Þjóðviljinn - 19.10.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1958, Blaðsíða 6
B) — JMÓÐVILJINN — 'Sunnudagur 19. oMóber 1958 Þióðviliinn (JtKeíanoi: 0»Ma*inlimftrflokrar aipyOu - öósíallstaflokkuiinn. Rltstjórai Magnús KJartansson 6b.), SlgurBur Guðmundsson. — FréttarltstJóri: Jón BJarnason. — ^laBamenn: Ásmundur SigurJónsson. GuÖmundur Vlgfússon. ívar H. Jónsson. Magnús Torfi Ólafsson. Slgurjón Jóhannsson. Slgurður V Friöbjófsson. 1 AuglýsingastJórl: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, af- areiðsla, auglýslngar. prentsmiðJa: Skóla*örðustíg 19. — Sími: 17-500 (f ilnur). — Áskriftarverð kr. 30 6 mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann arsstaða — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóÖviljans Mál er að linni AV." -W.1 ■ViV ■V»V SEÁKÞÁTTUK Ritstjóri: Sveinn Knstinsson Bretar hafa nú hafið nýja áróðurssókn gegn íslending- irni í landhelgismálinu, og hafa meginatriði hennar komið fram að undanförnu í aðalblöðum. Englands og í brezka útyarp- inu. Ekki er boðskapurinn ný- stárlegur, en þó er full ástæða til að landsmenn gefi honum gaum. Það er aðalþráðurinn að stækkun landhelginnar sé mál „kommúnista“, hún hafi verið framkvæmd samkvæmt fýrirskipunum frá Moskvu sem Lúðvík Jósepsson hafi veitt viðtöku þegar hann fór til Sovétríkjarina í haust! Vitna Bretar um þetta efni í Morg- unblaðið af mikilli velþóknun — hvað er betri „sönnun" fyr- ir andstæðinga okkar en að gela veifað stærsta blaði ís- lands í áróðri sínum? Jafn- framt segja Bretar að það séu „kommúnistar" sem hafi komið í veg fyrir málamiðlun, en leið- togar Sjálfstæðisflokksins hafi viljað hana, eins og bezt hafi komið fram er þeir vildu vísa málinu til ráðherrafundar Atl- enzhafsbandalagsins. Þessi áróður sýnir og sann- ar að enn gera Bretar sér vonir um að geta sundrað ís- iendingum. Þeir telja að hér, á landi séu til menn og stjórn- máialeiðtogar sem fúsir eru til „má!amiðlunar“ — þ.e. að víkja frá 12 mílna landhelginni — einnig eftir að órás og of- beldisverk Breta hafa staðið í nærri tvo mánuði. Og eflaust hafa brezkir ráðamenn eitthvað til síns máls. Að minnsta kosti er ekki iengra síðan en í gær að Morgunblaðið skrifar í for- ustugrein að uppástunga Sjálf- stæðisfokksins um ráðherra fund Atlanzhafsbandatagsins hafi verið tillaga um „raunhæf- ar ráðstafanir" og bætir við: „Með ákvörðun sinni þá lék Guðmundur í. Guðnmndsson hrapallegar af sér í hendur konun.únista en. nokkurn hefði getað órað fyrir“. Slíkum um- ■mælum verður eflaust hampað ósleitilega í brezkum blöðum og útvarpi næstu daga. Eins og margsinnis hefur áð- ur verið bent á hér í blað- inu er aðeins til ein skýring á framferði Breta, sú að þeir hafi sjálfir trúað þeim áróðri sinum, að íslendingar væru klofnir í landhelgismálinu. Með því að sýna íslendingum í tvo heimana ætluðu Bretar að leiða klofninginn fullkomlega í 1 jós, knýja undanhaldsmennina fram í dagsbirtuna og semja við þá. Og Bretar gátu stutt þessi sjón- armið sín ýmsum í'ökum, ekki aðeins framkomu Sjálfstæðis- flokksins og skrifum Morgun- blaðsjns, he!dur og framkomu sjáifs utanríkiSráðherrans sem lét embættismenn sína standa í samningamakki í París allt fram til fyrsta september og lýsti síðan yfir því, að makk- inu væri aðeins „frestað". En. í þessum hugrenningum sínum tóku Bretar ekki tillit til ís- lenzku þjóðarinnar, þeir átt- uðu sig ekki á því að fólkið í landinu var algerlega ein- huga í afstöðu sinni til land- helgismálsins, og sá einhugur birtist á svo eftirminnilegan hátt eftir 1. september, að und- anhaldsmenn þorðu hvorki að æmta né skræmta. Eretar tog- uðu þannig' ekki samninga- mennina fram i dagsbirtuna heldur ráku þá inn í skúma- skotin með hernaðarárásinni. En Bretar gera sér áuðsjáan- lega vonir um það enn að hægt verði að laða þá fram á nýjan leik, A uðvitað er það rétt hjá Bret- um að það voru „kommún- istar“ sem knúðu fram stækk- un landhelginnar. Auðvitað er það einnig rétt hjá Bretum að það voru „kommúnistar" sem komu í veg fyrir að unnt yrði að semja um nokkurt undan- hald í málinu. En „kommúnist- ar“ framkvæmdu ekki stefnu sína með neinu „samsæri" heldup með því að bera opin- skátt fram málstað sem öll þjóðin studdi. Það var sam- staða þjóðarinnar um stefnu „kommúnista“ sem tryggði stækkun landhelginnar, og á sama hátt er þjóðin staðráð- in í því að hvika í engu frá gerðum sínum, hvort sem boð- skapur Breta er stríður eða blíður. Engin áróðursbrögð Breta geta haggað þeim ásetn- ingi, engin Rússagríla mun hrífa. ¥*að er eðlilegt að undanhalds- * mennirnir við Morgunblað- ið, Bjami Benediktsson og Ól- afur Thors, eigi erfitt með að una sigri ,,kommúnista“ í land- helgismálinu, en þeir eru þá enn minni karlar en haldið var ef þeir láta slíkt ofstæki ráða gerðum sínum, eins og málum er nú komið. Og það er ein- mitt á færi þessara manna að koma Bretum endanlega í skilning um það að allar til- raunir þeirra til að knýja eða lokka íslendinga til undanhalds eru vonlausar. Ef ráðamenn Sjálfstæðjsflokksins lýsa yfir þvi að ekki verði hvikað frá 12 mílna landhelginni og aldrei samið við Breta um það mál, ef utanríkisráðherra lýsir yfir hinu sama, vita ráðamenn Breta að íslendingum verður ekki sundrað, að allar tilraun- ir þeirra eru vonlausar fyrir- fram. En. á meðan öll fram- koma leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins mótast af óheilindum, munu Bretar halda ofbeldi sánu áfrain í von um að það beri árangur. Það er framkoma íslenzkra stjómmálamanna sem er forsenda óluefuverkanna brezku, og mál er að linni. Frá Olympíuskákmótimi Svo sem vonlegt var tókst ís- iendingum ekki að ná efsta riðli úrslitanna að þessu sinni á Olympíumótinu. Fjarvist Friðriks Ólafssonar var svo tilfinnanleg, að frá upphafi var vonlaust, að slíkt mundi heppnast. Má raunar segja, ejns og allt var í pott- inn búið, að 4.—5. sæti í und- anrásunum væru alls ekki ó- viðunandi útkoma. Ingi R. Jó- hannsson hefur staðið sig með sérstakri prýði það sem af er; hlaut 5 Vz vinning af 8 á 1. borði í undanrásunum, en það er útkoma sem jafnvel Friðrik Ólafsson þyrfti ekki að fyrir- verða sig fyrir. Er ekki annað sýnna en stórmeistarinn sé að eignast þarna innlendan keppi- naut( sem hann verði að taka alvarlega og er það vel. Því miður hefur mér enn eigi bor- izt nein af skákum Inga, en bæti það upp með þvi að birta skák eftir Freystein Þorbergs- son frá viðureigninni við Persa. Ilvítt: Freysteina Þorbergsson Svart: Pakdamau. (íran) Kóngs-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rf3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 •—o 6. o—o a6 7. Rc3 Rc6 8. h3 Hb8 Persinn virðist búa sig undir að fylgja forskrift argentinska stórmeistarans Pannós með peðasókn á drottningarvæng. 9. e4 ©5 10. d5 Re7 10. — Ra5 er algengari leikur og eðlilegri í þessu afbrigði. 11. De2 Bd7 12. a4 Hindrar b5. Með næsta leik undirbýr svartur því peðasókn á kóngsvæng. 12. ------------- Re8 13. b4 f5 14. Ba3?! Undirbýr komandi peðsfórn, sem er tvíeggjuð, en vel til þess fallin að rugla óreyndan andstæðing í ríminu. 14. — — fxe4 15. Rxe4 Bxa4 Svart: Pakdanuui ins e6 og auk þess er hann í yfirvofandi tortímingarhættu. (Hótun Rc3). 16.----- axb5 Möguleikanum 16. — Rxd5 00 |jjj| ifll ^ (D i PJ * WÁ in m, n n pif H! •4 S ABCDEFQM Hvítt: Freysteinn; 16. b5! Nú tekur hugmynd Freysteins á sig skýrari mynd. Biskupinn er hindraður frá völdun reits- Freysteinn Þorbergsson hugðist Freysteinn ekki sv.ara með 17. cxd5, þar sem svartur fengi þá tækifæri til að vinna hrók og þrjú peð fyrir tvo létta menn með 17. — Bxb5 o. s. frv. Svarið sem Freysteinn hafði á takteinum var 17. Rf- g5. 17. Rf-g5 Dd7 18. Re6 bxc4 Svartur telur sig hafa efni á að láta skiptamun, þar sem hann á í augnablikinu þrjú peð yfir. 19. Rxf8 Bxf8 20. Hf-bl Nú er ekki svo þægilegt að valda peðið á c4 og 20. — Rxd5 gengur ekki vegna 21. Dxc4, Bc6 22. Rc3 o. s. frv. 20. --------------- b5 Sýnist veita alltryggilega völd- un en nú fellur peð á öðrum stað. 21. Bxd6! cxd6 22. Hxa4 Dc7 22. -— Rxd5 yrði svarað með 23. Hxc4. Sá leikur kemur þó mjög til greina, þar sem peðið á d5 er svörtum næsta óþægi- legt. 23. Ha-b4 Rf5 Og nú var sjálfsagt betra fyr- ir si/artan að sldpta á d- og b- peðunum. Eins og skákim teflist fellur b-peðið fyrir ekkert. 24. Rc3 Rd4 25. Da2 Bh6 26. Rxb5 Hxb5 27. Hxb5 Uxb5 28. Hxb5 Nú á svartur ekki nema eitt peð eftir upp i skiptamunjnn. Er það að vísu fripeð, en næsta hættulaust. Framhald á 9. síðu. <sa SÖLUBÖRN ÓSKAST til að selja merki Blindravinafélags Islaonds í dag, sunnudaginn 19. október. Merkin verða afhent á þessum stöðum frá kl. lO f.h. Melaskólanum (fordyri) Öldugötuskólanum Ingólfsstræti 16 (syðri dyr) Austurbæjarskólanum Laugarnesskólamun (fordyri) Langholtsskólanum (fordyri) Haagerðisskólanuin Sölulaun og verðlhun. — Foreldrar hvetjið börnin til ,að selja merki, BLINDRAVINAFÉLAG ISLANDS MERKJASALA (Blindravinafélag Islands er í dag. Styrkið blinda og kaupið merki. Imian merkjasölunnar er h|appdrætti og eru vinningar þessir: 1. Sóí’asett 2. Flugferð til Kaupmannahafnar. 3. Islendingasögur 4. Sunbeam-panna 5. Sfandlampi 6. Kaffistell. 7. —10. Borðlampar. 11.—12. Blaðagrindur 13.—15. Bækur. BLINDRAVINAFÉLAG ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.