Þjóðviljinn - 28.09.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.09.1958, Qupperneq 4
’4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. september 1958 f------------------------- Ritstjórl: Árni Böðvar&son. ÍSLENZK TUNGA 30. þáttur. 28. sept. 1958 Halldór Kiljan hefur ein- hvers staðar sagt að dönsku- kunnáttu manna á Islandi færi hrakandi og í kjölfar þess sigldu fleiri dönskuslett- ur í ritmáli en áður, meðan menn kunnu betur dönsku og gátu því betur varað sig á henni. Ekki vil ég nú sam- 'þykkja þessa fullyrðingu svona skilvrðislaust, en þó er það svo að ein þeirra dönsku- sletta sem talsvert her á nú er óhófleg notkun miðmyndar, einkum í auglýsingamáli alls konar. Er það þó engan veg- inn nýlega til komið. Mið- mvnd sagna er að þessu leyti dálítið varasöm vegna þess að í íslenzku er hún oft notuð eins og þolmynd í dönsku, þó að svo sé alls ekki alltaf. Fullgóð íslenzka. er það þeg- ar menn segia dyrnar opn- nðust og á d^nsku er þetta orðað á sama hátt (doren ábnedes); það er ekki verri íslenzka fvrir því. Hins vegar eru það dönsk áhrif þegar savt er: „Allt á þetta að seljast" — eða eins og sagt var í útvarnsauglýsingu fyrir skömmu: „Öll matvæli þurfa að takast úr íshúsinu sem fyrst“. Raunar er þetta rétt hevgt, en ekki íslenzkuleg noktun miðmyndar. Ef menn vilja vita einhverja reglu um þetta, held ég hún verði ein- földust þannig að rétt sé að athuga hverju sinni hvort orðið sem er frumlag mið- myndarinnar getur ekki einn- ig verið arvdlag sömu sagnar í germynd. Þá væru þessar setningar orðaðar þannig: „Allt á að selia þetta: öll matvæli þarf að taka úr ís- húsinu“. Setning eins og: „Bókin (nefnifall, frumlag) verður að skrifast (sögn í miðmynd)“ — verður betri þannig: „Bókina (þolfallsand- lag með sögninni að skrifa) verður að skrifa“. Á sama hátt má greina fyrrnefndar setningar: „Matvælin (nefni- fall, fnxmlag) þurfa að tak- ast“ — og: „Matvælin (þol- fa.ll, andlag með taka) þarf að taka“. Hér er þó ekki að sinni færi á að fara frekar út í það hvernig þekkja má frumlag og andlag; um það verða menn að leita til mál- fræðibóka (setningafræði). I einni af huldufólkssög- unum í þjóðsögum Jóns Árna- sonar I. bd. 48. bls. (47. hls. í gömlu útg.), er sagt frá dreng sem var brottnuminn til huldufólks og var hjá þvi í viku. Þegar hann fannst aft- ur, yoru þrjú fingraför á kinn hans. En huldufólk átti það til að slá til mennskra harna sem vildu ekki þýðast það, og var þá venjulega blettur eftir eða fingraför, oft með bláum lit. Þegar þessi drengur var orðinn gamall maður, reið liann eitt sinn fram hjá þess- um eömu klettum og kvað vísu: Þessar klappir jxekkti eg fyr, þegar eg var ungur. Átti eg víða á þeim dyr; eru þar skápar fallegir. Þetta orð, skápur, mun varla mjög útbreitt í þessari merk- ingu, og fram hjá Sigfúsi Blöndal hefur það farið þegar hann samdi orðabók sína, en þar hefur hann orðið í tveim- ur merkingum: hinni venju- legu, eins og fataskápur, eld- hússkápur, og „útskot“ eða þess háttar, t.d. í gröf i kirkjugarði, það er þegar grafið er úr grafarveggnum inn undir grasrótina, og tek- ur hann um það dæmi úr VII. árgangi Eimreiðarinnar: „skápur var gerður út undir fyrir kistu ömmu“. Þessi merking er auðsjáanlega hin sama og í vísunni, „útskot, slöður“, enda hefur Orðabók Háskólans nú fengið dæmi frá Akureyringi um þetta orð í merkingunni „slöður, slakki í stáli", t.d. heystáli. Og i þjóðsögum Sigfúsar Sigfús- sonar er talað um skápa inn í hóla: „Þar sér hún hraun- strípa og hnausa nokkra við jokulinn, og voru sund og lautir á milli, og skot og skápar inn í suma“. (XII. bindi, 87. bls.). Fleiri heim- ildir þekki ég ekki um þetta orð og væri fengur að fregna af því frá kunnugum. Píanókennsla Laugarnesbúar og Klepps- hyltingar. Kennsla hyrjar 1. október. Eldri nemendur tali við mig sem fyrst. AAGE LÓRANGE. Þvzkukennsla Létt aðferð. Fljót talkunnátta. Edith Daudistel, Laugavegi 55. Sími 1-44.48. Virka daga ld. 6.30 til 7.30. Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 2. október n.k. sem hér segir: Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning kl. 2 e.B» Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: Skólasetning í Iðnó ! kl. 3 e. h, Gagníræðaskólinn við Vonarstræti; Skólasetning | Iðnó 'kl. 1.30 e.h. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó t) fe! kl. 5 e.h. Hagaskóli: 2. bekkur komi kl. 9 f.h., 1. bekkur M. 10.30 f.h., 3. og 4. bekkur kl. 2 e.h. |“£ Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, GagnfræðadeiM Laugarnesskóla, Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla, Gagnfræðadeild Langholtsskóla og RéttarhoItsskélSt 2. hekkur komi kl. 9 f.h., 1. bekkitr kl. 10.30 f.hi, j ' TTm skiptingu skólahverfa vísast til fréttatilkynningaí i dagblöðum. ^ ( Námsstjórf. Frá Barnaskólum Reykjavíkur ffi Börn fædd 1946, 1947 og 1948, sem flytjast milli skóla, komi í barnaskólana fimmtudaginn 2. okt. kl. 2—4 e.h. og hafi með sér prófskírteini og flutningstilkynningu. -q Ts T7\ Föstudaginn 3. okt. komi höi’n í barnaskólana sem hér segir; m Klukkan 2 e.h. börn fædd 1948 (10 ára) Klukkán 3 e.h. börn fædd 1947 (11 ára) Klukkan 4 e.h. börn fædd 1946 (12 ára) Kennarafundur miðvikudaginn 1. okt. kl. 3 e.h. -wj Skólastjórar. F: Stærsta hlotavelta ársins 1 Hefst í skátalieimilimi kl. 2 í dagá Þúsundir goðra inuna Engin núll SkáíaféEag Reykjawíkisr Frá Íþróííavellinum: Haustmót meista raflokks I dag kl. 2 fara fram síðustu leikir mótsins á Melavellinum. — Þá leika Fram—Valur Dómari: Grétar Norðfjörð. Línuverðir: Magnús Pétursson og Guðbjörn Jónsson. Strax á eftir leika Þróttur—I(R « Dómai’i: Valur Benediktsson. r ^ Línuverðir: Örn Ingólfsson og Einar Hjartarsom, ^ f^ÍT Mótanefndin, ^J

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.