Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. júlí 1958 fí Þa8 er bezf ú taka sporvagn nr. RabbaS við Hjalfa Krisfgeirsson, sem er nýkominn heim frá Ungver]alandi ísículVds ars eru dansleikir tíðir í skólanum og það er nokkur upplyfting. — Gerist ekki eitthvað nýtt og merkilegt í þinni grein þarna við hagfræðiháskólann? Hjalti Kristgeirsson er nýkominn heim í sumarleyfi frá Ungverjalandi, en hann stundar nám í hagfræði við’ liáskólann í Búdapest. ÆskulýÖssíðan hefur notaö tækifæriö til að fræöast af Hjalta um líf og ástand í Ungverjalandi. — Tokaji-vín er hezta vín í heimi. Það er hrúnleitur vökvi og drukkið við hátíðleg tæki- færi. Á skóladansleikjum eru oftast aðeins kartöfluvín og maisvín á boðstólum en oft fæst líka allgóður líkjör til hragðbætis. — Og eru kaffihús ekki iskemmtilegt í Búdapest? — Jú þau eru mörg og þægileg en kaffið misjafnlega göt't. ‘Ef‘*J,slf;ú]kunni við ex- pressobarinn líst vel á mann, þá á maður von á að fá gott kaffi. Þeir segja að barstúlk- urnar fái annan hvern bolla í þjórfé og svo veita þær ó- fríðum mönnum þunnt kaffi til að bera meira úr býtum. — Þú ert þá náttúrlega ör- uggur m.eð að fá alltaf sterkt og gott kaffi. — Nei, nei, blessaður vertu. Það er aðeins ein ágæt kona sem gefur mér alltaf mjög got.t kaffi, — bara til að stríða manninum sínum. — Nú oof hvaða ,,eiturlyf“ fleiri eru í tízku meðal Ung- verja ? — Það er þá helzt tóbakið. Flestir revkja vindlinga og er „Áætlunin" algengasta vindl- ingategundin. Bændur reykja -hinsvegar pípur. Meðal bænda þvkir ekki annað sæmandi en að bera prússneskt keisara- skegg og revkja langa tré- pípu, sem þ-eir tálga sjálfir. Þeir verða undrandi er ég segi þeim að margir taki í nefiö hér á íslandi og halda þá að íslendingar séu óskap- lega ríkir. Þar í landi taka aðeins afdankaðar auðstéttar- kerlingar í nefið og neftó- baksnautn var algengt meðal kvenna í yfirstéttinni áður fvrr. — Eg er forvitinn um námsaostæður Hjalta, og bið hann að íýsa þ'éim í stuttu máli. — Aðbúnaður varðandi húsnæði og fæði er allgóður á ungverska vísu. Það ríkir strangur námsagi í háskólan- um maður verður að hafa sigú allan við. Álagið ér of mikið, og svo eru leyfin stutt. Ann- Hjalti Kristgeirsson. — Það mætti nefna það að í pólitískri hagfræði hafa nokkrir ungir háskólakennar- ar unnið að því um alllangt skeið að setja saman nýja fyrirlestra um imperíalism- ann. Hingað til hafa fyrir- lestrar um þetta efni nær ein- göngu verið byggðir upp á ritum Marx og Lenins. En hvað hefur svo gerst síðan Lenin lauk athugunum sín- um á imperíalismanum ? Lengi vel fréttist ekkert um þ-að í fræðibókum á þessu sviði. En það gerðist þó ýmislegt. , Nú koma þessir ungu menn með sínar athuganir. Þeir byggja rannsóknir sínar á Bandaríkjunurn og segja: — Marx settist að í London á sínum tíma. Það var engin tílviljun vegna þess að Lon- don var miðstöð kapí.talism- ans, — sá staður á j-örðinni þar sem hentugast var að at- huga broddana í þjóðfélaginu og fylgjast með framvindu þess. Ef Marx væri uppi núna, myndi hann eflaúst fará til Bandarikjanna til þess áð ranr.saka kjarna kapitalism- ans. Þetta gerum við líka, og rannsökum nú .fyrirbrigðið Bandaríkin. Þeir taka ýmsar spurningar fyrir t.d. ,,af hverju seinkar kreppunni í Bandarikjunum?" I þ-ví sambandi benda þeir á hina nýju tæknibyltingu, hina seinkuðu fjárfestingu, vígbún- aðinn o.fl. í Bandaríkjunum er t.d. varið um 40 milljörð- um dollara á ári í bein hern- aðarútgjöld og við það bæti6t margfeldisfaktor sem er 2. Þetta þýðir 80 milljarða aukn- ar peningatekjur á ári fyrir almenning. Að vísu er mest af þessu tekið af alþýðunni aftur í sköttum, en bilið milli framleiðslu og kaupgetu al- mennings breikkar ekki eins mikið og það myndi gera ella, og þetta forðar kreppunni. Þessir ungu háskólakennar- ar hafa komið fram með margt annað merkilegt, sem of langt yrði að telja upp hér. — Á hvað leggja Ungverj- ar nú áherzlu í sínu eigin efnahagslífi ? — Það er lögð höfuðáherzla á að bæta lífsskilyrði almenn- ings. Þá er lagt kapp á að*“ ljúka hinni gífurlegu fjár- festingu í iðnaðinum, sem lagt var í á árunum 1950 til 1954. Þeir kunnu sér ekki hóf þeg- ar þeir bvrjuðu. Fjárfestingin var alltof mikil og á kostnað lífskjara fólksins, enda leiddi þetta til upprei-snarinnar 1956. Það vantar enn herzlumuninn til að ljúka þessum mann- virkjum og gera þau arðvæn- leg. Þeim á að verða lokið á þessu ári og því næsta. Eins og gefur að skilja varð gífurlegt. efnahagstjón af uppreisninni 1956 og eru Ungverjar síðan allmjög háðir efnahagsaðstoð frá Sovétríkj- unum. — Hafa lífskjörin batnað síðan 1956? Ritstjóri: Eysteinn Þorvaldsson. miklu fegurri og veglegri en áður. Á ein-staka byggingu má þó enn sjá merki eyðilegg- ingar. — Er tónlistin ekki í mikl- um blóma í Búdapest enn sem fyrr ? — Jú, ríkishljómsveitin er stórkostleg og tekur mjög skemmtileg verk til meðferð- ar. Henni er stjórnað af ein- um af mesta snillingi í hópi hljómsveitarstjóra. Það er Ferencsi.k. Þarna er einnig einn mesti píanósnillingur veraldarinnar Annie Fiseher. Eg hafði einhverntíma heyrt að það væri ekki allt með felldu með bláa litinn á Dóná, sem svo mjög hefur verið prísaður í Ijóðum og tónum. Þess vegna spyr ég hæversklega hvort ekki sé gaman að baða sig í hinni bláu Dóná. — Blessaður vertu, hún er bæði grá og Ijót, þ.e.a.s. vatn- ið. Þdð er revndar hægt aö baða sig upp við Gömlu-Búda. Þar er straumhraði mikill og tomma ég ekki á móti straumnum, enda aldrei sund* maður verið. — Hvað gerir unga fólkið í Búdanest sér til skemmtun- ar í frístundum sínum? —• Nú, til dærpis skoða karlmenn giarnan kvenfólkið og kvenfólkið skoðar karl- mennina, en þar sem húsnæð- isvandræði eru mikil í Búda« pest, fér fólk mjög oft upp í hæðirnar eða upp í Svaladal í þessum tilgangi. Á sunnu- dögum verður maður óhjá- kvæmiiega að fara alla leið upp í Svaladal, því það ev svo mikið af fólki í hæðun- um nær borginni. Það er bezt að taka sporvagn númer 58. — Þau hafa batnað um 15 til 20 pró-sent hjá alþýðu manna, en þeir eem voru hæst launaðir standa í stað. I verzlunum er miklu fjölbreytt- ari varningur en’áður var. Og svo förum við aftur að tala wm. Búdapest, — þessa fi=gru liöfuöborg við Dóná. — Iiúsin sem voru eyðilögð í uppreisninni háfa langflest verið reist úr rústum og eru Nít er vinsælast að fara í ferðalag „.úl í bláinn44 Nýbreytni í ferðastarísemi Æ. F. R, Æskulýðsfylkingin hefur tekið upp þá nýbreytni í starf- semi sinni að efna til kvöldferða „út 1 bláinn“. Tvær slík- ar ferðir hafa þegar verið farnar og sú þriðja verður far- ín í kvöld. Þessar ferðir hafa verið farn- ar á virkum dögum. Lagt hef- ur verið af stað kl. 8 síðdegis og komið til baka um miðnætti. Markmiðið með ferðunum er að gefa fólki kost á að fara í skemmtilegar smáferðir út úr bænum að kvöldlagi. Lagt er kapp á að aka sem allra stytzt, 30 til 45 mínútna akstur. Þegar komið er á ákvörðun- arstaðinn er farið í leiki og gönguferðir. Knattspyrna og blak hafa. verið mjög vinsælir leikir við þessi tækifæri. Blak er enn lítt þekktur leikur hér- lendis. Það minnir mjög á tenn- is, en er helzt frábrugðið í þvi að stór bolti er sleginn með flötum lófa beggja handa yfir net, en ekki með spaða eins og i tennis. Andstæðingurinn skal svo slá boltann með sömu að- ferð til baka og ‘ án þess að hann komi við jörðu. í þessum leik geta verið bæði piltar og stúlkur, og er hann mjög fjör- ugur og skemmtilegur. Þegar fólk hefur fengið nægju sína af leiknum, tekur það fram nesti sitt og snæðir. Á tólfta tímanum er svo lagt af stað til bæjarins aftur og komið þangað um miðnætti eft- ir skemmtilega ferð. Næsta kvöldferð verður, eins og áður er sagt, farin í kvöld. Lagt verður af stað frá Tjarn- arg. 20 kl. 8 e.h. Að venju verð ur ákvörðunarstaðurinn ekki gefinn upp fyrr en lagt verður af stað. Þátttaka tilkynnist skrifstofu ÆFR Tjarnargötu 20 simi 17513, opið 6—7. Það skal tekið fram, að öllum er heimil þátttaka, hvort sem þeir ei'U meðlimir Fylkingarinnar eða ekki 15. Á. Þetta er götumynd frá Búdapest og sýnir gatnamót á Lenin-búlevarðanum. Æ.F.R. fer í Þórsmerk iim verzlimarmannahelgina Æ.F.R. efnir ti! hópferðar í verða áfram á Mörkinni til Þórsmörk um verzlunarmanna- helgina. Lagt verður af stað á laugardag 2. ágúst kl. 2 sið- degis og komið verður til baka í babinn á mánudagskvöld, Þeim sem vilja gefst kostur á að sunnudagsins 10. ágúst. Æ.F.R. leggur til tjöld og ennfremur kaffi og kakó. Þátttaka tilkynnist Æ.F.R. sem allra fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.