Þjóðviljinn - 28.09.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.09.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN (9 chen-sátt Framhald af 7. síðu. unum út af samkomulaginu í Miinchen . heyrast hjáróma raddir sem eru óánse^ðar. Eru það Rúsar"........ og kommúnist- ar í ýmsum löndum fylgja á eftir. Þessar raddir drukkna þó í gleðilátum alls almenn- ings". ' Sjöunda október hefur Morg- unblaðið komizt að raun . um að í þessu máli er Winston nokkur Churchill, þá valdalaus þingmaður brezka íhaldsflokks- ins, fylgifiskur kommúnista. En á skoðuhum hans er ekkert mark takandi. „Það sem gerð- ist í Munchen var í raun og veru ekki annað en að óréttur, sem framinn var .fyrir tuttugu árum með friðarsamningunum eftir heimsstyrjöldina, var gerður góður aftur", segir blað- ið. í sömu grein er minnt á bollaleggingar Hitlers í Mein Kampf um samvinnu milli hmna „arísku" þjóða, Breta og Þjóð- verja, sem eigi að skipta mál- Um í heiminum, og síðan seg- ir: „Enginn vafi er heldur á því að slík samvinna myndi verða einhver öruggasta trygg- ingin fyrir friði í Evrópu. Enginíi vafi er heldur á því að Mr. Chamberlain sér slíkt mark — friðun Evrópu — í brezk-þýzkri samvinnu". Morgunblaðið veitist þessa daga hvað eftir annað að Tim- anum og Þjóðviljanum, vegna þess að þau blöð vildu ekki viðurkenna alvizku Chamber- lains eg töldu sundurlimun Tékkóslóvakíu óheillaspor. Þessi afstaða þykir Morgun- blaðmu órækur vitnisburður um að Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson dansi eftir pípu Stalíns. P agan hefur fyrjr löngu kveðið upp sinn dóm um samn- Ráðstefna inginn sem gerður var í Miinchen. Hann opnaði Hitler leiðina til að leggja undir sig meginland Evrópu vestan Sov- étríkjanna. ,,Sá sem ræður Bæheimi ræður Evrópu", sagði Bismarck. Tékkóslóvakía var Hitler ekkert smáræðis búsílag. Þar bætti hann við riki sitt háþróuðu iðnaðarlandi og öðr- um mestu vopnaverksmiðjum Mið-Evrópu, Skodaverksmiðj- unum í Pilsen. Eftir að her Tékkóslóvakíu var úr sögi\nni, stóð Þjóðverjum opin leiðin niður Dónárdal til Svartahafs. Nurnbergréttarhöldin yfir forustumönnum Hitlers-Þýzka- lands og ýms plögg sem birt hafa verið siðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk, gera mönnum fært að skygnast bak við tjöld- in í Berlín sumarið og haustið 1938.'Þá kemur í ljós að hers- höfðingjar Hitlers voru komn- ir'á frémsta 'hlunn að steypa honum -af stóli, tií: ,að forða Þýzkalaiídi frá styr.iöld sem þeir vissú að hlaut að Ijúka rrieð skjótum og algerum ósigri. Að þeirri ráðagerð stóðu meðal annarra von Brauchitsch yfir- hershöfðingi, Halder forseti herráðsins, von'Witzleben, yf- irforingi setuliðsins i Berlín og von Helldorf, lögreglustjóri í Berlín. Halder segist svo frá, að ákveðið hafi verið að hand- taka Hitler og aðra helztir"for- ingja nazista ltlukkah átta síð- degis 14, september. En klukk- an fjögur barst fregnin um að Chamberlain hefði ákveðið að fljúga á fund Hitlers í Bercht- esgaden. Þá féllust hershöfð- ingjunum hendur. Þeir höfðu í sjálfu sér. ekkert á móti land- , vinningafyriræt.lunum Hitlers og vildu ekki bregða fæti fyrir að honum heppnuðust þær án vopnaviðskipta. Um hernaðaraðstöðuna voru allir þýzku hershöfðingjarnir samdóma, lika sannfærðir naz- istar eins og Keitel, nánasti samstarfsmaður Hitlers meðal herforingjanna. í Niirnberg- réttarhöldunum spurði Eger ofursti, fulltrúi Tékkóslóvakíu: „Hefði Þýzkaland ráðizt á Tékkóslóvakiu 1938, ef Vestur- veldin hefðu staðið með stjórn- iniii í Prag?" „Vissulega ekki", svaraði Keitel. „Við réðum ekki yfir nægum herstyrk. Markmiðið með Miinchen var að koma Rússlandi út úr Evrópu, að vinna tíma og að Ijúka þýzku hervæðingunni". Fastaher Tékkóslóvakiu var 21 herdeild. Það að auki var búið að bjóða út 15 herdeild- um varaliðs í sept. 1938. Þessi her réði yfir rammgerðum virkjum í f.iöllunum umhverf- is Bæheim. Þegar fundurinn í Múnchen var haldinn, batt þessi her kjarnann úr þýzka hernum, 30 herdeildir. Við vesturlandamæri Þýzkalands voru aðeins 13 herdeildir og ekki nema fimm þeirra fulbún- ar. Sá liðsafli gat með engu móti boðið franska hernum byrginn. Það nær því engri átt, þegar Múnchenmenn i Bret- landi og Frakklandi leitast við að afsaka breytni sina með því að þeim ..hafi óað hernaðar- máttur Þýzkalands. Nazistar á áróðursferðalagi um Iandamærahéruð Tékkóslóvakía hvetja menn til að votta „Foringjanum" hollustu sína. M. ergurinn málsins er að þeir sem réðu afstöðu Bret- lands og Frakklands í Múnch- en höfðu ekki minnstu löngun til að sigra Hitlers-Þýzkaland. Öðru nær. Það sem fyrir þeim vakti var að beina árásarmætti þess i rétta átt, austur á bóg- inn, niður Dónárdalinn til Svartahafs, þar sem Sovétrik- in voru fyrir. Það sem sam- einaði fjórmenningana við Mí Ráðstefna MÍR verður sett kl. 16.00 miðvikudaginn 1. októ- ber 1958 í Þingholtsstræti 27 Reykjavík. Dags'krá: Ráðstefnan sett: Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Skýrsla miðstjórnar og fé- lagsdeilda. Önnur fundarstörf. Gestir ráðstefnunnar verða Sovétlistamennirnir og vísinda- mennirnir sem hér eru nú staddir. Kvöldfagnaður að Hótel Boro* Hefst kl. 20,30 um k\öldið. .Þar koma fram ís'enzkir listamenn og sovétlistamenn, Að lokum verður dansað tii klukkan 2 eftir miðnætti. Aðgöngumiðar að kvöldfagnaðinum verða seldir í bókabúðum Máls og menningar og KRON, á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Einnig í skrif- stofu MÍR Þingholtsstræti 27 frá kl. 13,00 þessa sömu daga. samningaborðið í Miinchen var löngunin til að „koma Rúss- landi út úr Evrópu", eins og Keitel marskálkur orðaði það, einangra Sqvétríkin. En eins og atvinnuþróun var komið í á\í- unni 1938, hlaut Evrópa þar sem Sovétrikin komu ekki við sögu að vera Evrópa undir þýzkum yfirráðum. Frakkland sem brást eina bandamanni sínum i Mið-Evrópu gat ekki vegið upp á móti Þýzkalandi. Fall Frakklands vorið 1940 var ráðið í Miinchen haustið 1938. Sovétstjórnin hafði gert bandalagssáttmála við Frakk- land og Tékkóslóvakíu 1935. Ár eflir ár hafði Litvinoff utan- rikisráðherra barizt fyrir því í Þjóðabandalaginu og utan þess, að ríkin sem Hitlers- Þýzkaland ógnaði tækju hönd- um saman. Þegar á reyndi koni í ljós, að Vesturveldin kusu að hjálpa Hitler að „koma Rússlandi út úr Evrópu". Bein afleiðing Muchensáttmálans var griðasáttmáli Þýzkalands og Sovétríkjanna í ágúst 1939. I riti sinu um aðdraganda og upphaf heimsstyrjaldarinn- ar síðari, The Gathering Storm, minnir Winston Churchill á yf- irlýsingu Litvinoffs í Genf 21. ,september, á þá leið að sovét- stjórnin hefði lýst því yfir að hún myndi standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart Tékkóslóvakíu ef á reyndi. „Það er sannarlega furðulegt," segir Churchill, „að þessi opin- bera og afdráttarlausa yfirlýs- ing af hálfu eins öflugasta stór-. veldisins sem í hlut átti skyldi ekki tekin til greina í samn- ingaviðræðum 'hr. Chamber- lains né í framkomu Frakk- lands ........ Boð Sovétríkjanna var í reynd virt að vettugi. Þau voru ekki leidd á vogar- skálina gegn Hitler, heldur komið fram við þau af kæru- leysi — svo ekki sé talað um lítilsvirðingu — sem markaðj spor í huga Stalíns. Atburðirn- ir voru látnir hafa sinn gang rétt eins og Sovét-Russland væri ekki til. Þetta varð okkur dýrkeypt siðar meir." A. J. P. Taylor, prófessor við Oxfordháskóla og sérfræðingur í sögu milliríkjamála í Evrópu á 19 og 20 öld, er samdóma Churchill. Hann sagði á 10 ára afmæli Munchensáttmálans: „Miinchen var kórónan á tuttugu ára viðleitni til að láta eins og Rússland væri ekki til. íhlutunarstyrjaldir Breta og Frakka gegn fyrrverandi bandamanni á árunum 1917 til 1920 voru versti glæpurinn sem framinn hefur verið i alþjóða^ málum á þessari öld, vegna þess að þæY styrktu bolsévika í þeirri trú að óhjákvæmilega hlyti að ríkja fjandskapur milli auðvaldsskipulags og kommún- isma. Á fjórða tugi aldarinnar rénaði þessi trú nokkuð, og Rússar — sem áttu ekki ann- arra kosta völ til að verjast Þýzkalandi — tóku máske al- varlega grundvallarreglurnar sem Vesturveldin þóttust að- hyllast. Hafi nokkurntíma ver- ið tök á að koma Rússlandi aft- ur í ríkjakerfi Evrópu á grund- velli siðgæðis í samskiptum þjóða, var því tækifæri fyrir- gert í Miinchen — að líkindum um aldur og ævi. Rússland eitt hafði haldið tryggð við hug- myndina um sameiginlegt ör- yggi; það var haft að fífli fyrir ómakið. Síðan komst í tizku að halda því fram að Rússar hafi líka haft rangt við eins og allir . hinir, Þegar atburðirnir gerð- ust voru „Munchenmennirnir" hreinskilnari; þeir vildu ekki af Rússlandi vita í Evrópu og stærðu sig af að hafa haldið því utan gátta." M.T.Ó. Lærið að dansa Vegna mikillar aðsóknar verður haldið annað námskeið fyrir full- orðna í > gömlu dönsunum og verður kennsla cg innritun, miðvikudaginn 1. okt. — kl. 7,30 í Silfuftunglinu. Þjóðdansaféiag Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.