — og þannig áfram endalaust. Það hefði verið gleðilegt -------------#------------- ef Stefán Júlíussyni hefði lánazt vel að rita þessa sögu. Efnið er athyglisvert í sjálfú sér, viðhorf höfundar eru þekkileg. En ,„þessu var aldrei um Álftanes spáð, /. að ætt- jörðin frelsaðist þar“ — og líklega ekki í Hafriarfirði heldur. B.B. Efnt verður til veiðiferða, ferðalaga og ýmiss konar námskeiða Vetrarstarfsemi Æskulýðsráös Reykiavíkur, sem verið hefur margs konar, er nú að ijúka og sumarstarfiö að hefjast. Starf Æskulýðsráðsins í vet- ur hefur gefið mjög góða raun. Hafa um fimm hundruð ung- lingar tekið þátt í tómstunda- vinnunni, sem það hefur efnt til. Eru það unglingar á aldr- inum 12 til 18 ára, en flest- ir um fermingu. Unnið hefur verið að föndri, útsaumi, mód- elsmiði, leikbrúðugerð, bók- bandi, útsögun og útskurði, smíðum, radíóvinnu, hjólhesta- viðgerðum, sjóvinnu og ljós- myndagerð. Einnig hefur ver- ið efnt til skemmti- og fræðslu- funda að Lindargötu 50. Hefur tómstundaheimilið að Lindar- götu 50 verið fullsetið í vet- ur og einnig starfað víðs veg- ar um bæinn í skólum. Er nú unnið að því að fá Golfskál- ann til þessarar starfsemi næsta vetur. Auk tómstundaiðjunnar hef- ur Æskulýðsráðið beitt sér fyr- ir ýmsu öðru. Átt hlut að tveimur æskulýðstónleikum Sin- fóníuhljðmsveitarinnar, ‘ ptarf- rækt fimm taflklúbba, fimm kvikmyndaklúbba, haldið dans- samkomur og skémmtan- ir fyrir unglingana o.m.fl. Hefur öll þessi starfsemi gefið góða raun og verið vel sótt. Við þessa starfsemi sína alla hefur Æskulýðsráðið notið samstarfs ýmissa aðila, s.s. Félags áhugaljósmyndara, Far- fugla, skáta, kennara, skóla- stjóra, presta og Iþróttabanda- lags Reykjavikur. Af tómstundaiðjunni hefur ljósmyndagerðin verið einna fjölsóttust, en sjóvinnan hefur einnig verið mjög vinsæl. Hafa fimm piltanna, er hana stund- uðu þegar ráðið sig á tog- a.ra og nokkrir fleiri ætla að feta í fótspor þeirra. Sumarstarfið er nú í þann veginn að hefjast og verður það í aðalatriðum þannig: Ljósmyndaklúbburinn tekur til starfa 5. maí, og verður unnið fjóra daga í viku. Far- ið verður í sérstakt ljósmynda- tökuferðalag 1. júní, þar sem ' veitt verður tilsögn í töku ljósmynda og meðferð mynda- véla. Sjóvinna og sjóróðrar hafa verið mjög vinsæl grein. í lok mai verður efnt til 2ja til 3ja veiðiferða á v/b Víking, og í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavikur verður Víkingur gerður út á lúðuveiðar síðar í sumar. Verða ráðnir 14—16 niltar í mánaðar veiðiferð. Ættu þeir, sem áhuga hafa fyr- ir þessu að tilkynriá þátttökU'' sína sem fyrst að Lindargötu Ákveðið hefur verið að ve;ta tilsögn í stangarveiði. Herst námsgeiðið 12. mai. Félaaar úr Kastklúbbi Revkjavík ur munu veita leiðbeiningar og sýna kvikmyndir. Þátttöku ber að tilkynna að Lindargötu 50 föstudaginn 9. maí. Hjólhestaviðgerðir munu fara fram á tveim stöðum í maí og júní í vinnustofu Gagn- fræðaskóla Verknámsins og að Grenimel 9, sUa ménudaga. þriðjudaga og fimmtudaga frá Framhald á 11. síðu HEEÐARRÍMA Minnisforðan fagurblóma finn ég norðurheiðum á, þinna orða ilm og hljóma inni skorða ég stuðlum hjá. Nóttin lengi yfir alla óttastrenginn herti fast; þótt hún gengi fram til f jalla flótti í engar varnir brast. Emjar stríður húmsins hlátur hemjast síðan ekki vili, semja kvíðans grimmu gátur gremjuhríðar dægrin ill. Myrkurstundin stóð við hurðu styrkja mundi fornan beig; virkri undir ógn o,g furðu yrkja bundin skáld við geig. Skáldaþáttur Ritstjóri: Sveinbjörn Beinteinsson. Þrátt við aklar ólifsforða áttu þeir kaldan vistarheim máttargaldur grimmra orða. grátt hefur valdið fært að þeim, ★---- Rökkurhjúpur sveipar síðan sökkvidjúpin þjóðarlags; dökkar krjúpa um klettinn víðan klökkar stjúpur okkar brags, Skammvinnt gjald þess heill- mn horfna hranunur kaldur frá þeim dró; rammur galdur fólks til forna fram í aldir lifði þó, Förguðust hljóðar helgistundir hörgur ljóða auður stóð; björguðu þjóðar móðurmimdir 'mörgum óði a'f timans glóð. Gleymist, seridur sriknum vonum, seimur brenndur glaums og táls; heima kenndur hraustum sonum hreimur endist fagurmáls. Háðir aldrei heimskra skorð- um, hrjáðu þá kaldrar tíðar mein; náðu valdi á æðri orðum áður en skvaldrið við þeim gein. Margir bundu ástír allar arg og stmularglamur við, þvarg til fundar fólkið kallar, farga mundi ljóðaklið. BetUr navit hann ljóðsins löngum, lét ei þrautír marka skeið; vetrarbraut úr sólarsöngvum setja hlaut á þeirri Ieið. Hlaðinn mátti að iiljómum falla liraður þáttur óskabrags; kvað í sátt við allt og alla aðalháttur frelsisdags. . J? ■'r«i Héðan rekin hvarf af tungu hreðan brekótt margan dag, meðan lék við orðin ungu eða vék þehn, til í brag. Annar dagur engum líkur annaðist hagur stefjatök; sannur bra.gur birturíkur brann mn fagurhugsuð rök. Nii skal brátt til betri daga Búast sáttaveginn á; snúin úr þátturii bjartra braga brúin hátt þar ris að sjá, Streymir mn heiðar hljóma- lestin, hreunurinn seiðir máttug völd: dreymir heiðinn hríðargestinn heim á leið til þín í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.