Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.10.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. október 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Sap Hraunshverffis á Eyrarbakka Saga byggðar írá landnámstíð, efiir Guðna Jónsson prófessor Saga Hraunhverfis á Eyrarbakka nefnist ny bók eftir Guðna Jónsson prófessor. Er það saga byggðar á suöur- ströndinn, þar sem um 150 manns áttu heimili um síð- ustu aldamót, en eru nú aðeins 2 bæir. Sagan er rakin allt frá upphafi byggðar á íslandi — eftir því sem föng eru á. Hraunhverfi er á ströndinni rnilli Stokkseyrar og Eyrarbakka, Það má muna fífil sinn fegri, nú eru þar aðeins 2 báeir; þetta er því saga um eydda byggð. Þessi nýja bók dr. Guðna er óblandin „íslenzk fræði“, saga alþýðufólks og sagnir af því. Er sagt frá því sem vitað er um þessa bæi frá landnámsöld og síðan frá 17. öld og áfram, — um Stóra-IIraun er vitað frá miðju 17. aldar. Þetta er eldri byggð en Stokkseyri og Eyrar- bakki, sem tóku ekki að mynd- ast sem þorp fyrr en um miðja síðustu öld, og þó aðallega fyrir síðusfu aldamót íbúafjöldi þeirra hefur staðið í stað í tvo áratugi — samtímis því að Sel- foss hefur þotið upp. Hraunahverfi Bókinni er skipt í þrjá. kaflav Fyrs'ti kaflinn: Hraunahverfi, segir frá búnaði .og býlum. Sagt frá búendum og þurrabúðar- mönnum sem vitað er um allt irá upphafi byggðar. í mörgum tilfellum hefur verið hægt að ár- setja hvenær sumir bæjanna voru byggðir. Er þarna stutt æviágrip bænda og búenda og sagnir um þá, ef til eru. Þarna er því saman komin mikil ætt- fræði og mannfræði. Hefur höf- undi tekizt að finna og rekja ýmsar œttir er áður voru taldar tíndar. Lifðu á fjörunni í bókinni er rakið allt það gagn sem fólkið hafði af fjör- unni — róið var frá hverfi þessu haust og vor, en aldrei á vetrum — og var það margvís- legt: hr&gnkelsaveiði, silungs- veiði, selveiði, beitutekja, sölva- tekja, þang og önnur fjörugrös og loks fjörubeit og reki. Það er lygilegt, en samt liggur við að fólkið lifði á fjörunni, sagði höfundur við blaðamenn í gær, en nú hefur ekki verið litið við fjörunni í nokkra áratugi. Örnefnaskrá er í bókinni með 280—290 örnefnum, og er um helmingur þeirra úr fjörunni, og sýnir það bezt hve mikill vett- 40 myndir, mannamyndir eða af bæjum í Hraunshverfinu. Þá eru í bókinni rithandar- sýnishorn bænda og alþýðu- manna. Segir Guðni furðuiegt hve margir hafi kunnað að skrifa fyrr á öldum, og hve marg ir bændur hafa skrifað sjálfir úndir þingbækur. Fyrirmyndar-útgáfa Bók þessi er 470 bls. Iiöfund- ur gefur hana sjálfur út, aðal- lega fyrir áskrifendur, en nokk- uð mun þó selt í búðum, og upp- lag er því nokkuð takmarkað. Bókin er prentuð, í Hólum og hefur Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri ráðið ytra út- liti bókarinnar og skreytt.. hana með því að teikna upphafsstaf- ina í þrem aðalköflum bókar- innar og eru þeir prentaðir í lit. Frágangur bókarinnar er til fyr- irmyndar. — Bókin kostar ó- bundin 225 kr. en í bandi 275,— en slíkt er, og þaðan af hærra, verð stórra bóka á þessu liausti. Lög og saga, nýtt ritgerða- safn eftir Ólaf Lórusson Lóg og saga nefnist tafn ritgerða og erinda eftir dr Ólat Lárusson prófesscr sem nýlega hefur veriö gefið’ út af Lögfræöingafélagi íslands á forlagi Hlaðbúðar. Nýtt hefti af Ár- hok landhúnað- aríns Árbók Iandbúnaðarins 3. befti 1958 liefur borizt blað- inu. Af efni má nefna yfirlit um verðlagsgrundvöllinn 1956 og afurðavei’ð til framleiðenda, skýrslu um ostaframleiðsluna á fyrra árshelmingi, 11. skýrslu Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins og skýrslu um framleiðslu smjörs og sölu fyrstu 6 mán- nði ársins. Pálmi Einarsson ritar um staðsetningu nýbýla, Sigurður frá Brún á greinina Um hross, þá er birt yfirlits- skýrsla um stafsemi Ghænmet- isverzlunar landbúnaðarins, grein um verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða 1958, efna- Hagsmál og sitthvað fleira. Rit- stjóri Árbókar landbúnaðarins er Amór Sigursjónsson. b4ó-sc Guðni Jónsson prófessor við skrifborð sitt. vangur s'tarfs og lífs fjaran hef- ur verið. Gamla-Hraunsmenn Annar kafli bókarinnar: Gamla- Hraunsmenn er saga einnar ætt- ar, þ.e. forfeðra Guðna Jónsson- ar (bók þessa tileinkar hann for- eldrum sínum). Aftan við þeiin- an kafla er niðjatal og ættar- skrár, þar sem settar eru upp 18 töflur. Mun ýmsum, er eigi vissu það áður, þykja gaman að þejm fróðleik, í töflu Reykjakotsætt- arinnar, að sjá þar lilið við hlið sem jafnt fram komna af Guðna bónda Jónssyni í Reykjakoti (1766—1820) þá Val Gíslason leikara, Guðna Jónsson prófess- or, Halldór Kiljan Laxness og Sigríði Eiríksdóttur hjúkrunar- konu. Sögur úr Hraunshverfi Þriðji og síðasti kaflinn: Sögur úr Ilraunshverfi, hefur inni að halda sögur um einstaka menn og þjóðsögur úr hverfinu. Dr. Guðni hefur skráð • þær flestar sjálfur eftir heimildarmönnum sínum, en langt er síðan hann hóf skráningu þessa og margir heimildarmannanna fyrir löngu komnir undir græna torfu. — Þarna niun og vera ein ýtarleg- ust saga eins draugs sem skrif- uð hefur verið, merkisdraugs- ins Skerflóðs-Móra eða Selsmóra, sem nú kvað hafa tekið sér kjallara til íbúðar á Stokkseyri, og hrakið þaðan alla aðra íbúa! 2300 mannanöfn Aftast í bokinni er nafnaskrá. Opinber sam- úð með einni þjóð Bjarni Benediktsson flutti í gær á fundi sameinaðs þings langhund í Morgunblaðsstíl um „Ungverjalandsskýrslu“ sam- einuðu þjóðanna, sem hann vill iað rílkisstjórnin gefi út. Flutti hann ræðuna yfir hálftómum þingbekkjum og reyndist í lok hennar ekki nægilega margir við til að af- greiða málið til nefndar. Eins og kunnugt er hefur Bjarni (og Pétur bróðir hans) opinbera samúð með einni þjóð, Ungverjum, og e.r reynt tað koma því sem oftast að. ,,Skýrsla“ sú, sem hér um ræðir, er plagg sem sameinuðu þjóðirnar hafa verið í stökustu vandræðum með, og a.m.k. einn starfsmaður samtakanna hefur verið rekinn úr starfi fyrir at- riði varðandi „skýrslugerð" þessa. Enn geta nemend- nr gerzt stofn- endur Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum var nýlega stofnað „Nemendasamband Samvinnu- skólans", og er þegar orðinn allf jölmennur hópur þeirra, sem gerzt hafa stofnendur. Nú vill stjórn nemendasambandsins gefa öllum þeim nemendum, er stundað hafa nám í Samvinnu- skólanum og ekki gátu mætt á stofnfundinum, kost á að ger- ast stofnendur. Má senda inn- tökubeiðni til formanns sam- bandsins, Sigurvins Einarsson- ar, alþm., Mjóuhlíð 2, Reykja- vík, eða. gjaldkera þess, Krist Eru þar 2300 mannanöfn. Enn- j ins Guðnasonar, Linnetstíg 8, fremur eru í bókinni rúmlega! Hafnarfirði. Bók þessi er um 315 blaðsíð- ur að stærð og birtast í henni 18 greinar og erindi Ólafs, auk formála af hálfu Lögfræðinga- félags Islands eftir Ármann Snævarr prófessor og formáls- orða höfundar. Lögfræði og' réttarsaga Ritgerðrnar hafa allar birzt áður á prenti, á árabilinu 1926 til 1957. fjalla þær flestar um efnj er snerta fjármunarétt og réttarsögu: Straumhvörf í fjár- munaréttinum, Afnám skattfrels- is, Stjórnarskráin og lög lýðveld- isins íslenzka, Hof og þing, Grá- gás, Þróun ísienzks réttar eftir 1262, Refsivist á íslandi, svo greint sé frá nokkrunr ritgerðar- heitum í bókinni. í formála sínum segir Ármann Snævarr prófessor m.a.: „Þetta ritgerðasafn (er) fyrsta ritið, sem Lögfræðingafélag íslands gefur út. Það er ekki ófyrirsynju að rit eftir dr. Ólaf Lárusson verður hér fyrir valinu. Prófess- or Ólafur gr kennari að kalla alli'a félagsmanna í lögfræðinga- félaginu. Hann hefur kennt lög- fræði lengur en nokkur annar maður á íslandi og hefur mótað íslenzka lögfræðinga öðrum mönnum fremur. Jafnframt er 10 milEgónir hann einn merkasli fræðimaður um lögfræði, lagasögu og sagn- fræði, sem þetta land hefur alið. . . .“ Og ennfremur: ..Ritgerða- safn þetta nefnist Lög og saga. Það heiti er táknrænt fyrir ævi- starf höfundar, því að iíf sitt hefur hann heigað þessum. tveimur fræðigreinum og unnið þcim af einstæðri elju, vísinda- legri vandvirkni og hugkvæmni. En bókarheitið er einnig tákn- rænt að öðru leyti og bendir aft- ur í tímann. Hið fyrsta, sem rit- að var á íslenzku máli, varðaði mjög lög og sögu, svo sem grein- ir hjá höfundi fyrstu má!fræði- ritgerðarinnar, og æ síðan 'nafa þau viðfangsefni verið íslending- um hugfólgin“. íyrir vavahluti í land- búnaðarvéiar Allmiklai’ umræður urðu á Alþingi um tillögu Framsóknar- mianna um innflutning vara- hluta í vélar, verkfæra og á- halda til landbúnaðar og sjáv- arútvegs. Kepptust þingmenn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokksins um að lýsa yfi,r vilj.a sínum til að slíkir varalilutir væru alltaf nægir til í landinu, en kom ekki alveg eins vel saman um hverjum það væri að kennla að svo væri ekki. Upplýsti for- sætisráðherra Hermann Jónas- son að talið væri af fróðustu mönnum að nú þyrfti árlega 10 milljónir króna til innflutn- ings á vailahlutum í landbún- aðarvélarnar einar. Gunnar Thoroddsen minnti á að líka þyrfti næga vara- hluti í altar vélar iðnaðarins í landinu og mæltist til að því yrði bætt við. Umræðunni var frestað og tillögunni vísað til allsherjar- nefndar. Rikisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út s'inglagahefti, er nefnist „Söngbók barn- anna“. Um útgáfuna sáu Frið- rik Bjarnason, tónskáld og Páll Halldórsson, söngkennari. 1 heftinu eru 19 tví- og þrí- rcidduð lög, einkum ætiuð til notkunar í barna- og unglinga- bókum. Þarna eru m.a., söng- lög eftir Árna Thorsteinsson, Áskel Snorrason, Bjarna Þor- steinsson, Friðrik Bjarnason, Helga Helgason, Jónas Helga- son, Pál Halldórsson, Pái ís- ólfsson, Sigfús Einarsson og Sigvalda S. Kaldalóns. Einnig eru í heftinu nokkur er’end lög. £1 ára afmæléshá- Stckks- Ný frímerki Þriðjudaginn 9. desember 1958 mun póst- og símamála- stjórnin gefa út tvö ný frímerki með mynd af stjórnarráðinu. Verðgildi frímerkjanna verður 2 kr. grænt og 4 kr. rauðbrúnt. Frímerkin eru prentuð hjá fyr- irtækinu Hélio Courvoisier S. A La Chaux-de-Fonds, Sviss. Stokkseyri. Frá frétta- ritara Þjcðviijans. Ungmennafélag Stókkseyrar ininntist 50 ára afmæiis síns með samkomu si. laugardag. Félagið var stofnað 15. inarz 1908. Á afmælishátíðinni mættu bæði eldri og jngri félagar. Fóru þar fram ræðuhöld o.fl. Margir gamlir félagar sem fluttir eru burtu voru þarna viðstaddir og ýmsir þeirra fluttu félíaginu kveðjur og árn- aðaróskir. Kór söng á sam- komunni og sýnt var leikrit. Var samkoman vel sótt og fór hið bezta fram. I tilefni afmælisins kom út afmælisrit félagsins: ' Ung- mennafélag Stokkseynar 50 ára. Birtir það einkum endur- minningar ýmissa félaga frá fyrri árum starfseminnar. Stjórn U.M.F. Stokkseyrar skipa nú: Baldur Teitsson, for- maður, Frímaim Sigurðsson, ritari, Hjörtur Sæmundsson, gjaldkeri, Kristín Jónsdóttir og Eyjólfur Ó. Eyjólfsson, með- sjórnendur. Gerið skil fyrir selda miða - Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.