Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. júlí 195S IIJÓÐyiUIN ÚtKefandl: Sameinlngarflokkur alþýöu — Sósfalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — T*laðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Olafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Fviabjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- grexðsla, augl^singar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30^4 mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðai. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hvað er eðlilegra? ¥ Tndanfarið hefur Tíminn bent á það í sambandi við land- helgismálið að við höfum hér „varnarlið" frá einhverju mesta herveldi heims og sagt að ís- lendingum myndi þykja „vernd in“ lítils virði, ef liðið héldí að sér höndum á sama tíma og erlend herskip hæfu hern- aðaraðgerðir í von um að skerða íslenzk landsréttindi. Af einhverjum ástæðum hafa þessi ummæii komið mjög illa við Morgunblaðið; það kveink- ar sér ógnarlega undan því að rætt er um hernámsmálið og vistina í Atlanzhafsbandalaginu í sambandi við landhelgisdeil- una og virðist telja það sérlega móðgun við Bandaríkjamenn að ræða um ,að nú séu togara- útgerðarmenn í Vesturevrópu að bjóða „verndurunum" upp á verkefni. Tíminn í gær svar- ar þessum viðkvæmnisskrifum Morgunblaðsins á þessa leið: ,.\|orgimbIaðið telur að Tím- inn sé með þessu að hóta Bretum. f þessu er hins vegar aðeins \'erið að skýra frá stað- reyndiuu, sem vert er að allir aðilar geri sér Ijósar. Það mun áreiðanlega koma á daginn, að íslendingum mun ekki þykja vemd Bandaríkjanna mikils virði, ef varnarlið þeirra held- ur að sér höudum á sama tíma og erlend lierskip halda uppi hernaðaraðgerðum gegn ísiend- ingum innan íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi. Þetta kom líka glöggti fram í útvarpsemdi Gísla Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns, er hann hélt 21. þ. m. Það er ekki nema rétt og nauðsynlegt öllum aðilum, að þetta komi ljóst fram í tæka tið.“ - TlM'orgunblaðið ætti áður en það heldur vandræðaskrif- um sínum áfram að rifja upp allt það sem það hefur sagt um Atlanzhafsbandalagið og vist bandaríska hernámsliðsins hér. Morgunblaðið og leiðtogar Sjálf stæðisflokksins hafa alltaf túlk- að þá skoðun að íslendingar væru í Atlanzhafsbandalaginu til þess að vemda lífshagsmuni sína, bandalagið væri vernd og skjól fyrir smáþjóðirnar. Slíkt hið sama hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sagt um hernámið, einnig það átti að vera íslend- ingum vörn og trygging gegn aðsteðjandi hættum — og öll- um þessum fögru orðum hefur verið fundinn staður með því að vitna í Atlanzhafsbandalags- sáttmálann og hemámsyfirlýs- inguna. Greinar Morgunblaðs- ins um þetta efni myndu fylla heilar bækur. Hvað er þá eðlilegra en að menn, sem fest hafa trúnað á þennan málflutning, hugsi sérstaklega til Atlanzhafsbanda lagsins og hemámssamningsins í sambandi við landhelgismál- ið? Landhelgismálið er eitt- hvert mesta öriagamál íslend- inga, mál sem valdið getur úr- slitum í sögu íslenzku þjóðar- innar — og voru það ekki ein- mitt slíkir grundvallarhags- munir sem átti að tryggja með verunni í Atlanzhafsbandalag- inu og hinni bandarísku vernd? Komi það hins vegar í ljós, þegar mest er í húfi, að öll fögru orðin um bandalagið og verndina reynist fjarstæða og öfugmæli, hvað er Þá eðlilegra en að heiðarlegir og einlægir menn endurskoði afstöðu sína? Eru það ekki einmitt hagsmun- ir íslendinga sem eiga að ráða úrslitum? Eða eru það ein- hverjir aðrir, annarlegir, er- lendir hagsmunir sem skipa meiri sess í brjóstum leiðtoga Sj álf stæðisf lokksins? Vilj i erlendra stjórnmálamanna T»ess hefur oft orðið vart i -*- vaxandi mæli að leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eiga erfitt með að meta innlend og erlend vandamál af íslenzkum sjónar- hóli. Þannig segir Morgunblað- ið í leiðara í gær: „Á síðustu árum hefur orðið mikil breyt- ing á þessu. Þegar núverandi ríkisstjórn settist að völdum með tilstyrk kommúnista, sem voru og eru stærsti stuðnings- flokkur ríkisstjórnarinnar. Það var í fyrsta og eina sinn, hing- að til, sem kommúnistar höfðu náð fótfestu í landi, sem er þátttakandi í vamarsamtökum vestrænna þjóða. Þessar þjóðir töldu að hér væri um ósigur að ræða fyrir vestrænan mál- stað og eiga erlendir stjóm- málamenn og almenningur mjög erfitt með að skilja hvemig það megi vera, að þjóð, sem ætíð hefur haidið tryggð við lýðræðið og tók upp fyrsta þinghald í heimi, geti fallið í faðm kommúnista á mestu ör- lagatímum lýðræðisins.“ ¥»etta eru ákaflega lærdóms- *■ rík ummæli og sýna djúpt inn í hugskot leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins. Blaðið heldur<S> því fram beram orðum að það eigi að fara eftir vilja „er- lendra stjórnmálamanna“, hvemig íslendingar skipa inn- anlandsmálum sínum, hvemig þeir velja sér stjórn. Blaðið segir að það séu „varnarsamtök vestrænna þjóða“ sem eigi að hafa úrskurðarvald um það, hvort næststærsti flokkur þjóð- arinnar, sá flokkur sem kjós- endur veittu sigur í síðustu kosningum, eigi iað fá að taka þátt í ríkisstjórn íslands. Svo Kort af löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Olíu- lindir, olíulireinsunar- stöðvar og flutningaleið- ir, bæði olíuieiðslur og siglingaleiðir olíuskipa, eru merkíar og einnig eru leímð á kortið nöfn olíufélaganna sem þarna starfa. Arabaríkin og olían T öndin fyrir botni Miðjarð- arhafs eru brú milli þriggja heimsáifa, Afríku, Asíu og Evrópu. Þar skerast samgönguleiðir á sjó, landi og í lofti, og frá fornu fari hefur verið barizt heiftarlega um j^firráðin yfir þessum krossgötum. Ibúar landanna frá Egyptalandi í vestri til íraks í austri líta á sig sem eina þjóð, sameiginleg tunga og sameiginleg trúarbrögð tengja þá traustum böndum. Foringjar sameiningarbarátt- unnar sem nú er háð gegn til- raunum Vesturveldanna til að deila og drottna á þessum slóðum líta á sig sem arf- taka Saladíns soldáns, sem sameinaði araba í sigursælli baráttu gegn krossförunum á 12. öld. Langfjölmennasta ríki araba er sameiningarlýðveldi Egyptalands og Sýrlands með 32 milljónir íbúa. Írak byggja fimm milljónir manna, Jórdan hálf önnur milljón, íbúar Líbanon eru 1.4 milljónir og á Arabíuskaganum, sem skipt- ist í Saudi Arabíu, Jemen og nokkur furstadæmi, búa um tíu milijónir manna. í austurhluta þessa svæðis, í Saudi Arabíu, fursta- dæmunum Kuwait, Bahrein og Quatar, írak og nágrannarík- djúpt eru leiðtogar stærsta stjómmálaflokksins á íslandi sokknir. að er ekki að undra þótt slíkir menn eigi erfitt með að taka afstöðu i landhelgis- málinu, þar sem einmitt rekast á íslenzkir hagsmunir annars- vegar og vilji „erlendra stjórn- málamanna" og „varnarsam- taka vestrænna þjóða“ hins- vegar. inu Iran eru í jörðu 64% af þeim olíubirgðum sem menn \nta um í heiminum. Undir söndum Kuwait eins saman, sem nær yfir 5000 ferkíló- metra og hefur um. 200.000 íbúa, er talin .fólgin jafnmikil olía og á öllum olíusvæðum Bandaríkjanna til samans. Eftir heimsstyrjöldina fyrri tóku olíufélög Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna að vinna olíu í stórum stíl í löndunum umhverfis Persaflóa. Síðasta áratuginn hefur framleiðslan Erlend tíðindi V_________________s aukizt mjög ört og nú kemur um fjórðungur af olíufram- leiðslu heimsins af þessu svæði. Mest er olíuframleiðsl- an í Kuwait, 56 milljónir lesta á ári. Næst kemur Saudi Ara- bía með 54 milljónir lesta, ír- ak er þriðja í röðinni með 35 milljónir lesta, Iran 32 mill- jónir lesta, Quatar sjö milljón- ir lesta og Bahrein rekur lest- ina með 1.5 milljónir. Af þess- ari olíuframleiðslu fara 60% til Vestur-Evrópu. Mestur hluti þess magns rennur eftir olíuleiðslum frá Arabíu og írak til hafna í Sýrlandi og Libanon, þar sem olíuskip taka við. Oamsteypur bandarískra og ^ evrópskra olíufélaga hafa skipt olíuvinnslunni í löndun- um við Persaflóa á milli sín. í írak er næstum öll olíufram- leiðslan í höndum Iraq Petro- leupi Company. I því eiga fjórir aðilar, brezkur, fransk- ur, bandarískur og hollenzkur,. hver um sig 23 3/4%. Brezki aðilinn er British PetrcJeum, sem að verulegu leyti er eign brezka ríkisins, og sá franski Compagnie Francais des Pet- roles, er einnig að miklu leyti ríkiseign. Þriðji eigandinn, Royal Dutch Shell, er félag skrásett í Hollandi en meiri- bluti hlutabréfanna er í eigu Breta. Bandaríska hlutann af Irak Petroleum Co. eiga olíu- félögin Standard Oil of New Jersey og Mobile Oil i sam- einingu. Loks eiga erfingjar armenska olíubraskarans Gul- benkian 5% af I. P. C. Til skamms tíma var Anglo Iran- ian, dótturfélag British Petr- oleum, eitt um hituna í Iran, en eftir að íranskeisara og Bandaríkjastjórn tókst í sam- einingu að ónýta þjóðnýtingu stjórnar Mossadeghs á olíu- lindunum var mynduð nýsam- steypa sem B. P., Shell,, bandarísk samsteypa og Irans- stjórn standa að, Olíuvinnsl- an í Kuwait er í liöndum. Kuwait Oil Company, sem B. P. og bandaríska félagið Gulf Oil standa að. Bandaríska fé- lagið Aramco hefur eitt rétt til olíuvinnslu í Saudi Arabíu, olíuvinnslan í Quatar er í höndum samsteýpu brezkra, franskra, bandariskra og hol- lenzkra olíufélaga og í Bahr- ein hefur brezkt félag einka- rétt til olíuvinnslu. /Vlíufélögin sem vinna olíu f " löndunum umhverfis Persa- flóa eru einhver mestu gróða- fyrirtæki í heimi. Olíufélög Bandarikjanna og Vestur-Ev- rópu hafa búið svo um hnút- ana áð olíuverðið á heims- markaðnum er miðað við framleiðslukostnáð á ólíusvæð- inu í Texas, sem er langtum Framhald á 11, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.