Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 5
Sunnudagur 9. nóvember '958 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Konunglega bókhlaðan danska er ekki staður fyrir dýrmæt rit Bókum og handritum er þar hrúgað saman í kjallarakompum og skúmaskotum Svo mikil þrengsli eru nú orðin 1 Konunglega bóka- safninu danska, að það eru ekki miklar ýkjur að segja aö safnið sé beinlínis aö springa utan af þeim hundruð þúsunda bóka sem þar eru og stöðugt fjölgar. Rússneskur njósnafugl var reyndar danskur þegn Fyrir skömmu kom maður nokkur með stork í fang- inu inn í aðalstöðvar lögreglunnar í Istambúl og bað spæjarana þar að rannsaka hagi fuglsins sem senni- lega væri rússneskur njósnari. Það er danski landsbókavörð- urinn Palle Birklund, sem seg- ir þetta í viðtali við danska blaðið Land og Folk. Safnhúsið var byggt árið 1906 og hefur ekki verið stækkað eíðan. Þá voru í safninu 600.000 bækur og reiknað var með því að þar gætu í allrahæsta lagi rúmazt 900.000. En bókafjöldinn er fyrir löngu kominn yfir þetta hámark og er nú um hálf önn- ur milljón og þangað er stöð- ugur straumur nýrra bóka. íEnginn veit hvað gera á við þær. Bókum og handritum er komið fyrir í skúmaskotum, kjallaraholum, gluggakistum, 4 hanabjálka og stigapöllum, yf- irleitt hvar sem nokkur smuga fyrirfinnst. Gamalt miðstöðvarherbergi og kolageymslur hafa jafnvel verið tekin undir bókageymslu. Hóladomkirkja Framhald af 3. síðu. Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum, formaður sóknarnefndar, ávarp, minntist þeirra, sem beitt hafa sér fyrir þessum gjöfum, og bar fram þakkir til þeirra. — Kvað hann gjafirnar bera það með sér, að mönnum þætti ekki annað sæma liinni fornu kirkju en það bezta. Minntist hann einnig Kristjáns Eldjárns þjóð- minjavarðar og færði honum þakkir fyrir umönnun og að- hlynningu við kirkjuna, og gat þess sérstaklega, hve ánægt sóknarfólk væri með hitalögn þá, sem nú er búið'að setja í kirkjuna, svo að nú er í fyrsta skipti í sögu hennar hægt að hita hana upp við messugjörð. Síðan gengu kirkjugestir heim á heimili presthjónanna og þágu þar góðgerðir. Ómetanlegt safn bóka eftir H. C. Andersen sem safnið fékk að gjöf fyrir nokkrum árum er geymt í gamalli reiðhjóla- geymslu. Svo þröngt er um gesti og starfsmenn safnsins að við liggur að þeir stofni heilsu sinni í hættu. Hvað með íslenzku handritin ? í Konunglega bókasafninu er, sem kunnugt er, geymdur nokk- ur hluti þeirra íslenzku hand- rita senr Danir hafa í sínum fórum, þó að meginhlutinn, Árnasafn, sé í vörzlu Háskóla- bókasafnsins. Hans Kirk segir í Land og Folk í sambandi við þessa frá- sögn bókavarðarins: „Það er ekki aðeins danskur bókmenntaarfur sem geymdpr er innan múra safnsins. Fá- gætar bækur frá öðrum lönd- um hafa einnig hafnað þar, m. a. þau handrit, sem íslendingar líta á sem þjóðargersemi og hafa beðið okkur svo innilega um að fá aftur. Þeirri bón hef- ur verið neitað, og ein af rök- semdunum hefur verið, að þau séu bezt geymd í Konunglegu bókhlöðunni. En er það nú rétt? Konunglega bókhlaðan er þegar úrelt sem bókasafnhús, allt of lítil og óhentug, og Is- lendinga væru sjálfsagt færir um að búa betur að handritum sínum“. Framhald af 1. síðu. sú vinpia greidd með eftirvinnu- kaupi, en verður nú greidd með helgidagakaupi. Þá voru sett inn í samninginn nokkur ákvæði, sem föst hefð Mariin NiemöUer móðgast við Breta Dr. Martin Niemöller, þýzki kirkjuhöfðinginn sem von er á hingað til lands í boði samtak- anna Friðlýst land, reiddist svo um daginn í flughöfninni við London að hann sneri aftur heim án þess að hafa lokið er- indi sínu. í útlendingaeftirlitinu var tekið á móti honum eins og um óbótamann væri að ræða, hann spurður spjörunum úr um alla skapaða hluti varðandi fyrirhugaða dvöl sína í Bret- lar.di, en þangað hafði honum verið boðið af samtökum krist- inna manna til að tala gegn kjarnorkuvígbúnaði. Hann hef- ur nú tilkynnt samtökunum að hann muni ekki stíga fæti á brezka grund næstu tvö árin, nema tryggt sé að hann fái ekki verri viðtökur en aðrir ferðamenn sem til landsins koma. Þeim sem til þekkja þykir þetta fróm ósk: Erlend- um ferðamönnum sem til Bret- lands koma er venjulega þann- ig tekið, að þeir hafa mesta löngun til að snúa við. 20 ára stúlka bankaræningi 22 ára gömul stúlka hefur verið handtekin, sökuð um hlutdeild í bankaráni í London á föstudaginn, en þá var stolið 20.000 sterlingspundum. Lögreglan hefur haft upp á tæplega helmingnum af þýfinu, 9.000 sterlingspundum, en hef- ur enn ekki haft hendur í hári allra ræningjanna. hefur rikt um hvernig fram- kvæma skyldi, þó ekki væru þau sérstaklega tilgreind í samningi, svo sem, að konum skuli greitt karlmannskaup ef þær vinna að flökun JliskS. Eiinnig, að þar sem menn vinna ,af sér laugar- daginn, skuii þeir fá greitt helgi- dagakaup eftir kl. 12 á hádegi hafi þeir skilað hjá viðkomandi atvinnurekanda 48 klst. í dag- vinnu þá viku, nema veikindi eða önnur lögleg forföll hamli því. Eins og fyrr segir gekk hinn nýi samningur í gildi 1. nóvem- ber s.l. Þetta er i fyrsta sþm, sem samningar hafa verið gerð- ir á Vestfjörðum milli atvinnu- rekenda og verkalýðssamtakanna án þess. að til uppsagnar hafi komið á fyrri samningi. Heildar- samningur um kaup og kjör landverkafólks hefur verið í gildi milli A. S. V. og Vinnuveitenda- fél. Vestfjarða síðan árið 1949. Ennfremur hefur A. S. V. samið um kjör vélbátasjómanna síðan árið 1952, og ná þeir samningar til sildveiða, botnvörpuveiða og linuveiða. Ennfremur var samið um vinnu í síldar-, karfa- og fiski- mjölsverksmiðjum á Vestfjörð- urn, og var fyrri samningur framldpgdur með hluttf(alls,leg- um kauphækkunum og gerðar voru á hinum almenna samningi landverkafólksins. Lögreglumennirnir félluet á að hér gæti verið eitthvað grunsamlegt á seyði, því að þeir tóku eftir því að storkurinn var með hring á öðrum fæti og á hringnum var einhver ó- skiljanleg áletrun. Storkurinn var settur í svartholið meðan rannsókn málsins stóð yfir. Engum datt í hug að efast um að hér gæti verið hættu- legur gestur á ferðinni, enda hafði staðið í blöðum þar syðra að Rússar hefðu sent fugla með eínhver djöfulleg njósnatæki yfir Tyrkland, — og það er reyndar aldrei ‘áð vita hvað slíkir menn geta fundið upp á. Málið var því rannsakað af mikilli gaumgæfni, en spæjar- arnir höfðu ekki erindi sem erfiði. Storkurinn reyndist al- gerlega saklaus af njósnaákær- unni. Hringurinn dularfulli reyndist bera með sér að fugl- inn væri frá dýragarðinum í Kaupmannahöfn. Þar með lauk þeirri sögu. Vinur Adenauers var mútuþegi Lokið er rannsókn í máli eins nánasta starfsmanns Ad- enauers, forsætisráðherra V- Þýzkalands, Hans Kilb og verð- ur nú höfðað mál gegn honum fyrir að hafa þegið mútur. í álcæruskjalinu verður hann. m.a. sakaður um að hafa þegið lúxusbíla frá Daimler-verk- smiðjunum fyrir að hafa notað aðstöðu sína til að útvega fyr- irtækinu pantanir frá vestur- þýzku stjórninni. Hækkið tryggingar yðar í samræmi við hið breytta verðlag, sem orðið hefur vegna 55% yfirfærslugjaldsins Þrátt fyrir verðhækkanir hafa iðgjöld af brunatryggingum LÆKKAÐ Það hafa allir efni á að hafa tryggt, § \ en enginn efni á að missa eigur sínar ótryggðar AlMMWAK ■SllTvÍ 1 TT 00 Fylgizt með tímamim: ^ Notið CARDA-glugga 1 Helztu kostir CARDA-glugga eru: V 1) Eru þéttir bæði gegn vatni og vindi. Fylgja þeim \ sérstakir ofnir þéttilistar, sem setjast í er gluggi i hefur verið málaður. I 2) Hægt er að snúa grindunum alvcg við og hreinsa 1 allan gluggann innan frá. Er þetta mikið atriði í 1 ibúðum á efri hæðum húsa. ! 3) Hægt er að hafa gluggann opinn í hvaða stöðu sem i er upp í 30°. T 4) Einangrun ágæt, þar sem tvöfaldar grindur eru í ! gluggunum og nægir því að hafa 2 einfaldar rúður. 1 Engin móða eða frostrósir safnast innan á rúðumar. , 5) Loftræsting mun fullkomnari en við venjulega : glugga. Verkar hér líkt og loftræsting um reykháf. \ 6) TJtsýni nýtur sín vel, bar sem hér er aðeins 1 rúða, ‘ og skyggja þvi ekki sprossar eða póstar á. 7) Hægt er að koma rimlagluggatjöldum fyrir milli 1 rúðanna. 1 8) Hægt er að fara frá gluggunum opnum án þess að l hætta sé á, að það rigni inn um þá. Gluggarnir eru seldir með öllum lömum og ] Iæsingum áfestiun. T Gluggana skal ekki stcypa í, heldur setja í á eftir. [ Timbtirveizlunin VÖLUNDUR h. f.. * Klapparstíg' 1. — Sími 18430. T| Vestff j a rðasam n i nga r n i r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.