Þjóðviljinn - 07.10.1958, Blaðsíða 6
6) —• ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 7. október 1958
' IMÓÐVIUIN
ÓtEefandi: Bamelnlnaarflokknr alÞíBo - BöslaHstaflokkurlnn. - Rltstlórar.
Mastnús KJartansson áb.). SlgurSur Quðmundsson. — Préttarltstlórl: Jón
Blarnason. — Bla&amenn: Asmundur Slgurjónsson. OuSmundur Vlgfússon
ívar H. JónsBon. Maenús Torfi Olafsson. Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V
FHðhjófsson. — AuglýslngaBtjóri: Ouðgeir Magnússon. — Ritstjóm. af-
I Nreiðsla. augiýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 19. - Bíml: 17-500 (ð
| Unur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann
arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJÓÖviljana.
Þjóðin og nátttröllin
mörgu sést að Sjálfstæðis-
flokkurinn telur sig eiga Al-
þýðuí'lokkinn og Alþýðublaðið
með húð og hári. Á sunnudag-
inn rak Morgunblaðið upp þrí-
dálka angistaróp, með svofelldri
hijóðan: ,Er Alþýðuflokkurinn
á Vestfjörðum genginn í
Kommúnistaflokkinn“. Og til-
eínið var að Verkalýðssamband
Vestfjarða hafði leyft sér að
hafa aðra skoðun á baráttu
Dagsbrúnar fyrir kjarabótum
en A þýðublaðið og Morgun-
blaðið. Alþýðusamband Vest-
fjarða hafði leyft sér að hafa
aðra skoðun á blessun þess að
vera í hernaðarbandalagi við'
Bretland en utanríkisráðherra
Guðmundur í. Guðmundsson og
feiðtogar Sjálf(tæðisflokksins.
Og Bjarni Benediktsson spyr
aiveg grallaralaus: „Eru þessir
vesalings menn sem eiga að
heita forystumenn Alþýðu-
flokksins á Vestf.jörðum orðnir
alveg áttaviltir.” Og svo feit-
letrar Bjarni nokkru neðar, að
Alþýðuflokkurinn hafi glatað
öllu sjálfstæði og kasti sér nú
beiht ,,í gin rússneska úlfsins”.
Minna mátti ekki gagn gera.
,T>æði er að Sjálfstæðisflokk-
urinn mun ekki hafa frá-
gengna samninga um lífstíðar-
eign á öllum Alþýðuflokks-
mönnum, hvað sem líður yfir-
færslunni á menningarvitum
flokksins svo sem Sigurði Ein-
arssyni og Guðmundi Hagalín.
Og svo hitt og Morgunblaðið
kemst fyrr eða síðar að raun
nm að því fer fjarri að allir
flokksmenn Alþýðuflokksins og
fylgjendur séu ánægðir með
samfylkingu flokksforingja
sinna við Sjálfstæðisflokkinn í
málefnum verkalýðsfélaga, en
ejtt ljótt dæmi um þá sam-
vjnnu er sameiginlegur áróður
Morgunblaðsins og Alþýðu-
blaðsins gegn Dagsbrúnar-
stjórninni í hinum erfiðu
samningum félagsins í sumar.
Og hitt mun Morgunblaðið og
Sjálfstæðisflokkurinn eiga eft-
ir að reka sig óþyrmiiega á
næstu mánuðina, að eigi að
segja alla þá íslendinga
„kommúnista” og komna í
,:gin rússneska úlfsins”, sem
telja lítilsvirði að fenginni
reynslu og lítt æskilegt aó ís-
land sé áfram í hernaðarbanda-
lagi við Bretland og að banda-
riskur her fái áfram að hreiðra
um sig hér á landi, þá mun
„kommúnistum" fjölga ört hér
á landi um þessar mundir, og
jafnvel vera ekki svo fáir í
sjáifum Sjálfstæðisflokknum.
Væri Bjama Benediktssyni
nær að lesa betur blað Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum
áður en hann leikur sér að
því að gera alla þá að „komm-
únistum“ sem ekki hafa skap
til að taka þátt í þeim skrípa-
leik lengur að við íslendingar
séum í hernaðarbandalagi við
ríki sem sent hefur herskip
sín til hinna svívirðilegustu á-
rása á íslenzk landsréttindi.
Og í þessu efni þýðir Morg-
unblaðinu ekkert að ákalla
vin sinn Guðmund í. Guð-
mundsson. Menn með heil-
brigða skynsemi og íslenzka
lund.hvar í flokki sem þeir
standa, skilja hve fáránleg' fjar-
stæða þetta hernaðarbandalag
íslendinga er' orðið. Margir
þeirra hafa öðlast þann skiln-
ing vegna atburða síðustu
vikna í landhelgismálinu. Ætli
menn eins og Guðmundur í
Guðmundsson, Bjarni ýBene-
diktsson og Ólafur Thors ekk-
ert að læra af þeim, ef þeir
hafa lund til þess og skap að
halda áfram að vera í hernað-
arbandalagi við Breta og hafa
svonefnt „vamarlið" hangandi
hér í landinu eftir að það ef
orðið að athlægi allra lands-
manna, ofan á alit annað, þá
eru þessir menn einhvern veg-
inn orðnir svo samdauna sjón-
armiðum sem eru ekki íslenzk,
að þeir mega ekki furða sig á
því þó íslenzkt hugsandi menn
úr öllum stjórnmálaflokkum
fari aðra leið en þessir skrítnu
foringjar vilja að farin sé.
Enda rís nú alda um allt
land, alda sem sækir í sig
þunga með degi hverjum, gegn
því að ísland haldi áfram að
vera í hernaðarbandalagi við
Bretland, gegn því að banda-
rískur her fái einnig framvegis
að hreiðra um sig hér á landi.
Hvergi hefur oftar og rækileg-
ar verið sýnt fram á hætturnar
af veru íslands í því hernaðar-
bandalagi og þeirri tortíming-
arhættu sem íslenzku þjóðinni
er búin af herstöðvum hér á
landi en einmitt hér í blaðinu.
Skilningurinn á eðli þessa
hvorstveggja er óðum að auk-
ast með íslenzku þjóðinni, og
bæði samþykktir Alþýðusam-
bands. Vestfjarða og skrif Vest-
urlands, málgagns Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum, eru
dæmi þess og skýr vottur að
þessi skilningur er ekki leng-
ur bundinn einstökum stjóm-
málaflokkum, heidur er á góðri
leið að verða sameign íslenzku
þjóðarinnar. Kjósi einstakir
'stjómmálaleiðtogar að daga
uppi eins og nátttröll sem ekk-
ert vilja læra eða geta lært
af reynslunni, er það sjálfum
þeim verst.
Þegar samtökin Friðlýst land
fóru þess á leit við Akureyrar-
deild Menningar og friðarsam-
taka íslenzkra kvenna, að ein-
hver úr þeim félagsskap segði
nokkur orð hér í kvöld var því
tekið með þökkum, því að
þetta mál, friðlýsing landsins,
er eitt af aðalmálum félagsins.
Ég var síðan beðin að segja
hér nokkur orð í kvöld, fyrir
félagsins hönd. Raunar finnst
mér þetta mál þannig, að ekk-
ert ætti að þurfa um það að i
segja. Það hefur aldrei hvarfl-
að að mér„ að nauðsynlegt
væri, að við íslendingar vær-
um í einu eða öðru hernaðar-
bandalagi, hvað þá að við lán-
uðum land okkar undir her-
bækistöðvai'. Ég hef líka aldrei
getað skilið þingmennina ís-
ienzku, sem leiddu okkur út í
þennan ófögnuð, sérstaklega
þegar það er athugað, að þeir
voru ungir menn á árunum,
sem Isiand losnaði fr.á Dan-
mörku og varð sjálfu sér ráð-
andi. Ég hélt að menn, sem
vaxjð hefðu upp við slíkar
aðstæður hlytu að bera miklu
meiri og hreinni ættjarðarást
í brjósti en allir aðrir. Það
kæmi mér síður á óvart þótt sú
kynslóð, sem alizt hefur upp
á undangengnum hemámsárum
sviki land sitt á þennan hátt.
Núna síðustu daga hefur.
Bandaríkjamenn em nú smátt og smátt að flytja herlið
sitt frá Líbanon, samkvœmt kröfu þarlendra stjórnar-
valda. Hvenœr hefst brottflutningur hersins frá íslandi
— samkvœmt loforði því sem íslenzlca stjórnin 'gaf fyfir
rúmum tveimur árum?
Sieiimnn Bj'aman:
eimtum okkor Icmd á scmses lnsti
I wi§ höium heimtoiö okkar s|é
/?œðo flutt á fundi samtakanna Friðíýst
land á Akureyri 23. sepfember 1958
mest öll þjóðin þotið upp til
handa og fóta í réttlátri gremju
vegna landhelgisbrota Breta
hér við land. En hvernig getur
þetta sama fólk, sem ekki er
í rónni ef brezkir sjómenn
veiða í soðið nær íslandi en 12
mílur, já, ég segi enn, hvernig
getur það rólegt horft á það
ár eftir ár, að töluverð svæði
af landinu eru undir algeri'i
umsjón stórþjóðar og að þar
gerast hlutir, sem íslendingar
fá engin afskipti að hafa af.
íslendingar hafa yfirleitt á-
iitið það mikla heimsku að
eyða tíma og verðmætum í
vopnaburð. Við vitum að það
er hægt að vinna sigur í mál-
um án vopna, líkt og átti sér
stað þegar íslendingar endui-
heimtu land sitt úr höndum
Dana, eins vitum við að verð-
ur með þetta mál, sem rætt
er hér í kvöld. Fyrr eða síðar
hljótum við að sigra og endur-
heimta okkar land, losna við
allan erlendan her.
En hvernig stendur á þessu
langlundargeði okkar í her-
námsmálunum? Erum við farin
að taka það sem illa nauðsyn,
-------------------------------<♦>
að burðast hér með allar þess-
ar hernaðaranstaltir? Eða erum
við svon.a góð í okkur og kurt-
eis, að við’* viljum ekki segja
Bandaríkjamönnuin eins og er,
að hér liafa þeir ekkert að
gera?
Þessi s’jóleiki er afar liættu-
legur, því að ég er sannfærð
um, að enginn íslendingur er
í hjarta sínu ánægður yfir því,
að land okkar er .leigt öðrum
stórþjóðum. Það sem helzt er
nauðsynleg't í dag er að vekja
fólk hér á landi til umhugsun-
ar um það sem í húfi er, og
fyrst það hefur vaknað við
vondan draum vegna sjávarins
í kringum ísland, því skyldi
það ekki vilja eitthvað á sig
leggja vegna landsins sjálfs.
Þið vitið öll, að þær afsak-
anir, sem bornar hafa verið
fram undanfarin ár til varnar
hernámsliðinu og herstöðvun-
um, eru meira og minna tómt
þvaður og blekkingar. En sá
skaði, sem þjóðin hefur beðið
við lieniámið verður seint
bættur. Fyrstu árin, sem er-
lendur her dvaldi hér á landi,
þ. e. á stríðsárunum 1941 til
1945 var mjög sterkur áróður
um allt land gegn því að Xs-
iendingar gæfu sig að hemáms-
liðinu og í flestum framhalds-
skólum var lagt blátt bann við
því, að nemendur hefðu nokk-
urt samneyti við herinn. En
hvað skeður, þegar ísland geng-
ur í Atlantshafsbandalagið og
síðara hernámið hefst? Þá þyk-
Framhald á 9. síðu.
Alþýðublaðið uppgötvar
nv sannindi
★ í fyrradag kerour í Ijós
að Alþýðublaðið hefur gert
nýstárlega og ógnarlega upp-
götvun, og birílir það liana
feitletraða í ramma á forsíðu.
Stórfréttin. er svohljóðandi:
„Framsókn opinber að sam-
vinnu við kommúnista í Vkf
„Öldunni" (Svo hljóðar fyrir-
sögnin með myndarlegu letri,
og síðan. kemur sjálf fréttin:)
Þau tíðindi hafa ger/t á Sauð-
árkróki, að Framsóknarmenn
hafa opinberlega gengið til
samvinnu við kommúnista í
Verkakvennafélaginu „Öld-
unni“. Fara þeir ekki leynt1
(með þá samvimiu stina, en
annars staðar hafa Þeir Þó
reynt að leyna Þrirri samvinnu,
er um hana hefur verið að
ræða.“
★ Trúlegt er að lesendur
Alþýðublaðsins hafi sett hljóða,
þegar þeir fréttu uni þessi ó-
sköp. En það má benda frétta-
mönniun AlÞýðublaðsins á að
fleiri slík dæmi mun unnt að
fínna ef vel er leitað. Það hef-
ur Þannig gemgið fjöllunum
liærra í nseira en, tvö ár að
Framsókn sé opinber að sani-
vinnu við kommúnista í ríkis-
stjóm íslands — og að AlÞýðu-
flokkuriun sé opinber að hinu
sama, Ættu AIÞýðublaðsinenn.
að kynna sér hvað hæft kann
að vera í Þessuni sögum og
skýra lesendum siniun frá nið-
urstöðuniun.