Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 10
2) — öskastundin öskastundin — (3 HEILABROT Maður nokkur var að fiytja þungan farm á vörubíl. Kössunum var staflað á palli bílsins og var staflinn mjög hár. Nú ekur maðurinn, sem Ieið liggur þar til hann kemur iað brú einni, en hún var yfirbyggð. Nú vill svo ógæfulega til að hinn hái stafli á palli bílsins nam við járnrimla brúarinnar að ofanverðu svo að bíllinn komst ekki í gegn. Þatta var þeim mun ergilegra, þar sem ekki munaði nema hálf- um öðrum sentímetra, þó r.óg til þess að hindra för mannsins. Ekki var nokk- ur leið að færa kassana til svo minna færi fyrir þeim og svo þungir voru þeir, iað maðurinn gat ekki án hjálpar afhlaðið bílinn. Nú voru góð ráð dýr. Bílstjórinn sá ekki annað ráð vænna, en að setjast á vegarbrúnina og hugsa og það er oft það seinasta, sem fólki dettur i hug. Allt í einu þaut hann upp og hljóp að bílnum, eftir augnablik ói' hann glaður yfir brúna, þó hafði hann ekki hreyft ögn við farminum á palli bílsins. Hvaða ráð hugkvæmdist honum? Svar í næsta blaði. SKRITLUR Pési: Pabbi, viltu gefa mér tíkall? Pabbi: Sonur minn, heldur þú að þú sért ekki orðinn of stór til að biðja mig um tíkall? Pési; Þetta er vist rétt hjá þér. Gef mér hundr- aðkall, pabbi. !■ Mamma: Það var reglu- lega ruddalegt, Júlli minn, að segja við litlu systur þína, að hún sé heimsk. Segðu að þér finnist það leiðinlegt. Júlli: Mér þykir leiðin- legt, að þú ert heimsk, systir. Þessir fimm menn eru á leið upp í flugvél og þeir eru allir nákvæmlega eins — og þó — ég held að einn þeirra sé að reyna avera öðruvísi en hinir. Getið þið séð það? ... SKRÍTLUR Nemandinn: íg á áreið- anlega ekki skilið þetta núll, sem stendur á eink- unnablaðinu mínu. Kennarinn: Ég veit það góði, en þetta er lægsta einkunn, sem ég gat gefið þér. Hjólreiðarmaður (sem bill hefur ekið á): Gaztu ekki beygt framhjá mér? Bílstjórinn: Ég varekki viss um, að ég hefði nóg benzín. Frúin: Stigahandriðin hjá frú Sigríði eru alltaf stífpússuð, hvers vegna getið þér ekki haldið þeim eins gljáandi? Vinnukonan: Það er nú líkast auðveldara hjá frú Sigríði. Hún á þrjá smá- stráka. Bóndi: Ég ætla þá að ganga um stund úti og íhuga málið (stutt þögn). Þegar ég er inni, finnst mér ég hljóti að geta leyst allan vanda' úti, en þegar út kemur, óska ég mér að ég geti hugsað málið í ró og næði. Þegar ég er í góðu skapi, brosa fjöllin við mér, en annars taka þau þátt í áhyggjum mínum. Oft hefir það létt af mér margri raun, að setjast á grjóthólinn að tarna og virða fyrir mér sveitina og fjöllin. Mér þætti gaman að vita hvort allt virtist ekki jafn vonlaust Og áður þóitt ég settist á hólinn og hugsaði um raunir mínar. (högg heyrast). Það er sem ég heyri högg. Það er áreiðanlegt, að einhversstaðar er ver- ið að slá vef og symgja — þei — Gilitr.: '(syngur); :,:Vó, vó og væ, væ:,: vefinn ég slæ, á sumardaginn fyrsta í freyjuna ég næ. Vó, vó og væ, væ! Bóndi: Það er einhver að syngja hér í nágrenn- inu. Einkennilegt. Það er eins og hljóðið komi úr ; þessum hól — uss — Gilitr.: (syngur). :,:Hó, hó og hí, hí:,: í hólnum ég bý. Ég bleyti aldrei andlitið né bursta strý. Bóndi: Bara að ég geti fundið einhverja smugu á hólnum þar sem sjá mætti inn. Jú, sem ég er lifandi þarna er smuga. 1 Hvað sé ég! Þarna situr kerling að vef og sjær hann mjög. Hún er af- skaplega stór og klunna- leg, Nefið slútir niður fyrir höku, eyrun lafa út á axlir og hún hefir kart- nögl á hverjum fingri. Og þarna sé ég tvær tennur í efra skoltinum VII. ATRIÐI. (Síðasti vetravdagur. Húsfreyja liggur í rúininu). Húsfr.: Ó að ég vissi nafnið. Bara að ég vissi nafnið. Á morgun kemur 4. GiLITRUTT eftir Drífu Viðar. á henni brenndar og skörðóttar eins og eld- hraun. Gilitr.: (syngur). Hæ, hæ og hó, hó húsfreyja veit ekki hvað ég heiti, Hæ, hæ og hó, hó. Gilitrutt heiti ég hó, hó. Gilitrutt heiti ég. Hæ, hæ og hó, hó Bóndi: Gilitrutt! Gili- trutt! Þetta er þá kerl- ingin. Og heitir Gilitrutt. Ég flýti mér heim og skrifa nafnið á blað. Og i.ú þarf ég engu að kvíða. Gilitrutt. Það hlaut að vera eitthvað sem enginn hefur áður heyrt og eng- inn hefur heitið fyrr. En konuna mína læt ég ekki vita nafnið fyrr en á seinasta augnabliki. Hún getur legið í angist sinni þangað til á sumar- daginn fyrsta. Þannig refsa ég henni fyrir let- ina. kerling með vaðmálið og ég hef ekki ennþá getað haft uppi á nafninu. Ég er búin að hlýða mér yfir allar nafnaþulur sem ég kann, en þeim mun meiri vandi er að velja sem fieiri eru nöfnin. Ég vildi ég væri dauð. (þylur). Heyrði ég í hamrinum hátt var þar látið og sár.t var þar grátið. Búkonan dillaði börnunum öllum: Ingumii, Kingunni, Jórunni, Þórunni, ísunni, Dísunni, Einkunni, Steinkunni, Völkunni, Völkunni, Sölkunni, Völkunni, Aðalvarði í Ormagarði, Eiríki og Sveini þetta kváðu stúlkurnar í steini. Bóndi: (inn). Góðan daginn kona góð. Ertu nokkru vísari um nafn Framhald á 4. síðu 10) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júní 1958 Ssmentsvsrksmiðjan vígð í dag Framhald af 1. síðu. smiðjunni eru frá danska firm- anu F. L. Smidth. Þetta firma hefur mjög mi'kla reynslu í smíði og uppsetningu sements- verksmiðja; sagt er að það 'hafi séð um 60 af hverjum 100 sementsbrennsluofnum sem nú eru í notkun í heim- inum. Teikningar að öllum bygging. um verksmiðjunnar eru gerðar hjá Almenna byggingarfélag- inu, en danskir sérfræðingar, frá fyrrnefndu firma, hafa unn. ið að öllum undirbúningi fram- kvæmda ásamt Islendingum, séð um uppsetningu á vélum og gangsetningu þeirra og munu fylgjast með framleiðslunni næstu mánuðina á meðan ver- ið er að þjálfa íslendinga til starfa. Þess má géta liér, í frani- haldi af því sem áður var sagt um reynslu Dana á sviði sementsframleiðslu og verksmiðja, að dönsku sér- fræðingarnir sem starfað hafa á undanförnum mán- uðum á Akranesi telja að sementsverksmiðjan þar verði fullkomnasta verk- smiðja sinnar tegundar í Evrópu og sjn á milli tala þeir lun hana sem „mönst- erfabrik“, fyrirmyndarverk- smiðjuna* 70 þús. lesti-r af sementi á ári Áætlað er að verksmiðjan kosti fullgerð um 120 milljónir 'króna og er meginhluti þess fjár fenginn með erlendum lánum. Árleg framleiðsluafköst verk- smiðjunnar verða um 70 þús. tonn af sementi. Allar bygg- ingar verksmiðjunnar eru byggðar þannig, að tvöfalda má afköstin með auknum véla- kosti án þess reist séu ný hús, nema hvað byggja yrði ofnhús ef nýr brennsluofn yrði keyptur. Starfslið 70—80 manns Sementsverksmiðjan á Akra- nesi hefur nú nægilegt rafmagn frá Andakílsvirkjuninni til að framleiða sementsgjallið, en 2/3 hlutar af allri rafmagns- notkun verksmiðjunnar fer til þess hluta starfsemi hennar. Rafmagn til annarra nota i verksmiðjunni mun fást frá Sogsvirkjuninni Þegar sementsverksmiðjan er tekin til fullra starfa verður starfsfólk við hana milli 70 og 80. Við ibyggingarfram- kvæmdir og uppsetningu véla hafa að undanförnu unnið allt að 250 manns. 1 stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, sem skipuð er af ráð- herra til fjögurra ára, eru: dr. Jón Vestdal formaður, Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Reykjavík og Guðmundur Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi á Akranesi. Nánari lýsing á verksmiðj- nnni og starfsemi hennar verð- ur birt hér í blaðinu á morgun. <r Þeir félagar voru snemma á fótum daginn eftir og reyndu að finna iflakið með dýptarmæli. „Heyrðu, sjáðu þetta Brighton“ hrópaði Þórður, „mælirinn sýnir allt í einu 15 fet. Það þarfnast nánari athugunar við. Þórður var ekki að tvínóna neitt, heldur náði í kaf- stoð Brightons. Hann hafði notað þennan búning áð- ur, og hann var ekki í neinum vafa um, að hann gæti kafað í honum, Brighton var hálf hræddur við þetta, en Þórður reyndi að eyða ótta hans. „Farðu að öllu með gát,“ sagði IBrighton, „og vertu ekki of arabúning og byrjaði að troða sér í hann, með að- lengi niðri.“ Eftirlitsskip Framhald af 3. siðu aði um tíma slíku skipi og því eru um borð í VVave minjagripir um hann, hnappar af einkennis- búningnum sem hann bar þegar hann féll og rakhnífurinn sem Lundúnaborg gaf honum eftir sigurinn við Nílarósa. Eftirlitsskipin brezku koma oft til skjalanna þegar deilur rísa á miðum milli brezkra fiskimanna og fiskimanna af öðrum þjóðernum. Kvað And- erson það reynslu sína, að venjulega væri undirrót a- greiningsins að hvorugir skildu hina. í vetur tókst hon- um að setja niður deilu brezkra togaramanna og Norðmanna á línuveiðurum, og kom þar að góðu haldi norskukunnátta sem hann aflaði sér þegar hann sigldi á norskum kaupskipum á yngri árum. Málamúrinn 'hef- ur einnig haft í för með sér ágreining milli brezkra fiski- manna og sovézkra. Kvað And- epson kapteinn brezk blöð hafa sýnt tilhneigingu til að ýkja þau mál, sin reynsla af sov- ézku fiskimönnunum væri að þeir væru hinir samvinnuþýð- ustu og vildu engum rangt gera. Landhelgismálið kvaðst And- erson ekki geta rætt, það væri á starfssviði stjórnmálamann- anna, en hann kvað já við þeg- ar spurt var, hvort hans flota- deild yrði beitt ef brezka stjórnin ákvæði að sénda her- skip með brezkum togurum inn í væntanlega 12. mílna fisk- veiðalandhelgi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.