Þjóðviljinn - 06.07.1958, Blaðsíða 3
Sunduangur 6. júlí 1958
ÞJÓÐVILJINN
(3
Frétfabréf frá Frimanni Helgasyni:
Hinní iöngu leið til úrslita
í H.M. lauk á Raasunda
Gautaborg 30. júni
1 gær, sundarfjórðungi fyrir
M. 17 eftir sænskum tí.ma
lauk hinni löngu og erfiðu leið
að úrslitunum’ í H.M.-keppn-
inni 1958. í þessu mikla kapp-
hlaupi vildu 53 þjóðir taka
þátt og höfðu tilkynnt það
áður en tíminn sem settur
var rann út, og kapphlaupið
átti að standa ár og vel það.
Fljótt tóku löndin samt að
skerast úr leik, og það áður
en tii sjálfra átakanna kom á
vellinum. Kýpur, Formósa,
Egyptaland, Tyrldand og
Venezúela drógu sig til baka
áður en til kennni kom, og
voru þá 48 þióðir eftir. Sví-
ar og Þjóðverjar þurftu ekki
að leika i undanrásum, þeir
gátu farið beint í keppnina.
Enn dróa-u síg til baka án
þess að til leikja kæmi: Guate-
mala, Indónesia og Súdan af
ýmsum ástæðum.
89 leikir í forkeppni.
5.5 millj. hoTft á
Áður en leikirnir hófust
hér i Svíbjóð voru leiknír 89
leikir viða um heim i for-
' kepnni.
Talið er að um fimm og
ihálf millión hafi horft á
leikina af áhorfendapöllum,
og það líka talið með hér í,
Sviþjóð. Til jafnaðar kemur
þá á leik um 45 þús. manns.
Á kennnina í undanrásun-
um horfðu um 4.550.000
manns eða að meðaltali vim
50 þús. á leik. Leikirnir hér
hafa því heldur dregið niður
meðaltöluna, þar sem hér eru
minni leikvangar, en t.d. í
Brasiliu þar sem um 200 þús.
horfðu á Brasilíu—Perú! tír-
slitaleikinn hafði Sviþjóð
dregið 182.021 áhorfanda,
Sovétrikin 176.597 og Bras-
ilia 164.346.
12 milljónir kornu inn
Léikvangurinn hér, Ullevi,
dró að sér flesta áhorfendur
eða tæp 300 þús. Rásunda var
næst með rúm 230 þús. Flest-
ir komu til að horfa á Sovét-
ríkin—Bra'siliu eða 50.928 og
er það met í Svíþjóð. Eru
brúttótekjur nokkru meiri en
þær voru taldar vera Brasilíu
1950, en til bess tíma voru
það hæstu brúttótekjur af
H.M. móti. Er talið að sam-
bandið græði eitthvað á aðra
milljón á fyrirtækinu. _______
126 mörk skoruð í
lokakeppninni
T lokakeppninni hér hafa
alls verið skoruð 126 mörk í
þessum 35 leikjum sem fram
fóru.
Fimmtíu og níu leikmenn
hafa skorað mörk á mótinu
hér. Flest hafa þessir skorað:
hér. Flest hafa þessir skorað:
Fontaine 13, Rahn V-Þýzka-
Iandi og Pele Brasilíu 6 hvor.
Fimm mörk hafa skorað: Mc
Parland Norður-írland, Vava
Brasiliu, Agne Simonsson
Svíþjóð. Fjögur mörk hafa
skorað: Tichi Ungverjaland,
Kikan Tékkcslóvakía, Hamrin
Svíþjóð.
Á fyrsta H.M.-mótinu sem
haldið var í, Uruguay 1930
voru skoruð 70 mörk. Þegar
það var á Italíu 1934 og ítalir
unnu, voru skoruð 65 mörk. I
Frakklandi fór mótið fram
1938 og voru þá skoruð 86
mörk, og Italir unnu þá líka.
í Brasilíu 1950 voru skoruð
80 mörk en þá vann Uruguay,
og 1954 vaoru skoruð 131
mark, en þá unnu Þjóðverjar
sem kunnugt er.
Pele fékk rússneskan bikar
Nokkru á£ur en keppnin
hér hófst var það tiikynnt op-
inberlega að rússneska blaðið
Trud ætlaði að gefa bikar
yngsta þátttakandanum í því
liði sem sigraði. 1 hófi á eftir
leikinn var Pele formlega af-
hentur bikarinn, en hann er
'sem kunnugt er aðeins 17 ára,
leikur fyrir Santos og er tal-
ið mesta knattspyrnumanns-
efni sem komið hefur fram.
Brasilíumenn fara heiin
á morgun í eoinkaflugvél
forsetans
Á morgnn leggja hinir
hamingjusömu heimsmeistarar
af stað heim til sin og gera
ráð fyrir að koma heim á
fimmtudaginn.
Þegar sigurinn varð heyr-
um kunnur í Brasilíu var flug-
eldum skotið um gjörvallt
landið, fánar dregnir að hún
hvarvetna. Götur höfuðborg-
arinnar voru einn gleðileik-
vangur, og víða annarsstaðar.
Forseti landsins ætlar að
senda flugvél sína. til að
sækja piltana til Sví.þjóðar, og
flytja þá til Rio, en þar verð-
ur tekið á móti þeim með
kostum og kynjum.
Þeir hafa þegar fengið
fjölda gjafa, eins og sjónvörp,
ársforða af benzíni á bila sína,
en þeir eiga allir bíla. Þeir
hafa einnig fengið fyrirheit
um stórgjafir þegar þeir koma
heim frá stórfyrirtækjum' sem
nota þetta í auglýsingaskyni.
Sænfeka landsliftið fær orftu
1 dag var tilkynnt hér að
ríkisstjórn Sviþjóðar hefði á-
kveðið að heiðra landsliðið
sænska fyrir frábæra frammi-
stöðu i heimsmeistarakeppn-
inní. Er það orða af 5 gráðu
og skulu aílir þeir sem hafa
leikið í undanúrslitum og úr-
slitum vérða þessa heiðurs að-
njótandi.
Hvenær orðan verður afhent
Pele var yngsti maðurinn í
Brasilíuliðinu, og fékk sérstök
lieiðursverftlaun frá Moskvu-
blaðinu Trud.
formlega er ekki enn ákveðið
en það verður tilkynnt síðar
opinberlega.
Sex létu lífið í Brasilíu
er fréttin barst
Mikið vr um dýrðir þegar
úrslitin komu, en það hafði
líka þá sorglegu hlið að 6
menn létu lífið í sambandi
við fréttina.
Milljónamæringur nokkur
var svo yfir sig hamingju-
samur að hann mátti til með
að sparka utan í bifreið sem
nærri honum var, en eigandi
bifreiðarinnar var ekki eins
mikill áhugamaður um knatt-
spyrnu. Tók upp skammbyssu
sína og skaut hinn hamingju-
sama milljónamæring.
Ricife lauk lífi blaðamanns
nokkurs með því að hann fékk
kúlu í sig, en þeir tveir kýttu
um það hver hefði verið nyt-
samasti maðurinn í liði Brasil-
í,u í keppninni i Sviþjóð. Tvö
börn, 4 og 14 ára, urðu fyrir
kúlum sem sluppu einhvern
veginn fram úr hlaupinu, en
ekki er nefnd ástæðan eða
hvernig það vildi annars til.
Herramaður nokkur hafði í
tilefni af sigrinum fengið sér
glas, en varð víst heldur mik-
ið úr og i viðureign við lög-
regluna fékk hann skot og
þar með var það búið.
Sjóliðsforingi nokkur 58
ára gamall dó með nokkuð
öðrum og kannski eðlilegri
hætti. Hann fékk hjartaslag
þegar Brasilíumenn skoruðu 4
markið.
Og knötturinn veltur og
veltur og
Áður en blístra dómarans
á Rásunda kvað síðast við,
Var byrjað að undirbúa næstu
heimsmeistarakeppni, en hún
á að fara fram í Chile árið
1962, og er undirbúningurinn
í fullum gangi. Fulltrúí frá
Chile hefur verið hér síðan
í mai til þess að kýnna sér
framkvæmdina eins og Svíar
hafa hána.
1 Chile er mikill áhugi á
knattspvrnu og er því. spáð
að þar komi fleiri til þess að
horfa á en nokkru sinni fyrr.
Þar eru ekki taldir möguleik-
ar að nota sjónvarp að ráði,
það hindraði mjög að fólk
kæmi til að horfa á leiki og
telja Svíar að þeir hafi tapað
2 millj. króna á sjónvarpinu.
Chile er of fjöllótt fyrir sjón-
varp.
1 Chile eru um 7 milljónir
íbúa, og framkvæmdanefndin
þar gerir ráð fyrir að sam-
keppnin verði mikil um knatt-
spyrnuunnendurna. Gert er
ráð fyrir þegar að 1.4 millj.
komi til að horfa á leikina á
H.M. þar (970 þús. í Brasil-
íu). Þegar reiknað er með
þessari tölu er gert ráð fyrir
að mikill fjöldi manna frá
hinum Suður-Ameríkulöndun-
um fari til Chile, og þá sér-
staklega frá Brasilíu og Arg-
entínu. Þeir gera ráð fyrir
að fá inn allt að sem svarar
15 millj. sænskra króna, en
það er það sem gera má ráð
fyrir að það kosti að sjá um
keppnina. Engir smápeningar.
Aðalleikvangurinn er í höf-
uðborginni Santiago sem hef-
ur 1.8 millj. íbúa og sá leik-
vangur á að geta tekið á móti
100.000 áhorfendum. Fram-
kvæmdin á leikjunum er talin
munu verða með sama sniði
og var í Svíþjóð, þannig að
þar fari fram að lokum 32
leikir.
Ákveðið er að leikirnir fari
fram i þessum stöðum og eru
tölurnar ibúafjöldinn og áætl-
aður fjöldi sem kemur til að
horfa á leikina.
Antofagasta 186.000 25,000
La Serena 266.000 25.000
Santagio 1.800.000 100.000
Valparíso 500.000 45.000
Garancaua 25.000
Vino del Mar 25.000
Talca 175.000 25.000
Concepcion 414.000 40.000
Vegalengdir eru miklar í
landinu, þar sem það er um
4200 km á lengd, en milli
nyrzta og syðsta keppnisstað-
ar eru um 2000 km, og er það
nú allt nokkuð.
Þeir þar syðra eru ekkert
hræddir við þessar vegalengd-
ir, þó hafa þeir gert ráð fyr-
ir að flestir leikirnir fari fram
í höfuðborginni og borgunum
næst henni, eða 13 leikir í
Santiago.
Allir vellirnir fyrir utan
Santaigo eru í um 300 m hæð
yfir sjó svo Evrópumenn
þurfa ekki að óttast loftslags-
breytingarnar. Loftslagið er
mjög gott, dagar hlýir, en
svalar nætur og þvi gott að
sofa þar, sagði fulltrúi þeirra
er hann skýrði frá þessu hér,
en hann heitir Charles Ditt-
born.
Keppnin á að fara fram i
maí og júni 1962.
I Chile eru tvö knattspyrnu-
sambönd annað fyrir áhuga-
menn en hitt fyrir atvinnu-
menn. 1 fyrstu deild leika 14
lið en í annarri 10 iið.
Áhugamannasambandið sam-
anstendur af 174 héraðssam-
böndum og hvert þeirra hef-
ur minnst 10 féirig.
Mestur fjöldi áhorfenda á
venjulegan leik er 60.1000
Chile hefur aldrei sigrað Arg-
entínu en það hefur unnið
Brasiliu i knattspyrnukeppni.
TIL
liggnr leiðÍD
Hjólbarðar og j
slöngur r|
Klapparstíg 20, ^
sími 17373,
frá Sovétríkjunum fyrir- 1
liggjandí í stærðunum:
560x15 i
700x15 t
500x16
600x16
650x16
750x16 i
750x20 ’ "!
825x20 ' ' "1
100x20 : -rrj
1200x20 "**
Mars Trading Company, i »
ÍSLANDSMÓTIÐ
Alltaf skeftur eitthvaft nýtt, — Allir út á völi,
Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Gunnar Aðalsteinsson
og Valur Benediktsson.
MÓTANEFNDIN.
í kvöld kl. 8.30
leika
FRAM - K. R.
á Melavellinum.