Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 16. nóvember 1958 — aafeg Fjölkynd og sjónhverfingar Hinn ungi skákmeistari Reimar Sigurðsson, sem um þetta leyti er í efeta sæti á Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur í Breiðfirðingabúð, er maður hinna svífandi tæki- færa. Langar og þreytandi setur við skákborðið, þar sem þrástagast er um yfirráð yfír einni vesælli línu eða líftór- una í vanburða peðkróa eru Reimari lítt að skapi. Hann óskar eftir meira fjöri og mikilfenglegri örlögum sér eða andstæðingi sínum til handa en þeim að veslast upp úr peðaskorti eftir langt sjúkdómsstríð. Þess vegna leggur hann gjarnan allt á hættuná sriemma tafls, brýtur allar brýr að baki sér og tefi- ir nærtækum liðstyrk til meg- instöðu andstæðingsins strax og minnsta færi gefst. Og stundum býður hann ekki eft- ir tækifærunum heldur hristir þau fram úr erminni með f jöl- kyngi og sjónhverfingarlist eins og í eftirfarandi skák úr 3. umferð Haustsmótsins, þar sem hann leggur að velli einn skæðasta keppinaut sinn um efsta sætið, Stefán Briem í aðeins 16 leikjum. Hér kemur skákin: Ilvítt: Stefán Br.iem Svart: Ueimar Sigurðsson 1. c4 c5 2. Rf3 Rf6 3. d4 g6 Ef Reimar tefldi byrjunina einungis með það fyrir aug- um að ná jöfnu tafli „equal- isera“ þá var 3. — cxd.4 og síðan 4. — d5 auðveldasta ieiðin til þess. Einnig er til 3. e6. T. d. 4. d5, b5?! hið svo- nefnda Blumenfeldbragð). 4. Rc3 Bg7 5. e4 cxd 6. Rxd4 Þar með er fram komið visst afbrigði Sikileyjarvarnar, sem jTirleitt er talið hagstætt hvítum, hinn svonefndi „Mar- oczy-bindingur“. Hvítur hefur sterlca peðastöðu á miðborð- inu og svartur hefur litlar vonir um að ná peðaframrás þar, en hins vegar nær svart- nr oft allgóðu spili fyrir „léttu“ menn sína í þessu af- brigði). 6---------0—0 7. Be3 Rc6 8. Be2 d6 9. Dd2 Rg4 10. Bxg4 (Stefán sér réttilega að hvít- reitabiskup er ekki sérlega á- hrifamikill í þessari stöðu. Þe=s vegna gaf hann Reimari færi að leikaHtg4.) 10. -----Bxg4 11. 0—0 Dc8 12. Rdó (Fyrsta skrefið út á hinn hála :'s. Eðlileg leið var 12. f3 síðan b3, stilla síðan hrókun- um á miðlínurnar með svo sterkri stöðu á hvítt, að hún nálgast að vera óvinnandi. En ekki verður þó hinn gerði leikur talinn slæmur. Hvítur hótar nú Rxc6.) 1?------IJe8 13. Rb5 (Hyggst vinna skiptamun með Rc7. Róleg leið, evo sem sú er drepið var á áðan, var enn mjög fýsileg fyrir hvítan.) 13. --------Re5! ? (Undirbúningur að óvæntri og skemmtilegri leikfléttu.) 14. Rb-c7 (Stefán áttar sig sennilega ekki á, hvað er í aðsigi. 14. f3 var heldur ekki svo gott lengur vegna — Rxc4 o. s. frv.) Svart: Reimar _*_B C D E F O H ■ i wT’áfsíf &M3 PrfflS » ■ mzm c o O M Ilvítt: Stefán 14.--------Rf3f! (Að þessum leik leiknum stóð Reimar upp og aðspurður hvað hann skákinni hér raun- verulega lokið með sigri eín- um. Nokkrir tortryggnir á- horfendur tóku sig þá til og fóru að rannsaka stöðuna að tjaldabaki. Eftirfarandi björg- unarleið fyrir hvítan er árang- ur þeirra rannsókna: 15. gxf3, Bxf3. 16. Bf4, Bh6! 17. Dd3! Dh3 18. Dxf3, Dxf3. 19. Bxh6, Dg4f 20. Khl, og svartur á naumast betra en að þráskáka, þar sem 20. — Dxe4f 21. f3, Dxc4 22. Rxe8 o. s. frv. gæfi hvítum fullmik- inn liðstyrk fyrir drottning- una. Það er því svo að sjá eem leikfléttan hefði ekki átt að leiða til meira en jafnteflis gegn beztu vörn.) 15. Khl ? ? (Hin djarfa árás hefur heppn- azt! Hvítur sem ekki fær séð í gegnum myrkvið hina flóknu leikjaafbrigða, lætur í örvænt- ingu sinni drottninguna af hendi, isem jafngildir að sjálf- sögðu uppgjöf, þótt hann fái einn hrók fyrir hana.) 15. ------Rxd2 16. Rxe8 Dxe8 Og Stefán gafst upp. 17. Rc7 yrði evarað með 17. — Dc8 18. Rxa8, Rxfl o. s. frv. Tilkynning Viðskiptavinum okkar tilkynnist hér með að verzlun og vörulager í Garðastræti 45 er flutt í Skipliolt 15. Siglivatur Einarsson & Co., SLlpbolt 15. Simar 2 41 —33 og 2 41 37 Bókin ÆVI MÍN OG ÍSTIR * eítir ameríska blaðamann- inn og lögfræðinginn Frank Harris — oo er skemmtileg og djörf lýs- o 0 ing á kynnum hans af kon- ^ um af öllum þjóðernum FRANK HARRIS; Útgefandi. 0RE01 rafmagnsperur fyrirliggjandi. ... 15 watt á kr. 2,60 25----------2,60 40----------2,60 60-----------2,90 75-----------3,30 100-----------4,20 Sendunt í póstkröfu hvert á land sem er. Marz Trading Company Kiapparstíg 20 — Sími 17373- Aðalfundiir t B Prentsmiðju Þjóðviljans h.f. verður haldinn að Skóla- vörðustíg 19 þriðjudaginn 25. þ.m. Ikl. 8:30 e.h. Fundur sá or boðaður var 12. þ.m. varð eigi lögmætur. Dagskrá samkvæmt félagslögum Stjórnin. Þrátt fyrir alla efnisltyggju .... finnst manni að maður sé kominn aftur til hinna léttúðarfullu tíma á sviði dömu- tízkunnar. Hinir ríkulegu, flegnu kjólar bjóða dömum nú tækifæri til að bera margvíslega, ekta skartgripi. Hin töfrandi fegurð gull- og silfurskartgripa okkar, sem við bjóðum yður í miklu úrvali, tryggir yður ánægðan kaupendalióp. Starfslið okkar eru hugmyndaríkir skartgripa. og gimsteinasmiðir og gera sér mikið far um að þróa ýmsar gæðamiklar og formfagrar nýungar í sambandi við hálsfestar, armbandshringi o. s. frv. Við ráðleggjum stórkaupmönnum og innflytjendum að biðja um nákvæm tilboð frá skrifstofu nr. 22 hjá okkur. livisvar á ári erum við til sýnis með þennan varning á kaupstefnunni í Leipzig. aasabmaL DEUTSCHSB INNEN - UN9 AUSSENHANDEL Berliu C 2, Schicklerstrasse 5 — 7 Deutsclie Demolíratische Repuhlik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.