Þjóðviljinn - 04.01.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagiir 4. janúar 1959 þlÓÐVIUINN ÚtKefandi: Rameinlngarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokkurlnn. — RltstJórar; Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H Jónsson. Magnús Torfí Ólafsson, SigurJón Jóhannsson, Sigurður V. FriðbJófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linur>. — Áskrifcarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl: kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljana. V—_________________________✓ Vonlaust verk T7nguiT> þarf að koma á óvart ■*“' þótt forkólfar Framsóknar- f'Jokksins þykist þurfa að gefa á því nokkrar skýringar að þeir skyldu rjúfa stjórnarsamstarf- ið á þann hátt sem raun varð á. Orsakanná er að leita í þeirri staðreynd að framkoma Eysteins Jónssonar og sam- herja hans hefur sætt mikilli cg rökstuddri gagnrýni adra heiðarlegra og vinstri sinn- aðra manna í Framsóknar- flokknum. Þessir menn vildu raunverulegt vinstr-a samstarf og trúðu því eflaust margir að forustumönnum flokksins væri s'Jíkt samstarf einnig alvöru- mál. Nú iiggur það hjns veg- ar ljóst fyrir að valdamikil öfl j Framsókn unnu að þvi a'ian timann að vinstra samstarfið misheppnaðist. Þessi öfl fengu því ráðið að ekki var staðið við ýmis mikilsverðustu fyr- irheitin í samstarfssáttmála stijórnarflokkanna og nutu til þess atfylgis afturha’dsaflanna í Alþýðuflokknum. Það voru }>essi afturhaldsöfl í báðum samstarfsflokkum A’þýðu- bandalagsins sem réðu því að brugðið var heiti við loforðið iíji framkvæmd á samþykkt Aiþingis frá 23. marz 1.956 um brottför hersins. Það voru einnig þessi afturhaldsöfl sem réðu þvi að 15 stóru togararn- ir voru ekki keýptir þótt unnt væri að fá mjög hagstætt lán ti! þeirra í Sovétríkjunum. Og það voru sömuleiðis þessi aft- urhaldsöfl i Framsókn og Al- þýðuflokknum sem knúðu fram að .horfið var frá verðstöðvun- arstefnunni og verðbó’gunni var hleypt af stað að nýju. Og loks voru bað þessi skuggalegu öfl innan Framsóknar og Ai- þýðuflokks sem ákváðu að rjúfa stjórnarsamstarfið í byrj- un síðasta mánaðar, þegar þau fengu þvi ekki ráðið vegna ei.n- beittrar afstöðu A’þýðusam- bands íslands og Alþýðubanda- lagsins að kaupgjald launþega yrði lækkað um 8% með því að stífa vísitöluná bótalaust um 15 stig. Tíafalaust hafa afturhaldsöflin " í Framsókn, undir foruslu E.ysteins Jónssonar og Vil- hjálms Þór, ætlað sjálfum sér annan og betri hlut en raun varð á a.m.k. um sinn, eftir að stjórnarsamstarfið var rof- íð. Þe-tta hefur nú farið á annan veg. Annexía Fram- sóknar úr siðustu kosningum hefur orðið íhaldinu að bráð og fær að leika stjórnarflokk um sinn fyrir þess náð. Eftir stendur Framsóknarflokkurinn eínangraður 'og valdalaus og horfir frám á b'reytin'gu á kjör- dæmaskipun landsins sem hann er mjög andvígur. Ilefur það áður verið sagt og ' skal enn endurtekið að vart mu'n nokk- ur stjórnmálaflokkur fyrr eða síðar hafa haldið ógæfulegar á málum sínum en Framsókn nú. Þetta er almennt viður- kennt og blasir við öllum al- menningi, einnig öllurn viti- bornum fylgismönnum Fram- sóknarflokksins. Og þetta fer ekki framhjá forkólfunum. Dómurinn yfir framkomu þeirra og frammistöðu allri er þungur en um leið réttlátur. Þeir hafa svikið ,og sundrað samstarfi vinstri manna í land- inu sem öll alþýða batt bjart- ar vonir við. Slík frammistaða verðskuldar vissulega þungan áfellisdóm. að er vonlaust verk fyrir forkólfa Framsóknarflokks- ins, einnig Hermann Jónasson, fyrr.v. forsætisráðherra, að ætla að létta sakarbyrði sína með þeim ásökunum að Ai- þýðubandalagið hafi ekki stað- ið heiit að stjórnarsamstarf- inu. Þetta hefur nokkrum sinn- um sézt í Tímanum og er nú endurtekið í áramótagrein Her- manns. Þetta eru tilhæfulaus ósannindi og líka rakalaus. Al- þýðubandalagið stóð allan tím- an heillt og óskipt að sam- starfinu á upphaflegum grund- velii þess. Alþýðubandalaginu var vinstra samstarfið alvöru- mál og það vildi allt til vinna að það bæri þann árangur sem til var ætlazt og alþýða iands- ins vænti þegar út í það var lagt. Það var kosningásigur Al- þýðubandalagsins 1956 sem knúði Framsókn til að slíta i bil i böndin við ihaldið en engin hugarfarsbreyíing aftur- haldssinnanna í flokknum. Það var Alþýðubandalagið sem fékk því ráðið að brottför hersins, uppbygging atvinnulífsins og verndun kaupmáttar iaunanna var gert að einum helztu aí- riðum stjórnarsáttmálans. Þeg- ar frá þessum grundvallarmál- um samstarfsins var vikið var það ekki aðeins eðlilegt heldur bein skylda Alþýðubandalags- ins við umbjóðendur sína að halda uppi gagnrýni á þau vinnubrögð og bera fram kröf- ur um að staðið yrði við gefin fyrirhéit. Það er þessi varð- staða Alþýðubandalagsins um fyrirheit og grundvöll fyrrver- andi stjómarsamstarfs er Tím- inn og. Hérmann Jónasson saka „kommúnistaöflin í Al- þýðubandalaginu“ fyrir. Slíkar ásakanir falla máttlausar nið- Ur nema að þvi leyti að þær minna á, að betur hefði farið ef svipaðrar varðstöðu um stéfnumátih hafi einnig verið að heiisa af hálfu samstarfs- flokkanna. Því var ekki að heilsa og þvi fór sem fór. En forkólfar Framsóknar ættu að verá þeirri reynslu ríkari að vetkaiýðshreyfingin og stjórn-" málasamtök hennar taka ekki þátt í ríkissljórn tii að vera stjórnaraðili og sjtja í stólun- um heldur tjl að hrjnda þeim máiefr.um í framkvæmd sem Jólagaman Bidstrup teiknaði - Skáldaþáttur ___Ritsljóri: Sveinbjörn Beinteinsson_ Eg veit ekki hvað hafa kom- ið út margar Ijóðabækur árið sem leið, en fyrir mín augu hafa komið röskar tuttugu og eru þar ekki meðtaldar endur- útgáfur eða safnrit, Vitanlegt er að þetta hefur misjafnt gildi sem skáldskap- ur, en þetta er þó a.m.k. lif og hreyfing. Þarna er um að ræða all- breytilega ljóðagerð, rímuð ljóð og órímuð og ýmisieg til- brigði þar á milli. Margt af þessu er athyglisvert, ekki sízt ýmsar nýstárlegar tilraunir misvel heppnaðar að sönnu, en þær eru þó lifsmark. Höfund- ar ljóðanna eru á ýmsum aldri, ég held að yngsta skáld- ið sé 18 ára en það eizta 80 ára, og meðalaldur þessara skálda mun vera óvenjulágur, mörg eru um tvítugt. Eitt er einkennilegt við þess- ar bækur: Þær seljast næstum ekki neitt, ein ljóðabók ný mun hafa komizt í dágóða sölu, hinar lágu að mestu kyrrar í bókabúðunum. Nýjar útgáfur á ljóðum eldri skáldanna seld- barizt er fyrir í kosningum og mestu ráða um afkomu og' menningarskilyrði alþýðunnar og sjálfstæði íslenzku þjóðar- jnnar í heild. ust aftur á móti nokkuð vel. Það er margt í sambandj við þessar nýju ljóðabækur sem væri gaman að velta fyrir sér og athuga nánar, en það býð- ur. Eg treysti mér ekki til að spá miklu um það hvað verði langlíft af ljóðum þessum, framtíðin sker úr þvi. Ekki gæti ég heldur tekið eina af bókum þessum og sagt að hún væri bezt, en hinar allar mis- jafnlega miklu verri; en ef ég ætti að velja eina þeirra þá kysi ég bókina hennar Arn- fríðar Jónatansdóttur, enda þótt hún heiti: Þröskuldur hússins er þjöl, Ljóð Amfrtðar eru órímuð með öllu, stundum stuðluð og búin fagurri hrynjandi, í Ijóð- um þessum. er saman slungið hinum fegursta hreimi sem fundinn verður íslenzku ljóði óbundnu öðru en JLst og hljóm- falli málsins. I GARÐI Blómharpa, lát þú liti þína syngja áður en þögnin yfirbugar þig. Láttu liljóma þína blossa, brenna! — Kuldinu hefur setzt að lágtón- um þínum. bleikfingrað seilist liaustið til bjartari strengja. Háttvirtur stendur fyrir dyr- um úti, bannfærir og blíðmælir á víxl. Digur sjóður er honum í hjartastað. Hvort hann ógnar eða mælir fagurt gildir einu: ótti veldur æði hans, ótti bindur viind úr órðum hans og ber við barminn sem rósir væru. Kona, við nakið brjóstið skýlirðu ungum syni fyrir næðingum. Engin gullofin skikkja á herð- um þér, enginn mjúkur kyrtill. Klæðin álagahamur. Sem væru þau ofin storknuðu myrkri. sem væru þau ómar gleymdrar tungu. Enn sem fyrr eru herbergin fullsetiii; Ótti feykir blöðum, ótti liekur ^trætið bitákuni , blöðum.. Ljóð Amfriðar eiga ■hljóm, áþekkan hljómi þeirra ljóða sem forðum voru . kveðin i. björgum og, steipum, hólum og. hæðum; menn heyra varla slík- an skáldskap. í landslaginu- lengur, en gott er að hann.eigi sér nú rödd'í mannheimi, Óm- Framhald á 11. 'Siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.