Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1958, Blaðsíða 6
o) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 26. ágúst 1958 v-------------------------------------------------------------------------------------------- Útsrefandi: ÐameinlnBrarflottnr alt>ýðu — Sósiallstaflokkurlnn. — Ritstjórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttarltstjórl: Jón BJarnason. — Hiaöamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigíússon, ívar H Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson, SigurJón Jóhannsson, Sigurður V Frisbjófsson. — Auglý8ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýslngar, prentsmiðJa: Skóla.örðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askrlltarverð kr. 30 á mán. 1 Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðai. — LausasÖluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvilJana. Vanhugsuð yfirlýsing Guðmundur I. Guðmundssan utani-íkisráðherra hefur <em kunnugt er ekki ofreynt sig í afskiptum af landhelgis- málinu. Hann hefur ekki komið því í verk að svara einni einustu orðsendingu sem okkur hefur borizt um málið frá erlendum ríkisstjórnum Hann hefur gengið að því verkefni sínu, að kynna málstað íslendinga fyrir óðrum þjóðum, af þvílíku ró- lyndi, að smágrein um land- aelgismálið er loks dreift á hans vegum einum tíu dögum áður en stæklcunin kemur til :ramkvæmda' Og hann hefur :annarlega ekki orðið uppnæm- ur út af því þótt endalausar missagnir hafi slæðzt inn í er- 'endar frásagnir um landhelgis- málið, jafnt um afstöðu hans ;em annarra. Er sízt ástæða til að harma þessa þögn ráðherrans ag afskiptaleysi; hann ætti að gera slíka framkomu að fastri reglu. Eftir þessa reynslu kom það mjög á óvart að hinn þöguli utanríkisráðherra skyldi allt í einu hoppa upp eins og stung- :nn af nöðru, þegar fréttir hermdu að sendiherra íslands í Lundúnum hefði gefið í skyn að íslendingar kynnu að segja skil- :ð við Atlanzhafsbandalagið, ef það bandalag léki okkur grátt landhelgismálinu. Ráðherr- ann, sem fylgzt hafði þögull :rieð því að hverskonar ósann- indi væru sögð um íslendinga og afstöðu þeirra mánuðum saman, reyndist nú svo einstak- lega viðkvæmur fyrir hönd At- lanzhafsbandolagsins að hann lét umsvifalaust lýsa yfir því innan lands og utan að ekki hefði komið til tals og ekki kæmi til mála að íslendingar segðu skilið við Atlanzhafs- bandalagið á hverju sem gengi! Hvað eiga slíkar yfirlýsingar að þýða? Okkur hefur allt- af verið tjáð að við værum í Atlanzhafsbandalaginu vegna hagsmuna íslendinga, það bandalag ætti að vernda okkur og gæta hagsmuna okkar í hví- vetna. Reynisf þessar forsendur ekki sannar, iilýtur aðild okkar að þessu bandalagi að verða tekin til endurskoðunar, sér- staklega af þeim mönnum sem trúað hafa á gagnsemi þess. Ef reynt verður að beita Atlanz- hafsbandalaginu til þess að neyða íslendinga til að hvika frá rétti sínum og lífsnauðsyn, ef bandalagið lætur það við- gangast að eitt forusturíki þess hóti því að beita okkur vopna- valdi til þess að geta haldið á- fram að ræna okkur — með hvaða rétti er þá hægt að ætlast til þess að íslendingar vilji una innan slíkra samtaka? Atlanz- hafsbandalagið er ekki frekar en annað hafið yfir rök reynsl- unnar. Yfirlýsing Guðmundar í. Guð- mundssonar var skammsýn og fávísleg. Hann hefði átt að þegja sem fastast eins og hann er vanur. Tímabær áminning l/'akið hefur heimsathygli að ’ ríkisstjórn lands, sem er í Atlanzhafsbandalaginu, hefur afþakkað kurteisisheimboð bandaríska kjarnorkukafbáts- ins „Skate“. Ríkisstjórn Dan- merkur tók þá ákvörðun að “andlega athuguðu máli, eftir hina alvarlegustu aðvörun frá k jamf ræðavísindamönnum Dana •;-n í þeirra hópi er einn fræg- asti kjarnfræðingur heimsins, Hiels Bohr. að vantaði ekki, að raddir heyrðust í Danmörku sem töldu þetta óþarfa varasemi og jafnvel óviðeigandi framkomu i garð Bandaríkjanna. Þær raddir munu flestar hafa þagn- að er forsætisráðherra H. C. Hansen hafði birt blaðamönn- um nokkrar þeirra staðreynda, sem vísindamennirnir lögðu fr,am. Þar kom m. a. fram, að ieystist fjórðipartur kjarnorku í vél af sömu stærð og kaf- báturinn ,,Skate“ er með, gæti það við viss veðurskilyrði þýtt lífshættu í allt að 25 km fjar- iægð, nauðsyn 5 ára brottflutn- ings á svæði er næði allt að 65 km frá slysstað, bráða- birgðabrottflutning af svæði er r.æði ,allt að 200 km frá staðn- svæði er næði allt að 500 km frá slysstað. eð þetta i huga kvaðst danski forsætisráðherrann hafa orðið að taka til endur- skoðunar samþykki sitt við komu ,,Skate“ til Kaupmanna- hafnar og eftir viðræðufundi fulltrúa úr hermálaráðuneyt- inu, heilbíigðismálasitjónninni, kjarnfræðanefndinni og utan- ríkisráðuneytinu, var ákveðið að afþakka „kurteisisheimsókn“ þessa. F|anska rikisstjórnin og hinir dönsku vísindamenn eiga þakkir skilið.fyrir það, að hafa með einbeittri framkomu í þessu máli vakið athygli heims- ins á þeirri gífurlegu hættu sem koma eða dvöl kjarnorku- kafbáta í höfnum getur þýtt. Alveg sérstaklega á þessi á- minning erindi til íslands. Eng- in trygging er fyrir því að svo sé um búið í k.jarnorkukafbát- um að slys á þeim gæti ekki valdið þeim ægilegu slysför- um sem hinir dönsku vísinda- menn minntu á. Sú timabæra áminning og einbeitt ákvörðun dönsku stjórnarinnar ætti einn- ig að nægja til þess að ís- lendingar Ijái aldrei máls á því að kjamorkukafbátur komi í um og eyðilegging uppskeru á islenzka höfn. «’ — s> aVWV SfiÁKÞÁTTVR vv AW b m m js Ritstjóri: I ð R B E «v«v Sveinn Knstinsson X—A 4> — ■ - - Frá Portoros Fyrstu skákimar frá Portoros eru nú teknar að berast hingað. Til heiðurs hinum nýkrýnda stórmeistara okkar birti ég hér hina glæsi- legu vinningsskák hans úr 1. umferð, þar sem hann leggur hinn heimsfræga ung- verska stórmeistara Lazzlo Szabo að velli; Hvilt: FriSrik Ólafsson Svart: Lazzlo Szabo Tarrasch-vörn 1. e4 Þessi leikur er nefndur enski leikurinn, en skákin beinist þó brátt inn á aðrar brautir en þær sent tíðastar í enskum leik. 1. — e5 2. Re3 e6 3. Rf3 d5 4. cxda exd5 5. d4 Þar með er fram komin Tarraschvörn gegn drottning- arbragði, kennd við þýzílca skákmeistarann Tarrasch, sem var meðal fremstu meist- ara heims á fyrstu tugum þessarar aldar. 5. — Rc6 6. g3 Þessi leikur er kenndur við austurríska meistarann Schle- chter, og er talinn bezta leið hvíts gegn Tarraschvörn. 6. — c4 ■Svo maður haldi áfram kynningarstarfseminni, þá nefnist þessi leikur og með- fylgjandi leikur svarts, sænska afbrigði Tarrasch- vamarinnar. Sænskir meistarar beittu honum fyrst á skákmótum í kringum 1930, oft með góð- um árangri. 7. Bg2 Bb4 Danir virða ekki samþykkt Fær- eyinga Framhald af 1. síðu arinnar hefur að sjálfsögðu vak- ið mikla reiði í Færeyjum, þar sem allir flokkar nema Sam- bandsflokkurinn höfðu lýst yfir eindregnum stuðningi við kröf- una um stækkun landhelginnar frá 1. september. Þjóðveldisflokkurinn hefur lagt M1 að allir stjó.þunálaflokkar eyjanna, nema Sambandsflokk- urinn, lýsi því yfir sameiginlega að Danir hafi briigðist þeirri skyldu sinni að fiilkynna staekk- un landhelgimiar frá 1. septem- ber. Blað flokksins, ,14. sep ieniber1, hefur ráðizt á H. C. Hansen, for- sætis- og utanríkisráðherra, sem það kallar „pólitíska búðarlcku“ sem það sakar um að „vega aft- aii að Færeyingum". Blaðið segir að Hansen hafi gert samning við Selwyn Lloyd, utanrikisráðherra Breta, um „dýrustu hagsmuni Færeyinga og hafi fengið það vel borgað“. 8. 0—0 Rg—e7 Verra er 8. — Rf6 vegna 9. Re5!). 9. e4 0—0 Raunar er það Szabo, sem bregður út af hinni algeng- ustu teoríu, sem er 9. — dxe4. Ludek Pachmann minn- ist ekki á leið Szabos í byrj- anabók sinni. 1 bandarsku byrjanabókinni „Modern Chess Openings er leiðin talin s^sem, en dr. Max Euwe telur hana hinsvegar nothæfa í sinni byrjanabók, en gefur hemii þó hvorki meðmæli né velur hana sesm aðalleið. 10. exd5 Exd5 Svart: Szabo í þessari stöðu telur ,,Mod- em Chess Openings" að hvít- ur nái mun betra tafli með 11. Rxd5, Dxd5 12. a3, Ba5 13. Re5 o.s.frv. Dr. Euwe bendir liinsvegar á, að svart- ur eigi þá vömina 13. — Db5 og eftir 14. Rxc6, bxc6, eigi hann möguleikann Bc8 — e6 — d5 og standi þá eigi illa. Þannig sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verða. 11. Rg5! Þessi leikur er ekki upp- finning Friðriks, eins og stað- hæft var í fréttaskeytum frá Portoros. Dr. Euwe bendir á leikinn í byrjanabók sinni, sem út kom í fyrra og segir að Keres hafi sérstaklega mælt með þessum leik. Fram- hald þeirrar leiðar ‘getur dr. Euwe þó ekki. En leikurinn er jafngóður fyrir því þótt annar hafi uppgötvað hann áður. 11. — RfG Svartur gat að sjálfsögðu ekki teflt til peðsvinnings á c3, þar sem hvítur ynni þá mann með því að leika drottningu til e2 með mát- hótun. 11. — Rc;—e7 gengur heldur ékki vegna 12. Rxd5, Rxd5 13. Rxh7, Kxh7 14. Dh5t og síðan Dxd5. Hinn gerði leikur Szabos sýnist því náttúrlegasti leikurinn. 12. d5 Þetta volduga frípeð á eft- ir að reynast Szabo þungt l skauti. 12. — Ra5 Eftir 12. — Re5 kæmi 13. Dd4 o.s.frv. Hinsvegar er því ekki að neita, að riddarinn stendur heldur afkáralega á a5. 13. Rg—e4 Rxe4 14. Kxe4 Bf5 15. Bg5 f6 16. Bd2 Bxd2 17. Dxd2 Db6 18. Hf—el Hf—e8 19. d6 KhS 20. Rc3 He—d8 21. Rd5 Dcó 22. Df4 Bg6 Szabo átti úr nokkuð vöndu að ráða. 22. — Bd7 eða Bc8 gekk ekki vegna 23. Rxf6, og sama máli gegnir með 23. — Bd3 24. Rxf6, Dxd6. 25. He8f o.s.frv. Nú hyggst Szabo hinsvegar svara 23. Rrf6 með 23. — Dxd8, þar eð biskup- inn valdar e8. 23. — gxf6 er að sjálfsögðu ófært vegna 24. Dxf6 j Kg8 25. He7 og mátar. Friðrik á nú kost á að vinna skiptamun, sem hann þó ekki þiggur strax. 23. Rc7 IIc8 24. Ha—dl Friðrik tímir ekki að láta frípeðið fyrir skiptamuninn. 24. — Bb6 25. Bh3 Hb8 26. d7 Rc6 27. Re6 Dxb2 Szabo sér ekkí annað ráð vænna en láta skiptamuninn með góðu, ef Friðrik vildi láta svo iitið! Eftir 27. — Hg8 gæti t.d. komið 28. d8D, Rxd8 29. Rxg7, Rf7 30. Re6 o.s.frv. með auðveldum vinn- ingi á hvítt. 28. Rxd8 Hd8 29. Bc7 Hótar máti í þriðja leik með Dxd8f o.s.frv. Szabo sér þvi ekki annað ráð vænna en bjóða drottningakaup. 29. — DbG 30. Dxb6 axb6 31. Hbl Re5 Svarti riddarinn er nú all- ógnandi og hótar svartur nú að vinna skiptamun á bl eða el. 32. Hxe5 Friðrik telur þv rað öxin og jörðin geymi riddarann bezt. 32. — fxe5 Að sjálfsögðu ekki 32. — (Bxbl nú né áðan, vegna 33. He8j). 33. Hxl>6 Be4 34. Hc6 Bc6 35 Hxe5 Kg8 * 36. Hc5 Kf7 37. !Lxc4 Friðrik á nú tvö peð yfir, þar a.f valdað frípeð á 7'. línu. Szabo má ekki drepa frí- peðið því eftir uppskipti á hrókum og biskupum ætti hann vonlaust tafl, peði minna í kóngsendatafli, með peð á báðum örmum. 37. — Ke7 38. f4 IIa8 39. Hd4 Iíd8 40. BeS Ha3 41. fá He3 42. Hg4 ,g6 Og með þessum leik leilcn- um gaf Szabo taflið, og er það ekki ótímabært. Eftir 43. fxg6, hxg6 44. Hxg6, Bxd7. 45. Bxd7, Kxd7 46. Hg7f, Kc6. 47. h4 o.s.frv., ynni Friðrik auðveldlega með hin- um samstæðu fdpeðum. Tilþrifamikil skák og skemmtileg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.