Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.07.1958, Blaðsíða 5
(5 Gaitskell telur Rapackiáætl- irnma Lia sm s Tillögur íoringja brezka Verkamannaílokksins og pólska utanríkisráðherrans eru mjög líkar Hugh Gaitskell formaður Verkamannaflokksins í Bret- landi lýsti því yfir s.l. þriöjudag í grein í tímaritinu „Western World“, að áætlun sem hann hefði gert um afvopnun í Miðevrópu væri ekki mjög frábmgðin hinni pólsku Rapacki-áætlun. Brottflutningur herliðs j 4) Gerður sé öryggissáttmáli Rapacki áætlunin gerir ráð til að tryggja landamæri svæð- fyrir að mynduð verði svæði isrikjanna. án kjaraavopna með þátttöku | 5) Vestur-Þýzkaland gangi heggja hluta Þyzkalands Pól- úr Nato og Austur-Þýzkaland, lands og Tékkóslóvakíu. |pólland og Tékkóslóvakía úr Gaitskell tekur hina upphaf- j Varsjárbandalaginu. Gaitskell segir að enda þótt m'"guleikarnir á að slikri á- ætlun verði hrundið í fram- kvæmd séu ekki miklir í augna- blikinu gæti það haft nokkurt gildi, ef fflRfitrSSSíti á!Ttrᮑ til íhugunar eitthvað er ekki væri eins yfirgripsmikið. I þessu samban^i getur hann þess, að góðir möguleikar ættu að vera á framkvæmd áætlun- ar, er felldi niður nokkur þeirra atriða, er hann upphafiega liafði gert ráð fyrir, en sköpuðu þó möguleika til að fækka er-- lendu herliði og koma á stað- bundinni afvopnun undir al- þjóðlegu eftirliti, en það væri í samræmi við Rapacki- áætlunina sem nýtur fulls stuðnings Sovétríkjanna. Fréttamenn í París segja að á fundi forsætisráðherranna de Gaulle og Macmillans um helg- ina hafi de Gaulle lýst yfir að franska stjórnin væri staðráð- in í að koma sér upp kjarn- orkuvopnum, ef ekki næðist bráðlega samkomulag um að útrýma þeim algerlega úr vopnabúnaði þjóða. Einnig er fullyrt að. de Gaulle hafi tjáð Macmillán að hann muni ekki una því að eins lítið tiilit sé tekið til Frakklands innan A- bandalagsins og hingað til. Reynt al leysa Bandarískt námufélag hefur sent fulltrúa sinn á fund upp- reisnarmanna á Kúbu til að reyna að fá þá til að sleppa 11 námuverkfræðingum frá Bandaríkjunum og Kanada. Mannfjölguiiin er 40.000.800 á ári Uugh Gaicskell líapaeki Nasser ssekir Tííó lieisii Nassar forseti Sameiningar- lýðveldis araba lagði nýlega af stað sjóleiðis frá Alexandríu til Dubrovnik í Júgóslavíu. Þang- að er skip hans væntanlegt á morgun. Dvetur Nasser síðan 10 daga í Júgóslavíu i boði Títós forseta. Með honum í förinni er Fawsi utanríkisráðherra. Félagsmálaráðj SÞ telst svo til að mannfjöldi á jörðinni sé nú um 2700 millj., hafi fjölgað úr 2300 millj. árið 1947 eða um 40.000.000 á ári. Með sama áframhaldi verða menn orðnir 5400 milljónir um næstu alda- mót og eftir 600 ár verður að- eins einn fermetri af þurrlendi, þar með taldar eyðimerkur, jöklar og fjallatindar, á hvern íbúa. Ekki þarf að taka fram að til slíks kemur aldrei, seg- ir í skýrslunni, áður verður búið að gera ráðstafanir til að hefta mannfjölgunina. Japan er á því svæði, þar sem geislaverkana gælir mest 80% aí geislavirku andrúmslofti jarðar- innar eru á norðurhelmingi hnattarins Japanski prófessorinn Yasuo Miyake skýrði frá því á vísindaráöstefnu í Kanazava fyrir nokkrum dögum aö Japan væri sá staður sem mest hefur falliö niður af geislavirku ryki, sem myndast við tilraunir meö kjarn- orkuvopn. legu áætlun sína saman í, eftir- farandi atriðum, en tekur það fram, að ef til vill sé hún of djörf: 1) Erlent herlið verði flutt brott frá Vestur- og Austur- Þýzkalandi, Póllandi og Tékkó- slóvakíu. (Þetta hlýtur að vera á misskilningi byggt, þar eð ekkert erlent herlið er í Tékkó- (glóvakíu. Þjóðv.). 2) Gerður \"erði samningur um, hversu fjölmennan her ríkin á þessu svæði megi hafa. Tryggt verði með alþjóðlegu eftirliti að við það verði stað- jð. 3) Þýzkaland verði sameinað með frjálsum kosningum. Atviimiiliæfur í IVoregl Bratteli fjármálaráðherra hef- ur skýrt norska þinginu frá ráð- stöfunum sem norska stjórnin hýggst gera til að dfaga út at- vinnuleysi. Varið verður 100 milljónum norskra króna til at- vinnubótaviijnu, aðallega við húsbyggingar og vegagerð. Hann sagði að 80 prósent af geislavirku andrúmslofti jarð- arinnar Væri á. norðurhelmingi hnattarins. þar af er lielming- urinn á austurhluta norður- helmingsins og Japan er á þvi svæði, þar sem geislaverkunin er mest. Sjórinn við strönd Kanada er geislavirkur Sovézka rannsóknaskipið ,,Lomonosoff“ kom til Riga í Lettlandi eftir fjögurra mán- aða rannsóknarferð, sem var liður í rannsóknum hins alþjóð- lega jarðeðlisfræðiárs. Leiðangursst jórinn Ivanoff sagði að skipið hefði siglt 9000 sjómílna leið frá Pyreneskaga til stranda Nýfundnalands og framkvæmt mikilvægar rann- sóknir í þeim hluta Atlanzhafs- ins, þar sem heitu og köldu straumarnir mætast. Meðal annars var rannsakaður stað- urinn, þar sem „Titanic" fórst á sínum tíma. Jarðfræðingar leiðangursins fundu marga fjallahryggi og dali á hafsbotninum, sem hingað til lia-fa verið óþekktir. Vísindamennirnir komust að því að yfirborð sjávarins við strendur Kanada er geislavirkt. Þeir staðhæfa að hér sé ekki um eðlilega geislaverkun að ræða, lieldur hafi geislavirkt ryk fallið til jarðar úr and- rúmsloftinu. í leiðangri þessum tóku einn- ig þátt vísindamenn frá Aust- ur-Þýzkalandi. Robeson hefur fengið vegabréf Hinn heimsfrægi söngvari Paul Robeson fékk á föstudag- inn var vegabréfið, sem bandaríska utanríkisráðu.neytið hef- ur neitað honum um árum saman, vegna þess að hann hefur neitað að láta það uppi, hvort hann væri félagi í Kommúu- istaflokknum. Vegabréfið var afhent vegna þess að hæstiréttur Bandaríkj- anna kvað nýlega upp úrskurð á þá leið, að ekki væri hægt að neita neinum um vegabréf vegna pólitískra skoðana. Robeson hyggst nota sér vegabréfið þegar í stað og lieldur í næstu viku til London, þar sem hann heldur söngfekemmtan- ir og kemur fram í sjónvarpi. Þriðjudagur 1. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — Átthagafjötrarnir hafa nú vei'ið leystir af hinum vinsæla söngvara Paul Robeson. íslenzkar bókmenntir bjóða annað en gamla lágkúru ,,Salka Valka" komin út í nýrri þýzkri þýoingu Salka Valka eftir Halldór Kiljan Laxness er nýlega komin út í Vestur-Þýzkalandi og er útgefandinn Rowolt í Hamborg. Hiö velþekkta og útbreidda vesturþýzka vikutímarit „Der Spiegel“ birtir í því tilefni ritdóm þann, sem hér fer á eftir. ,,Það var þegar nokkru áður en hinn 56 ára gamli höfundur lilaut Nóbelsverðlaunin fyrir Halldór K. Laxness tveim árum, að við fengum staðfestan grun um að íslenzk- ar bókmenntir hefðu eitthvað meira að bjóða en hinar lág- kúrulegu bækur í gamaldags stíl eftir Gunnar Gunnarsson, sem hægt hefur verið að fá leigðar í útlánabókasöfnum. („Saga Borgarættarinnar“, „Aðventa".) Grunurinn var staðfestur þeg- ar hin anddanska, sögúlega skáldsagá Halldórs Laxness, Is- landsklukkan, sem túlkar and- úðina gegn nýlendustefnunni, kom út í þýzkri þýðingu. Núna fyrst er komin út þýzk þýðing á bók Laxness (hann er Guðjónsson en hefur tekið sér nafn leigujarðar föðursíns) um íslenzku stúlkuna Salvöru Vaigerði, sem kölluð er Salka Valka. Sagan hefur verið kvik- mynduð af Svíum, hún hefur verið þýdd á flest menningar- mál og hlotið miklar vinsældir um allan heim. Enda þótt bókin sé um 25 ára gömul, er efni hennar mjög nýtízkulegt: Bar- átta hinna örsnauðu og rót- tæku fyrir sósíalisma og gega hinum sómakæru, gegn báta- eigendum, gegn hinum andiega skósveini yfirvaldsins — prest- inum og hinum almáttuga kaupmanni i þorpi þar sem. neyðin ríkir og miðnætursólin. skín. Söguhetjan, sem er mun- aðarleysingi, fórnar ást sinni og sparifé einum duglitlum, metorðagjörnum manni, sera fer til Ameríku. Hún stendur vonbrigðin af sér, að vísu ekki sársaukalaust, en æðrulaust." Tveir nýir dauða- dómar í Alsír Á fimmtudaginn var voru tveir af foringjum uppreisnar- manna í Alsír dæmdir til dauða af herrétti í Alsír. Annar þeirra, Yasef Saadi, var á- kærður fyrir að vera pólitískur og hernaðarlegur leiðtogi upp~ . reisnarmanna í Algeirsborg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.