Þjóðviljinn - 31.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 31. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 •
Hér sési Lárus Sigurbjörnsson safnvörður
sitja við skrifpúlt Jóns Árnasonar.
Gamlar Reykjavíkur-
myndir og munir
Á 172. afmælisdegi Reykja-
víkurbæjar, mánudaginn 18.
ágúst s.l. var opnuð í sýn-
ingarsal Skjala- og minja-
safns Reykjavíkurbæjar sýn-
ing, er nefnist Gamlar
Reykjavíkurmyndir. Að sýn-
ingu þessari stendur safnið
sjálft svo og Reykvíkingafé-
lagið. Þar sem sýningunni
mun ljúka 4. september n.k.,
fer að verða hver síðastur að
sjá hana. Og til þess að
minna menn á þessa sýningu,
áður en það verður um sein-
an, vill Þjóðviljinn kynna
hana nokkuð fyrir lesendum
sínum. Síðan geta þeir skoð-
að hana sjálfir, því að sjón
er ætíð sögu ríkari.
Yíir 800 myndir og
munir.
Eins og nafn sýningarinnar
ber með sér er megin uppi-
staða hennar gamlar myndir
úr bænum og bæjarlífinu,
ljósmyndir, málverk og teikn-
ingar, en auk þeirra eru
þarna ýmsir gamlir og merki-
legir munir, sem Minjasafnið
á. Þegar fréttamaðurinn var
að litast um í salarkynnum
sýningarinnar var hann svo
heppinn, að koma auga á Lár-
us Sigurbjörnsson, eafnvörð,
sem varð góðfúslega við
þeirri beiðni, að ganga með
honum um sýninguna og gefa
ýmsar upplýsingar varðandi
hana og Minjasafnið.
Þegar sýningin var opnuð
voru á henni 579 myndir og
munir, sagði Lárus. En síðan
hafa stöðugt verið að berast
myndir til safnsins og hafa
þær verið settar upp jafnóð-
um. Hafa þannig bætzt við
rösklega 250 myndir alls.
Stærsta gj”fin er safn gam-
alla póstkorta, sem Bjarni Ól-
afsson bókbindari gaf. Er þar
margt skemmtilegra og
merkilegra póstkorta að
finna, t.d. kort með myndum
frá fánatökunni á Reykjavík-
urhöfn 1913, skripamynd af
frambjóðendunum í Reykja-
vík við Alþingiskosningarnar
1911, myndum af ráðherrum,
vatnsberum, leikurum o.fl.
o.fl.
Sýna byggingarsögu
bæjarins.
Meginn hluti myndanna á
sýningunni er kominn úr
tveimur söfnum: Safni teikn-
inga og málverka Jóns Helga-
sonar biskups, er bærinn
keypti á sínum tíma, og safni
Georgs Ólafssonar banka-
stjóra, sem Reykvíkingafélag-
ið á.
Eins og að líkum lætur
kennir þarna margra grasa
og skal hér ekki gerð nein
tilraun til þess að telja upp
einstakar myndir, enda yrði
það þurr upptaining. Frétta-
maðurinn spurði hins vegar
Lárus Sigurbjörnsson, hverj-
ar hann teldi merkilegustu
myrdirnar á safninu. Þeirri
spurningu sagði Lárus, að
væri erfitt að svara. Þarna
væri margt ágætra mynda af
sögulegum atburðum í bæjar-
lífinu, og af kunnu fólki, en
liann teldi ekki síður þær
myndir merkilegar, er sýndu
eitthvert ákveðið stig í
byggingarsögu bæjarins eða
eitthvað einkennandi fyrir
þann tíma, sem þær væru frá.
Á myndunum sæi maður ekki
aðeins húsin og fólkið heldur
og umferðina á götunum og
tæknina eins og hún var, er
þær voru teknar.
Furðu lítið aí
Reykjavíkurmálverkum.
Eins og að líkum lætur eru
ljósmyndir flestar á sýning-
unni, en einnig er allmargt
teikninga og málverka. Auk
mynda Jóns Helgasonar bisk
ups, sem eru 118 talsins, má
nefna . málverk eftir Ásgrím,
eina af elztu myndum hans,
og elztu mynd Þórarins B.
Þorlákssonar. Annars sagði
Lárus, að íslenzkir málarar
hefðu furðulítið málað af
Reykjavíkurmyndum. Þarna
er einnig safn af gömlum
koparstungum og steinprent-
unum, sem Sigurgeir Sigur-
jónsson konsúll hefur gefið.
Þegar þessari sýningu lýk-
ur, munu helztu myndirnar
hengdar iipp í sýningarsaln-
um, sem mun framvegis verða
opinn fyrir almenning, en hin-
ar verða skrásettar og
gejmidar. Sagði Lárus, að
ætlunin væri, að koma upp
góðu safni af mannamyndum,
s.s. helztu forustumönnum í
félags- og athafnalífi bæjar-
inSj listamönnum og öðrum,
er sett hefðu svip á bæinn.
En auk þess verður haldið á-
fram að safna Reykjavíkur-
myndum, því að mörg eru
þau kurl, eem þar eru enn ó-
komin til grafar. Ættu menn
að láta safninu í té allar þær
gamlar myndir er þéir kunna
að eiga í fórum sínum og
hirða ekki um að eiga en á
einn eða annan hátt varða
sögu bæjarins. Munu þær vel
þegnar.
Skrifborð séra Sigurðar
á Rafnseyri.
Auk myndanna eru á sýn-
ingunni nokkrir gamlir mun-
ir. Hafa sumir þeirra áður
verið geymdir að Árbæ en
munu framvegis verða geymd-
ir í sýningarsalnum. Aðrir eru
nýkomnir í eigu safnsins. Svo
er t.d. um skrifborð séra Sig-
urðar á Hrafnseyri, föður
Jóns Sigurðsson. Það hefur
lengi verið í eigu bæjarins,
var síðast í gömlu gasstöðinni
en var flutt hingað er hún
var rifin, segir Lárus. Af
öðrum merkum munum, sem
þarna eru má t.d. nefna skrif-
púlt Jóns Árnasonar þjóð-
sagnasafnara og skrifborð
Björns Jónssonar riV'tjóra.
Stofninn að Minjasafninu
var sem kunnugt er Berg-
mannssafnið evonefnda, sem
Reykvíkingafélagið gaf, og er
mest af því á Árbæjarsafn-
inu. Sagði Lárus að ætlunin
væri að skipta safninu, þann-
ig að í Árbæ væri geymt allt,
sem varðar sveitabúskap i
Reykjavík og nágrenni, og
það, sem minnir á gististaðinn
gamla, en í safninu að Skúla-
túni 2 yrðu geymdir munir,
er snertu bæjarlífið og ein-
staka kunna menn.
Byggðasafn Reykja-
víkur í Árbæ.
I Árbæ á með tímanum að
rísa upp veglegt byggðasafn
fyrir Reykjavík. Verður gerð
gömul Reýkjávíkurgata í
slakkanum fyrir neðan bæinn
og flutt þangað gömul og
merkileg hús úr Reykjavík.
Munu fyrstu tvö húsin vænt-
Þjófar gera boð
á undan sér!
Þá höfum við það, drengir
góðir, sem aldrei hefur áður
skeð: þjófar gera boð á und-
an sér; heill floti sjóræningja
•— gentlemen — þegnar henn-
ar hátignar Bretadrottningar
hafa tilkynnt okkur alveg ein-
stæða ránsferð að þessu sinni:
þeir ætla að leyfa eér, — nátt-
anlega verða flutt næsta vor.
Eru það Hansenhúsið, sem
stendur á bak við dómkirkj-
una, byggt árið 1830, og
Dillonshúsið eða Suðurgata 2.
Það hús var reist 1836 og í
því bjó um skeið Jónas Hall-
grímsson. Síðar vei’ða einnig
flutt verzlunarhús og fleiri
byggingar, vatnspóstur settur
upp við götuna o.fl. o.fl. Einn-
ig verða fluttir hjallar, naust
og bátar á Árbæjarsafnið.
Safnið að Árbæ er opið kl.
2—6 á degi hverjum nema
mánudaga, fyrir almenning.
Hefur aðsókn að því verið
góð, enda margt merkilegt að
sjá þar.
,,Fólk veit þá, hvert það
á að snúa sér".
Eftir að þessari sýningu'
lýkur verður nokkrum hluta
Minjasafnsins komið fyrir í
sýningarsalnum, eins og áð-
ur var sggt, og verður það
safn framvegis opið til sýnis
fyrir almenning. Fréttamað-
urinn innti Lárus eftir því,
hvort salurinn væri ekki of
lítill fyrir safnið. Kvað hann
það rétt vera, en bætti því
við, að þrátt fyrir það væri
ágætt að hafa þennan stað,
þá vissi fólk þó að minnsta
kosti, hvert það ætti að snúa
sér með þá muni, sem það
vildi láta af hendi við safnið,
og fyndi, að fyrir hendi væri
bæði vilji og geta til þess að
veita þeim móttöku.
Vonandi á Minjasafninu
eftir að vaxa fiskur um
hrygg með góðri aðstoð al-
menning í bænum, svo að það
verði bæjarins stolt og prýði,
eins og slik söfn geta verið,
en það er enn á bernsku-
skeiði, aðeins fjögurra ára
gamalt.
úrlega í drottins nafni — að
stela frá okkur fiski — miklum
fiski, en sverðinu hafa þeir
ekki gleymt frekar venju: heill
floti herskipa skal „réttlæta'*
ránið innan 12 mílna land-
helgi okkar — og sem aldrei
verður hvikað frá, hversu mjög
sem brezka ljónið geispar. Eng-
ar ógnanir geta hrætt okkur
tslendinga, sem stöndum eem
ein órjúfandi fylking á rétti
okkar.
Eru engin takmörk fyrir því
hvað þessi helsjúka yfirgangs-
þjóð leyfir sér? — SÍFAL.
Þessi mynd er af málverki eftir Engilbert Gíslason, sem
Vestmanrifaeyjabœr gaf safninu. Það er af Laufásveg-
inum um 1907 og sést Skálholtskot á miðri myndinni.
<$>
Gamlar myndir á sýningunni — Frá vinstri: Fyrstu útgefendur Vísis;
hjónin í Melkoti; glímukappar íslands 1907 og 1909, Jóhannes Jósefsson og
Guðmundur A. Stefánsson.