Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.06.1958, Blaðsíða 12
iliHli Gengi3 frá fullnaSarsamningum urn síld- arverS og kauptryggingu i gœrrnorgun í gærmorgun tókust fullnaðarsamningar um síldveiði- kjörin í sumar, og samkvæmt þeim hækkar síldarverö og þar með kaup sjómanna um 15—16%. Lokafundir um málið stóðu í alla fyrrinótt og tóku þátt í þeim fulltrúar sjómanna, út- vegsmanna og síldarkaupenda ásamt Lúðvik Jósepssyni sjáv- arútvegsmálaráðherra og sátta- semjara ríkisins. Undir morg- un var gengið frá fuilnaðar- samkomulagi og eru aðalat- riði þessi: Síldarverð hækkar um 15— 16%a lTerð á bræðslusíld hækk- ar úr kr. 95 málið í kr. 110. Verð á uppmældri tunnu af síld til söitunar hækkar úr kr. 130 í kr. 150. Hér er um að ræða 15—16% beina kauphækkun til síldveiði- sjómannaa I‘á var hækkuð lágmarkskaup- trygging sjómanna úr kr. 2145 á mánuði í kr. 2656,50 — eða um næstum þvj fjórðung. Kjarabætur þessar ná til allra síldveiðisjómanna á land- inu, en auk þess voru gerðar nokkrar breytingar sem ná til allra sjómannasamtaka innan Alþýðusambands Islands, að undanteknum Vestfjörðum og Vestmannaeyjum, og voru lagð- ir til grundvallar gildandi samningar milli LÍÚ og sjó- mannafélaganna við Faxaflóa. Þessar breytingar eru: Verkunarlaun hækka úr kr. 50 í kr 60. Við uppgjör á fæðiskostnaði skipshafna séu ekki aðrar fseð- isnótur teknar til greina en þær sem viðurkenndar eru af matsveini. Á reknetum sé ekki skipt í fleiri en 8 staði á bát upp að 90 tonnum, en aldrei í fleiri en 9 staði á stærri bátum. Á reknetum við Suðvestur- land, Faxaflóa og Breiðafjörð skal skipverjum tryggt frí að löndun lokinni á laugardögum til venjulegs róðrartíma á sunnudögum á tímabilinu frá því að reknetaveiðar byrja og þar til 15. september. Þá eru í samningunum á- kvæði um að vátryggingagjöld fiskibáta verði greidd úr Út- flutningssjóði á sama hátt og í fyrra. Með þessum samningum er tryggt að síldveiðar geta haf- izt af fullu kappi þegar er síldin býðst — þvert ofan í hinar frómu óskir Ólafs Thors í eldhúsdagsumræðunum um daginn! Friðlýsing íslands Friðlýst land nefnist bæklingur, sem samnefnd samtök rithöfunda og menntamanna hafa gefið út til að kynna þjóðinni þau rök, sem krafan um friðlýsingu íslands hvíl- ir á. Bæklingur þssi er 60 blaðsíð- ur að stærð og skiptist í niu tölusetta kafla sem nefnast: — I einn dag og þúsund ár; Áður en þessu orði er sleppt; „Til- raunir“ einar — og óbyggileg jörð; Vamarleysi er orðið eina hugsanlega vörnin og varnar- stöðvar eru ekki lengur til; Eldflaugar og kjarnavopn á ís- landi; Vonin um afvopnun og frið með þjóðum; Friðlýsing Is- lands; Landhelgismálið; Efha- hagsleg áhrif hersetunnar. ^ í lokaorðum bæklingsins seg- ir m.a.: „Samtökin Friðlýst land, sem standa að útgáfu! inu frá sér, e«a vera þeirri þessa bæklings, gera sér von stefnu meira eða minna and- um það, að sú vitneskja um vígur, sem fólgin er í kjörorð- örlagsmál þessarar aldar sem inu um friðlýsingu Islands“. hér er til tind úr heimsfrétt-j um og ritum og ræðum er T Víltllíí'ílí OrtllF í lendra og innlendra vísinda- » ftUloonUl A manna, rithöfunda, herfræð- inga, stjórnmála- og blaða- manna, geti auðveldað mönnum að átta sig á þeim rökum, svo ægiljós sem þau eru orðin, sem hljóta innan tíðar að hefja kröfuna um friðlýsingu Islands yfir livert annað dægurmál í vitund þjóðarinnar og leiða hana til sigurs í baráttunni fyrir öryggi sínu og farsæld í friðsömum heimi. „Öll meginrök málsins eru.. orðin svo ógnarljós, að hverjum manni á að vera vork- unnarlaúst að gera sér grein fyrir þeim og þeirri skyldu sinni að endurskoða afstöðu sína nú, hversu gildar ástæður sem hann kann að liafa haft fram til þessa fyrir þ\ú að vísa mál- Snöoviuim Laugardagur 14. júní 1958 — 23. árgangur — 132. tölublað. „FRIÐLÝST LAND” Fundur í Stykkishólmi í dag um laudhelgi og hlutleysi Samtökin „Friðlýst land“ halda annan fund sinn í Stykk- ishólmi í dag kl. 5. Á fundinum koma fram 5 ræðumenn Samtökin „Friðlýst land“ héldu fyrsta fund sinn i Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði í gær. I dag kl. 5 halda samtökin annan fund í Stykkishólmi og verða fimm ræðumenn á þeim fundi þeir Ámi Böðvarsson, cand. mag., Jón úr Vör skáld, séra Rögnvaldur Finnbogason, Stef- án Jónsson, fréttamaður og Jónas Árnason, rithöfundur. Þessir sömu ræðumenn munu einnig tala á fundum á Hellis- sandi og Ólafsvík á morgun. Fundurinn á Hellissandi hefst kl. 2 og á Ólafsvík kl. 5. Strokoíanginn snéri aftur Strokufanginn frá Litla-Hrauni, sem sagt var frá í blaðinu í gær, er nú kominn í leitirnar. Hafði hann farið til Reykjavikur með bifreið, en eftir stutta dvöi hér snéri hann aftur sjálfviljugur austur að Litla-Hrauni. Hann var .sem sagt aðeins í kaupstað- arferð! Á morgun verða einnig fund- ir í Borgarnesi kl. 2 og á Akranesi kl. 5 á Selfossi kl. 4. Síðasti fundurinn sem sam- tökin halda hér suðvestanlands verður á mánudag í Keflavík. Eyjum Vestmannaeyjum, frá fréttaritara Þjóðviijans, Langvarandi þurrkar hafa vaidið miklum vatnsskorti hér. í gær og fyrradag rigndi smá- vegis, en ekki varð mikil bót að því. Þrir bátar eru farnir héðan til síidveiða: Kap, Vonin og Fjalar, og í gærkvöldi átti Bjarmi að fara. „Jón Sigmundsson við stýrið. Sveinn Oddsson lijá honum í framsæti. I aftursæti: Lengst til liægrj Gísli Sveinsson yfir- úómslögmaður, Baldur Sveinsson blaðamaður í miðið o.g ó- nefndur lengst til vii\stri.“ 45 ár síðan fyrsta bifreiðin var flutt hingað til lands af þiem Vestur-lslendingum. Tveir þeirra komnir hingað í boði ýmissa aðila f gær koma til Reykjavíkur tveir Vestur-fslendingar í boöi bifreiöastöðvanna í Reykjavík, bifreiðainnflytj- enda og fleiri aöila, en þeir fluttu til landsins fyrir 45 ár- um, ásamt þriðja Vestur-íslendingnum, fyrstu bifreiðina er hingað kom. Vestur-Islendingamir, sem hingað komu í gær, eru Sveinn Oddsson, Páll Bjarnason og kona hans, Guðrún Bjarnason. Það voru þeir Sveinn og Páll, asamt þriðja Vestur-Islendingn- um, Jóni Sigmundssyni, er fluttu hingað til lands fyrstu' bifreiðina árið 1913. Áttu þeir þá allir heima fyrir vestan haf. Af þeim félögum mun Páll hafa lagt einna drýgst fé af mörkum til kaupa á bifreiðinni, en hins vegar fóru þeir Sveinn og Jón hingað til lands með hana. Komu þéir til Reykjavík- ur 1. júní 1913 og þann 20. sama mánaðar kom svo bif- reiðin. Var það Ford-bifreið. Þeir félagar höfðu kynnzt nytsemi bifreiðanna í Ameríku, og fyrir þeim vakti að kynna löndum sínum hér heima þetta nýmæli í samgöngum og gera þá aðnjótandi þeirra þæginda, er því fylgdu. Þetta fyrirtæki þeirra var þó allkostnaðarsamt og tvísýnt um árangur, þar sem þá voru hér engir vegir, er væru ætlaðir slíkum farai’- Fráhvaríið írá stöðvunarstefnunni: Flugfargjöldin einnig hækkuð Rögnvaldur Jón úr Vör Stefán Jónas Eins og sagt var frá í blað- inu í gær hafa skipafélögin Tþegar hækkað fargjöld sín til útlanda um 55% og nú er sam- svarandi liækkun flugfélaganna ákveðin og kemur til fram- kvæmda frá og með mánudeg- inum. Verða fargjöldin sem hér segir: Frá Reykjavík og Keflavík til A-leið B-leiðir Glasgow kr. 1.771.00 3.188.00 London kr. 2.235.00 4.023.00 Stafang. kr. 2.278.00 4.101.00 Oslóar kr. 2.278.00 4.101.00 Gautab. kr. 2.480.00 4.464.00 Stokkh. kr. 2.972.00 5.350.00 Helsingf. kr. 3.818.00 6.873.00 K-höfn kr. 2.480.00 4.464.00 Hamborg kr. 2.798.00 5.037.00 Flugfélag Islands, Loftleiðir, Pan American World Airwaj'e. Frá og með 18. júní 1958 verða fargjöld Loftleiða milli Reykjavíkur og New York sem hér segir: Aðra leið Báðar leiðir Vetrarfargjöld kr. 4.353.00 — 7.836.00 — 6.704.00 Farið með ÆFR í Húsafellsskóg Nokkur sæti enn laus Lagt verður a,f stað í helg- arferð ÆFR í Ilúsafellsskóg í dag kl. 2 frá Tjarnargötu 20, stundvíslega. Heitir farar- stjórnin á þátttakendur að koma það tímanlega með far- angur sinn að hægt verði að le&gja af stað á réttum tíma Fylkingin leggur til kaffi, kákó og tjald og öl verður selt á staðnum. Æskilegt væri að fólk hefði með sér vasaljós í hellana Skfifstofan er opin kl. 10.30 fyrir háclegi í Tjarnargötu 20, sími 17513. Við komuna til Reykjavíkur í gær. Frá vinstri: Páll Bjarna- son, kona hans Guðrún Bjarna- son og Sveinn Oddsson. tækjum. Reynslan hefur sýnt, að. hér voru þeir félagar á réttri leið, þótt ekki yrði skjót- ur árangur af framtaki þeirra. Er nú svo komið, að bifreiðir eru eitt helzta samgöngutæki hér á landi, og mun fjöldi þeirra nú vera orðinn \im 18000 alls á landinu. Þau Páll Bjarnason og kona hans eru bæði fædd fyrir vest- an haf og hefur bvorúgt komið hingað til lands áður. Hér munu þau og Sveinn dvelja í mánaðartíma í boði bifreiða- stöðvanna í Reykjavík, bif- reiðainnflytjenda og fleiri aðila. Jón Sigmundsson, er var í félagi með þeim við innflutning bifreiðarinnar 1913, er einnig á lífi og er búsettur vestra. Var honum boðið hingað ásamt. þeim, en hann gat ekki komið sökum veikinda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.