Þjóðviljinn - 04.01.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.01.1959, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. janúar 1959 ÞJÓÐVILJINN (5 Sovétríkin munu geta gereyðilagt allt herstöðvakerfi USA í einu SérfrœBsngar Bandarikjasfiárnar teíja aS] Sovétrikin muni bráoum eiga tilhúin 3G0 langdrœg flugskeyfi Sovétríkin munu á næsta há’líu öðru ári eiga tilbúin 300 langdræg ílugskeyti sem borið geta vetnissprengjur meginlandanna á milli og með þeim gætu þau í einu höggi gereyðilagt allt herstöðva- kerfi bandaríska flughersins. Þetta er ein megin- niðurstaða skýrslu sem bandarískir sérfræðingar hafa gefið Kisenhower forseta. Bandaríska tímaritið Foreign Affairs birti kafla úr skýrsl- Skýrsla þessi er tekin sam- an af utanrikisnefnd banda- rísku stjórnarinnar og af risa- fyrirtækinu Rand, en vísinda- menn þess og aðrir sérfræðing- ar eru mjög hafðir með í ráð- um við hernaðartæknirannsókn- ir B anöarí k j a s tj ó ma r. unni rétt fyrir áramótin. Þar segir að skýrslan hafi verið borin undir Visindafélag Banda- ríkjanna og telji sérfræðingar þsss að um helmingur hinna langdrægu flugskeyta Sovét- ítalir hyggjast fjórfalda verzl- un við Sovétrfldn árið 1959 Verzlunarfulltrúar Sovétstjórnarinnar og ríkisstjórnar Ítalíu hafa lokið samn i ngaviðræðum 1 Moskvu um við- skipti landanna árið 1959 og fellur samningurinn inn í samkomulag sem gert var áðúr um viðskipti Rússa og ítala til langs tíma. Á þessu nýbyrjaða ári verða að skiptast á, flokkast undir ríkjanna mynd'i hitta í mark, ef þeim væri beitt sem vopn- um. Talið er að sovézku flug- skeytin muni hæfa svo vel að aðeins muni að jafnaði skeika um 5 km frá markinu. En þar sem þau flytja vetnissprengjur með ógnarlegum tortímingar- krafti skiptir slíkt frávik litlu sem engu máli. Það er því ætlun liinna banda- rísku sérfræðinga að Sovétrík- in muni geta gereyðiíagt alit herstöðvakerfi bandaríska flug- hersins í einu höggi, ef til styrjaldar kemur. Bandarikin eru hins vegar enn svo skammt á veg komin í smíði flugskeyta að þau.^jiunu ekki geta emlur- goldið slíka É.rás neiiia . með sprengjuffugvélaflota sínum. Hann myndi hins vegar gagns- laus þeg'ar flugstöðvarnar væru úr sögunni. I Foreign Affairs er Banda- rik.iastjórn vöruð við því að lialda að það „rstöðuga ógna- jafnvægi" sem stefna Banda- ríkjanna gagnvart Sovétríkjun- um byggist á muni haldast svo að segja af sjálfu sér vegna jafnhliða tæknilegrar fram- þróunar í vestri sem austri. „Það mun verða miklu erf- iðara að halda þessu jafnvægi á næsta áratug en almennt er talið ....“, segir tímaritið. De Gaulle sagSnr ■ vilja liorukis Franska stjórnin telur að það þurfi að hreinsa til á göt- uin Parísar og annarra franskra stórborga, þ.e. fiæma vændis- itonurnar sem í vissum hvei'f- um standa þar að heita má lilið við hlið 'þaðan burt. Sagt er að de Gaulle og nán- ustu ráðgjafar hans, þ.á.m. inn- anríkisráðherrann og lögregiu- stjórinn í Paris, séu þeirrar ekoðunar að þetta verði eklti gert með öðrurn hætti en með því að leyfa aftur pútna- hús, en þeim var öllum lokað i Frakklandi skömmu eftir síð- ari heimsstyrjöldina. viðskipti Sovétríkjanna og Ital íu fjórum sinnum meiri en 1958, og munu þau nema rúm- lega; 600 miil jónum rúblna. „ííernaðarlegar" vörur Vörur þœr, sem ítalir munu flytja til Sovétríkjanna eru m.a. stór kæiikerfi, tækniútbún- aður fyrir efna'ðnaðinn, ýmis mælitæki, gervigúmmí, raf- magns- og gasleiðslur, efnavör- ur, appelsínur og fleirí ávext- ir. ■Otflutningur frá Sovétríkjun- um til ítalíu verður einnig stóraukinn. Rússar selja ítölum m.a. oiíu og olíuvörur, timhur, trjákvoðu, kol, komvörur, mangan og króm, járn, vélar og baðmull. Margar vörutegundir, sem báðar þjóðirnar hafa áhuga á svokallaðar „hernaðarvörur", er Atlanzhafsbandalagið bann- ar ítölum að selja til Sovét- ríkjanna. Fundin stytta af Mikið likneslci af Alexander mikla hefur fundizt við upp- gröft í Tarsus í suðurhluta Tyrklands. Styttan sem vegur tvær lestir sýnir keisarann á banabeði. Hún hefur vérið flutt á safn í Adana. Tánis lækkar ekki gengið Stjóm Túnis hefur ákveðið að fylgja fordæmi Marokkó- stjómar um að lækka ekki gengi gjaldmiðils síns í sam- ræmi við gengi franska frank- ans. Talsmaður Túnisstjórnar s'agði að ginan myndi hlda gengi sínu óbreyttu gagnvart erlendum gjaldeyri. Bænakver selt á 32J00 pund Fimm hundruð ára gamalt flæmskt bænakver, sem brezk- ur uppboðshaldari fann á kistubotixi, hefur verið selt fyr- ir 32.000 sterlingspund. Bænakverið frá miðrí fimmt- ándu öld var fagurlega lýet á 163 kálfskinnssíðum. Bandið er jafngamalt bókinni og nafn bókbindarans er á það skráð, Livinus Stuart. Aukin olíuvinnsla í Sovétríkjunum Tass-fréttastofan skýrði frá því, að h'klegt væri að olíu- vinnslan í Sovétrikjunum hefði orðið 113,5 milljónir lesta árið 1958. Það er 15,2 milljónum lesta meira en á árinu 1957. Á Spáni hefur komizt upp um stórfellt fjármálahneyksli. Nokkrir háttsettir embættis- menn, þ.á.m. fyrrverandi við- skiptamálaráðherra, hafa komið 280 milljónum dollara úr landi með ólöglegum Iiætti. Þetta stórsvindl hefur gert gjaldeyrisaðstöðu spænskra banka enn verri, og hún var ekki góS fyrir. Stríðsglæpamenn látnir lausir Bandarís'k yfirvöld hafa ákveðið að sleppa úr haldi 83 japönskum stríðsglæpamönn- um. Eru þetta síðustu stríðs- glæpamennirnir í Japan sem enn sátu í fangelsi fyrir framda stríðsglæpi. Voru -þeir í haldi í fangelsi nálægt Tokio. Til liggur leiðin Bandaríkjamenn eru auðtrua Ein af nefndum Bandaríkja- þings hefur birt skýrslu sem gefur til kynna að bandarískur almenningur greiðir á hverju ári meira en 100 milljónir doll- ara fyrir megrunarlyf sem eru vita gagnslaus. Nefndin ræðst í þessu sam- bandi á viðskiptaráð ríkisstjórn- arinnar fyrir að hafa í tólf ár látið lognar og villandi auglýs- ingar um þessi megrunarlyf af- skiptalausar. Frakkar gjalda afhroð í Alsír Yfirstjórn þjóðfrelsishers Alsírbúa hefur gefið út til- kynningu um aðgerðir þjóð- frelsishersins í Alsír dagana 23. til 26. f. m. Þar segir að alsírskar loftvamarskyttur hafi skotið niður tíu franskar or- ustuflugvélar þessa daga. Þá hafa þeir og grandað 17 bryn- vögnum frá Frökkum og fellt 324 franska hermenn og sært 500. Þá segir í tilkynningunni að 12 franskir hemienn hafi geng- ið yfir í lið Alsímianna á þessu tixnabili. Syíþjóð og Sovétríkin hafa nýlega skipzt á sendinefndmn her- foringja. — Á myndinni sést ti! hægri formaður sovézku nefnd- )arinnar, N. J. Iiryloff hershöfðingi, ræða við sænskan hermaim sem tók þátt í æFingu sem sovézku foringjarnir fimm voru viðstaddir nálaögt Örebro. Bjór-, mjólkur- einnig völd að krabbameini? Þaö eru ekki aöeins sígaretturnar sem grunaöar eru um aö valda krabbameini. Samhengi viröist einnig vera á milli ýmissa tegunda krabbameins og bjórþambs, mjólk- ur- og tedrykkju, svo aö eitthvað sé nefnt. Einn af frumkvöðlum bar- áttunnar gegn krabbameini í Bretlandi, Percy Stocks, skýrði frá þess ársfundi samtak- anna. „Hjá karimönnum er samhengi á milli stöðugs bjór- þambs og algengs lungnakrabba og einnig annarra krabbameins- tegunda að magakrabba und- anskildum", sagði hann, en bætti við: „Það virðist senni- iegt að karimenn sem þamba mikið bjór reyki einnig mikið af sígarettum. Flestir bjór- þambarar eyða löngum stund- um í stofum þar spm loftið er þrungið tóbaksreyk, jafnvel Þrju höfuðáhrif geislaverkunar Forstöðumaður lífeðlisfræði- nefndar Max Planck-stofnunar- innar í Frankfurt am Main, prófessor Boris Rajewsky, eegir að nú þegar séu þrjár höfuð- afleiðingar geislaverkunarinnar augljósar: Almenn stytting mannsævinnar, líkaansgallar hjá nýfæddum og skaðleg áhrif á erfðastofnana. þótt þeir reyki lítið sem ekk- ert sjálfir“. Einnig mjólkurdrykkja Þá sagði hann að í Norður- Wales hefði komið í ljós að bæði karlar og konur sem hafa magakrabba „drekki mikið af mjólk“. Þetta hefði þó ekki reynzt vera svo í öðrum hér- uðum. Þess væru „ákveðin merki“ að tedrykkja væri völd að krabbameini, öðru en lungnakrabba, í einu héraði í Wales. Kolareykur og sígarettu- reykingar Sígarettureykingar eru þó eftir sem áður taldar höfnð- orsök lungnakrabba, en kola- reykur er „sennilega" önnur orsök þess hve lungnakrabbi er algengur í enskum stórborg- um. Rannsóknir hafa leítt í ljós að þeim sem reykja 200 sigar- ettur eða meira á viku er sex til fimmtán sinnum hættara við lungnakrabba en þeim sem ekki reykja tóbak. Dánartala. pípu- reykingarmanna af völdum lungnakrabba er V/> — V/> sinnum hærri en bindindis- manna á tóbak.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.