Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.11.1958, Blaðsíða 11
PETER CURTIS: 40. dagur. Við höfðum hagað því svo til að Díana hitti mig ein síns liðs, ef ske kynni að hún léti í Ijós einhverja tortryggni, þótt Richard væri þess fullviss aö hún tæki ekki eftir neinu. En ég var ekki eins örugg. Ég haiði séð dádýrsunga í Leet þekkja mæöur sínar úr stórum flokki hinda. og ég bjóst við að sex ára barn væri eins skynugt. En þegar bíllinn stanzaði fyrir fram- an húsið, lagðist ég útaf í stólinn á hengslislegan hátt og ýfði á mér háriö og vonaði-hið bezta. Richard sendi ungfrú Duffield til herbergis síns og kom svo meö Díönu til mín. Ég rétti fram hendurnar og brosti — dauflega og blíðlega eins og Eloise — og sagði: „Halló, elskan. Mikið er gaman að sjá þig aftur.“ Veslings krakkinn horfði á mig og síðan á Richard og virtist svo skreppa inní sjálfa sig. Hún hélt dauöahaldi í hönd hans og vildi ekki koma nær. Hann ýtti henni varæga til mín og sagði henni aö kyssa mömmu eftir allan þennan langa tíma. og spurði hana hvort hún væri búin að gleyma mér. Ég þakkaði mínum sæla fyr- ir að hún hafði aldrei þekkt Antoníu frænku. Richard hló og sagði: „Kún er búin að gleyma þér, Eloise. Og hún er með svo indæla gjöf handa þér. Hvítan asna. Ej þaö ekki satt, Díana?“ Ilún hélt enn dauðalialdi í hann, hörfaði og sagöi: „Ég vil fóstru.“ Hún minnti mikið á Eloise. „En hún er í dálitlu leyfi. Þú ert sjálf búin 'aö vera í leyíi. Veslings Fóstra þarf líka að hvíla sig, er það^ elcki?“ Richard var mildur og þolinmóður í rómnum. „Auk þess,“ sagði ég ekki alveg eins þolinmóð, „ertu orð.ui nógu stór til að vera án henar. Mamma lítur eft:r þér. Komdu nú og leyföu mér aö hjálpa þér úr kápunni. Svo fáum viö okkur te og góðar kökur og þú segir mér allt um asnann.“ Richard þokaöi henni nær og ég fór að hneppa frá henni kápunni. Það var eins og ég væri að afklæða brúðti. Hún lyfti ekki einu sinni handleggjunum svo að ég gæti losað ermarnar. Ég var sárfegin því að ekki voru aðrir viðstaddir en Richard. Ég held ég hafi aldrei séð annan eins tortryggnissvip á ævi minni. Hún var alvcg ringluð og í sannleika sagt vorkenndi ég henni. Og ég fór aftur aö hugsa um dádýrskálfana og geröi mér ljóst aö henni hlaut að finnast sem augu hennar og eyru væru að blekkja hana, því að eðlishvöt hennar afneitaði mér sem móður. Allt í .einu fór hún að gráta. Ég reyndi að róa hana rneð því aö hringja bjöllunni og biðja um te óg leggja mikla áherzlu á hunangiö, kirsu- berjakökuna og súkkulaöikexið. Um leið og Norton, stcfustúlkan, fór út, sagöi hún: „Hvar er Woods?“ ,„Hún kom ekki hingaö meö okkur.“ sagði Richard. Díana grét enn ákafar. „Alit er svo undarlegt,“ sagöi hún. Richard — ég held hann hafi notið þess að leika föður — kraup á kné og tók hana í fang sér. „Ég er ekkert undarlegur, er það, vina mín? Og mamma er ekkert undarleg. Það er bara það aö þetta er nýtt hús og dálítið öðru vísi en gamla húsiö. Þú átt eft:r að veröa stórhrifin af öllu hér. Ströndin er hér alveg við. Og svo hefurðu asnann. Heitir hann eitthvaö? Þú ert ekkert farin að segja okkur frá honum.“ Loksins hitti hann á rétta tóninn. Þetta var svo sann- arlega dóttir Eloise. Hið eina sem Eloise þótti reglu- lega vænt um, voru dýr. Hún hefði látið sinn síðasta eyri til Dýraverndunaríélagsins. (Ég minnti sjálfa mig á að halda áfram fjárgjöfum þangaö). Barnið sagöi okkur aö asninn héti Snjóbolti og sagði líka hvers vegna hún hefði viljað kaupa hann, þótt erfitt væri reyndar að komast til botns í frásögninni. En hún hætti þó °kælunum Og þegar teiö kom, hélt Richard hunanginu og kirsuberjakökunni svo fast að henrxi, að ég bjóst við aö hún þyrfti bráðlega á aðstoö fóstru að halda. Um leið og mér datt það í hug, sagði Richard: við mig á frönsku: „Sjálfsagt væri bezt að þú hefðir telpuna ekki með kennslukonunni meöan nokkur vafi Sunnudagur 16. nóvembber 1958 — ÞJÖÐVILJILN — (11 er enn eftir í huga hennar. Ég skal halda athygli kvc'nmannsins vakandi sem fyrirmyndar faðir fullur aí áhuga á kennsluaðferöum og niöurröðun tímanna.“ „Reyndu þá að rifja ekki upp neitt gama.lt,“ sagöi ég og vonaði að hún fengi ekki magapínu. Og í tvo daga annaðist ég hana, þvoöi henni, klæddi og greiddi og reyndi að hafa ofanaf fyrir henni, meöan Dickon gerði sitt bezta til aö leyna fáfræði sinni um monntunarþörf sex ára barna: Þetta voi*u erfiðir dag- ar. Öðru hvoru mætti ég augnaráöi hennar, tortryggn- islcgu, ringluðu, spyrjandi. Og á öðrum degi varö á henni breyting: fram að þessu hafði hún ver.ið eins og ringluð, en nú fór hún að sýna virka óhlýðni og fjand- skap. Ég hafði á ævinni haft alls konar störf, en fram til þessa hafði mér verið hlíft viö ungviði, og ég vissi alis ekki hvaö ég áttr til bragðs aö taka við hana. Ég gat ekki með góöu móti refsaö henni, þótt það væri einmitt það sem hún þurfti og mig langaði mest til, vegna þess aö ég átti aö sýna móöurást á borð við föðurást Richards. Og ég lagðí því árar í bát og gætti þe-s að segja ekkert til aö styggja hana. Jafnvel þeg- ar asninn kom frá brautarstööinnf og ég hélt að mér væi' óhætt aö lyfta henni á bak, þá mátti ég það meö engu móti- ég ætlaði að halda því til streitu, en hún flc-ygði sér niöur, æpti og sparkaöi, alveg eins og Eloise þegar hún fékk ekki vilja sínum framgengt. Þá sagöi ég við Richard: „I guðs bænum láttu ungfrú Duffield taka við henni. Ei hætta væri á aö hún glopraði einhverju út úr sér, þá væri hún búin að því. Og ef hún fær fleiri frekju- köst, þá er hætt við að ég taki hana í karphúsið.“ Og kennslukonan fór meö hana í herbergið sem Richard haföi verið aö laga og þær fundu hvor aöra í upphafi og urðu perluvinkonur. Þó fékk hún enn eitt dálaglegt kast þegar við urðum að segja henni að Fóstra kæmi ekki aftur. Hún fleygði sér á andlitið í góhiö, klóraði í gólfteppið og æpti og sparkaöi meö fótunum. Þá gerði ég það sem mig haföi alltaf langaö að gera við Eloise: sló duglega í botninn á henni. Þaö dugði. En ungfrú Duffield leit á mig með slíkri skelf- ingu og undrun aö mér brá og tautaði eitthvað um 4 SMPAUTlitRB RIMSIN.S sja vestur um land í hringferð hinn 19. þ.m. Tekið á móti flutningi til Patr- eksfjarðar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Sigluíjarðar, Dal- víkur og Akureyiar á mánu- dag. Farseðlar seldir á þriðjudag. Keflavík — Innlánsdeild Kaupfélags Suðurnesja greiðir yður hæstu fáanlega vexti af innstæðu yðar. Ávaxtið sparifé yðar lijá oss. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Faxabraut 27, Keflavík. is^ j^Goiamim'aKeoa Minningarspjöld eru seld í Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðuslig 21, af- gTeiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, og skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavík- ur, Tjarnargötu 20. t-i -'UA:..; I \M Kiölar á 14 ára felpur Það er næstum alltaf erfitt að -finna rétta kjólinn á telpu! á aldrinum 13—15 ára. Kjóllinn má ekki vera of „smábarna- legur“ en á hinn bóginn má hann ekki vera of „kerlingar- legur“ lieldur. Teikningarnar sýna fáeina kjóla sem fallið hafa telpum á þessum aldri í geð. 1) Þessi kjóll er hnepptur niður að framan með litlum gylltum kúlum. Beltið kemur frá brjóstsaumunum og er bundið í slaufu að aftan, og það gerir mittið grennra og undirstrikar víddina í pilsinu. Kjukkupils, sólplíseruð pils, felld eða í mörgum dúkum vekja yfirleitt alltaf hrifningu lijá telpum á þessum aldri og undir pilsinu þarf að sjálfeögðu að vera stíft millipils. Kjóllinn væri fallegur úr léttu ullar- efni í fínlegum lit, en eigi að nota hann sem sparikjól má að sjálfsögðu hafa í honum eitthvað skrautlegra efni. 2) Dragt í þrennu lagi. Á litlu hvitu pikkíblúesunni eru bísalek, flibbakragi og svcrt flauelsslaufa Yrjótt marín- blátt ullarefni er notað í fellda pilsið og kragalausa jakkann sem hnepptur er með þirem hnöppum. Þetta er þægilegur búningur, sem næstum hvaða stúlka sem er getur notað við næstum hvert tækifseri. 3) Ballkjóllinn er úr hun- angslitu gervLsilkí. Pilsið er mjög vítt og rykkt i mittið og á sléttu blússunnj er bátlaga hálsmál. Dálítil íöll eru við axlasaumana. Eina skrautið er á beltinu. Það er frábrugðn- um lit sem fer vel við kjólinn og skreytt kynstrum af perl- um. Það er þolinmæðiverk ao sauma það, en það er líka ó- venjulegt og sérstakt skraut í látlausum kjol.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.