Þjóðviljinn - 26.08.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 26.08.1958, Page 7
Þriðjudagur 26. ágúst 1958 — ÞJÓBVIUINN (T NiSurjöfnun útsvara i Kópavogi: ÍJtsvarsstigi lægri — persónufrádráttur hærri — en í nokkrum öðrum kaupstað á landinu Fyrir konu og 1 barn 1.950.00 2 börn 3.100.00 3 — 4.400.00 4 — 5.900.00 5 — 7.600.00 6 — 9.500.00 7 — 11.600.00 8 — 13.900.00 9 — 16.400.00 10 — 19.100U0 11 — 22.000.00 Niðurjöfnun útsvara er nú lokið í öllum kaupstöðum lands- ins. Síðbúnastur allra kaup- staðanna varð Reykjavíkurbær, en útsvarsskráin þar var ekki lögð fram fyrr en s.l. mánu- dag. Kom þá í ljós að útsvars- .stiginn þar hafði verið hækk- aður þannig frá því í fyrra, að 3.8% voru nú lögð ofan á öll útsvör einstaklinga og fé- laga, eins og þau höfðu verið .ákveðin samkvæmt útsvarsstig- anum. Töldu forráðámenn .Reykjavíkurbæjar sig tilneydd.á .að hækka þannig raunveruiega útsvarsstigann, til þess að ná alls 225.5 milljón kr. útsvars- tekjum á árinu, eða þeim 205 niilljónum, sem gert var ráð . fyrir á fjárhagsáætlun, að við- ' bættum 10% fyrir vanhöldum. Flestir kaupstaðanna utan Reykjavíkur munu hafa orðið að hækka útsvör sín frá þvi :sem þau voru í fyrra, og voru þó útsvarsstigar þeirra sumra geysiháir fyrir. Hinsvegar er lítil sanngirni í því að bera ;saman við Reykjavík, eins og .stundum er gert, þvi að að- .staða þeirra og Reykjavíkur- bæjar til útsvarsálagningar og tekjuöflunar yfirleitt er alger- lega ósambærileg. Reykjavík :.fær nú í ár eins og mörg und- anfarin ár, um það bil !4 liluta hinnar gífurlegu útsvarsupp- hæðar sinnar frá félögum, þ. e. a.s. fynrtækjum, sem taka gróða sinn fyrst og fremst af verzlun og viðskiptum við alla landsmenn. T.d. fær Reykja- vík í ár um 9 millj. króna í út- svör aðeins frá S.Í.S., Eimskip og olíufélögunum, og aðra eins upphæð frá Áfengisverzlun ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins einum. Þar að auki eru svo nær allir heildsalar landsins, skipafélög, flugfélög og allar aðrar opin- berar og hálfopinberar stofnan- ::ir og fyrirtæki, sem liafa tekj- ur sínar af viðskiptum við mik- inn hluta landsmanna eða alla þjóðina. Og enn eru ótaldir all- ir þeir hátekjumenn, sem :standa að þessum fyrirtækjum og stofnunum, og Reykjavíkur- bær leggur á útsvör sem ein- staklínga. Þegar þessa er gastt, ættu út- svör í Reykjavík að geta ver- ið hin langlægstu á landinu. B!oð Sjálfstæðisflokksins í 'Reykjavík hafa á undanförn- um árum oft viljað telja að svo væri, og hafa óspart gert sam- .anburð á útsvarsstigum og út- svarsbyrðum í höfuðstaðnum og t..d. nágfannabæjunum við Faxaflóa, Hafnarfirði, Akranesi og Keflavík. Fyrir síðustu'bæj- arstjórnarkosningar birti Morg- unblaðið tíðum háðsmyndir af útsvarsgreiðendum þessara bæja og annarra, þar sem þeir sliguðust undir dragsíðum pok- um með útsvarsbyrðunum í, en Reykvíkingurinn stóð teinrétt- ur við hliðina á hinum, með ,-sinn poka fisléttan smáskjatta. Ýmsir veittu því þá athygli, að aldrei kom mynd af Kópa- vogsbúamim með sinn útsvars- poka við hlið Reykvíkingsins! Ekki hefði það þó getað talizt langsóttur samanburður, við næsta nágrannabæinn, og varla við því ,að búast, eftir öðrum vopnabrög'ðum íhaldsblaðanna, að þau gerðu það af einskærri hlífð við þá, sem farið hafa með stjórn í Kópavogi, að láta slíkan samanburð undan drag- ast. Forráðamenn Reykjavíkur- bæjar g'era á hverju ári kröfu til þess að fá í sinn hlut væn- an hluta af útsvörum þeirra manna, sem flutt hafa búferl- um frá Reykjavík í Kópavog á næst liðnu ári og greiða hér útsvör í fyrsta skipi. Alltaf þykir þeim vissara að hafa þann fyrirvara með þessari kröfugerð sinni um útsvars- skiptingar, að reynist útsvörin í Kópavogi meira en 10% lægri en þau ættu að vera skv. út- svarsstiga Reykjavíkur, krefj- ast þeir að lagt verði viðbót- arútsvar á þessa fyrrverandi borgara höfuðstaðarins, sem flestir hafa flúið hingað í því skyni að fá hér þá aðstöðu til að koma upp húsi yfir sig og sína, sem þeim var ókleift að fá í Reykjavík. TiJ þess að gera þessum mönnum þetta mögu- legt, ver Kópavogskaupstaður árlega miklum hluta af út- svarstekjum sínum. En sjálfur hefur hann, að því er snertir tekjuöflun af útsvörum, óhæg- asta aðstöðu allra kaupstaða landsins í samanburði við Reykj avík. Útsvör frá félögum og fyrir- tækjum í Kópavogi í ár nema ekkí 1/20 — einum tut.tig- as.tá hluta — eða 5% — allra álagðra útsvara, á sama tíma sem þessi iVlsvör félaga einna nema fjórðungi — 25% — allr- ar útsvarsupphæðarinnar í Reykjavík. Af þessu lægi óneitanlega nærri að draga þá ályktun, að útsvör ’á einstaklinga í Kópa- vogi hlytu af illri nauðsyn að vera miklum mun hærri en í Reykjavík. Kópavogskaupstað- ur verður að taka 95% sinnar útsvarsupphæðar af einstak- iingum sem langflestir standa í að byggja hús yfir sig eða eru alveg nýbúnir að leysa þá þungu þraut, flestir af vanefn- um, sumir í sárri fátækt. Reykjavíkurbær fær 25% af sínum útsvarstekjum frá for- ríkum félögum, sem raka sam- an verzlunargróða af viðskipt- um við alla landsmenn. Reykjavík hefur þannig í raun réttri alla landsmenn ^sem út- svarsgreiðendur, Kópavogur aðeins þá, sem flúið háfa frá Reykjavík og búa við vanefni og erfiða efnahagsaðstöðu. Af hálfu þeirra, sem hér hafa farið með stjórn bæjarmálefna, hefur því aldrei verið á lofti haldið, að útsvör væru lægri hér en annars staðar, t.d. í Reykjavík, jafnvel þótt svo hafi verið. Fyrir því, að slík regla gæti jafnan gi-lt, eru eng- in almenn rök, eins og sýnt hef- ur verið fram á. Vegna þess að hér hefur orðið að byggja upp á einum áratug allt það, sem aðrir bæir á landinu hafa haft marga áratugi til að gera, hefðu útsvör þurft að vera hér hærri en annars staðar. Ut af fyrir sig eru engin takmörk fyrir því, hvað Kópavogsbær þyrfti að hafa úr að spila á ári hverju. En takmörkin liggja í því, hvað vit er í að ætlast til að skattborgararnir geti greitt á ári hverju. Það verður að líta á gjaldþol þeirra og efnahags- aðstöðu á hverjum tíma, en ekki aðeins á hitt, hve miklu forráðamenn bæjarfélagsins treysta sér til að koma í lóg á ári hverju, jafnvel þótt til gagnlegra og' nauðsynlegra framkvæmda sé. Hítt er og augljóst, að ekkert vit eða rétt- læti er í því að viðhafa sama útsvarsstiga, eða jafnvel hækk- andi ár frá ári, ef tekjur manna, sem á er lagt, hækka aðeiiis að króiuitali vegna verð- bólgu. Með því móti hlýtur skatta- eða útsvarsbyrðin að þyngjast ólióflega ár frá ári, þangað til að því kemur, að slík álagningaraðferð borgar sig ekki fyrir þann, sem henni beitir. Það eru þessi sjónarmið, sem hafa ráðið við ákvörðun út- svarsupphæðar og álagningu út- svara í Kópavogi undanfarin ár, og ráða enn. Þess vegna hefur útsvarsstigi Reykjavíkur, sem jafnan hefur verið lagður til grundvallar hér, verið end- urskoðaður frá ári til árs riokkurrar meiri lækkunar en gert hefur verið í Reykjavík. Auk þess hafa verið höfð hér við útsvarsálagningu ýms sjón- armið og tillit, sem ekki hafa tíðkazt annars staðar, t.d. ver- ið dregið allt að helmingi frá tekjum kvenna, sem vinna ut- an heimilis, en sú regla er nú loks lögfest að því er tekju- skatt til ríkissjóðs snertir. Frá- dráttur frá tekjum sjómanna, vegna hlífðarfataslits og fjar- veru frá lieimilum sínum var tekin upp hér löngu áður en hann var tekinn í lög, o.s.frv. Hér hefur jafnan verið veitt- ur ríflegri afsláttur af útsvör- um en víðast hvar annars stað- ar, öllum, sem orðið hafa fyr- ir veikindum og slysum, og yfirleitt verið reynt eins og frekast hefur verið 'unnt, að fylgja reglu útsvarsiaganna um álagningu, „eftir efnum og á- stæðum“, en forðast í lengstu lög hina vélrænu álagningu, en það verður vitanlega erfið- ara með hverju ári, eftir því sem gjaldendum fjölgar. Á fjárhagsáætlun Kópavogs- kaupstaðar, sem lögð var fram í vetur fyrir bæjarstjórnar- kosningar, var gert ráð fyrir 7,5 millj. kr. útsvarstekjum. Þrátt fyrir al’t gíamur og gíf- uryrði minnihlutaflokkanna fyrir kosningar, fór svo þegar fjárhagsáætlunin var endanlega samþykkt eftir kosningarnar, að þeir treystu sér ekki til að gera eina einustu tölulega breytingartillögu við fjárhags- áætlunina nú fremur en í fyrra. Er það óneitanlega einsdæmi hér á landi og þótt víðar væri leitað, að andstaða sé svo aum og úrræðalaus. Þegar niðurjöfnun var lok- ið, sýndi það sig, að með því að viðhafa út í æsar nákvæm- lega sama útsvarsstiga og Reykjavik í ár, hafa sömu að- ferð við álagningu, sama per- sónufrádrátt og sama ofanálag á útsvör, 3.8%, hefði Kópa- vogskaupstaður getað' „náð“ allt að 1 milljón króna hærri upphæð af útsvarsgreiðeridum sínum, Hefði verið innan hand- ar að samþykkja þá viðbót í bæjarstjórn, vafalaust mót- atkvæðalaust. Hvað hefðu full- trúar Sjálfstæðisflokksins get- að haft á móti því, að fylgja þannig fordæmi Reykjavíkur? Meirihluti bæjarstjórnar og niðurjöfnunamefndar valdi þó ekki þennan kost. Hér var á- kveðið að veita hærri persónu- frádrátt frá útsvari fyrir konu og börn á framfæri útsvars- greiðanda en áður og mun hærri en nú er gert í Reykja- vík, en blöð Sjálfstæðisflokks- ins hafa hingað til talið per- sónufrádrátt þar hinn hæsta á landinu. Persónufrádráttur hér í Kópavogi er nú sem hér segir: Portoros 18. ágúst 1958. Fimmta umferð; Aldrei hefur á stórmeist- aramótum verið tefld önnur eins umferð og þessi. Níu skákum var lokið án friðar- samninga þegar sú tíunda fór Bent Larsen í bið í annað skipti. Þetta er skák þeirra Bronsteins og Benkö. Hafái sá síðarnefndi lengi átt í vök að verjast en nú þótti mörgum sem hann myndi lafa í jafntefli. í þessari umferð tefldi Friðrik við Cardoso. Tefldi Asíubúinn hættulegt afbrigði af Sikileyjarvörn og fór eng- an vegnn varhluta af hætt- umlm. í 12. leik fómaði Frið- Hér í Kópavogi eru hlutfalls- lega langtum fleiri börn en í nokkru öðru bæjarfélagi á landinu, enda er hér varið hlutfal’slfga miklu meira fé til skólabygginga en í nokkru öðru bæjaríélagi. Hækkun per- sónufrádráttar á hvert bam er því tiltölulega dýr ráðstöfun hér, miðað við það sem hún mundi kosta í öðrum bæjarfé- lögum. Eigi að siður valdi meirihluti bæjarstjórnar og niður- jöfnunarnefndar þann kost að veita lækkun útsvaranna í því formi að þessu sirlni, að hafa persónufrádrátt hærri en í nokkru bæjarfélagi ó landinu í ár, auk þess sem útsvarsstig- inn sjálfur mun þola saman- burð við hvaða kaupstað sem er annan. Þessi lækkun útsvar- anna á barnafjölskyldum, kost- ar bæjarsjóð nokkur hundr- uð þúsund króna. Bæjarstjórn- armeirihlutanum hér er ljóst, að útsvörin eru þung, hér sem í öðrum kaupstöðum. landsins. En hann treystir því, að meiri- hluti bæjarbúa kunni að meta viðleitni til að stilla þeim í hóf, þrátt fyrir mikla þörf bæj- arins fyrir tekjur til fram- kvæmda. Innheimta útsvaranna hér sl. ár, sem komst yfir 100% áætlunarupphæðar, en það mun vera algert einsdæmi, sýnir að Kópavogsbúar vilja greiða bæ sínum gjöld sín. Út- svörunum í ár er stillt í hóf í fullu trausti þess, að svo reyn- ist enn á þessu ári. rik peði en Cardoso þorði ekki að taka það. Nokkrum leikjum síðar er Friðrik orð- inn einvaldur á miðborðinu og víðast annarsstaðar, og i 28. leik skákar hann Cardoso í fyrsta og síðasta skipti en Asíubúinn gafst upp til að forðast máti. Úrslit: Averbach — Rosetto 1—0 Larsen — Fiister 1—0 Sanguinetti — Neikirk 1—0 Panno — Gligoric 0—1 Friðrik — Cardoso 1—0 Taj — Filip 1—0 Petrosjan — Matanovic 1—0 Sherwin — Pachman 0—1 De Griff — Szabo 0—1 Bronstein — Benkö 1 2— Sjötta umferð, í sjöttu umferð bar bað helzt til tíðinda að Friðrik vann Gligorie, erfiðasta and- stæðing til þessa, Filip og Petrosjan sömdu stórmeist- arajafntefli, Cardoso náði þriðja jafntefli sinu gegn stórmeistara, Benkö vann Averbach og Bronstein varð að sætta sig við jafntefli gegn undrabarninu. Áður en umferðin hófst hafði Bobby sagt að Bronstein væri Framhald á 10. síðu. Kr. Fyrir konu 900.00 (,,Kópavogur“) tils>-----------------— ______________' ________ Fréftabréf frá Porforðs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.