Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 26. september 1938 V ÁBNI ÁGÚSTSSON: Landhelgismálið helur varpað Ijósi inn í áróðursmyr kur stórveldanna Hin nýja 12 mílna fiskveiði- lögsaga er undirstaða efna- hagslegs sjálfstæðis íslend- inga. Hún er lífsnauðsyn þjóð- arinnar, sem ekki mátti draga lengur að framkvæma. Þessi iifenauðsyn sjálfstæðrar til- veru þjóðar vorrar er for- senda þeirrar sterku samstöðu Islendinga um þá ákvörðun i’íkisstjórnarinnar að helga oss 12 mílna fiskveiðilögsögu. Og enn hefur samstaða le- iendinga eflzt við þau ein- stæðu ofbeldisviðbrögð Breta í þessu máli, er þeir halda tog- urum sínum að veiðum, undir herskipavernd innan nýju landhelgislínunnar. Væntan- 3ega verður gifta íslenzku þjóðarinnar, réttur hennar og nauðsyn hinu brezka ofbeldi og yfirgangi sterkari og sam- staða fslendinga um hið mikla mál sitt endingarbetri en sam- staða Breta um hervernduð rán á fslandsmiðum og fá- heyrða valdníðslu á vopn- lausri smáþjóð. Valdníðsla af hálfu Breta í garð vanmáttugra þjóða er að vísu ekki ný af nálinni, en vegna óraunsæis margra ís- lenzkra stjórnmálaleiðtoga hefur allstór hluti íslenzku þjóðarinnar leiðzt í barnslegri einfeldni til trúar á hollustu þess að vera í hernaðarlegu bandalagi við það ríki m.a. eem nú sýnir minnstu þjóð A'tlanzhafsbandalagsins ógn og ofbeldi og undirstrikar enn með því gamla og nýja yfir- gangsstefnu gagnvart smá- þjóðum sem fslendingum hefði verið vorkunnarlaust að muna. En svo mjög hefur verið haldið uppi í íslenzkum blöð- um hinum vestræna áróðri um verndartilfinningu Breta fyrir smáþjóðum, að alltof stór hluti íslenzkra manna hafa fram að þessu naumast mját.t vatni iiaSda af vandlæí- ingu 'ha.fi á 'faS verm rnfnnzt að íslendingum væri hollast að rígbinda sig ekki í hern- aðarbandalag stónælda, þótt þau væru staðsett á vestur- hveli jarðar. Það var því ekki undarlegt þótt fslendingar væru margir seinir til þess að frúa því að Bretar myndu framkvæma þær hótanir um hernaðarað- gerðir í landhelgismálinu, sem snemma kom fram af hálfu brezka útgerðarmanna. Þeir. sem höfðu trúað áróðri blað- anna um skjólblíðu smáþjóða i skauti Atlanzhafsbandalags- ins höfðu tapað því raunsæi sem þurfti til þess að búast við því versta af hendi Breta í landhelgismálinu, enda snerti útfænsla landhelginnar hagsrnuni þeirra hverfandi lítið í samanburði við lífs- nauðsyn íslendinga í þessu efni. Margir íslendingar áttu ekki lengur það raunsæi. fítephans G. Stephanssonar, sem sá trú Breta og skinhelgi 5 réttu l.iósi atburða og sögu og gat þvi lýst siðmenningu þeirra og eðli m.a. á þenna isígilda hátt: „.... Þín trú er sú, að sölsa upp grund. Þín siðmenning er sterlings- pund. „Þeim er mein, sem í myrkur raía" Það er mikil þolraun hverri þjóð á dögum hins kalda stríðs að halda raunsæi sínu, vöku og dómgreind, öllu ó- skertu í hverju máli; hafa skarpa sjón á rás atburð- Árni Ágústsson anna og varast villu í áróð- ursmyrkrinu. Þar sem leit- azt er við að villa um öll rök, hagræða staðreyndum með blekkjandi orðskrúði til hags hinum sterka i hverri deilu. Og að verjast áföllum af hamförum hins ógnþrungna áróðurs, sem tröllríður mann- kjmi vorra tíma, er engum nauðsynlegra en smáþjóðun- um. 1 stríði áróðurs við. mill- jónaþjóðir mega þær sín lít- ils. Hve oft hefur ekki mál- staður smáþjóðar verið svik- inn af bræðraþjóðum hennar af því þær fengu aldrei séð rök hennar öðruvísi en af- ekræmd í ljósi stórveldaáróð- urs? f þessu efni mættu ís- lendingar halda nokkurt próf yfir sjálfum sér. Vér vitum hvernig hið mikla skáld í Vesturheimi Stephan G. Stephansson stóð í Búastríð- inu, þegar Bretar voru að koma eér fyrir í Afríku og brjóta með ógn og ofbeldi undir vald sitt og arðrán frumstæða þjóð. Þá var nýlendu- og kúg- unarstefna Breta í blóma og uppsiglingu. Nú eru ný- lenduveldin komin að fót- um fram og skammt þess að bíða að þau líði fullkomlega undir lok í þeirri mynd er áð- ur var. Hvernig höfum vér Islendingar brugðizt við á al- þjóðavettvangi, þegar þar hefur verið rætt um mál smá- þjóða, sem eftir langa hörm- unganótt þrældóms og kúgun- ar hafa lyft veikum armi og krafizt frelsis og sjálfstæðis og leitað samúðar og stuðn- ings meðal þjóða heimsins og þá ekki sizt þeirra, sem þekkja erlenda áþján og eru nýsloppnar undan henni eins og íslenzka þjóðin? Líklega verðum vér að játa það með sárri blygðun, að rödd vor hjá Sameinuðu þjóðunum hafi verið næsta veik til stuðnings þeim þjóðum, sem um langa hríð hafa átt um sárt að binda í viðskiptum við vest- ræn stórveldi. Og rödd vor hefur verið veik í þessu efni af ótta við það að hinum stóru bræðrum í Atlanzhafsbandalaginu myndi lítt um það gefið, að íslend- ingar flíkuðu viðkvæmum til- finningum með kúguðum smá- þjóðum á yfirráðasvæði vest- rænna stórvelda. Og svo tala menn um óttaleysi í stjórn- málum Vestur-Evrópu. En samúð íslenzks fólks hefur jafnan verið rík með öllum olnbogabörnum, jafnvel sek- um mönnum, hafi þeir átt i vök að verjast gegn valdi og mekt. Og.nú er vestrænt áróð- ursmyrkur hefur skilið oss frá olnbogabörnum vestrænna stórvelda, þá hefur þessum góðu tilfinningum vorum ver- ið gefinn laus taumur í sam- úð vorri með öllu þvi, sem lífsanda dregur í austanverðri Evrópu. Jafnvel hundsmorð í Rússlandi verður forsíðufrétt í blöðum í Reykjavík, meðan enginn tekur eftir því að svertingi er dæmdur til dauða fyrir að stela nokkrum sent- um frá hvítri konu vestur i Bandaríkjunum. Svona er villt um fyrir oss í heimsmálum. Svona er búið að raunsæi og dómgreind þjóðarinnar í al- þjóðamálum. Af þessum sökum vakna Is- lendingar eins og áf draumi einn góðan veðurdag í sept- embermánuði 1958 við það, að brezk herskip ösla með opn- um fallbyssukjöftum meðfram íslenzku flæðarmáli og vernda ránsveiðar enskra togara i ís- lenzkri landhelgi fyrir lögleg- um aðgerðum islenzkrar lög- gæzlu. Hvað vissi Morgun- blaðið meira um inn- ræii Breta en áróður þess vísaði til? í þessu sambandi er það athyglisvert að Morgunblaðið hrósar sér nú af því raunsæi í lardhelgisrnálinu að sjá hafi mátt það fyrir, að Bretar myndu ekki láta sitja við orð- in ein um ofbeldisathafnir í íslenzkri landhelgi eftir að fiskveiðilögsagan var færð út í 12 sjómílur. Þetta raun- sæi, sem Mbl. hrósar sér af er athyglisvert fyrir það ekki sizt, að einmitt 'þetta blað hefur átt mjög drjúgan þátt í því, að telja íslendingum trú um, að hvergi væri hollrar vináttu að leita í garð ís- lands nema hjá vestrænum stórvtldum, enda væru þau eina haldreipi smáþjóða, vemdarar þeirra og líkn í vondum heimi. Svo trygg voru þessi stórveldi lýðræð- inu, frelsinu og vernd sinni fyrir vanmáttug ríki, að aldrei gæti slíkum lýðræðisþjóðum komið til hugar að gera árás á annað land. En hafi Mbl. þrátt fyrir þennan áróðui'fyrir miskunn og vernd vestrænna stórvelda ekki trúað honum sjálft og fyrir það haldið raunsæi sínu á væntanleg við- brögð Breta i landhelgismál- inu, þá er það líka uppvíst að því að hafa dregið vís- vitandi lokur frá hurðum þeirrar ósanninda verksmiðju, sem vinnur dag og nótt til þess að færa staðreyndirnar í þann búning, sem hverju sinni hæfir bezt valdi og hagsmun- um stórveldanna og sem lík- legastur er til að blekkja svo augu fólksins, að .það’ sjái, mýnd frelsis, þar Sem ánauð er, mynd réttar,- þar sem máttur er og valdbeiting, að það sjái í gegnum gleraugu blekkinganna einhvern fagran lit svo að augu þess nemi ekki staðreyndir illra verka, sem verið er að fremja, og því aðeins er hægt að fremja, að fólkið sé fyrst slegið blindu í tálgryfjum ósannind-> anna.. Og sé þetta rétt hefur Mbl. farið með áróðursknör vestrænna stórvelda inn í landhelgi sannleikans og sagt oss visvitandi rangt til um eiginleika og stefnu brezkra heimsvaldasinna. Getur svo Morgunblaðið undrazt, þótt sumir lesendur þess ættu erfitt með að trúa því að Bretar sjálfir verndar- ar smáþjóðanna kæmu á vopnuðum herskipum upp að strf.nd íslands til þess að brjóta niður lífsnauðsynlegan rétt vorn með ofbeldi og fá- heyrðri valdbeitingu. Að öðru leyti er gott um raunsæi Mrgunblaðsins að segja í þessu efni um leið og það er áminning til þeirra, sem i það rita að segja. les- endum sínum framvegis aldr- ei vísvitandi ósatt, því að ó- raunsæj, óg rarigar ályktanir dregna.r af fölskum forsend- um getur komið hverri þjóð í koll á örlagastund. Vér skulum vænta að átök- in í landhelgismálinu, átökin milli réttar og valds, verði ís- lendingum gifturík. Strax hef- ur gustur þessa máls hreins- að loftið. Dægurþras um smá- muni hefur þagnað um stund eða a.m.k. átt örðugra upp- drátta^r en venjulega. íslend- ingar hafa litið upp úr smá- sálarskap og ýfingum um einsevringa og verðlítinn stundarliag. Þeir hafa samein- azt um landhelgismálið í vit- uni þess, að líf og örlög þeirra eru við það bundin um alla framtíð. Vér höfum einnig vaknað við mikil vonbrigði. Ein banda- lagsþjóð vor úr „guðs-út- valdri" frelsisveit smáþjóð- anna hefur sótt oss heim raeð ofbeldi, truflað löggæzlu vora i strandhelgi vorri, framið mannrán, og haldið brezkum togurum að sýndarveiðum undir heraga í íslenzkri land- helgi. Þessi ótíðindi hafa hvergi bugað oss heldur örfað sam- heldni vora. Útverðir voiir á litlu íslenzku varðskipunum hafa í návist hins erlendá of- ureflis varið sæmd íslands með því að beita fyrir sig beztu eiginleikum frjálsrar smáþjóðar, gætni, festu ásamt fullri einurð til að standa’á rétti sínum og óttaleysi and- spænis ofbeldi máttugs ræn- ingja. Það er betra skyggni á ís- landi en áður í alþjóðamálum. Kannske höfum vér færzt nær skilningi á málstað Kýpur og Alsír, samtímis því sem trúin. á smáþjóða vernd Jóns Bola hefur tekið ofan á Islandi; Islendingar hafa a.m.k. fund- ið það eíðustu ’daga, að þeir þurfa á öllu sínu bezta að halda í viðskiptum við erlent vald er stjórnast af tillits- lausri drottnunarhvöt. Landhelgismálið hefur kennt oss það að vér megum aldrei gerast viljug verkfæri er- lendra stórvelda. Vér verðum að stjórnast af raunsæi en ekki óskhyggju og fylgja jafnan málstað þjóðar vorrar á grundvelli þess réttar sem allar þjóðir eiga kröfu til. I þessu efni megum vér ekki láta hina „stóru bræður“ inn- an Sameinuðu þjóðanna villa um fyrir oss, né hræða oss tit tengsla við vald máttarins, sem ekki á alltaf samleið með réttinum eins og gleggst má sjá. í landhelgi Islands þessa dagana. íslendingar eiaa að viðurkenna Peking- stjórnina Nú blasa við stórmál á þ'.ngi Sameinuðu þjóðanna, sem mikla þýðingu geta haft fyrir Island. Meðal þeirra er viðurkenning Kína, hins rís- andi stórveldis austurálfu, Hingað til hafa Islendingar gert Bandaríkjunum það-tit þægðar að neita að viður- kenna þá staðreynd, að stjóm Kína situr í Peking en ekki á Formósu. Eðlileg1 viðskipti milli íslands og Kina gætu skapað Islendingum aðstöðu til markaðsöflunar fyrir nið- ursoðnar fiskafurðir í mill- jóna landi. Slíkt myndi efla stórum grundvöU , íslenzka fiskiðnaðarins, Réttur Kína til inngöngu í Sainéiriuðu þjóð- irnar er líka óvefengjanlegur. Islendingum ber því bæði sjálfs sín og réttarins vegna skylda til að viðurkenna Pe- kingstjórnina í stað lepp- stjórnar Bandaríkjanna á kínversku útskéri. íslendingar eiga að hætta að taka undir með stórveldum, sem kunna að leita sér stundarfróunar í því að neita staðreyndum, sem þeim kunna að vera ó- geðfelldar og trufla valda- drauma þeirra. I annan stað eigum vér undantekningarlaust að styðja smáríkin i viðskiptum þeirra við heimsvaldasinnuð stór- veldi. Vér eigum að styrkja rödd þeirra þjóða á þingum Sameinuðu þjóðanna, eem krefjast frelsis undan ný- lenduþrældómi, minnugir sögu vorrar, að vér stóðum ekki fyrir löngu í svipuðum spor- um og þœr. En til þess að geta þetta, að láta réttinn en ekki vald hins máttuga ráða atkvæði voru á alþjpðavettvangi, Framhald á il. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.