Þjóðviljinn - 04.12.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.12.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. desember 1958 — ÞJCÐV11JÍNN — (ST !«!*!®!®!®7$ailll^ Þér hvílizt! Sparið tíma! erfiði! og öðlizt óteljandi gleðistundir með því að nota símann. ATi_, MXw RITSTJÓRI: Knattspyrnufréttir Itölsk knattspyrna á eríitt uppdráftar Það virðist sem knattspyrn- an i Ítalíu eigi erfitt uppdrátt- ar, og hefur um nokkurt skeið ekki náð .því, sem ítalir gátu aður. sýnt.r Þetta var átakanlega staðfest í HM. síðast, er þeir komust ekkj í undanúrslit, en það hafði aldrei komið fyrir áð- ur. Þeir eru að fá staðfestingu á þessu hvað eftir annað. Um daginn fór ítalska liðið Napoli til Englands og lék þar nokkra ieiki. Komst tapið upp í 6:0, sem vakti mikla athygli, bæði í Eng- iandi og í Evrópu yfirleitt. Gert var ráð fyrir að Juventus, sem er eitt bezta liðið í ítölsku kéþpninni, gæti ‘ jafnað- iwkkuð sakirnar við Arsenal í keppnis- ferð sinni í Engiandi fyrir stuttu. Það -fór þó á annan veg því að Júventus tapaði 3:1. Því var haldið fram að ítalarnir legðu sigf ekki fram, nema þegar um væri að ræða stig eða verðlaun, og að þeir hafi ekki viijað taka neina áhættu. En á það er bent að Bretar eru líka atvinnumenn og ekki eins vél launaðir og þeir ítölsku. Lék í markj með landslið- inu og sama dag með Arsenal Það virðist sem markmaður Arsenal og landsliðsmarkmaður Wales láti sér ekki allt fyrir brjóslj brenna. Hann heitir Jack Kélsey og er talinn annar bezti markmaður Bretlandseyja um þessar mundir. Lék hann með liði Wales á HM í sumar. Hann lék fyrra miðvikudag með landsliði Waies. á móti Englandi tm eftir- miðdaginn, og var honum þakk- að það að England náði aðeins jaántefli (2:2). Þann sama dag átti Arsénal að leika við Juvent- us, en Kelsey, leikur fyrir Arsenal, og þótti leikmönn- um Arsenal mikið í mun að fá hann til að leika með. Hann var ekki seinn á sér, þegar iánds- leiknum var lokið, að hraða sér í mark Arsenal, en sá leikur fór fram urn kvöldið. Kelsey er taiinn hafa sérstaka eiginleika til að loka markinu þegar menn hafa komizt tnnfyr- ir, og venjan er að hann fær skotin beint í fangið. Eftir stutta stund 'eru framherjar mótherj- anna orðnir æfir í skapi yfir þessu, en hans eigin varnarmenn vaxa að sjálfsöryggi. Ungverjar ekki eins og fyrr Ungversk knattspyrna á ekki þann kraft og öryggi sem hún ’-d XV-.- J. 4 - hafði áður. Ungverjar unnu þó Belgana með 3:1 nýi'ega, en um sama leyti tapaði bezta iið þeirra, MTK, 4:1 fyrir Young Boys í Evrópubikarkeppninnþ en þar hafa þessir leikir farið fram nýlega: Reims—HPS Finn- land 4:0, Dukla Prag—Wiener SK 1:0, (en Wiener SK vann fyrri ieikinn með 3:1 og heldur því áfram) CDNA Sofia—Atlet- ico .Madrid 1:0. (Þau verða að leika aukaleik á hlutlausum velli). Besiktas-Real Madrid 1:1. Það er gert ráð fyrir að Atlet- ico, með Vava frá Brasilíu í broddi fylkingar, eigi erfiðan leik fyrir höndum, þar sem er leikur við Búlgarana. Á heima- velli eru þeir taldir ákaflega erf- iðir. Þeir eru Jistamenn eins og Brasilíumenn í knattmeðferð, en harðir eins og eitskir atvinnu- menn. Búlgarar eru áf mörgum talin að vera knattspyrnuþjóð sern bíði eftir því að „slá í gegn“. En þeir hafa oft verið óheppnir og þar eru í sama bát landsliðs- menn Portúgal. Portúgalarnir geta ieikið ótrúlega vel þegar þeim tekst bezt upp, og fyrra sunnudag unnu þeir Hollendinga með 5:1. í þessu sambandi má geta þess að Hollendingar unnu Dani með sömu tölu. Það hefur legið í loftinu und- anfarið, að í undirbúningi væru landsleikir í handknattleik milli íslands og einhverra Norðurland- anna, og þá helzt Noregs og Danmerkur. Heyrzt hefur um fundaliöld í þessu sambandi, sem farið hafa fram hér um mál þetta, Hins vegar hefur stjórn Handknattleikssambandsins ekki sent út neina fréttatiikynningu um mál þetta, a.m.k. hefur Iþróttasíðunni ekki borizt nein vitneskja um það frá stjórn HSÍ. Tjl v.iðbótar við orðrómmn má geta þess, að fyrir nokkru mátti, lesa í sænska Iþróttablað- inu að hugsanlegt væri að lands- leikur við ísland færi fram 15. febrúar i vetur. Blaðið segir meðal annars um þennan hugs- anlega leik, sem þó er ekki ákveðinn: Landsleikur við ísland? Hvað snertir sænska hand- knattleiksliðið, er það ekki víst að úr landsleik verði hinn 15. febrúar við ísland í Borás, eins og getið var í gær í nokkrum dagblaðanna. Það eru fjárhagsleg atriði sem enn er eftir að ganga frá, sagði Gösta Arnesson í sænska Hand- knattleikssambandinu. íslendingarnir ieika einn leik í Osló og vilja einnig fá leik í Svíþjóð. Við höfðum, ef svo hefði skipazt, hugsað okkur að iáta hann fara fram í Vestur- Svíþjóð — Bor&s —, og leik- dagur skyldi helzt vera 15. fe- brúar. En það er sem sagt langt frá því að frá fjárhagshliðinni sé gengið, og Jangt frá því ör- uggt að samningar takist. Margir hugsa ef til vill þann- ig, að það sé broslegt að heyja landsleik í handknattleik við ís- land, en það er ekki eins undar- legt og það litur út fyrir. ís- lendingarnir vita hvað þeir eiga að gera, og liðið vakti án efa mikla athygli í heimsmeist- arakeppninni í fyrravetur (voru auk þess nærri þvi að komast' í lokaátökin meðal&S beztu þjóða ,í Berlín). Gegn liði sem kalla mætti B- Jandslið Svíþjóðar og mun hafa verið um slíkt lið rætt, ættu þeir að geta veitt harða mótstöðu, og það yrðu óneitanlega skemmtileg kynni fyrir sænska áhorfendur. Áhuginn fyrir handknattleik er eðlilega mikill á Islandi, þar sem veturnir eru Jangir og strangir, dagarnir stuttir en næturnar langar og dimmar. Hið stóra vandamáJ þar, cins og viða annarstaðar. er vöntun á sölum. Þar er ennþá enginn salur mcð alþjóðlegri stærð 20x40 m. Þannig farast hinu sænska blaði orð. Er sannarlega gaman tíl þess að vita að handknattleiksmenn okkar skuli eiga þcssi verkcfnij fyrir höndum þó betra hefði ver„ ið að vita það dálítið fyrr. Frammistaða þeirra í fyrra í heimsmeistarakcppninni vart með þeim ágætum, að gera verð- ur ráð fyrir að þeir ættu að geta staðið sig sæmilega þegari tekið er tihit tii allra aðstæðna. 0 'iHift t-ekur svc 'ekki síður aú hygli okk:ar fréttamannanna, að erlend blöð skuij vcrða til þess að skýrá okkur frá því sem en að gerast í næsta húsi við okkun hér! Þ&3 virðist sc-m „kollegar‘, þeirra í stjórnum sambandanna úti þar lúri ekki eins lengi á fréttunum við blöðin og þcifl gera hér. Þetta er raunar ekki í fyrsta ,sinn sem slíkt kemur fyr-1 ir, þetta er gamall vani. Þess var þó fremur vænzt að ungir nú- tímamenn kynnu að nota blöð- in og koma fram við þau á svipaðan hátt og sambönd ann- arra landa gera. Áður hefur verið skýrt frá nokkrum samþykktum 19. fund- ar Sambandsráðs ÍSÍ. Hér fara á eftir nokkrar til viðbotar: Staðfesting breytinga á lögum SKÍ Lagðar voru fyrir fundinn nokkrar breytingar sem Skíða- þing hafði gert á lögum Slcíða- sambandsins og voru þær sam- þykktar. Aðild ISÍ að Æskulýðsráði Islands Mikið var rætt um aðild ISÍ, að Æskulýðsráði Islands og að umræðum loknum var eftirfar- andi samþykkt: • ,,19. fundur Sambandsráðs ISI samþykkir aðild ISl að Æskulýðsráði íslands". Landhelgismálið Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í því máli: „19. fundur Sambandsráðs ÍSÍ, tekur undir samþykkt framkvæmdastjórnar ÍSl í land- helgismálinu og fagnar stækk- un hinnar íslenzku fiskiveiði- leiðsögu í 12 sjómílur um leið og sambandsráð fordæmir framkomu og ofbeldi Breta. Jafnframt ályktar Sambands- ráð að íþróttaleg samskipti við Breta séu ekki æskileg fyrr en þeir hafa látið af ofbeldisverk- um sínum gagnvart Islending- um“. íþróttakennaraskQli Islaiuls að Laugarvatni Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Fundur Sambandsráðs ÍSÍ, haldinn 15. nóv. 1958, sam- þykkir að veita skólastjóra og skólariefnd Iþróttakennara skóla íslandsýalla þá aðstoð sem ÍSl er unnt að veita til þess að skólinn megi eflast og í því sambandi leyfir fundurinn sér að skora á Alþingi það er nú situr, að veita Iþróttakennara- skóla Islands á fjárlögum 1959, allt að kr. 300.000.00 til þess að reisa heimavistarhús“. Að lokum þakkaði forseti ISÍ fundannönnum fyrir komuna á fundinn og störfin þar. Öskaði hann utanbæjarmönnum góðrar heimferðar. Það er mikil ánægja fólfiin í því. að geta hvenær sem er gripið símann, rabbað við vini og skyld- menni hvort heldur það er nær eða f.iær, handan götunnar eða á yztu nesjum um áhuga og dæg- urmál. Það veitir yður hvíld og tilbreytingu í önnum dagsins. Síminn er eitt mesta menningar- tæki nútímans. Verksvið hans ! eru óteJjandi. Síminn er ómiss/ « andi! IL Jólin nálgast með öllu sínu anistri og erfiði jafnframt gleði og hamingjustuiulum. Jólainn- kaupin fara í liönfl, þá er síminn liinn rétti tengiliður Milli*yðar og okkar Ð Þ‘ St/O íUlislíöidij

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.