Þjóðviljinn - 15.01.1959, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. janúar 1959
•OÐyiLJINN
Útnefandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sósiallstaflokkurlnn Rltstjórar
Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson íáb.). — Fréttarltstjóri: Jón
BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon,
ívar B Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V
FriðbJófsson. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon Ritstjórn, af-
oreiðsJa. augKsingar. prentsmJ*>1a: Skólavörðustíg 19. Síini: 17-500 (5
línur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði — Lausasöluverð kr. 2.00.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Vesæll áróður —
Bandaríkjaför Mikojans
ViSrœSur hans og Eisenhowers i raun og veru
fviveidaíundur, seg/o grarnir sendiherrar
Tfcregið hefur úr áróðri Ólafs
”Thórs og Morgunblaðsins
1 fyrir því að landhelgismálinu
væri þvælt inn á ráðherrafund
■ Atlanzhafsbandalagsins og
setzt þar að samningamakki
um einhvers konar bráða-
birgðalausn við árásarríkið
Bretland. Brezka ríkisstjórnin
hcf einnig í haust áróðursher-
ferð fyrir því, sem hún nefndi
,,bráðabirgðalausn“. þegar
- séð var að íslendingar ætluðu
■ ékki að gugna fvrir valdbeit-
ingu né láta skelfast af til-
• burðum brezku herskipanna,
■ var þar farið eftir ýmsum
’ leiðum t. d. voru brezkir
■ va’damenn látnir seg.ia hér
> og hvar, að s’íkt samkomu-
■ líag væri heitasta ósk Breta-
stjórnar. Og loks munu til-
mæli um slíka ..bráðabirgða-
lairsn" hafa verið send ríkis-
stjórn íslands eða a. m. k.
tilmæli í þá átt. hvort ekki
• jnætti finna leiðir til slíks
■ gainkomulags. Stundum ympr-
■ uðu talsmenn Bretastiórnar á
■ því að leggja málið fyrir
1 Haagdómstólinn. I öllum þess-
um tilraunum Bretastjórnar
i að koma sér út úr öngþveitinu
sem varð vegna flotaárásar-
; inniar á íslenz.ka landhelgi,
fólst neitun þeirrar staðreynd-
ar að íslendingar hcfðu tekið
óhagganlega á'kvörðun um
1 stækkun landhelginnar og
; ekkert var fjær þeim en að
setjast að samningamakki við
ríki eins og Bretland, er eitt
ríkia hafði beitt íslendinga
svivirðilegu ofbeldi í sambandi
við ákvörðunina.
» í ður hefur hér í blaðinu
verið hent á, að brezka
stjórnin hafi 10. nóvember
: sent íslenzku ríkisstjórninni
orðsendingu, þar sem hvatt
var til bráðabirgðalausnar á
deilu Breta og. Islendinga.
■ Tveimur dögum siðar reis ÓI-
afur Thórs upo á Alþingi
með mik’um leikaratilburðum
' og krafðist þess í nafni alls
' Sjálfstæðisflokksins að ís*
■ lendingar færu með landhelg-
< ismálið inn á ráðherrafund
Atlanzhafsbandalagsins og fór
■ um það mörgum orðum að
einmitt mcð því móti mætti
bægja lífshættu frá íslenzkum
sjómönnum, með því- móti
• væri líklegast að hægt væri
■ að fá Breta til að hætta að-
gerðum sínum gegn íslenzku
landhelginni. Morgunb’aðið
var síðan látið taka unp þenn-
an áróður og hamraði blaðið
á því dag eftir dag að það
væri höfuðsynd íslenzkra
■ stjcrnarvalda að fara ekki
■ með málið til Atlanzhafs-
bandalagsins. Öllum íslending-
um var þó kunnugt, að þar
voru saman komnir fulltrú'ar
þeirra ríkisstjóma sem óþarf-
a.star höfðu verið íslenzkum
málstað í landhelgismálinu.
Þó var sem drægi nokkuð úr
áróðursofsa Morgunblaðsins í
málinu er Þjóðviljinn benti
á samræmið í herferð brezku.
stjórnarinnar fyrir því sem
hún nefndi ,,bráðabirgðalausn“
og áróðursherferð Ólafs Thórs
og Morgunblaðsins fyrir því
að málinu væri þvælt fyrir
ráðherrafund Atlanzhafs-
bandalagsins. Og hvorki Ólaf-
ur né Morgunblaðið virðist
eins stolt af þeirri tillögu,
eftir að utanríkisráðherra
Bret'a hefur með alkunnum
hroka gert uppskátt, einmitt
á fundi í Atlanzhafsbanda-
laginu hvemig brezka stjórn-
in hugsaði sér „bráðabirgða-
lausn“ sína, en hún var í
aðalatriðum á þá leið að Bret
ar skyldu af náð viðurkenna
sex mílna fiskveiðilandhelgi.
Sú „1ausn“, alger uppgjöf af
íslands hálfu, var það sem
íslendingar áttu kost á hjá
Atlanzhafsbandalaginu!
/>lafur Thórs minnir enn á
^ sig í þessu máli með hinni
vanhugsuðu tillögu sinni á Al-
þingi, er rædd var þar í gær.
Vill hann nú að íslendingar
rjúki til og breyti ákvörðun-
um frá í sumar um hin tak-
mörkuðu réttindi íslenzkra
togveiðiskipa innan nýju land-
helginnar, á þá leið að þau
verði nú bönnuð með öllu.
Lúðvík Jcsepsson og Karl
Guðjónsson sýndu fram á með
skýrum rökum hve fráleitt er
að ætla, að slíkar ráðstafanir
geti haft nokkur áhrif til að
bæta aðstöðu íslendinga gegn
eríendum áróðri, enda hefur
litið verið reynt að nota það
atriði gegn íslendingum. Lúð-
vík benti á, að það hefði ork-
að tvímælis, hvort rétt hefði
verið að kveða á um undan-
þágurnar strax í sumar, með-
an baráttan um stækkunina
stóð sem hæst, enda þótt all-
ir hafi verið sammála um að
t'l frambúðar væri ekki rétt
að loka nýju landlielginni með
öllu fyrir togveiðum islenzkra
fiskiskjpa. En vissir stjórn-
málamenn kröfðust þess þá,
að undanþágurnar væru á-
kveðnar strax, ætti samstaða
að fást um landhelgismálið.
Nú hlyti það einungis að
bregða blæ hringlandaháttar á
aðgerðir íslendinga ef rokið
væri tilog þessu breytt í al-
gert bann, þegar séð væri að
undanþágurnar hefðu orðið &}■-
gert aukaatriði i baráttunni
um iandhelgismálið. Enda
munu flestir íslendingar sam-
mála þeim Karli og Lúðvík,
að stækkun landhelginnar sé
ekki gerð til þess að gera
vissa nytjafiska við ísland
heilög dýr sem ekki megi
dreDa, he’dur hitt að íslend-
ingar geti nýtt fiskimið sín
eins vel og frekast er unnt,
án þes.s að gengið sé svo fast
að fiskistofninum að um of-
veiði verði að ræða. Ekki hef-
ur komið fram hvort Sjálf-
stæðisfiokkurinn allur stend-
ur að þessari vanhugsuðu
tillögu Ólafs Thórs, en ólík-
legt má teljast að hún nái
samþykki á Alþingi.
TJftir hálfrar annarrar viku
ferðalag um Bandaríkin
með viðkomu í nokkrum
helztu borgum miðvesturfylkj-
anna og Kalifomíu er Anas-
tas Mikojan, fyrsti aðstoðar-
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, kominn aftur til Atl-
anzhafsstrandarinnar, og á
laugardaginn nær heimsókn
hang hámarlki með fundi
þeirra Eisenhowers í Hvíta
húsinu. Forsetinn og Dulles
utanríkisráðherra hafa öllum
á óvart látið í ljós ánægju
yfir komu Mikojans og látið
í það skína að þeir vænti
góðs árangurs af viðræðum
við hann. Dulles lét ráðuneyti
sitt tilkynna eftir fyrsta fund
þeirra að hann hefði verið
þýðingarmikill, og í fyrradag
sagði ráðherrann fréttamönn-
um að Bandaríkjastjórn von-
aði að þegar Mikojan, og Eis-
enhower hafi ræðzt við muni
ríkisstjórnir þeirra hafa feng-
ið svo ljósa mynd hvor af
annarrar stefnu að bægt verði
frá hættunni á að þær mis-
reikni sig sökum vanþekking-i
ar eða misskilnings.
A llt frá dögum Wilsons hef-
nr þess gætt að margir
Bandaríkjamenn vantreysta
leiðtogum sínum í s'kiptum við
fulltrúa annarra ríkja. Það
er þjóðtrú Bandaríkjamanna
að þeir láti öðrum fremur
stjómast af háleitum hug-
sjónum, og hrekkleysi þeirra
og einlægni geri þeim torvelt
að varast klæki eigingjarnra
bragðarefa sem stjórni öðmm
ríkjum. Hugmyndin um sak-
leysi iBandarikjamanna og
spillingu umheimsins er síður
en svo aldauða, en þess hefur
ekki gætt að bandarískt al-
menningsálit beri neinn kvíð-
boga fyrir að Eisenhower og
Dulles' láti Armeníumanninn
sem nú gistir Bandaríkin
hlunufara sig. Hinsvegar
bregður nú svo við að sendi-
menn vesturevrónskra banda-
manna Bandaríkianna í Wash-
ington hafa þungar áhyggiur
af ferða’agi Mikojans og láta
þær óspart í ijós við banda-
ríska fréttamenn. Til dæmis
sagði Associated Press, helzta
fréttastofa Bandaríkjanna, frá
þvi á mánudaginn, að „pers-
ónutöfrasókn" Mikojans, sem
reynzt hefði „árangursrikari
en nokkurn óraði fyrir“, befði
-komið „vesturevrópskum dipl-
ómötum í Washington til að
láta í ljós kvíða yfir, hverju
þessi litli Armeni kunni að fá
áorkað á fundi sínum með
Eisenhower forseta í viku-
lokin.“
l^réttastofan skýrir frá „vax-
andi undran“ þessara aðila
í Washington yfir þvi „að
hægri hönd Krústjoffs forsæt-
isráðherra skuli hafa tekizt
að ná þeim tökum á Banda-
ríkjamönnum sem komið hef-
ur á daginn á fundum hans
með fréttamönnum, iðnrekend-
um, kaupsýslumönnum og
starfshópum — og menn eru
sannfærðir um að Mikojan
hefur haft fleira meðferðis til
Bandaríkjanna en persónu-
töfra sína og hnittni." Sendi-
menn Vestur-Evrópuríkja í
Washington eru að sögn AP
sannfærðir um að aðalerindi
Mikojans sé að „flækja Eisen-
hower og Dulles í samninga-
viðræður um Berlín og Þýzka-
land“, og enda þótt Banda-
ríkjamenn láti bandamenn sína
vita af þvi sem fram fer
„telja þeir sem vel fvlgjast
með í Washington það blábera
staðreynd að rússn. aðstoðar-
forsætisráðherranum hafi þeg-<
ar tekizt að koma því í kring
sem Vesturveldin liafa lengi
reynt að forðast: Tvívelda-
viðræðum milli Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna um mál
sem varða alla bandamenn
Bandaríkjanna.“ Og ekki
nóg með það. Bandaríska
fréttastofan kann frá því að
segja, að vesturevrópskir
sendimenn i Washington telji
að Bandaríkjastjórn hafi
gengið i gildru, þegar hún
levfði Mikojan að koma í
kynnisferð til Bandaríkjanna.
Nú sé opin leið fyrir Krúst-
joff að taka sér einnig oriof
í Bandaríkjunum og erfitt
fyrir Eisenhower að neita að
ræða við hann ef honum skjóti
upp í Washington einn góðan
veðurdag. Þá sé fundur hinna
tveggja stóru oröinn að veru-
leika og Bretar og Frakkar
standi uppi eins og glópar.
í hyggjur . vesturevrópskra
sendiherra í Washington
spretta af þvi að heimsókn
Mikojans til Bandaríkjanna
hefur sýnt að breyting er orð-,
in á viðhorfi Bandaríkjastjóm-
ar og annarra áhrifamikilla
aðila í Bandaríkjunum til
Sovétríkjanna. Fyrir áratug
var það ríkjandi skoðun með-
al bandarískra ráðamanna, að
þeir þyrftu ekiki að taka neitt
tillit til Sovétríkjanna, þau
væru risi á leirfótum sem
myndi hrynja ef hann yrði
fyrir nógum þrýstingi. Sá
þrýstingur átti að koroa frá
herstöðvakerfi Bandaríkjanna
umhverfis Sovétríkin og hern-
aðarbandalögunum sem komið
var á í Evrópu, Vestur-Asiu
og Austur-Asíu. Nú er komið
á daginn að þessi stefna hefur
engan árangiir borið. Sovét-
ríkin eru nú öflugri en nokkru
sinni fvrr og skáka nú Banda-
ríkjunum á sviðum heraaðar-
tælkni bar sem bandarískir
forustumenn töldu sér visa
yfirburði um ófvrirsiáanlega
framtíð. Bandaríkin sjálf eru
í fvrsta skinti í sögu sinni
innan skotmáls vopna hugsan-
legs óvinaríkis.
TTemaðarbandalögin sem
** Bandaríkjamenn komu á
laggirnar með æmum kostnj
aði em í upplausn. Byltingin
í írak í sumar kippti horn-
steininum undan Bagdad-
bandalaginu, bandalagið í Suð-
austur-Asíu hefur eldd orðið
annað en nafnið og innan
Atlanzhafsbandalagsins fara
eriur og deilur vaxadi. Við-
skiptabannið sem reynt var að
koma á Sovétríkin og önnur
sósíalistisk lönd hefur farið
svo gersamlega út um þúfur
að þessi ríki eru nú orðin
skæður keppinautur vestrænu
iðnaðarveldanna í heimshlut-
um sem til skamms tlma voni
forréttindasvæði þeirra, svo
sem Suður-Asíu, arabalöndum
og Suður-Ameríku. Núverandi
stjórn í Washington hefur
haldið þannig á málum að trú-
in á hæfileika Bandaríkjaima
til að hafa forustu fyrir auð-
valdsheiminum hefur þorrið
ört meðal bandamanna þeirra.
Hlutleysisstefnan á vaxandi
fylgi að fagna meðal ríkja
sem Bandaríkjastj. taldi eitt
sinn að unnt myndi að inn-
lima í hernaðarbandalög sín.
Sú skoðun verður æ útbreidd-
ari í Bandaríkjunum að utan-
ríkisstefnan sem- ráðamenn í
Washington Iiafa fylgt frá
stríðslokum sé reist á sandi.
Kosningasigur demókrata . á
Framhald á 10. siðu.
Mikojan ræðir við Nixon varaforseta í Washington.