Þjóðviljinn - 06.07.1958, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 06.07.1958, Qupperneq 5
Suður í Evrópu miðri andað- iát fyrir skömmu ein merkust íslenzkra kvenna. Barónsfrú Ásta von Jaden lézt að heimili sinu Wallrisstrasse 72 í Vínar- borg, Austurríki, þann 12. júní þessa árs, og hefur verið graf- in í „Grinzinger Friedhof" þar í borg. Auðvitað hlaut hún að bíða dauða sem annað fólk, þótt annars væri einstök um flest. Saga hennar var orðin löng og svjð þeirrar sögu nú í hart- nær sextíu ár fjarri okkar gamla landi, er átti þó alla dýpri strengina í því brjósti, sem nú er hætt að vera. Fædd var Ásta i Reykjavik 5. dag októbermánaðar árið 1876. Voru foreldrar hennar þau hjónin Pétur Pétursson síðar bæjargjaldkeri og bruna- málastjóri í Reykjavík, er ætt- aður var úr Skagafirði, og kona hans Anna Sigríður Vig- fúsdóttir Thorarensen. Móður- amma Ástu var Ragnheiður systir Páls sagnfræðings Mel- steð og þeirra systkina, sem aftur voru dótturbörn Stefáns amtmanns Þórarinssonar á Möðruvöllum. Var sá frænd- garður fjölmennur og þar margt góðra manna. ★ Bernsku- og æskuár sín átti Ásta í foreldrahúsum. Stóra húsið á Smiðjustíg 5, þar sem móðirin talaði frönsku til jafns við hvem erlendan hefðargest, — og Reykjavík siðasta fjórð- ungs 19.' aldar með rennandi læknum, fáeinum krambúðum og Vaknandi menningarþorsta. Hér óx sú verðandi barónsfrú. Á barnsaldri skauzt hún til að lesa fyrir frænda sinn Sig- urð Melsteð prestaskólakenn- ara í Biflíunni, en hann var þá blindur orðinn, og það var sama hvar telpan nam staðar — gamii frændi kunni alltaf framhaidið. Svo var þetta orð- in fallegasta stúlkan í Reykja- vík, því að það hlýtur hún að hafa verið. Og hingað kemur einn glæsi- legur barón úr fjarlægu landi. Þá var Ásta tuttugu vetra. Máske hafa þau mæzt á Lauf- ásveginum. Um slíkt veit auð- vitað .enginn. En frá þessu sumri var Ásta manni bundin. Ævintýri, dettur manni í hug, en veruleiki þó, því að þegar stórskáldið og glæsimennið, sem aiiar konur vildu átt hafa, biður um hönd hennar á næsta vetri, þá veifar heimasætan á Smiðjustig 5 bréfum frá sínum góða barón Hans, svo að ekki tjáir eftir að leita. Skömmu síðar, þá er tæpt ár lifði 19. aldar, stóð brúðkaup í Frúarkirkju í kóngsins Kaup- mannahöfn. Þar var Ásta Pét- ursdóttir gefin barón Hans von Jaden frá Vínarborg, og flutti hann nú sína ungu brúði til síns heima. Þaðan í frá renndu stórskáld og spekingar Reykjavíkur sjaldnar augum sínum um Smiðjustíginn. ★ En hvað segir af hinni burt- numdti mær, er nú var orðin barónsfrá vön Jaden? Verður . ekki það, sem er stórt á Sunduangur 6. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Smiðjustíg um aldamótin, smátt á hringstrætum milljóna- borga? — Vissulega ekki. Því til sönnunar hefur sú kona lif- að, sem nú er gengin. Nær sex- tíu urðu árin, sem barónsfrú Ásta von Jaden hélt merki á lofti í borginni við Dóná. Það var merki Islands. Þar var á haldið með þeim glæsibrag að vel sómdi því landi, sem bezt var alíra landa. í sölum erlendra stórmenna gekk þessi íslenzka koná við hlið mauns síns. Þar leit marg- ur íslending í fyrsta sinn. Og ef einhver hefur áður álitið, að hér byggi lítilsigld þjóð, heimskt fólk, Ijótar manneskj- ur eða vondar — þá er eitt vist, að allir slíkir þankar hafa hverfst í andstæðu sína við kynni af þessum keika merkis- bera. Þá, sem koma úr óbrotnu umhverfi í tignari og verald- arvanari manna félag, hendir tíðum að verða annað tveggja lítilþægir eftirapar ellegar út- úrborulegir sérvitringar. Ákaf- lega var það langt frá Ástu von Jaden að steita á slíkum skerjum. Hún kunn full skil á háttvísi og siðum tiginna manna, svo sem henni hefði ætíð verið slíkt í blóð borið, en um uppruna hennar gat heldur enginn villzt. Þvilíkur skapgerðarstyrkur er fáum gefinn. Frá því Ásta settist að í Vín- . arborg 1899, kom hún aðeins tvisvar heim til stuttrar dvalar dómari við landsréttinn i Vin- arborg, lézt fyrir allmörgum árum. Þeim hafði ekki orðið barna auðið, og bjó Ásta ein hin síðustu ár. Alla þá áratugi, ér Ásta var búsett í Vínarborg, var heimili hennar opið því íslenzku fólki, sem að garði bar. Varð sá hóp- ur allfjölmennur áður en lauk, og hygg ég, að margir hafi orðið manneskjur nokkru að meiri við kynni af húsmóður- innj á þeim bæ. Nú síðustu árin var jafnan nokkur hópur íslenzkra náms- manna í Vínarborg. Ýmsii skamman tíma, aðrir lengur, og gerðist hver einn góðvin- ur þessarar öldnu heiðurskonu. Þá var hún um áttræðisaldur, en af henni fóru þær spurnir, að hennar vegna varð ungum mönnum héðan úr norðri kom- an þangað suður hálfu eftir- væntingarfyllri en ella hefði verið. Enda var það svo, að við hliðina á Ástu von Jaden virtust flest stórborgarundur sem hjóm og aska. Okkur öllum var Ásta þjóð- ernislegur helgidómur, öryggis- stólpi og vonargjafi á hverful- um tímum Hana var aðeins Vegna dauða barónsfrúar Ástu von Jaden „Eg kenndi peim að hafa respekt á íslandi” og aldrei efíir heimstyrjöldina fyrri. Samt heyrði það enginn, er þessi kona mælti á íslenzka tungu, að sú hefði verið lengur úr heimahögum en nokkrar vikur. Svona mikil var ást hennar á því, sem íslenzkt er, og ef til vilL var það einmitt þess vegna, að hún dó án þess .að gera ferð sína enn á ný hingað á norðurslóðir. Auðvitað hlýtur svo greindri konu að hafa verið Ijós áhætt- an- sem í því getur falizt, að leggja sina dýrustu hugarsýn undir harðneskjulegan dóm veruleikans. „Okkar tunga er elzta lifandi tunga í Evrópu“, voru töm orð Ástu von Jaden. Af vörum slíkrar konu hlaut sú setning að hljóma með auknum styrk. Hér fór íslendjngur, sem með eigjn ævigöngu gerði skiljan- legan leyndardóminn við varð- veizlu þjóðernjs okkar og tungu um aldimar. . Eiginmaður Astu, ba’roirTIans von Jaden, sém .ýérið ' líáfðí- hægt að nálgast í auðmýkt. Veruleiki hennar var öllum rökum æðri. Litli íslendingahópurinn var vanur að koma saman í boði hennar við eitt borð. Menn skipfust á um að sitja hið næsta hennl. Ræðuhöld voru henni ekkl eiginleg, en hún þurfti að tala við hvem og einn, og allir þurftu að tala við hana. Tungutak Ástu var íslenzkt mál 19. aldar. Eitt og eitt danskt orð, — sími eða bíll voru jú ekki til á fslandi á hennar heimaárum. Svona lengi hafði hún verið í burtu. H'vað hún hafð'i að segja verður ekki rakið hér. Og það var máske ekki aðalatriðið, heldur nærvera hennar ein. Ég vona að þetta hafi einnig verið hennar góðu stundir. Hún var líka smávegis hreykin af okk- ur. Við vorum jú svo stór og myndarleg — öll yfjr einn og áttatiu og mörg jafnvel ekki laus við að vera pínulítið gáf- uð. Svo þegar upp var staðið sat barónsfrú Ásta von Jaden á- '• valt éin eftir. Við hittumst á Vertshúsi, en enginn mátti fylgja henni heim. Þannig voru þær reglur, sem skapazt höfðu í samskiptum hennar við landa sína. Hlutu ekki allir að sjá, að þá sem eftir sat þekkti í raun- inni enginn þrátt fyrir allt? ★ Ég var síðast gestur á heim- ili Ástu von Jaden fáum dög- um fyrir dauða hennar. Henni var þá hvergi brugðið. Hér var safn muna og mynda. í köldu stofunni horfðust þeir í augu Skagfirðingurinn Baldvin Ein- arsson og líflæknir síðasta konungsins af Póllandi, því að hér höfðu hjónin bæði verið stórrar ættar. íslenzka fálkann, skjaldarmerki Lofts ríka, hafði húsbóndinn skorið í stól konu sinnar. Dómarinn látinn, barón Hans von Jaden, hafði verið þjóðhagasmiður, og vitnar um það fjöldi dýrmætra tnuna úr búi þeirra, Og sem ég sat þar í stofUnni kom þar spjalli okkar, að við ræddum Um skandinaviska klúbbinn I Vínarborg. í því samfélagi höfðu víst ýmsir herramenn haft tilhneigingu til að virða ísland lítils eins og oft vill- verða. Hafði Ásta hér um nokkur orð og bætti síðan við: — „En ég kenndi þeim að hafa respekt á íslandi". Það voru sönn orð, og urðu margir hennar lærisveinar. Nú verða þeir ekki fleiri. Baróns- frú Ásta von Jaden er dáin. En þar með er ekkj sagan 811. Ekki öll, af því að fyrir okkur, sem vorum samvistum henni, var hún meira en ein kona, sem lifir og deyr. Hún var tákn þess, sem hafið er yfir kynslóðimar, er koma og fara, hinna varanlegu eðlis- þátta, er markað hafa ásýnd okkar þjóðar í þúsund ár. Hitt er nú harmsefni, að ekki munu fleiri ungir rnenn og konur eiga fund með baróns- frú Ástu von Jaden, því að nú þarf margar hendur til að lyfta því merki, sem hún bar. Einlæga þökk og djúpa virðingu okkar hennar yngstu vina ber ég fram hér að leiðar- lokum. Kjartan Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.