Þjóðviljinn - 15.01.1959, Side 7

Þjóðviljinn - 15.01.1959, Side 7
Fimmtudagur 15. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Karl Liebknecht i dag eru liðin 40 ár frá einum myrkasta atburðin- um í sögu þýzkrar verka- lýðshreyfingar. 15. janúar 1919 voru Kari Liebknecht og Rósa Lúxemburg myrt. I»ar féllu tveir af göfugustu leiðtogunum í baráttu alþýð- unnar gegn stríði og auð- valdi, fyrir friði og sósíal- isma. „FangeISi!“ „Missir borgara- réttinda og aeru!“ Framkvæm- ið það ef yður þóknast svo. Æra yðar er ekki mín æra. En það get ég sagt yður, að eng- inn herforingi hefur borið ein- kennisbúning sinn með jafn mikilli sómatilfinningu og ég ber fangakyrtilinn. — Eg er hingað kominn til að ákæra, — ekki til þess að verja mig. Eg sækist ekki eftir hóglífi, ég kýs baráttuna. Nið- ur méð styrjoldina! Niður með ríkisstjórnina! Það var þýzki ríkisþingmað- urinn Karl Liebknecht, sem gerðist svo djarfmæltur fyr- ir réttinum þegar ákær- andinn krafðist að hann yrði dæmdur í 7 ára fangelsi og 10 ára missi borgararétt- inda og æru árið 1916. Niðurs.taðan varð sú, að. Liebknecht var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi og var hon- um gefið að sök .að hafa skipu- lagt ólöglegan fjöldafund í Berlín, afhrópað ríkisstjórnina og rekið hatraman áróður gegn styrjaldarbrölti Þýzkalands, og var þetta samanlagt látið heita „landráð“. Bæði Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg höfðu frá unglingsárum verið virkir þátttakendur í vinstra armi hinnar sósíaldemókratísku verkalýðshreyfingar. Þegar heimsstyrjöldin skall á 1914, var aðeins einn maður í þýzka rikisþinginu sem greiddi at- kvæðí gegn hernaðarframlög- um. Það var Karl Liebknecht. Það kom hinu heimskunna ; skáldi Henry Barbusse til þess að segja í Frakklandi: „Sjá! Einn er þó til, sem hefur yfir- stigið styrjöldina og hefur skap>að sér ævarandi orðstír fyrir fagurt og traust hug- rekki“. í októbermánuði 1918 var Liébknecht samt látinn laus rétt áður cn • hernaðarmáttur 40 ár síðan Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht voru myrt Hitiir si£(ruðu í dag verða sigurvegarar framtíðarinnar Svo mælti Iíarl Liebknecht, eftir ósignr verka- lýðsins í janúaruppreisninni í Berlín 1919 JANÚAR 1919 Eftir hina misheppnuðu nóv- emberbyltingu tók við tími stjórnmálaátaka og í þeirri hríð var Kommúnistaflokkur Þýzkalands stofnaður eins og Myndin er tekin fyrir fraanan keisarahöllina í Berb'n 9. nóv. áður er sagt. 1918, þegar Karl Liebknecht lýsti j*fir stofnun frjáls, sósíal- Ofsalegur áróður og ofsókn- ísks ríkis í Þýzty'alaiuli. Þjóðverja í fyrri heimsstyrj- öldinni þvarr að fullu og friður var saminn. Styrjöldinni, sem Liebknecht hafði barizt svo einarðlega gegn, var lokið, en fyrir Liebknecht var ekki um frið að ræða. Hann gerðist þeg- ar einn af athafnamestu for- ystumönnum hinna byltinga- sinnuðu verkamanna í Berlín á ný. Annar aðalleiðtoginn í þeirri baráttu var Rósa Luxem- burg, og það var vinstri arm- ur þýzka sósíaldemókrata- flokksins, sem þau stjórnuðu. Ásamt nánustu samstarfsmönn- um sínum og baráttufélögum, Klöru Zetkjn, Frans Mehrjng og Wilhelm Piek, höfðu þau stofnað óháð sósíaidemókratísk samtök, og veturinn 1915 hófu þau að senda frá sér flugrit, þar sem í fyrsta sinn má sjá undirskriftina „Spartakus“. Þetta voru fjölrituð smáblöð, þar sem mótmælt var fjölda- morðum stríðsins, atferli valdamanna Þýzkalands og svikum leiðtoga hægrisósíal- demókrata. Þessi forystusveit hefur lengstum síðan verið kölluð Spartakusbandalagið, og í henni voru djörfustu andstæðingar stríðsins í Þýzkalandi. Verka- menn og hermenn Evrópu nefndu nöfn þeirra í sömu and- rá og nafn Leníns. í janúar 1919 sleit Sparta- kusbandalagið sambandinu við Sósíaldemókrataflokkinn og stofnaði Kommúnistaflokk Þýzkalands. Rétt eftir að Liebknecht var látinn laus, og nokkru áður en Kommúnistaflokkurinn var stofnaður gerðúst örlagaríkir atburðir í Þýzkalandi — nóv- emberbyltingin 1918. Karl Liebknecht og Rósa Luxemburg voru fremslu leiðtogar bylt- ingarinnar, og það var Lib- knecht, sem dró rauða fánann að hún yfir keisarahöllinni í Berhn 9. nóvember 1918 við mikil fagnaðarhróp borgarbúa. „Á þessari stundu lýsum við yfir að stofnað hefur verið frjálst sósíalískt lýðveldi“, var yfirlýsing hans af svölum hall- arinnar. Afdrif nóvemberbyltingarinn- ar verða ekki rakin nánar hér að sinni, en hægri sósíaldemó- kratar sviku alþýðuna á nýj- an leik og tókst að afhenda auðmönnum og junkurum völdin. ir voru hafnar gegn bolsévik- um og Spartakus-samtökunum. „Myrðið leiðtoga þeirra, drep- ið Liebknecht!“ stóð á flugrit- um íháldsaflanna. Og blöð hægrisósíaldemókrata tóku undir þennan söng. JANÚARUPPREISNIN Dagana 5.—12. janúar 1919 hafði brotizt út vopnuð upp- reisn verkamanna í Berlín. Uppreisn þessi var óundirbú- in og hafin án samþykkis Spartakusbandalagsins. En þegar laún á annað borð var hafin tók Karl Liebknecht þátt í henni sem foringi. Eftir að uppreisnin hafði verið barin niður, hófst æðisgengin morð- leit hvíthðasveitanna að Lieb- knecht og Luxemburg. Liebknecht og Luxemburg urðu að fara huldu höfði fyrir morðingjasveitunum og 100,000 mörk höfðu verið sett til höf- uðs þeirra. í felustað sínum skrifuðu þau síðustu greinar sínar í blað Spartakusbandalagsins, Rote Fahne, hinn 14. janúar, Rósa Luxemburg skrifaði hina þungu ákæru sína „I Berlín er allt með kyrrum kjörum“, og Liebknecht hið hátíðlega loforð Spartakusbandalagsjns um að halda baráttunni áfram til sig- urs „þrátt fyrir allt“. MORÐNÓTTIN 15. janúar voru þau bæði handtekin ásamt Wjlhelm Piek og framseld aðalstöðvum hvít- liðasveitanna í Eden-hóteli. 1 Eden-hóteli voru þegar gerðar ráðstafanir til þess að myrða þau þremenningana. Þegar Liebknecht var leiddur inn í hótelið var hann barinn tvívegis í liöfuðið með byssu- skefti. Luxemburg var lejdd inn skömmu síðar og ráku hvítliðarnir þá upp mikil ösk- ur. Piek var hinsvegar hafður í haldi utan dyra. Klukkan 11 urn kvöldið var farið með Liebknecht út um hliðardyr hótelsins. Um leið og hann gekk út barði varð- maður hann enn með byssu- skefti sínu, og hann var dreg- inn blóði drifinn inn í bíl, sem ók til Tiergarten. í garðinum nam bílljnn staðar. Ljebknecht var leiddur nokkur skref eftir hliðargötu og myrtur. Liðsfor- ingi að nafni Pfligk-Hartung hleypti af fyrsta skotinu, en hann varð síðar njósnari í Danmörku. Rósa Luxemburg var flutt burt frá hótelinu skömmu síð- ar. Þegar hún fór fram hjá verðinum barði hann hana einn- ig 2 högg í höfuðið með byssu- skefti sínu, og hún var dregin meðvitundarlaus inn í bíl sem beið fyrir utan. Vogel liðsfor- ingi hafði forystu fyrir sveit- inni sem flutti hana, og á leið- inni skaut hann hana í höfuð- ið. Bifreiðin var stöðvuð á Liechtensteinbrúnni yfir Land- wehr-skurðinn og liki Rósu tiosa Luxemburg Luxemburg síðan fleygt . í skurðinn. Þar fannst það 3L maí, háífum fimmta mánuði síðar. En 16. janúar voru háværar fyrirsagnir blaðanna á þessa leið: „Liebknecht skotinn á fiótta. Rósa Luxemburg drepin af mannfjölda“. I sýndarmálaferlum þeirn, sem síðar fóru fram, voru morðfngjannir sýknaðir skil- yrðisiaust. BARÁTTAN IIELDUR ÁFRAM Liebknecht var jarðsettur 25. janúar 1919 ásamt þeim sem féllu í janúaruppreisninni. Verkalýður Berlínar og verka- fólk frá öllu Þýzkalandi fylgdi þeim til grafar. Hinn 13. júlí var Rósa Lux- emburg jarðsett. Vinna var lögð niður víðast hvar í Berlín, og ejnhver mesti mannfjöldi sem safnazt hefur saman í Berlín fylgdi henni til grafart*. Hún var jörðuð við hliðina á Liebknecht í Friedrichsfeld. í dag eru iiðin 40 ár frá dauða þeirra. Enn er þeirra minnzt af ást og eldmóði al- þýðunnar hvarvetna í heimin- um, þar sem haldið er áfram baráttu þeirra fyrir friði og sósíalisma, — þeim hugsjón- um, sem þau Ijfðu fyrir, börð- ust fyrir og dóu fyrir. í síðustu blaðagrein sjnni, „Þrátt fyrir allt“, sem birtist i Rote Fahne þegar eftir janú- aruppreisnina. segir Liebknecht: „Hinir sigruðu í hinni blóðugu janúarvjku hafa barizt með heiðri. Þeir hafa barizt fyrir göfugasla takmarki mannkyns- ins — fyrir andlegu og efna- legu frelsi hinnar þjáðu al- þýðu Og upp af blóði drifinni jörðinni þar sem þeir féliu munu þeir vaxa, sem seinna standa yfjr höfuðsvörðum sig- urherranna í dag. Nýir bar- áttumenn munu fæðast hug- sjón okkar, þeir munu hefna fyrir þá föllnu og berjast fram til okkar göfuga takmarks, sem er eins eilíft og sólkerfið. Hjn- ir sigruðu í dag, verða sigur- vegarar framtíðarinnar .... þótt valdamennirnir varpi okkur i hiekki munum við vaka á verð- inum, og við fyrirgefum þeim ekki. Sigurinn verður okkar.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.