Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1958, Blaðsíða 7
Blinda fólkið, vinir þess og- stuðningsmenn, þegar hafin var bygging hins nýja heim- ilis í október 1957. Skúii Guðfénsson: Guð hjálpar þeim, sem vill hjálpa sér sjálíur I tileini úf merkjasölu SUindravinafélagsins Mér er nær að halda að spakmælið, sem ég hef valið sem yfirtitil að neðanskráðu greinarkorni, fyrirfinnist ekki í biblíunni. í>ó þori ég reynd- ar ekki að fortaka það, því ég er ekki biblíufróður og í biblíunni kennir margra og ó- líkra grasa. En svo mikið er víst, að boð- skapur kristins dóms, færður okkur í hversdagslegum urnbúð- um af hversdagslegum mönn- um er nokkuð á aðra lund en sú nakta lífsvizka, sem okkur er flutt í spakmælinu: Guð hjálpar þeim, sem vill hjálpa sér sjálfur. Samkvæmt hinni fyrrgreindu lifsskoðun er maðurinn um- komulaus armingi, sem einkis er megnugur án guðs náðar, sem þó er jafnan óverðskuld- uð. En samkvæmt hinni siðari eru guð og maðurinn næstum eins og tveir jafnréttháir samn- ingsaðilar. Guð setur það sem skilyrði fyrir hjálp sinni, að maðurinn leggi sig allan fram. og maðurinn gengur að þessu skilyrði og vex að manndómi og finnur ef til vill einhvern skynsamlegan tilgang í til- veru sinni hér í þessum tára- dal. Þau hin tvö ólíku lífsviðhorf, sem skilgreind hafa verið hér að framan endurspeglast mjög greinilega í svokölluðum líkn- ar- og mannúðarmálum sam- tíðar okkar. Venjuleg líknar- starfsemi tekur því miður allt of oft á sig gervi hinnar óverð- skulduðu náðar almættisins, undirstrikandi umkomuleysi hinna sem náðarinnar eiga að njóta. Andstæða þessa er sú tegund líknarstarfs sem fyrst og fremst hjálp- ar hinum hjálparþurfi til þess að hjálpa sér sjálfir, gef- ur þeim trú á sjálfa sig og lijálpar þeim til að finna skyn- samlegan tilgang í lífinu, þó eitthvað hafi gengið öðruvísi en bezt hefði verið á kosið. Það er orðin mikil tízka að stofna og starfrækja féiög til hjálpar og viðréttingar því fólki, sem vegna sjúkdóma eða annarra annmarka, meðfæddra eða áunninna, hefur orðið að meira eða minna leyti viðskila við borgaralegt samfélag og athafnalíf. Þetta er fögur tízka og Skúli Guðjónsson fegurri, sem hún beinist meir að því að gera þetta fólk að virkum þátttakendum í þeim líknarstörfum sem líknarfélög- in vinna í Þess þágu. En þá fyrst komast þessi mál í farsællegt horf, er hinir van- heilu og fötluðu bindast sam- tökum um að leysa sin vanda- mál sjálfir, að svo miklu leyti sem leyst verða, hafandi í huga hið forna spakmæli: Guð hjálp- ar þeim sem vill hjálpa sér sjálfur. Nokkur slík félög munu nú vera starfandi hér á landi og á þeim eflaust eftir að fjölga. En það félagið, sem ég hefi sérstaklega haft í huga við samningu þessara hugleiðinga er Blindrafélagið, enda einn af félagsmönnum þess. Félagið hefur um mörg und- anfarin ár rekið vinnustofu að Grundarstíg 11 með ágætum árangri, þrátt fyrir allt of iít- il og ófullnægjandi húsakynni Nú hefur félagið ráðist í það stórvirki að reisa blindraheim- ili. Hús þetta stendur við Hamra- hlið í Reykjavík. Þegar ég kom þar snemma í október var bú- Hvaða skáld eru ung, hver gömul? Þessu má svara með ýmsu móti. Við getum sett ákveðið aldursmark: einn dag- inn verður skáldið fertugt eða þrítugt — jafnvel fimmtugt, og þann sama dag hættir það að vera ungt. Eða við notum gamlan afmælisgreinabrandara um ungan öldung — sjötugan strák. Svo getum við líka notað okkur venjulegan gagn- rýnendaskæting um gamla unglinga. Fæðingarvottorð segja lítið um það hvort menn séu ung- ir í hugsun eða ekki. Stund- um er það líka bókmennta- tízka að vera ungæðislegur í skáldskap — kannski barna- legur í annan tíma þykir fínna að vera roskinmannleg- ur í anda og orði. Það er ekki nýtt hér á landi að menn hljóti skálda- frama ungir. Við getum far- ið fljótt yfir þá sögu og rifj- að upp sagnir um æskukveð- linga Egils á Borg og Hall- grims Péturssonar. Kristján Fjallaskáld var um tvitugt þjóðkunnur fyrir kvæði sin. Á okkar dögum eru skáld á ýmsum aldri kölluð ungu skáldin og er stundum erfitt að skilja hvað átt er við með orðum þessum. Máski verður vandinn leystur á sama hátt og með biskupinn okkar: al- urstakmörk þurrkuð út. En hvað sem öllu þessu líð- ur er ekki að efa æsku þeirra sem standa að nýja blaðinu sem heitir Forspil. Ritstjórar eru Ari Jósefs- Sunnudagur 9. nóvember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — ið að steypa upp kjallara húss- ins og fyrstu hæðina og verið að slá upp fyrir annarri. Von- ir standa til, að unnt verði að koma húsinu undir þak fyrir áramót. En til þess að ljúka þessu mikla mannvirki vantar enn fé. Félagið hefur haft þann hátt á mörg undanfarin ár að efna til merkjasölu einn dag á ári, svo sem nú er mikil tizka á landi hér. Og mun svo enn verða. Og þegar ég nú minni fólk ó merkjasölu Blindrafélagsins, er ég alls ekki að biðja það að gera neitt gustukaverk. Hins vegar mega kaupendur merkj- anna gjarnan iíta á sig sem verkfæri í hendi drottins til þess að hjálpa. í þeirri við- leitni hans að hiálpa þeim, sem vilja hjálpa sér sjálfir. Svo er annað, sem ég vildi minna á, enda þótt ég kunnj að hafa minnt á það áður við svipað tækifæri. Þegar þeir, sem búa við ó- venjulegar kringumstæður, eins og til dæmis blindir menn finna að viðleitni þeirra til sjálfsbjargar er metin og við- urkennd, þótt ekki sé með öðru en því að kaupa merki þeirra, þegar þau eru boðin til sölu, verður það þeim til meiri upp- örvunar og hvatningar en orð fá lýst um að leggja sig fram í starfi sínu. Og enn vil ég minna á eitt — Við, sem blindir erum, verð- um þess þráfaldlega varir að sjáandi menn ganga með þá meinloku í höfðinu að eitt af því voðalegasta, sem hent geti hér á jörð, sé það .að vera sleginn blindu. Það rignjr sí og æ yfir okkur sem blindir erum hinum furðulegustu spurningum, eins og t.d.: Get- ur þú nokkuð unnið, eða jafn- vel: Geturðu borðað sjálfur. Og þótt við svörum þessu eft- ir beztu samvizku, finnst okk- S ur oft og tiðum sem því 'se ékki almennilega trúað eða menn haldi að sá sem spurð- ur er sé einhver undantekn- ing frá reglunni og alveg sér- stakt fyrirbrigði. Og hinir sjáandi halda á- fram að standa felmtri loslnir gagnvart því skelfilega fyrir- brigði að sjá ekki dagsjns Ijós. Nú er'gþað að vísu svo, að enginn hefur bréf upp á það, að hann fái haldið sjón að sínu skapadægri. Því er það að við blindir menn vildum gjarnan í okkar veikleika geta sýnt þeim er síðar kæmu til með að hlíta sömu örlögum og við, að sjón- leysi er í raunþini ekki eins voðalegt fyrirbrigði og hinir sjáandi almennt ætla, — að maðurinn getur matazt, unnið, hugsað og ályktað, meira að segja notið margra af iysti- semdum lifsins, þótt hann sjái ekki dagsins ljós. Og því er það, að húsið sem Blindrafélagið er að láta reisa við Hamrahlið ætti að geta orð- ið þeim sem eiga eftir að ganga undir sama jarðai'men og við nokkur sönnun þess að ekki sé öllu lokið, þótt Ijós þrotni og að höfundur Hávamála hafi vitað hvað hann söng, þegar hann kvað: Betri es blindur, en brenndur sé, sem og hitt, að enn ásannist hið fornkveðna: Að guð hjálpar þeim, sem vill hjálpa sér sjálfur. Skúli Guðjónsson. <-- -------— Skáldaþáttur _Ritsljóri: Sveinbjörn Beinteinsson_ son, Jóhann Hjálmarsson og Þóra Elfa Björnsson, öll tæp- lega tvítug. Aðrir aðstandend- er eru Dagur Sigurðars., Atli Heimir Sveinsson, Úlfur Hjörvar og Þorsteinn Jónsson. frá Hamri. Blaðið er kvnnt sem: mál- gagn yngstu kynslóðar lista- manna og áhugamanna um listir og á að flytja ritsmíð- ar ungra manna, einnig gagn- rýni um listir. Tilgangur unglinga þessara er góður og gott að ekki skortir lengur kiark eða möguleika til framkvæmdar. En þá er að gera í stuttu máH grein fyrir því hvernig þessi fyrsta tilraun hefur tekizt — frá mínu sjónarmiði. Dagur Sigurðarson á þarna langa sxgu, ekki fallega, en að stil og máli fremri þvi sem tíðk- ast í ritsmíðum ungra manna. Og sagan er samkvæm sínum skáldskap til enda. Draumurinn liennar Þóru Elfu er ekki ólíkur því að hann væri úr Eyrbyggju eða Sturlungu (sjá t.a.m. Evrb. 43. k. Sturl. íslendingasögu 136 k.) fullur af óhugnan. En enginn skrifar ,,þátt svo góðan“ nema skáld og það vissu menn reyndar áður að Þóra kunni með þann galdur að fara. Nokkrir ritdómar eru í blaðinu; Ari Jósefsson skrif- ar sannsýnilega um andstæð- urnar í Ijóðagerð ungra manna: Þorstein og Matthías. Ég vil ekki rengja þá skoð- un að Þorsteinn yrki mun betur en Matthías, það er augljóst. En mér finnst að Matthías sé um of látinn gjalda þess að hann hefur valið sér örðugt hlutskipti í skáld- skapnum og ekki náð tökum á þeim efnum sem hann fæst við. Ef Matthías kynni rök- réttari meðferð í íslenzku máli og afmarkaði stíl sinn við sitt hæfi, þá gæti hann betur haft not sinnar skáldgáfu sem er alls ekki eins lítil og menn halda. Jóhann Hjálmarsson skrifar rétt þokkalega um Jón Öskar. Jón frá Pálmholti skrif- ar heldur elæma langloku um Jóhann Hjálmarsson og eru menn ekki miklu bættari eft- ir þann lestur. Ég held samt að Jón hafi skilið skáldskap Jóhanns, en hefur ekki þau orðaráð að koma skoðun sinni vel á blað. Dagur Sigurðarson Framhald é 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.