Þjóðviljinn - 04.01.1959, Page 1

Þjóðviljinn - 04.01.1959, Page 1
 Sunnudagur 4. janúar 1959 — 24. árgangur — 2. tölublaíf. Inni í blaðinu Sovétríkin munu geta ger- eyðilagt állt herstöðvakerfi USA í einu vetfangi segja bandarískir sérfræðingar. Sjá frétt á 5. síðu. Kauplækkunin vegna niðurgreiðslnanna verður tvöíalt meiri en sparnaðurinn VerSi grunnkaup skert um 6% mun kaup Dagsbrúnarmanns lœkka um 10,8% Útreikningar sýna að hinar nýju niðurgreiðslur, sem komu til framkvæmda um áramótin, munu lækka mánaöarleg útgjöld meðalfjölskyldu um kr. 176,32. Niður- greiðslurnar lækka hins vegar kaupgjaldsvísitöluna um 13 stig, og sú Lækkun mun skerða mánaðarkaup Dagsbrúnannanns- um kr. 356,75. Kauplækkunin er þannig tvö- falt meiri en sparnaöurinn, og raunveruleg kaupskerðing vegna niðurgreiðslnanna einna 3,3%. Framkvæmi ríkisstjórnin síöan hótun sína um að lækka grunnkaupið í ofanálag um allt að 6% mun beint fjárhagstjón fyrir meðalfjölskyldu Dagsbrúnarmanns nema kr. 612,18 á mánuði, en það jafngildir 10,8% beinni kauplækkun. Gamla vísitalan gefur sem kunnugt er næsta takmarkaða mynd af neyzlu almennings. Hins vegar gerði Torfi Ás- geirsson hagfræðingur grund- völl nýrrar visitölu fyrir skömmu og var þr.r miðað við búreikninga 80 launþegafjöl- skyldna, verkamanna, sjó- manna, iðnaðarmanna og skri.f- stofumanna, á árunum 1953 og 1954. Mun sú vísitöluf jölskylda sem þannig fékkst gefa næsta skýra hugmynd um meðal- neyzlu almennings nú, og verð- ur því við hana miðað í þeim útreikningum sem hér fara á eftir. Sparnaðurinn aí niður- greiðslunum Nýja vísitölufjölskyldan tel- ur 4,24 meðlimi, og með því að athuga neyziu hennar á vörum þeim, sem ríkisstjórnin eykur niðurgreiðs’ur á, fæst mynd af því hversu mikið laun- þegar spara við hinar nýju verðlækkanir. Sú mynd lítur þannig út: Ársnotkun fjölskyldunnar af hverskonar kindakiöti er talin 115,36 kíló, og það magn lækk- ar nú í verði um kr. 770,57'. Ársnotkun fjölskyldunnar af saltfiski er talin 39,55 kíló, og það magn lækkar nú í verði um kr. 65,26. Ársnotkun fjölsr.yldunnar af nýmjólk er talin 1022 litrar, og það magn lækkar nú í verði um kr. 901,98. Ársnotkun fjölskv'.dunnar af kartöflum er talin 235,65 ’kíló, og það magn lækkar nú í verði um kr. 141,39. Ársskammturinn af niðnr- greiddu sinjöri fyrir þessa fjöl- skyldu er nú 16,96 :dló, og það magn lækkar nú í verði um kr. 164,51. Ársskammturinn af niður- greiddu smjörlíki fyrir þessa fjölskyldu er' nú 42.4 kíló, og það magn lækkar nú í verði um kr. 72,08. Árssparnaður þessarar fjöl- skyldu vegrya liinna nýju nið- urgreiðslna ríkissljórnarinnar er þannig kr. 2115,79 — en sparnaður á mánuði er kr. 176,32. Þess ber auðvitað að gæta að hér ér um meðaltalsfjöl- skyldu að ræða. Síærri fjöl- skyldur, sem nota meira magn af hinum niðurgreiddu vörum, bera þeim mun meira úr být- um. Minni fjölskvldur bera hins vegar minna úr býtum; og einhleypingar, sem borða á matsöluhúsum, munu vart hafa mikinn hag af niður- greiðslunum. Sumt í niður greiðslunum er eionig næsta hæpið; þannig hafa allir þeir sem rækta kartöflur fyrir sig engan hag af lækkuninni á kartöfluverðinu — þeir fá aðeins læ’kkun á vísitölu og þar með kaupi sinu. Kauplækkunin vegna niðurgreiðslnanna Þetta er önnur hlic'in á niður- Framhald á 10. síðu. NatrÍDmbjarmi frá tungleldflaug- inni Ijósmyndaður Sovézka geimfarið sendi í fyrri- nótt frá sér natríuinský eins og boðað liafði verið. Bjanninn af skýinu gerði það sjáanlegt í nokkrar mínútur meðan efnið \ar að dreifast og myndaði fyrstu gervihalastjörnuna. Skýið var ljósmyndað frá stjörnuathuganastöðinni í Alma Ata í Mið-Asíu og brezkt blað birti í gær mynd sem tekin var í Skotfandi og talin var af nat- ríumskýinu. Á geimkönnunarsýningú í Prag uni liátíðarnar gat mecjal ann- ars að Líta þetta sovézka l.íkan af geimfari, sem ætlað er það lilutverk að fiytja menn til tunglsins og aftur til jarð- ar. Eftir liið vel liepjmaða tunglskot í fyrradag hefur sovézlc- um geimsiglingafræðingum verið falið að undirbúa tunglleið- angur, og hver veit nema þessi huginynd um farkost í slíkt ferðalag vcrði að einhverju leyti l^agnýtt þcgar til framkvæmd- anna kemur. •é Jeiurism er alk mannkynsins" Mikojan, fyrsti aðstoðarfor- sætisráðherra Sovétríkjanna, kom í gær til Kaupmannahafn- ar á leið til Bandaríkjanna. Hann sat boð Hansens forsætis- ráðherra og ræddi við hann og aðra ráðherra. Þegar fréttamenn niðu á Framhald á 10. síðu. Tungleldflaugin einnig sólspútnik Mun fara framhjá funglinu i 6000 til 8000 km fjarlœgcS, siSan verSa gervireikist]arna á brauf umhverfis sólina Þriðja þrep sovézku tungleldflaugarinnar sem skotið var í fyrramorgun, og náði fyrst jarðneskra hluta yfir 11,2 km, hraða á sekúndu og þar með afli til að slíta sig laust frá aðdráttarsvioi hnatt- ar okkar og þjóta út í himingeiminn, var í gær- kvöldi komið langleiðina til fylgihnattar jarðar- mnar. Um klukkan átta í gærkvöldi hafði eldflaugin farið 311.000 km í áttina til tunglsins og átti ófarna um 70.000 km. Gert var ráð fyrir að geimfarið myndi verða á móts við tunglið klukk- an þrjú í morgun eftir íslenzk- um tíma. Mun gaiiga um sólina að eilífu Tópíséff, varaforseti Vísinda- akademíu Sovétríkjanna, sagði í gær við fréttaritara Tass, að hraði eldflaugarinnar væri meiri en svo að aðdráttarafl tunglsins myndi geta yfirunnið hann og dregið hana að sér. Geimfarið myndi því ekki fara á braut umhverfis tunglið, held- ur fara framhjá því í 6000 til 8000 km fjarlægð, eða sem svarar tveim þvermálum tungls- ins, og síðan halda áfram út í geiminn. Þar mun eldflaugin fara á braut umhverfis sólina, verða sólspútnik, fyrsta reiki- stjarnan gerð af mannahönd- iim. Fyrirlesari í Moskvaútvarp- inu sagði að horfur væru á að geimfarið færi svo nærri tungl- inu að mælitæki þess næðu og fengju sent til jarðar vitneskju um segulsvið tunglsins og geislaverkun, en þeirra upplýs- inga er þörf áður en hægt ér að ráðast í geimleiðangur til tunglsins. Eiinig sagði Moskva- útvarpið, að vitneskja sem fengist frá eldflauginni á göngu umhverfis sólina yrði mun þýðingarmeiri en sú sem það hefði getað aflað á braut um- hverfis tunglið. Sænski prófessorinn Salvén sagði í útvarpsviðtali í gær, að hann byggist við að geimfarið myndi ganga umhverfis sólina að eilífu. Starfar snurðuiaust Mæli- og senditækin í geím- farinu hafa frá upphafi starf- að snurðulaust og skýrði Moskvaútvarpið frá því í gær að þegar hefðu fengizt þýðing- armiklar upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að hitastig á yfirborði geimfarsins hefur verið frá 15 til 20 stig á selsíus. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.