Þjóðviljinn - 21.01.1959, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.01.1959, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. janúar 1959 ÞlÓÐVILIINN ÚtRefandi: ^amelnlngarfljkkur albýðu — Sóslailstaflokkunnii. ftitstjorai Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason Blaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar F Jónsson. Magnús Torfi Óiafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V Friðb.íófsson Auglýsingastióri: Guðgeir Magnússon - Ritstjórn, af- creiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (ö línur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiöja Þjóðviljans. - Spilling sem þarf að uppræta ¥»að hefur verið komizt svo að orði að Alþýðuflokkurinn sé ekki stjórnmálasamtök leng- ur; nann sé í staðinn orðinn eins konar heildsö’ufyrirtæki, hlutafélag sem nokkrir forustu- menn þykjast eiga. Enda hefur það lengi verið svo að fram- koma flokksins hefur ekki átt neitt skylt við stjórnmál,- í henni hefur ekki birtzt nein stefna, engin barátta fyrir hugsjónum og hagsmunamálum, heldur hefur flokkurinn orðið falur hæstbjóðanda hver.iu sinni eins og hver önnur vara sem reynt er að koma í verð með hámarksgróða. Þessi ó- þrúttna sölumennska hefur gert Aiþýðuflokkinn að svo furðu- legu fyrirbæri að einsdæmi má telja í stjórnmálasögu nokk- urrar þjóðar. Alþýðuflokkurinn samdi við Framsókn um sam- vinnu fiegn íhaldinu til að koma frambjóðendum sínum á þing; nú eru þingmennirnir notaðir til að vinna með íhald- inu gegn Framsókn. Alþýðu- flokkurinn er i náinni sam- vinnu við íhaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur gegn Alþýðu- bandalaginu; í Hafnarfirði — í tíu kílómetra fjarlægð — er Alþýðuflokkurinn í náinni sam- vinnu við Alþýðubandalagið gegn íhaldiuu. Á síðasta Al- þýðusambandsþingi samdi Al- þýðuflokkurinn við Alþýðu- bandaiagið um samstöðu gegn hverskonar kjaraskerðingar- fyrirætli i’.um aftui'haldsins; mánuði síðar samdi Alþýðu- flokkurinn við íhaldið um að knýja fram stórfehdustu kjara- skerðingu sem framkvæmd hef- ur verið á þessum áratug. í Alþýðusambandsstjórn er Al- þýðuflokkurinn í samvinnu við Aiþýðubandalagið; í hiuum einstöku verkiýðsfélögum Al- þýðusambandsins er Alþýðu- flokkurinn í samvinnu við í- haldið. Og þannig mætti lengi telja. Hvergi birtist nokkur stefna; flokksforingjarnir líta á flokkinn eins og heildsali lít- ur á nælonsokka eða tyggi- gúmí; þeir viija. aðeins koma vörunni í verð með sem mest- um ábata og spyrja ekki að því til hvers kaupandinn setli að nota hans. i f þessu leiðir það aftur að aldrei er að marka eitt ein- asta orð sem leiðtogar Alþýðu- flokksins eða Alþýðubl. segja. Það sem er heilagur sannleikur í dag er orðið svartasta lygi á morgun; hrópað er já í dag en æpt nei á morgun. Þannig héit Alþýðublaðið því fram af miktum ákafa í fyrra að grunn- kaupshækkanir verkafólks vaeru réttlætismál og nauðsyn; nú heimtar það af jafnmikilli áfergju að þessar grunnkaups- hækkanir skuli teknar aftur og miklu meira en það. í desem- ber heimtaði Alþýðublaðið að kjör sjómanna yrðu stórbætt; það tók ekki nema viku fyrii það að snúast og heimta af sama kappinu að kjarabæturn- ar skyldu að verulegu leyti teknar aftur. Á Alþýðusam- bandsþinginu samþykktu Al- þýðuflokksfulltrúarnir ályktun um að kjör verkafólks skyldu ekki skert; aðeins þremur vik- um síðar ákvað Alþýðuflokk- urinn að skerða kjör launa- fólks um a.m.k. 10%. Hver ein- asti landsmaður getur haldið þessari þulu áfram og rakið dæmi um samskonar pólitískt siðieysi hundruðum saman. 17’kkert er eðlilegra en að stjórnmálaflokka greini á; þeir eru til þess stofnaðir að berjast fyrir mismunandi stefn- um og hagsmunum andstæðra stétta. Ekkert er heldur eðli'- legra en að slíkir flokkar semji stundum sín á milti, ef þeir telja sér hag að því. En flokk- ur, sem hefur algerlega týnt stefnu sinni og er ekki orðinn nema einn samningur og lítur á sig eins og vörupartý eða gleðikonu á torgi, á engu heil- brigðu hlutverki að gegna; þvert á móti sýkir hann út frá sér og vekur ótrú almennings á lýðræði og þingræði. Slíka spillingu í stjórnmálalífi ís- lendinga þarf að uppræta. Ný r sigur Það mun vart ofmælt, að hvert mannsbarn í land- inu fylgist með fréttum af unga íslenzka stórmeistaran- um, Friðrik ólafssyni, þegar hann gengur einn og óstuddur á hólm við beztu menn ann- arra þjóða. Hann hefur enn á ný með frammistöðu sinni á skákmótinu í Beverwijk auk- ið hróður sinn svo hverjum Is- lendingi hlær hugur í brjósti. Sigrar Friðriks eru unnir fyrir íslenzku Þjóðina, hann heldur nafni lands síns hátt á loft. Heimsmeistarinn Botvinnik hefur látið svo um mælt, að hann telji Friðrik með þeim snjöl’ustu hinnar yngstu skák- mannakynslóðar, og vel gæti farið svo að Friðrik kæmist eins langt í íþrótt sinni og hægt er að komast. Þjóðin verður að leggja rækt við þennan unga afreksmann og veita honum allan þann stuðn- ing er hann þarf. Guðrún Á. Símonar óperu- eöngkona hefur undanfarna 3 mánuði verið á söngferðalagi um Kanada og Bandaríkin. — F.yrstu tvo mánuðina hélt hún sjö tónleika, þar af þrjá vest- ur á Kyrrahafsströnd, enn- fremur koin hún fram í sjón- varpi í Winnipeg, og þar söng hún einnig inn á segulband fyrir útvarpið. Hefur hún hvarvetna hlotið hinar beztu móttökur og mikið lof fyrir söng sinn. MÓTTÖKUNEFND Síðastliðið sumar kusu stjórnir Þjóðræknisfélags ís- lendínga í Vesturheimi og The Canada-Iceland Foundation í Winnioeg móttökunefnd, til, þess að annast þáð, er fram- kvæma þurfti, áður en Guð- rún kæmi þangað. 1 nefndina völdust úrvalsmenn, þau dr. Richard Beck, forseti fyrr nefnds félags, Walter J. Lin- dal dómari, forseti þess síðar nefnda, frú Hólmfríður F. Danielson og Grettir L. Jó- hannson ræðismaður. For- maður móttökunefndarinnar var kiörinn Walter J. Lindal. Greiddi nefndin götu Guðrún- ar á allan hátt. FRÉTTIR BERAST Guðrún Á. Símonar fór héð- an 5. október s.l. til New York, og 11. s.m. kom hún til Winnipeg. Söngför hennar um Kanada er lokið að þessu sinni. Fór hún frá Winnipeg 2. desember til New York, þar sem hún dvelst nú. Að vestan hafa nú borizt frekari fregnir af söngkon- unni en áður voru hingað komnar. I fréttabréfi frá Winnipeg segir m.a.; — „Er skemmst af því að segja, að Guðrún hefur þegar getið sér mikinn orðstír hér i Vestur- heimi, enida unnið hvern sig- urinn á fætur öðrum, svo sem í öllum þeim þjóðiöndum í Evrónu, þar sem hún hafði sungið opinber’ega, áður en hún kom hmgað vestur. Fer það að vonum, að undanfama mánuði hefur mikið verið rit- í Nýja íslandi höfum vér þess- ar fréttir: Húsfyllir áheyr- enda í Árborg og hrifning mikil. Á Gimli, aðsókn ekki eins góð, en stundin ógleym- anleg viðstöddum". Slíkt orð fór af tónleikun- um, að margir af þeim, er ekki áttu þess kost að sækja þá á Gimli sökum óhagstæðs veðurs, fóru til Winnipeg til þess að vera viðstaddir aðal- tónleikana þar. SÆMD SKJALDARMERKI WINNIPEGBORGAR ÚR GULLI Móttökunefndin vildi gefa mönnum kost á að kynnast Guðrún Á. Símonar Guðrúnu persónulega. Fór sú athöfn fram í samkomusal Lúthersku kirkjunnar í Winni- peg 28. október, og komu þangað um tvö hundruð manns. Þar ávörpuðu Guðrúnu og kynntu hana þeir séra Valdimar Eylands, Walter J. Lindal dómari og séra Philip M. Pétursson. Ennfremur á- varpaði Guðrúnu Páll Good- man, ráðunautur í skrifstofu borgarstjórnar, og sæmdi hana fyrir hönd borgarstjóra heið- ursmerki úr gulli. Var það skjaldarmerki borgarinnar í formi fagurgerðrar nælu. að um hana í íslenzk og kana- dísk blöð og tímarit. Er það sammæli íslendinga og ótal margra fleiri hér í borginni, að hún sé hinn glæsilegasti fulltrúi íslands“. FYRSTU TÓNLEIKARNIR í MANITOBA F.yrstu tónleikana vestan hafs hé’t Guðrún í „Commun- ity Hall“ í Árhorg 23. óktó- ber á vegum þtjóðræknisdeild- arinnar Esju, og þá næstu í Lútersku kirkjunni á Gimli daginn eftir, og annaðist deildin Gimli undirbúning þeirra. Lögberg birtir m.a. þetta: „Þær fréttir hafa Lögbergi borizt norðan úr Nýja Islandi, að ungfrú Guðrún Á. Símon- ar hafi stórhrifið áheyrendur sína á samkomunum á Gimli og í Árborg með voldugri og fagurri rödd sinni“. Og í Heimskringlu stendur: — „Af samkomum ungfrú Símonar TÓNLEIKAR I WINNIPEG Celebrity Concerts (Canada) Ltd. Þjóðræknisfélagið og The Canada-Iceland Foundation — stóðu að tónleikum þeim, sem Guðrún hélt í Playhouse leik- húsinu í Winnipeg miðviku- daginn 5. nóvember. Þar var fjölmenni, og m.a. voru við- staddir margir þekktustu söngvarar borgarinnar og fleiri tónlistarmenn. Söng- skráin var prýðilega samsett, íslenzk og erlend úrva'slög, svo sem á öllum tónleikun- um í þessari miklu söngför Guðrúnar og árangursríku. HEIÐURSBORGARI WINNI- PEGBORGAR Borgarstjóri Winnipegborg- ar, Stephen Juba, ávarpaði Guðrúnu að tónleikunum lokn- um, þakkaði henni fyrir kom- una og lýsti því yfir, að hún hefði verið k jörin heiðurs- borgari Winnipegborgar, og síðan afhenti hann henni heið- ursskjalið innrammað. Vakti þetta geysifögnuð allra við- staddra, eruda er Guðrún fvrsti Ís’endíngurinn, sem slíkum metorðum er sæmd í Winni- peg, en 1 Kanada eins og öðr- um brezkum samveldislöndum er slíkur heiðursvottur fátíð- ur. —■ Dagblöð borgarinnar skýrðu frá þessum atburði sórstaklega, t.d. eitt þeirra, Winnipeg Tribune, með bsss- ari fvrirsögn: „Soprano hon- oured“ — (sópransöngkona heiðruð). V UMMÆLI LÖGBERGS ’ „Áheyrendur unrfní Símon- ar létu óspart fögnuð sinn í ljós yfir hinum hrífantdi söng hennar í Plavhouse leikhúsinu á miðvikudagskvöldið, með því að krefjast með dvnjandi lófá- taki, að hún kæmi fr?tm aftur og aftur, og söng hún sex aukalög, ö1! íslenzk. Flestir sem harna voru, hefðu gjam- an viljað hlvða á fle’ri íslenzk tónverk, ekki einungis vegna þess, að þau finna jafnan dýpstan hliómgrunn í hjört- um Islendinga, heidur og vegna þesá, að söngkona eins og ungfrú Símonar, gædd ó- veniu fagurri og þjálfaðri rödd, sem kahn að túlka söngvana af næmri innlifun og smekkvísi, gæti þannig borið hróður t.ónmenningar þióðar sinnar víða um lönd. Og sennbega. á ungfrú Símon- ar eftir að fara víðá og geta sér og þióð sinni mikinn orð- stír með söng símirn. Til Winnineg hafa kormð fjöldi víðfræara söngkvenna, eh þær eru ekki margar, sem hlotið hafa eins ágæta déma. frá hliómiistargagnrvnendum dag- blaða borgarinnar eins og ungfrú Símonar." SÖNGDÓMAR Birtast hér nokkur ummæli helztu dagblaðanna í Winni- peg: „Winnipeg Free Press“ hirt- ir söngdóm með þessari fyr- irsögn: „Guðrún Simonar: Bezta. söngkona hér á þessu söngári“. „Söngrödd ungfrú Símonar er frábær, óþvinguð og jöfn. að gæðum á öllu tónsviðínu. Söngur hennar er fagur, hreinn og leikandi léttur. Ég gat í rauninni ekkert að hon- um fundið". „The Winnineg Tribune": „Ungfrú Símonar hefur ein- hverja beztu söngrödd, sem heyrzt hefur í mörg söngár. Hún syngur í hreinum bel canto stíl, sem ekki er að undra, þvi að hún stundaði nám hjá Carmen Melis í Mil- ano eins og Renata Tebaldi". KIRKJUTÓNUEIKAR í WINNIPEG I bréfi frá Winnipeg er eft- irfarandi frásögn um kirkju- tónleikana þar: „Næsta sunnudag, 9. nóv., söng Guðrún Á. Símonar ís- lenzk lög við kvöldmessu í Fyrstu lútersku. kirkjunni hér* Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.