Þjóðviljinn - 16.07.1958, Blaðsíða 9
$J. -—. óskastundiii
Miðvikudagur 1G. .júlí 19óá — 4. árgangur — 22. fcölubíSNÍ
Það er orðið býsna langt síðan við höfum
birt nokkuri vinsælan danslagatexta og veit ¦
ég að mörgum ykkar líkar það miður. Von-
andi bætum vi'ð úr þessu í næsta blaði. Nú
fáið þið ljóð, sem var sungið mikið fyrir um
það bil tuttugu árum, meðal annars kynnt í
barnatíma úivarpsins. Við gröfum þetta gamla
ljóð upp fynr vinkonu okkar, sem langar svo
mjög til að læra það.
Barnið viá dyrnar á knæpunni
„Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim,
sko, klukkan er senn orðin eitt.
Þú lofaðir í mörgun að koma snemma í kvöld,
á knæpunn' að tefja ekki neitt.
Nú er eldurinn dauður og allt er orðið kalt
og enn bíður mamma eftir þér.
Hún situr með hann Villa litla, sjúkur hann er
og: sárlítil hjálp er að mér.
Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim,
sko, kíukkan slær tvö, fylgdu mér.
Það kólnar og hann Villi Htli er veikari en fyr,
hann var þó að spyrja eftir bér.
Og það segir hún mamma mín, ef þyngi hon-
um enn,
að þá muni hann deyja í nótt,
og þessar fré'ttir bað hún mig að bera tU þín,
æ, blessaður komdu nú fljótt.
Ó, pabbi tninn kæri æ komdu með mér heim,
sko. klukkan er senn orðin þrjú;
og tíminin er svo langur og tómlegt heima er allt,
við tvær ercuii aleinar nú;
því Villi litli er dáinn — já, drottinn minn
hann tók
og deyjandi spurði hann um þig;
hann kaUaði á þig, pabbi minn, og bauð bér
góða nótt
og bað þig að kyssa sig".
Sig. Júl. Jóh. þýddi úr ensku.
HVERGI
SMEIKUR
Getið þið hugsað ykk-
ur hvað lítið va'r hægt að
rækta, áður en tilbúni
áburðurinn kom til sög-
unnar?
Sá, ^sem fann upp að-
ferðina, hét Jústus Leib-
:g. Honum gekk illa að
læra latínu, þegar hann
var í skóla. Latínukenn-
arinn kallaði hann sauð-
arhaus og öllum illum
nöfnum. Einu sinni hafði
Jústus gert sérstaklega
lélegan latneskan stíl. Þá
æpti kennarinn viti sínu
fjær af vonzku:
„Hvað verður úr þér,
drengur?"
„Eínafræðingur", svar-
aði Jústus litti hátt og
snjallt. -
SKRÍTLUR
Gunna: Það eru víst
gestir niðri.
Sigga; Hvernig veiztu
það?
Gunna: Eg heyrði áð-
an að mamma var að
hlæja að skrítlunum
hans pabba.
Pabbinn: Ef þú vilt
vera góður Nalli minn,
skal ég gefa þér þessa
nýju spegilfögru krónu.
Nalli: Áttu ekki gaml-
an og ljótan túkall,
pabbi?
Hitstjóri: Vilborg Daabjartsdottir
Útgefandi: Þjodviljinn
Þann áttunda ' þ. m.
voru gefin út tvö ný frí-
merki og eru þau í mörg-
urr litum. Þetta er í
fyrsta skipti, sem lit-
prentuð frímerki eru gef-
in út hér á landi. Og
mun þessi nýjung gleðja
frímerkjasafnara. Stefán
¦*-'-¦
m
lETWEilí
;
FRÍMERKJAÞÁTTUR
Blóma frímerkin
-¦'¦'• .
*:* ¦ rm
Jónsson teiknari teiknaði
bæði merkin og eru þau
í fjórum litum. Á öðru
er eyrarrós á himinblá-
ufn grunni en hinu þrí-
lita fjólan.
Þessi tvö blóm munu
af flestum talin helztu
skrautblóm lantísins,
enda eru merkin afar
falleg.
Merkið með fjólu-
myndinni kostar kr. 2.50
og eru gefin út 750.000
stykki, en af hinu merk-
inu eru 1.250.000 stykki,
það er krónumerki. Upp-
lag merkjanna er því
frekar lítið, og bendir;
það til þess, að þau kom-
ist 'í verð' hjá söfnur-
um.
Umslög, skreytt með
teikningum af sóley i
litum hafa f engizt á
pcststofunni, með þess-
um frímerkjum stimpl-
uðum á útgáfudegi.
SKRÍTLUR
„Eg ætla að fá fjöru-
ti« og átta pylsur", sagði
drengur við afgreiðslu-
stúlkuna í Pylsuvagnin-
um.
„Ætlarðu að éta allt
þetta?" spurði stúlkan
steinhissa.
„Ertu vitlaus mann-
eskja?" svaraði strákur-
inn. „Það bíða þrír vin-
ir mínir héma við horn-
ið",
. Jói: Hafði nýja leikrit-
ið þitt góðan endi?
Pési: '^Jav áreiðanlega,
það urðu allir mjög
glaðir þegar endirinn
kom.
BRÉF-
DÚFUR
Sú var tíðin, áður en
sími, útvarp og loftskeyti
komu til sögunnar, að
bréfdúfan gegndi merki-
legu hlutvei'ki. Bréfdúfur
eru jafnvel ekki úr sög-
unni enn. Hvergi eru
þær þó eins í heiðrt
hafðar og í Belgíu. Þar
voru til skamms tíma á
annað þúsund dúfnaeig-
endafélög. Þau vinna að
því, að æfa bréfdúfur í
Framhald á 2. síðu.
Miðvikudagur 16. júlí 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9
Hönnulegar slysíarir — Tveir drengir örkumlast
— Þijú börn íarast — Ægissíðubúi skriíar
TJm helgina bárust hingað
fréttir af hryggilegum slys-
förum norður í Eyjafirði:
tveir ungir drengir stórslös-
uðust, annar missti 8 fingur,
hinn ejö. Eg býst við að við
eigum flest nóg ímyndunarafl
til að setja okkur í spor
drengjanna og aðstandenda
þeirra, nóga samlíðan í hjart-
anu til þess að finna til með
þeim og samhryggjast.
sjáum fyrir okkur sex
dreng í glöðum leik; en leik-
urinn fær hryggilegan endi;
drengurinn missir í einni
svipan fjóra fingur af hvorri
hendi, en leikbróðir hane
missir sjö fingur; tveir ungir
drengir sem eiga lífið og ævi-
starfið framundan örkumlast
hræðilega í einni svipan. — ^
Á mánudaginn barst okkur
önnur svipleg harmafregn úr
Norðurlandi, svo svipleg að
mann setti hljóðan. Þessar
hörmulegu slysfarir vekja
'hjá mahni þá spurningu,
hvort allt sé gert sem hægt
er að gera til að draga úr
slysahættunni, sem hinum vél-
knúnu farartækjum og vél-
væðingu á öllum sviðum fylg-
ir. Skortir ekki talsvert á, að
fyllstu varúðar sé gætt, allar
tiltækar öryggisráðstafanir
gerðar til að tryggja líf og
limi fólks? Hin síaukna vél-
væðing krefst æ meira örygg-
is, ef vel á að fara. Við
verðum að gera hinar ströng-
ustu kröfur í þeim efnum og
megum aldrei slaka á vákandi
eftirliti með þvi, að yaruðar-
ráðstafanir séu gerðar og
varúðarreglum framfylgt.
Við Blástur við Ægissíðu. — Þótt
¦ára Ægissíðan sé með fallegri
götum bæjarins blása oft
strangir vindar og harðir yfir
vetrarmánuðina. Nú fyrir
ekömmu hafa yfirvöld bæjar-
ins séð ibúum þessarar götu
og annarra nærliggjandi gatna
fyrir nægum biástri yfir sum-
armánuðina líka, þar sem
staðsett hefur verið sand-
blástursfyrirtæki í gamalli
byggingu við austurenda göt-
unnar nálægt sjónum. Frá
þessu fyrirtæki kemur blástur
mikill með hávaða miklum og
vélaskrölti frá því snemma á
morgnanna og oft til miðnætt-
is og núna upp á síðkastið á
sunnudögum líka. Allar hurð
ir á byggingunni standa upp
á gátt allan daginn og blásið
er bæði úti og inni, svo hvin-
urinn og skarkalinn bergmál-
ar um þetta rólega íbúðar-
hverfi, ibúum þess til mikilla
óþæginda og leiðinda. Þess
vegna langar mig til að koma
þvi á framfæri, hvort bæjar-
yfirvöldin hafi yfirleitt veitt
leyfi til þessarar starfsemi
þarna, sem er stutt siðan að
fluttist þangað, eða hversu
lengi slíkt leyfi hafi verið
veitt, svo að við sem búum
[þarna í nágrenninu getum
farið að hlakka til þess, að
þetta hávaðafyrirtæki verði
f jarlægt einhverntíma á næst-
unni.
Ægissíðubúí.
Útboð
tilboð óskast í framhaldsframkvæmdir á byggingu
blindraheimilis við Hamrahlíð í Reykjavík.
Útboðslýsinga og teikninga má vitja á skrifstofu
Blindrafélagsins að Grundarstíg 11, þann 16., 17. og
18. þ.m. kl. 10—12 f.h. gegn 200 króna skila-
tryggingu. <•
Blindraíéiagíð.
^r.
Tilk
yniiing
til síldarsaltenda sunnanlaiids
Þeir sildarsaltendur, sem ætla að salta síld sunnan-
lands á komandi vertíð, þurfa samkvæmt 8 .gr. laga
nr. 74 frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegs-
nefndar.
Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til uinráða.
2. Hvaða eftirlitsmaðnr verður á stöðinni.
3. Eigi lunsækjendur tunnur og salt, þá hve núkið.
TJmsóknir þurfa að berast skrifstofu nefndarinnar
í Reykjavík fyrir 25. þ.m.
Öski saltendur eftir að kaupa tunnur og salt af
nefndinni, er nauðsynlegt að ákveðnar pantanir ber-
ist sem allra fyrst eða í síðasta lagi 25. þ.m. .. .
Tunnurnar og saltið verður að greiða áður en af-
hending fer fram.,
Síldarútvegsnefnd.