Þjóðviljinn - 02.09.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 02.09.1958, Page 7
Þriðjudagur 2. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Vilhiálmur Tómasson Minningarorð Þegar Bretar lentxi í landhelgisdeilu við Egypta, þá skutu þeir af þvíUkri snilld á eina egypzka borg, Port Said, að þúsundir létu lífið, drjúgur hlutinn konur og börn um ey$$uR í dag verður borinn til moldar Vilhjálmur Tómasson Bröttukinn 34 Hafnarfirði. Hann lézt þann 26. úgúst s.l. á sóttarsæng, og bar dauða hans skjótar að en margan varði. Vilhjálmur var fæddur að Steinsnesi í Mjóafirði. Voru for- eldrar hans Tómas Tómasson smiður ættaður úr Rangárvalla- sýslu og Hólmfríður Árnadóttir frá Hofi í Mjóafirði. Barnungur hóí Viihjálmur sjó- mennsku, sem varð helzta ævi- Vilhjáhnur Tómasson starf hans. Har.n var ekki aðeins afbragðs verkmaður að hverju sem hann gekk, hann var dáður meðal vinnufélaga og kunningja fyrir félagslund sina og glaðværð. Það var eins og hvergi bæri skugga á þar sem Villi Tomm var með, en svo var hann nefndur í hópi vina og félaga. Alla stund frá því er verkalýðs- samtök skutu rótum í Vestmanna- eyjum, en þar bjó Vilhjálmur lengst, var hann einlægur stuðn- ingsmaður þeirra og unnandi. Það var erfitt að vera smáútvegs- maður í Vestmannaeyjum á gömlu kreppuárunum kringum 1930 og eiga undir högg að sækja gagnvart bankavaldinu og þeim stóru, að ég ekki tali um að vera í dag er Árni Ámason Barmahlíð 11 95 ára. Árni er fæddur í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 2. sept. 1863, en fluttist ungur til bæjarins. Árið 1889 gift- ist hann Kristinu Ólafsdóttur frá Vatnsenda og eignuðust þau 12 börn og eru 9 þeirra á !fi. Strax og Árni fluttist til Reykjavíkur stundaði hann sjó á opnum bátum og eyrarvinnu á milli en frá því fyrir aldamót og fram á seinni stríðsárin vann hann nær samfellt á eyrinni. Það má geta nærri að ekki hafi alltaf verið sældarlíf hjá þeim hjónum með 12 börn, og eiga afkomu sína undir eyr- arvinnu, en Árni var þrek- maður með afbrigðum og þau hjón samhent. Árni er einn af stofnendum Dagsbrúnar heiðursfélagi þar hin síðari ár. Þeir eru fáir eftir á lífi verkamennirnir sem stofnuðu Dagsbrún 1906, og til að standa þár framarlega i flokki þurfti bæði kjark og þar á ofan róttækur sósíalisti, því sá hinn sami átti engrar vægðar að vænta hjá peninga- valdinu. — Þau verða vissulega ekki rakin í stuttu máli þau hin þungu spor verkafólks og smá- framleiðenda á gömlu kreppuár- unum, En þau ár voru lærdóms- rík á marga lund, þau leiddu í ljós betur en nokkrir aðrir timar hvað í einstaklingnum bjó, bar- áttuhæfni hans og siðferðisþrek. Og þá manngildisraun veit ég engan hafa betur leyst af hendi en Vilhjálm Tómasson. Hann var ekki sá sem tók útskúfunarboð- skap -bankavaldsins með auð- mýkt og undirgefni. Hapn var þess um komin að sjá einu leiðina úr ógöngunum: samtökin. Og hann var gæddur þeirri djöx-fung að skipa sér í þann fámenna hóp sem' hófst handa um stofnun smáútvegsmannasamtaka og taka höndum saman við samtök verka- lýðsins í baráttu fyrir sameigin- legum hagsmunum sjómanna og smáútvegsmanna árin 1931—’32. Það er vissulega vafamál, svo ekki sé sterkar að orði komizt, hvort þessi barátta gaf honum sjálíum nokkuð í aðra hönd. Hitt orkaði ekki tvímælis í leikslok þá, að fyrir atbeina Vilhjálms og samherja hans var miklu hags- munatjóni afstýrt fyi'ir vinnandi fólk og hrundið fi'am drjúgum kjarabótum fyrir fjöldan._ Með Vilhjálmi er til moldar genginn góður drengur og vask- ur og sannur fulltrúi þeirrar kyn- slóðai’, sem höi’ðum höndum og ódeigum huga hóf þjóð sína úr frumstæðustu lífsbjargarháttum og fátækt til meiri hagsældar og fylli’i lífsmöguleika en flesta hafði órað fyrir að takast mætti á svó skömmum tíma. Vilhjálmur var giftur Guðrúnu Sigmundsdóttur, sem feyndist honum ætíð hinn bezti lífsfélagi og lifir mann sinn. Börn eiga þau tvö á lífi uppkomin, Rögnu, sem búsett er í Hafnai-firði, og Tómas, er býr í Hafnai'firði með móður sinni. þor — Árni stóð þar framar- lega. Árni missti konu sína 1946 eftir 57 ára sambúð, þau hjón munu hafa búið alla sína búskapartíð á Bakka- Árni Árnason stíg í Vesturbænum — en nú er Árni hjá dóttur sinni og tengdasyni í Barmahlíð 11. Margir munu senda þessum aldraða og sómakæra verka- manni kveðjur I! dag. Þjóð- viljinn tekur undir þær kveðj- ur og óskar Árna allra heilla og fagurs ævikvölds. 'Nýlega var þess einhvers- staðar getið til marks um umburðarlyndi okkar íslend- inga gagnvart brezkum tog- urum, að þrátt fyrir allt þeirra ofríki á íslandsmið- um hefðum við aldrei skotið á þá nema varðskip okkar örfáum sinnum sent saklaus viðvörunai'skot fyrir fram- an stefnið á veiðiþjófum sem hefðu reynt að stíma burt með þýfið. En þetta er ekki allskostar rétt. Islendingar liafa hvað eftir annað skotið á brezka togara, ekki bara fyrir framan 6tefnið, heldur oft og tíðum beint á þá, já einmitt beint á þá — upp á líf og dauða. Hinsvegar hafa Islendingar aldrei notað til þessa fallbyssur af þeirn gerð sem prýðir nú leiðang- ur brezkra veiðiþjófa á mið okkar — heldur línubyssur. Þetta er sem sé ekki í fyrsta sinn sem brezkir tog- aramenn biðja um aðstoð við íslandsstrendur. Við höfum fvrr heyrt neyðarköll þeirra. Hitt er nýtt að heyra þá biðja um aðstoð herskipa gegn okkur, fulltingi fall- byssna til að hafa í frammi við okkur hroka og ofríki. Við erum vanari þeim neyð- arköllum þeirra þar sem að- stoðarinnar var einmitt beiðzt af okkur. Eða (svo tekið sé aðeins eitt dæmi) hverskonar byssa var það sem bjargaði þeim við Látrabjarg? Var það fall- byssa á brezku herskipi? Var það ekki línubyssa sem nokkrir íslenzkir sjómenn og bændur fluttu um erfiðan veg og ofan þverhnípt bjarg- ið og lögðu líf sitt í hættu til að geta skotið úr henni á hinn brezka togara — og hittu. Hvaða gagn hefði orðið að brezkum heirns- veldishroka í briminu undir Látrabjargi nóttina þá? Eg sá um daginn úrklippu úr brezku blaði þar sem far- ið var liéðulegum orðum xim hina nýju landhelgi okkar íslendinga, enda mundu svona smákallar eins og við aldrei geta varið hana, ætt- um ekki nema 5—7 litla koppa búna fallbyssum, og kynnum sennilega ekki að skjóta úr þeim fallbyssum, þó við fegnir vildum. Okkur dettur auðvitað ekki í hug að bera á móti því að Bretar séu meiri skyttur en við. Enda skort- ir ekki sannanirnar um skot- fimi þeirra. Til dæmis fyrir tveim árum þegar Bretar lentu í landhelgisdeilu við Egypta, þá skutu þeir af því þvílíkri snilld á eina egypzka borg, Poii; Said, að þúsundir létu lífið, drjúgur hlutinn konur og börn, og varia stóð steinn yfir steini eftir hrið- ina. Nei, okkur dettur ekki í hug að keppa við Breta í skotfimi. Aðeins viljum við minna Breta á það, að fallbyssur duga ekki allstaðar. Það er til dæmis tilgangslaust að skjóta fallbyssukúlum á brimið undir Látrabjargi. Og þó við íslendingar séum klaufar að skjóta úr fall- byssum, þá eigum við nokk- ra menn sem hafa sýnt að þeir kunna að skjóta úr línubyssum. Við erum að vísu ekki heimsveldi eins og Bretar. En einmitt kannski þess vegna eigum við bágt með að bera virðingu fyrir fall- byssum. Hinsvegar kunnum við vel að meta línubyssur. Og þó að brezkir togara- menn hlæi kannski að byss- um okkar í dag, þá hafa þeir ekki alltaf gert það.— og munu kannski ekki alltaf gera það. Og einmitt kannski líka vegna þess að við erum litil þjóð en ekki heimsveldi. þá eigum við bágt með að hata nokkra þjóð. Og þese- vegna getum við sagt við Breta í fullri einlægni, að þó þeir séu reiðubúnir að skjóta á okkar skip úr fall- byssum sínum í dag, þá munum við ekki síður verða reiðubúnir að skjóta á þeirra skip úr línubyssum okkar, — ef þeir skyldu einhverntíma aftur æskja þess. Jónas Árnason J. R. 95 ára í dag

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.