Þjóðviljinn - 31.08.1958, Síða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1958, Síða 7
Sunnudagur 31. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN >— (7 Brezkum togaraskipstjórum fyrirskipaS a𠥩ra utan 12 mílna nema í fylgd með herskipum ÚtgercHarmenn /e//ooð llkurnar á oð upp komht um landhelgisbrjóta v/ð ísland muni margfaldast þegar 12 milna landhelgm tekur gildi Það er nú komið á daginn að brezkir útgerðar- menn hafa gefið skipstjórum sínum fyrirmæli um að hætta sér ekki inn í 12 mílna landhelgi við Island. Þeir telja að líkurnar á að upp komist um landhelgisbrjóta muni margfaldast þegar 12 mílna landhelgin gengur í gildi. Frá þessu er skýrt í skeyti frá fréttaritara The Times í Hull 24. ágúst. Þar segir svo: „H*ngað til hafa togaraskip- stjórar fylgt þeirri feglu að þeir hafa hæ1t sér inn fyrir landkelgistakmörk við Island semi ekki liafa hlotið alþjóða- viðurkenningu (Aths. Þjv.: Hér mun vera átt við 4 mílna mörk- in). Vemjan hefur verið sii að gagnkvæmar tryggingar tog- aiaeigenda hafa staðið straum af háurn sektardómum ís- lenrkra, dómstóla og upptöku veiðarfæra. Togaraeigendur hafa Því yfirleitt ekki gert sér rellu út af því hvaðan góður aflafengur kom. Nú er áhæítan talin liafa margfaldazt' svo að allir skip- stjórar eru varaðir við því munnlega að fara inn fyrir 12 míína takmörkin, nema þeir séu undir vernd herskipa eða í grennd við fylgdarskip úr flot.anum. Skipstjórar sem teknir verða að veiðum upp á sitt eindæmi innan takmark- anna geta átt á hættu að þeir fái ekki að sigla skipi sínu undir vernd liinna gagnkvæmu trygginga“. Brezki flotinn sem bingrað kemur Daily Telegraph skýrir frá þvi að fiskiverndardeild brezka flotans sé nú i Rosyth, en sé nú á förum til íslands. •D.eildin hefur nýlega verið endurskipú- lögð. í henni eru m.a. þrjár nýjar freigátur, Eastbourne, 2.200 lesta, Pallister og Russ- ell, 1.100 lesta hvor, og 1.100 lesta tundurduflaslæðari, Hound, og- er hann byggður Sír Farndale Philips, forrhaður samtaka brezkra tog- araeigenda og fyrrverandi her- foringi. 1942. Auk þeirra eru í deild- inni sex minni skip, sem að- eins geta verið stuttan tíma á sjó. Það er því sennilegt að skipin sem sigli norður verði þau fjöguf sem áður voru nafngreind. Af vopnabúnaði þeirra er aðeins minnzt á djúpsprengjur sem sagt er að hægt sé að skjóta yfir ■ stórt , . svæði af mikilli nakvæmru. „Sambands- foringjar'4 Daily Telegraph skýrir einnig frá þvi að tveir gamlir togaraskipstjórar sem gerþekki miðin við ísland, en nú hafa látið af störfum, James Dark- ins og Jack Mawer, muni fara með brezku herskipunum til ís- iands og verða eins konar ,,sambandsforingjar“ milli þeirra og togaranna. Annars staðar hefur verið skýrt frá því að Jack Enevoldsen, ritari félags yfirmanna á togurum í Hull, muni verða ráðgjafi brezka flotans. Á það hefur einnig verið bent að sir Farn- dale Phillips, sem nú er for- maðui’ brezkra togaraeigenda, sé hershöfðingi að nafnbót og hafi gegnt herþjónustu í land- gönguliði flotans!! í brezkum blöðum hefur að undanförnu verið talað um að á annað hundrað brezkir tog- arar myndu verða hér við land þegar landhelgin verður stækk- uð og að þeir myndu allir reiðubúnir til að sigla inn fyr- ir 12 mílna takmörkin í fylgd herskipa. Verða brezku tog- ararnir aðeins 50 Nú herast hins vegar frétt- ir uni aó brezku togararnir sem kunna að sigla inn fyrir 12 mílna mörkin í skjóli her- skipa muni a.m.k. verða miklu færri en talað hefur verið um í brezkum bliiðum. Kaup- mannahafnarblaðið POLITIK- EN sagðist hafa fengið fréttir nm það á miðvikudagskvöld, að margir brezku togaranna liafi fengið fyrirmæli um að sigla (51 Hvítahafs, þar sem mi sé mikhi betri veiði en við ísland. Verði úr sameiginleg- um aðgerðum brezkra togara og herskipa við ísland, muni sennilega aðeins um fimmtíu togarar frá IIull og Grimsby taka þátt í þeim. Herskipin lögð af stað Daily Telegrapli segír að brezku herskipin hafi lagt af stað til íslands á miðvikudag- inn og fimmtudaginn. Allir togaraskipstjór.ar hafi fengið innsigluð fyrirmæli um hvað þeir eigi að gera ef íslenzk varðskip reyna að taka skip þeirra i landhelgi. Blaðið seg- ir: „Þeir geta valið á milli þriggja herskipa sem munu fylg'ja flotanum yfir takmörk- in. Skpstjórunum hefur verið sagt að vera ekki of langt frá verndarskipunum ef til vand- ræða kemur. Ekki verður látið uppi á hvaða stöðum samflot togar- anna á að vera. en sennilegt er að þeir verði við suðurodda ísl.ands og undan vestur- og norðvesturströndinni, þar sem kola- og ýsuvertíðin er um það bil að hefjast. Togaraskipstjórarnix’ liafa fengið ströng fyrirmæli frá útgerðarmönnum um að fara aðeins yfir 12 mílna mörkin í fylgd með herskipum. Togara- eigendur óttast að segi ein- hverjir togarar skilið við lióp- ana og veiði milli 4 og 12 mílna takmarkanna upp á sitt ein- dæmi muni reynt að taka þá fasta og það geti lei t af sér alþjóðlegan árekstur. Talið er að fiskiflotinn muni veð'a á 4—12 mílna svæðinu í þrjá daga jafnvel þótt ekkert aflist. Ætlunin er frekar að staðfesta rétt til alfaravegar. Framhald á 11. síðu. Brezkir embœttismenn hafa verið sendir með sumum brezku togurunum á íslandsmið. Þannig lýsir teikn. brezka blaðsins The Evening News þaráttu‘ þeirra á íslandsmiðum Brezkt blað: Timabært að tekið séfyr- Ir yffrgang fiskeinokunarhrlngsins ÞgS verðo brezkar húsmœÓur sem greiSa munu kostnaÓinn af fiskveiÓideilunni Þjóðviljinn hefur áður vakið athygli á því að þaö er fjárri því að brezkir útgerðarmenn geti reitt sig á stuðn- ing allra brezkra blaða og brezks almennings í baráttu sinni fyrir einkahagsmunum íslendinga. The City Press, fjármálabiað sem gefið er út í London, birti þannig 22. ágúst forystugrein þar sem svo er komizt að orði: Togaramenn í Grimsby ætla að virða 12 mílna takmörk ís- lands að vet iigi. Þeir niunu fá vernd fallbyssubáta. Við (ieljum að beiting flotavalds sé mik'Isverð í réttum tilfellum. Deilan við Island í þetta sinn stafar beinlínis frá Ottt- awasamningunum og tollunum sem settir voru á íslenzkan fisk. (Aths. Þjv.: Með Ottawa- samningunum er átt við samn- inga þá sem gerðir voru í Ottawa 1932 um tollabandalag milli brezku samveldisland- anna). Upp úr því varð fiskeinokun- in í Grimsby til. Sá einokunar- hringur hefur útilokað íslend- inga frá brezka markaðinum, svipt brezku þjóðina nýjum og sínum og deilu sinni við ódýrum fiski, valdið illindum við fslendinga og neytt þá til að selja Rússlandi fisk sinn og treysta efnahags- og stjórn- málaten.gsl við það land. Togaraeigendur í Grimsby hafa í rauninni ráðið utanrík- isstefnu Bretlands. Það er kom- ínn tími íiil að á það sé bund- inn endir. Það sem ætti að gera væri að afnema alla tolla á íslenzkum fiski og leyfa þjóð okkar að kaupa frá þeim sem býður bezt. Við myndum þá ef til vill komast að raun um að íslendingar munu ekki gera sér neina rellu út af 12 mílna takmörkunum". Húsmæðurnar borea Eitt þeirra brezku blaða sem túlkað hafa málstað íslendinga af sanngirni er Daily Worker, málgagn kommúnista. Frétta- ritari þess í Hull sagði á föstu- daginn í fyrri viku að ef ekk- ert værj gert myndi verzlunar- stríð við ísland hefjast eftir tíu daga —• og eins og vana- lega yrðu það brezkar hús- mæður sem myndu borga brús- ann. í forystugrein í blaðinu 26. ágúst var komizt svo að orði: „Það ætti að neyða bæði brezku stjórnina og liina óðu menn í liópi brezkra togara- eigenda til að hæ'da við vi- firringslegar fyrirætlanir um hefndaraðgerðir gegn íslcnd- íngum. Þeir1 standa þegar einir uppi. Jafnvel be/.ta Ailanzbanda- lagsvinii- þeirra segja þenu nú að þeim geðjist ckki að fram- ferði þeirra“. Greininni lýkur á þessum orðum: „Það er nógur fiskur í sjón- um og engin ástæða til að svipta íslenzku þjóðina lielztu auðsuppsprettu liennar. Það er orðið tímabært að vi 1 sé kcm- ið fyrir ríkisstjórúina í þessu máli“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.