Þjóðviljinn - 19.10.1958, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1958, Síða 7
 Sunnudagur 19. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Önnur útgófa Virkra daga GuÓinunilur Gíslason Haga- lín: Virkir dagar. Saga Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, skráð eftir sögn hans sjálfs. — 600 blaíS áð- ur. — líókaútgáfan Noróri. fyrir hærra kaupi, meiri þæg- inium eða stærri íbúð, heldur orusta um öndina í brjóstinu. Og í skuggsjá jressarar bókar birtast manni gjarnan ennþá fleiri kvnslóðir Islendinga — Milli vonar og ótta Jóhann Hjálmarsson: — Undarlegir fiskar. — 55 . blaðsíður. — Bunólfur EI- entínusson gerði kápu. — Heimskrjngla 1958. □ Þessu litla kveri er skipt í fjóra kafla. Hinn fyrsti og lengsti nefnist Milli vonar og ótta. Það heiti færi bókinni allri vel: nafn vonarinnar leikur skáldinu oft á vörum, en óttinn markar geðblæ ljóð- anna í rílcum mæii — óskil- greindur kvíði, höfuðskepnan ótti. Jóhann Hjálmarsson Jóhann Hjálmarsson gaf út fyrstu ljóðabók sína í hittið- fyrra, er hann var 17 ára að aldri. Undirritaður komst þá svo að orði í ritdómi að gallar Ijóðanna kæmu ekki á óvart, heldur kostirnir; og hlaut bókih ærið hrós af flest- um. Nú koma kostirnir ekki lengur á óvart, enda eru þeir mjög af sama toga og fyrr: bamsleg einlægni og fals- laus viðkvæmni, æskubirta í orðfæri, æðruleysi þess hjarta sem komizt hefur í hann krappan. Það er reyndar merki- legt, hvað þetta skáld er ungt og fullorðið í senn. Hann hef- ur séð hnífana blika á lofti og blóðið fljóta; og ótti lians er undirniðri ótti hugsandi manns við voveifleik heimsins. En á liinu leitinu er lífs- reynsla hans enn í gagn- fræðaskóla. í einu ljóðinu sér hann við hlið sér barn, sem hreytir nótt í dag á einu and- artaki. Ljóðið er ónýt list og næsta marklítið frá sjónar- miði okkar, sem öðluðumst sömu reynslu fyrir löngu. En sannindi ljóðsins eru h-öfund- inum ný og fersk. Hann er ungur drengur að uppgötva yndið sem heimurinn býr þó yfir. Það er einkenni þess Ijóð- stíls, sem Jóhann Hjálmars- son temur sér, að gefa frem- ur í skyn en segja fullum fet- um, hreyfa tilfinningu les- andans fremur en hugsun hans. Gildi ljóðanna markast í ríkum mæli af sefjunar- mætti þeirra: miðla þau les- andanum nægilega sterkri geðshræringu; opna myndir þeirra og tákn víðari útsýn? Of sjaldan þegar á heildina er litið, en yfir allmörgum ljóðunum er þarflaust að kvarta. Á 39. bls. er t. d. dálítil perla, sem ekki verður um bætt. Einhverjum kynni að þykja ljóðið á 45. og 46. bls. létt á reislu rökfræðinn- ar, en einnig það ber að meta eftir hinum einlæga trega sem það andar. Hinsvegar er ljóð- ið á 30. bls. marklaust; höf- undi tekst ekki að gefa tákn- um þess neina dýpri merk- ingu. Svipað verður sagt um ljóðið á bls. 24 og 25. Við sættum okkur ekki við svona rissmyndir af hörmungum heimsins; skáldið hefur ekki fundið þau tákn, sem stund- um hafa gert lítil ljóð að lykli veraldarinnar. Ljóðið lýsir innilegri viðkvæmni skáldsins, en myndslcöpunin er of flasfengin og hugsunin að baki of þróttlítil. Annað- hvort er að þegja um djöful- dóm heimsins eða taka svolít- ið mannlega á honum. Fitlið og gugtið er verst. Öll skáldleg sköpun krefst hugsunar. Jafnvel hreinrækt- uðustu tilfinningaljóð verða að grundvallast á hugsun. Ljóð verður ekki byggt án rökvísi, skáld hlýtur að meta af skynsemi hvaða táknum eða myndum hann geti falið tilfinningar sínar með sæmi- legum árangri, hann kýs sér orð af smekk og yfirvegun. Litla ljóðið hans Jóhanns á 21. bls. er ort af þvílíkri skyn- semi; en hinu er ekki að neita að honum tekst of sjaldan að hugsa ljóð sín fullkomlega vel. Eg nefni 'sem idæmi næst- fyrsta ljóð bókarinnar. Hugs- un þess virðist helzt sú, að manninum sé borgið ef hann gætir þess aðeins að skynja „gagnsæ fjöll eða ótrúlega græna sól“ á för sinni um auðnina. Lesandinn stendur uppi eins og þvara í köldum sultupotti: hvað eru gagnsæ fjöll? hvað er ótríilega græn sól ? Táknin missa sem sagt marks, og ljóðið fellur dautt til jarðar. Mig grunar reynd- ar að Jóhann hafi slík og því- Loftleiðir Framhald af 3. síðu. í fyrra, en vöruflutningar juk- ust um 8 tonn. Flugvélar félagsins hafa ver- ið þéttsetnar að undanförnu og margar farbeiðnir liggja nú fyrir vegna vetrarferðanna, en ýmsir stilla svo til að hefja ekki ferðir sínar til Bandarikj- anna fyrr en eftir 1. október til þess að eiga1 þá kost þess að njóta hinna lágu vetrarfar- gjaLda, er ganga þá í gildi og fjölskyldufólk, er fara vill til eða frá Ameríku, fær einnig verulegan afslátt vetrarmánuð- ina og notar þá af þeim sök- um mjög til kynnisferða. Vegna alls þessa bíða félags- ins mikil verkefni á þeirri vetr- arvertíð, sem nú fer j hönd. lík tákn eftir einhverju út- lendu skáldi, sem væntanlega hefur kunnað með þau að fara — en hlutur hans verð- ur að sönnu ekki betri fyrir það. Dálæti ekáldsins á græn- um lit er í stuttu máli ekki einleikið. Talar ekki García Lorca einhverstaðar um græna hesta og græna ull? Mér finnst Jóhann Hjálm- arsson ekki hafa tekið þeim skáldlegu framförum, sem fyrri bók hans sýndist lofa. Allt um það er hann bersýni- lega skáld og ekki hnoðnagli; og hafa fáir 19 ára piltar ort jafnvel og hann, þegar honum tekst upp. En ég þekki dæmi þess að skáldskap- ur hafi á ýmsum tímum verið lifandi afl í veröldinni, og ég veit honum ekkert' veglegra hlutskipti. Hitt veit ég lílca að ljóð Jóhanns Hjálmarssonar eru ekki af því tagi skáldskap- ar sem eykur mönnum afl — fremur en meginið af ljóðum ungra skálda á íslandi nú um 'stundir. Nokkrir ljóðavinir munu lesa. þau einu sinni eða tvisvar, og síðan liggja þau í þagnargildi um eilífa daga. Is- lenzk skáld nú á dögum — ætla þau sér ekki löngum of lítinn hlut? B.B. o Þegar maður giftir s;g nú á dögum þarf hann að hafa í höndunum læknisvottorð um það, að hann sé ekki ha'dinn neinum smitandi sjúkdómi. Brúðguminn er frá hálftíma upp í einn dag að útvega sér slíkt vottorð. En þegar Sæ- mundur Sæmundsson » ætlaði að fara að gifta sig skömmu eftir 1890, þurfti hann að sækja læknisvottorðið sitt til Noregs; og hann var heilan vetur í ferðinni. Svona hefur margt breytzt á íslandi síð- astliðin 60—70 ár. Virkir dagar eru skilrík frásögn um þá baráttu sem háð var í einum hluta landsins á þeirri tíð, og hún var reyndar söm við sig í flestum byggðum. Lesandi bókarinnar verður þess ekki var að sögumaður eða skrásetjari hafi tilhneig- ingu til að blása upp þá at- burði, sem frá er sagt; en hér blasa þó við þvílíkar myndir af harðleikni náttúr- unnar og erfiði fólksins, að það veldur nútímamanni sí- felldri furðu hvernig það lifði af. Lífsbaráttan var barátta upp á líf og dauða; hún varð- aði i rauninni ekkert annað en hið nakta líf manneskj- unnar. Það var ekki barátta Guðmundur G. Hagalín þær sem öld af "ld háðu blinda baráttu um líf sitt'við höfuðskepnurnar og nýlendu- kúgarana. Þær spurðu ekki heldur um aukin þægindi eða hærri menningu; en þær börð- ust um varmann í blóði sínu, um merginn í beinum sínum. Af þeim erum við komin. Virkir dagar sýna okkur enn svart á hvítu og minna okkur á það, hve íslenzkt líf hefur verið ógurlegt löngum stund- um. Virkir dagar er mjög hlut- læg bók, sneydd heimspeki- Framhald á 9. síðu. Mugnaveiéarinii Bldstmp teiknaði

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.